Tíminn - 04.04.1962, Side 15

Tíminn - 04.04.1962, Side 15
Lítið barn fyrir bíl og beið bana SíSdegis í gær varð það sviplega slys á Vesturgöt- unni, að fjögurra ára dreng- ur varð fyrir strætisvagni og lézt samstundis. Slysið varð klukkan 17,43 um daginn, er hraðferðin Austurbær —Vesturbær stanzaði á biðstöð- inni á'gatnamótum Vesturgötu og búðina West End. Á biðstöðinni fór hópur fólks inn í strætisvagninn og annar hóp ur út. Strætisvagninn ók síðan af stað austur Vesturgötuna, og verð ur hvorki bílstjórinn né aðrir far þegar varir við neitt óvenjulegt. Þegar strætisvagnin var farinn af stað, tók fólkið, sem hafði farið úr vagninum, eftir því, að lítið barn lá á götunni. Strætisvagninn hafði ekið yfir höfuð þess. Þar sem enginn var vitni að slysinu, eru nánari tildrög ekki kunn. Rannsóknarlögreglan biður farþegana, bæði þá, sem stigu úr vagninum, og þá, sem fóru í hann á þessari biðstöð klukkan 17,43, að hafa samband við sig, og sama gildir um aðra þá, sem kunna að geta veitt upplýsingar um slysið. Rangárvallasýsla Framsóknarfélag Rangárvalla- sýslu og Félag ungra Fram,sóknar manna halda aðalfund sinn í fé- lagsheimilinu Hvoli, sunnudaginn 8. apríl n.k. og hefjast þeir kl. 2. Auk venjulegra aðalfundastarfa verður rætt um stjórnmálaviðhorf Skrúfur ©g tannhjóí (Framhald af 16. síðu). mjög lágu. T.d. kostar enginn hlut ur, sem í verzluninni er meira en 1900 krónur. í Kúlunni fást bæði stólar, bekk ir og vegghillur, Lausir púðar fylgja stólunum og bekkjunum, og eru þeir í Ijósum litum, úr ein- földum efnum. Flestöll húsgögnin ómáluð og aðeins með viðarlit, en hægt er að fá þau í ýmsum litum eftir vali kaupenda. í barnadeild verzlunarinnar eru einföld og ódýr húsgögn og leik- föng fyrir börn. Þar eru hentugar hillur fyrir bækur og leikföng, borð og loks kassar, sem bæði má nota sem stóla og raða upp sem skápum. Húsgögnin og leikföngin eru teiknuð af Manfred Vilhjálms syni, diter rot og Magnúsi Pálssyni og þeir siðarnefndu hafa séð um uppsetningu verzlunarinnar. Skartgripirnir, sem á boðstól- um eru, hringar og hálsmen, eru eftir Gunnar Malmberg, diter rot og Sigríði Björnsdóttur. Eru þeir búnir til úr tannhjólum, skrúfum, bræddu gleri og ýmsu öðru. Enn fremur eru til sölu lista verk til innanhúss-skreytinga, ein sérkennileg stór kúla, á stærð við fótbolta, sem öll er gerð úr tann hjólum úr klukkum og úrum. — Hangir kúla þessi í lofti verzlunar innar og pnýst stöðugt. Hana gerði Gunnar Malmberg. Reykjavík - Skeið - Hreppar Sérleyfisleiðir milli Reykjavíkur, Skeiða, Gnúp- verja- og Hrunamannahrepps á okkar vegum hefj- ast næstkomandi fimmtudag 5. apríl og verður ferðatilhögun sem hér segir: 5. apríl — 15. maí (tvær ferðir í viku) Fimmtudaga: Lagt af stað úr Gnúpverjahreppi (væntanlega frá Haga kl. 8:30, fyrst um sinn) Brottfarartími frá Geld- ingaholti kl. 9:00, ekið að Flúðum í Hrunamannahrepp, brottfarartími frá vegamótum á Sandlækjarholti kl. 10:00. Frá Selfossi um kl. 11:00. Frá Reykjavík kl. 17:30 (afgr. Bif- reiðastöð íslands) Brottfarartími frá Selfossi kl. 19:00 ekið að Flúðum og í Gnúpverjahrepp. Laugardaga: Frá Reykjavik kl. 14:00, brottfarar- tími frá Selfossi kl. 15:30, ekið fyrst í Hrunamannahrepp og síðan í Gnúpverjahrepp. Sunnudaga: Lagt af stað frá Haga kl. 16:30, frá Geldingaholti kl. 17:00, ekið að Flúðum, brottfarartími frá Sand- lækjarvegamótum kl. 18:00. Frá Sel- fossi um kl. 19:00. Eftir 15. maí bætist við ferð á þriðjudögum. Verð- ur þá lagt af stað að morgni úr Hrunamannahrepp og ekið að Geldingaholti og síðan til Reykjavíkur. Kvöldferðin austur á