Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 4. april 1962 79. fbl. 46. árg. „SKAKKT” NÚMER HJÁ 800 Um síSusfu heigi var síma- númerum í Reykjavik fjölgað um 1000, en þar að auki urðu um 800 breytingar á síma- númerum. Þetta hefur valdið nokkrum ruglingi og óþæg- SKRÚFUR OG TANNHJÓL í SKARTGRIPI indum, þar sem í gamalkunn símanúmer eru allt í einu komnar nýjar og bláókunn- ugar raddir. Reykjavík er skipt í tvö síma- svæði, austur og vestur, og liggja mörkin um Laugarnesveg í línu yfir í Stakkahlíð, upp með Hamra- hlíð á Bústaðaveg og eftir honum. Á vestursvæðinu eiga númerin að byrja á 1 og 2, en austursvæðinu á 3. Rétt númer á réttum svæðum Enn hafa ekki allir fengið síma í Reykjavík, sem hann hafa pant- að, og meðan svo er, eru ekki til Það tók Danuta Walas-Kobylinska 10 ár að sannfæra heiminn um það, að stúlkur gætu orðið sjómenn. Danuta er nú 31 árs og er fyrsti stýrimaður á pólska skipinu San, sem var í Kaupmannahöfn fyrir nokkru. — Hún er gift öðrum sjómanni, sem er að verða skiþstjóri. Danuta er ekki eingöngu góður sjómaður, heldur tekur hún einnig í dag verður opnuð ný hús- gagnaverzlun, Kúlan, að Skóla- vörðustíg 10 hér í bæ. Verzlun þessi likist fremur listsýningu‘nú- tíma listamanna en venjulegri hús gagnaverzlun, enda hafa ýmsir helztu listamenn bæjarins teiknað húsgögnin og komið þeim fyrir í húsakynnum verzlunarinnar. Kúlan hefur það markmið að láta framleiða og selja einföld og ódýr húsgögn, en auk þess hefur hún á boðstólum módelskartgripi, sem allir eru með því frumlegasta sem hér hefur sézt. Húsgögnin eru öll smíðuð úr hin um ódýrustu efnum. Reynt hefur verið að forðast dýrar samsetning ar ,og óþarfa slípun, og á þann hátt íhefur verið hægt að halda verðinu (Frambald á 15. sfðu). (Framhald á 15 síðu) 'þátt í mótorhjólakappakstri og hún hefur mikla ánægju af því að dansa tvist. SLÆMIR VERTIDAR DAGAR UNDANFARIÐ Afiinn síðari hluta marz- mánaðar hefur verið fremur lélegur, og undanfarna 2—3 daga hafa bátar yfirleitt ekki farið á sjó frá þeim verstöðv- um, sem við höfðum tal af Stúlkan er að vísu listasmíð, en ekki með sýningargripum i Kúlunni. Hlns vegar er glasið falt, og raunar ekkl annað en bjórflaska, sem skörið hefur verið ofan af, og hringurinn tannhjól, fest á með ró. Kannske nothæfur fyrlr hnúajárn, milli þess sem hann er skartgripur? (Ljósmynd TÍMINN, GE). Hér fara á eftir aflafréttir af nokkrum verstöðvum á Suðurl. Sandgerði Síðari hluta marzmánaðar voru ag meðaltali farnir 11-13 róðrar frá Sandgerði á bát og flestir bátarnir tóku net á þessum tima Hefur aflinn verið heldur lélegur, eða 1570,7 lestir hjá 19 bátum í 186 róðrum. Þar af veiddust 53,6 lestir af síld. Mestur afli í róðri er hjá Þorsteini Gíslasyni, en hann fékk í net 29,2 lestir 21. marz s.l. Aflinn frá 1. janúar til 31. marz er nú orðinn sem hér segir: af síld bárust á land 406,1 lest í 15 róðr um. Afli báta úr öðrum verstöðv um, sem landað var í Sandgerði, en átti siðan að flytja þaðan nam 1597 lestum úr 364 róðrum. Afli er því alls orðinn 7.948,2 lestir. Hæsti báturinn er Smári með 509,6 lestir í 50 róðrum, þá er Freyja meg 490,3 lestir einnig í 50 róðrum. Muninn aflaði 484,5 lesta í 51 róðri, Pétur Jónsson 412 lesta í 47 róðrum og Hrönn II. er með 411,6 lestir eftir 48 róðra. Á sama tíma í fyrra var aflinn orðinn samtals 7.498,6 lestir í 872 róðrum, og er síld þar talin með. Á laugardaginn fóru 26 bátar á sjó og öfluðu þeir 222 lesta, allt í net. Þá varð hæst Guðbjörg með 21,6 lestir, Hamar fékk 21,1 lest og Smári 18,2 lestir. Veiðiveður var sæmilegt í fyrra dag en nóttina áður var veður slæmt og fóru því fáir bátar út, enda eiga þeir flestir net sín djúpt úti. t Framnald a 15 síðu STOFN- FUND.UR Stofnfundur Framsóknar- félags Seltjarnarness verður haldinn fimmtud. 5. aprfl að Melabraut 57, Seltjarnarnesi. — Gengið verður frá lögum og samþykktum fyrir félagið og kjörin stjórn fyrir næsta starfsár. — Framsóknar- menn á Seltjarnarnesi eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Undirbúningsnefnd. ÞEIR SEM FENGIÐ HAFA MIBA í HAPPDRÆTTI F.U.F. ERU BEÐNIR AÐ GERA SKIL SEM FYRST í TJARNARGÖTU 26 mtffiuíihfiiBíö)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.