Tíminn - 10.04.1962, Page 15
(Framhald ai 8. s®D)
— Hér virðíst véra allgóð
aðstaða til að búa með kýr, —
fremur gott um ræ'ktunarland
og Stutt á mar'kað.
— Þ.að.sýnist manni.
— Er, pá eírki afkoma bænda
sænfííég? i
— Á tímabili virtist hún
vera það. Það var skikkanleg
afkoma fyrir nokkrum árum.
En nu er það staðreynd, að
bændur hér vinna utan heim-
ilis þó að það leiði til þess, að
þeir vanræki búin. Það er vit-
anlega af því að þeir fá meira
fyrir þá tímana, sem þeir eru
í daglaunavinmu og veitir ekki
af þvi til að fleyta sér. Hins
vegar hlýtur það að grafa
grunninn undan aðstöðu til bú-
skapar, ef hann er vanræktur
til lengdar. Það er engim fram-
t£ð í því að búa á þessum jörð-
um og stunda daglaunavinnu í
þorpinu.
— Þykir þér þá einhvers á-
vant um verðlagsgrundvöll
bænda?
— Það er hroðalegt að hugsa
til þess að atvinnuvegi séu ekki
ætlaðir vextir af stofnfé! Hvað
myndu útvegsmenn og iðnaðar-
menn segja við því, að þeim
væri ætlað að leggja eigið fé í
reksturinn í stórum stíl og ættu
ekki að fá af því vexti nema
kannske einn þriðja þess, sem
til boða stenduir íbönkum. Ætli
það sé verra að eiga sparifé sitt
bundið í banka en í búskap?
Svo er það fyrning húsa
þeirra, sem atvirinan þarf. Um
hana er bændum neitað. Það er
ekki í neinu samræmi við af-
skriftir þær, sem löglegar eru
á húsum annarra atvinnuvega.
Ég held að hugsunin bak við
þetta hljóti að vera eitthvað á
þá leið, að þegar t.d. ekki er
hægt að notast lengur við
gömlu peningshúsin, eigi bónd-
inn bara að hætta. Hvað er um
annað að ræða?
— Þú heldur að svona sé
hugsað.
— Já. Ég held að núverandi
stjórnaiflokkar hugsi sem svo:
Meðan 1 an db ú n a ða rf ramle i ÍM-
an fullnægir þörfinni innan-
lands er ástæðulaust að vera
að hlaða undir bændur.
Svo er það framleiðsluskatt-
Svo er það framleiðsluskatt-
urinn nýi, sem nú er ráðgerður
í stjórnarfrumvarpinu uyi stofn
lán landbúnaðarins. Það þykir
ekki nóg, að bændur búi við
þennan verðlagsgrundvöll eins
og hann er, heldur á að leggja
á þá framleiðsluskatt til að afla
þeim lánsfjár. Og þessi fram-
leiðsluskattur hlýtur að lenda
með öllum þunga á þeim hluta
afurðaverðsins, sem bóndanum
er ætláður til framfærslu sér
og sinna, því að ekki minnkar
reksturskostnaðurinn við hann.
Eg held, að þessi hugmynd sé
fordæmalaus í löggjöf hér á
landi og sé með fullum endem-
um.
Hvað á svo að segja um toll-
ana á landbúnaðarvélum?
Hvers vegna erii þau fram-
leiðslutæki ekki höfð í sama
flokki og vélar í fiskibáta?
Hvað hugsa þeir, sem þessu
ráða? Nú á vélaverðið að koma
aftur til bænda í hækkuðu af-
urðaverði. Samkvæmt þvi er
neytendum ætlað að endur-
greiða bændum t^llana, sem
þeir greiða í ríkissjoð af vélum
og öðrum rekstursvörum. Hver
milljón, sem ríkið fær í slíkum
tolltekjum, á því að hækka af-
urðaverðið í heild jafn mikið.
Nú greiðir ríkissjóður afurða-
verðið niður eins og allir vita.
Hvað er þá betra að láta millj
ónirnar hafa þessa hringrás en
ag vera vægari í tollheimtu og
sleppa við að endurgreiða neyt
endum í niðurgreiðslu nokkuð
af því, sem þeir eiga að endur-
gneiða, bændran í afurðaverði
úgp^í’þessa tolia?
Eiraiyað hlýtur mönnum að
ganga tíi.að liafa þefta svona.
Já, eittlmð gengur þeim til.
Eg sé tvo möguleiká en heldur
ekki fleiri. Annað er það, að
þeir treysti þvi, að það, sem
bændur raunverulega borga,
komí ekki allt. fram í verðlags-
grundvellinum, svo að ríkissjóð-
ur hagnist á þessari hringrás
miðað við það, sem bókstafur
kerfisins bendir til. Hitt er það,
að miklu þyki skipta að mis-
muna bændum. Hátt vélaverð
eins og hátt verðlag yfirleitt og
þqr með há leiga eftir lánsfé,
breikkar bilið milli þeirra, sem
standa höllum fæti, eru að
byrja eða þurfa að endumýja
tæki, byggingar og bústofn
hinna, sem bezt standa að vígi.