þriðjudögum mun einnig enda í Hrunamannahreppi. Frá sama tíma breytist væntanlega tilhögun ferðanna um helgar. LANDLEIÐIR H.F. EBE mótmælir vfð USA NTB—Bruxelles, 3. aprfi. — Efnahagsbandalag Evrópu sendi Bandaríkjunum í dag mótmæli, vegna þess að þau hafa hækkað tolla á inn- fluttri ull. Tollahækkunin kemur illa niðiu: á Belgíu, sem flytur árlega ull til Bandaríkjanna fyrir um 24 milljónir dala. Segir í mót- mælaorðsendingunni, að þessi ráðstöfun sé ekki til þess fallin að bæta andrúm*- loftið í samningum Banda- ríkjanna við EBE. Kongóblöð gerð upptæk NTB—Leopoldville, 3. apríl. — Kongóstjórn hefur lokað skrifstofum flestra blaða í Leopoldville og handtekið ritstjóra þeirra fyrir að hafa stutt allsherjarverkfallið, sem verkalýður borgarinnar er með á prjónunum. Á með an þinga enn þeir Adoula forsætisráðherra og Tsjombe Katangaforseti. f dag var 10. fundur þeirra og er talið -3 einhver árangur hafi náðst. Ýmsar gerðir sambúðar NTB—Beograd, 3. apríl. — í yfirlýsingu frá Júgóslavíu- stjórn í dag segir, að sam- búðin við Sovétríkin fari stöðugt batnandi á sviði menningar- og efnahags- mála. Þar segir, að sambúð- in við Bandaríkin einkenn- ist af gagnkvæmri virðingu. f yfirlýsingunni er Kína og Albanía gagnrýnt harðlega og þau sökuð um moldvörpu starfsemi gegn Júgóslavíu. Alsír Framhald af 3 síðu Alsír. Þar er leiðtogí OÁS, fyrr- verandi ofurstinn Jean Gardes. í Oran fann herliðið 1800 byssur í helli. Byssunum höfðu OAS-menn stolið úr forðabúri hersins í Oran. Herliðið lagði einnig hönd á ým- iss konar annan herbúnað. 6D0 númer (Framhald af 16. síðu). laus númer handa þeim rétthöf- um síma, sem flytja milli svæða. Þessu er reynt að bjarga til bráða birgða með því að leyfa mönnum að hafa sín gömlu * númer, þótt þau séu ekki í réttu svæði. En þegar númerum fjölgar og ný skrá er gefin út, er þetta lagfært, svo rétt númer séu á réttum svæðum. Er þess vænzt, að fólk, sem hefur óþægindi af þessum breytingum, taki á þolinmæði sinni og sé þeim hjálplegt, sem hringja í „skakkt“ númer í þeirri trú, að þeir séu að telja númer kunningja sinna á tólin. Það er regla hjá símanum að breyta ekki númerum nema við útkomu nýrrar símaskrár eða síma skrárviðauka. Símaskrárviðauki er nú í prentun, og átti að vera til um síðustu mánaðamót, en gerð símaskrár er tímafrekari en flestia annarra bóka, og mun skráin því ekki koma út fyrr en um næsta mánaðamót. Þeim, sem fengu ný númer, var sent bréf um breyt- inguna, og hver fengi þeirra gamla númer, og þeim tilmælum beint til manna, að þeir segðu þeim sem hringdu og vildu fá að tala við fyrri rétthafa nýja númersins, hvaða númer hann hefði nú. Að öðru leyti er símnotendum bent á að spyrja um símanúmer þeirra, sem þeir þurfa að ná sambandi við, í síma 03. Þorskur og síld saman i nótinni í gær fengu fimm bátar samtals um 3300 tunnur af Vertíöardagar (Framhald af 16. síðu). Keflavík Afli hefur verið ákafléga léleg ur fram að þessu hjá Keflavíkur bátum, en sérstaklega hefur hann þó verið misjafn.T. d. fóru nokkr ir bátar á sjó á laugardaginn og fengu þá frá V/2 lest allt upp í 28 lestir. í fyrradag var landlega og var öklasnjór á jafnsléttu í Keflavík. Heildarafli bátanna er nú orðinn 9<770 lestir í 1301 róðri en bátarn ir eru 47. Á sama tíma í fyrra höfðu jafn rnargir bátar fari.ð í 1360 róðra og höfðu þá aflað 9.266 lesta. Eyrarbakki Eyrarbakkabátarnir hafa lítið veitt undanfarna 3 daga. Bræla er á miðunum og lítill fiskur. Öðlingur hefur nú fengið 240 lestir, Jóhann Þorkelsson 170, og Björn 160 lestir. Þorlákshöfn Á Þorlá'kshöfn hafa nú 'borizt á land 3.300 lestir af fiski í 350 róðrum, og er þag magn svipað og öll vertíðin í fyrra. Afli var lélegur í fyrradag og á laugardaginn enda var bræla á miðunum. Stokkseyri Heildarafli Stokkseyrarbáta er nú orðinn 855 lestir í 135 róðrum en á sama tíma í fyrra var hann 430 lestir. Sá er þó munurinn, að nú róa fjórir bátar, en í fyrra voru þeir aðeins þrír. Afli hefur verið sáratregur hjá S'tokkseyrarbátum undanfarna baga enda hefur verið allhvöss norðan- og norðaustan átt. síld út af Þrídröngum, sert eru vestur af Vestmannaeyj um Síldin var allgóð, og fói að langmestu leyti í frost, Aflahæstur þessara báta var Víðir II með ca. 14—1500 tunnur. Jón Trausti var með ca. 1200 turinur, þá Guðmundur Þorláksson með um 400 tunnur og Haraldur frá Akranesi með 70 tunnur. Bjarn arey var þriðji báturinn, en hún kom ekki inn í gær. Hún sprengdi nótina í kasti, en talið var, að hún hafi náð 300 tunnum um borð. í sama kasti. Þá má geta þess, að á föstudag- inn var fékk Hringver, sem er eini Vestmannaeyjabáturinn, sem veið- ir í hringnót, 13—1400 tunnur af síld og 4 tonn af þorski — í sama kastinu! Vann toppíbúð Afvopnunarráðstefnan Framhald af 3. síðu. né leyfa, að sovézkir vísindamenn hitti Vestræna starfsbræður sína og ræði þetta mál. V Gobder kvartaði mjög yfir stífri afstöðu Sovétríkjanna, sem hefðu neitað að ræða tillögur Vesturveld anna, þótt þau hafi lagt fram margar breytingar- og sáttatillög- ur. Gobder sagði, að sænska tillag- an um alþjóðlega kjarnorkumæl- ingastöð í vísindalegu formi væri mjög athyglisverð. Fulltrúar Mexícó og Brazilíu, sem einnig töl uðu í dag, mæltu með tillögu Svía. Sú tillaga gerði ráð fyrir, að stofn uð yrði alþjóðleg kjarnorkutil- raunamælingastöð með færum vísindamönnum frá hlutlausum ríkjum. (Framhald af 1. síðu). og var bara hin róleglasta yfir þessu öllu saman. Samt sagðist hún gjarnan vilja flytja í nýju íbúðina hið fyrsta. Þau Hörður og Kristín eru að- eins 32 ára gömul, þau eiga 3 börn, Hildi 9 ára, Bjarna 7 ára og Dóru 4 ára. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá happdrætti DAS. í gær var dregið í 12. fl. Happ- drættis D.A.S. um 55 vinninga og féllu vinningar þapnig: Toppíbúð (Penthouae) Hátúni 4 (austurálmu). 4—5 herb. og eld hús með tvennum svölum kom á nr. 63577. Umboð Aðalumboð. Eig andi: Hildur Harðardóttir. Alf- heimum 58. 4ra Iierb. íbúð, Ljósheimum 20, 5. hæð (A) tilbúin undir tréverk, kom á nr. 54230. Umboð Aðalum- boð. Eigandi Hrefna Jóhannsd., Álfhólsv. 45. Opel Rckord fólksbifreið kom á nr. 16793. Umboð Stöðvarfjörður. Volkswagen fólksbifreið kom á nr. 42363. Umboð Vestmannaeyj- ar. Eigandi: Rejwir Sigurðsson, Brekastíg 19, Vestmannaeyjum. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir 10.000.00 hvert: 2495. 21585, 30876, 51504, 58392. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 5.000.00 hvert: 4669, 5594, 9093, 9493, 11414, 11773, 11947, 12498, 13332, 13525, 13474, 14021, 14325, 18052, 18426, 18878, 22098, 27399, 28848, 29141, 33322, 34928, 35030, 35313, 37398, 37594, 37855, 38198, 42265, 42558, 46499, 46775, 46934, 47848, 49099, 50254, 51100, 51531, 52711, 56657, 58491, 59949, 61336, 61734, 64223. 64703. (Birt án ábyrgðar). för Þökkum auSsýnda samúS 09 hlutteknlngu vlS andlát og iarSar- Sigurjóns Jónassonar fyrrum bónda á Stóra-Vatnshorni. Jóhanna Andrésdóttir, börn og tengdabörn. Hjartans þakkir fyrlr auSsýnda samúS og vlnarhug viS andlát og jarSarför Guðrúnar Guðjónsdóttur Kölduklnn, Holfahreppl. Börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. ,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.