Ef ætlunin væri að drepa úr
hópnum þá, sem erfiðast eiga,
þá væri þessi stefna hreinasta
snjallræði.
Eru hér ekki einhverjir bænd
ur, sem fylgt hafa Sjálfstæðis-
flokknum?
— Jú. Til eru þeir. Þeir við-
urkenna eins og aðrir, að sjald-
an hafi verið erfiðara 'hjá bænd
um. En þeir reyna að trúa því,
að þetta sé allt óhjákvæmilegt
og verði svona að vera vegna
þess, sem á undan var gengið.
— Ætli landbúnaðurinn
mætti samt ekki njóta jafnrétt-
is við aðra atvinnuvegi?
— Það finnst mér, að bænd-
ur ættu að hugsa sér, hvar í
flokki, sem þeir annars vilja
vera. Ætli togaraútgerðin rétt-
ist mikið við ef ákveðið væri,
að ætla útgerðarmönnum svo
og svo mikið eigið fé í rekstur-
inn og reikna ZVi% vexti af
því? Og kaup bænda nú er ekki
miðað við neinn vinnustunda-
fjölda, heldur ársframleiðslu.
Akkorðið er ákveðið ,eftir því,
hve mikilli framleiðslu bændur
hafa skilað. Neytendafulltrúarn
ir, sem samið er við, hafa ekki
reynt að reikna út, hve mikilli
framleiðslu ætti að gera ráð fyr
ir með átta stunda vinnudegi
og 70—80 frídögum á ári
hverju eins og okkur er sagt
að heyri til „mannsæmandi lífs-
kjörum“ 1 öðrum stéttum.
Bændasamtökin eiga sannar-
lega ærið verkefni í næstu fram
tíð.
„Blindur er bóklaus
maóur“
Framhald af 7. síðu.
legt gildi, fræðigildi, menningar-
gildi, að ógleymdu skemmtigildi
þeirra. Þess vegna eru þá bóka-
söfn og lestrarfélög svo afar
mikilvæg, því að þar er að finna
uppsprettulindir hins ritaða orðs,
sem menn geta drukkið af lífsins
vatn þekkingarinnar og auðgað
anda sinn. Þorsteinn Þ. Þorsteins
son hefur rétt að mæla, er hann
segir í kvæðinu: „Bókaskápur-
inn“, sem birt er í hinni nýju
heildarútgáfu Ijóða hans:
Hver opnuð bók, sem geymir
líf og liti,
er lesandanum hugarsköpua
ný,
sem inn í sál hans veitir nýju
viti
og víkkar sjónarhringinn
störfum í.
Og fyrir oss fslendinga í landi
hér er það sérstaklega mikilvægt,
menningarlega og þjóðræknis-
lega talað, að vér höldum áfram
að lesa íslenzkar bækur, því að
í þeim speglast sál þjóðar vorr-
ar, líf hennar og saga, vonir henn
ar og framtíðardraumar. Um leið
og ég, í nafni Þjóðræknisfélags-
ins og ai eigin hálfu, þakka öll-
um, sem átt hafa hlut að hálfrar
aldar starfi Lestrarfélagsins hér
á Gimli, hjartanlega þeirra menn
ingarstarfsemi, óska ég þess af
heilum huga, að þessi þarfi og
ágæti félagsskapur ykkar megi
lifa og blómgast um ókomin ár.
Svældur úl
(Framhald af 16. síðu).
í þess srtað til þeirra meitli. Þá
köstuðu þeir táragasi ofán um
gluggann, og gafst óeirðaseggurinn
síðan upp þegar í stað. Var hann
þá handtekinn og fluttur í fanga-
geymsluna við Síðumúla, þar sem
hann var geymdur að ósk móður
sinnar, unz af honum rann æðið.
Kristján Þorvarðarson læknir
skoðaði síðan piltinn og taldi, að
hér væri ekki um geðveiki að
ræða. Eftir það sótti móðir piltsins
son sínn. — Hann á ekki vanda til
að fá jafnsvæsin æðisköst og á
laugardaginn, en hins vegar er
hann dálítið taugaæstur, og hefur
lögreglan áður þurft að hafa af-
skipti af honum. Hann er tæpra
sextán ára.
Ársþing í. B. R.
Framhald af bls. 12.
í milliþinganefnd til þess að at-
huga tillögu um breytingu á lögum
bandalagsins voru kosnir Baldur
Möller, Ólafur Jónsson og Jón
Ingimarsson. Þá var framkvæmda-
stjóm falið að kanna möguleika á
að festa kaup á bifreið fyrir banda-
lagið.
Þinginu var slitið kl. 2 eftir mið-
nætti.
Kampavín og kvenmaður
(Framhald ai 4. siðu)
kannske stangaveiði, hver veit.
— Er ekki vont að vera á
snurvoð á svona litlum báti?
— Nei, dekkplássið er svo
mikið, þegar hann er svona
frambyggður.
— Hvað á hann að geta geng
ið mikið?
— Það er nú eftir að sjá það
í reynsluferðinni, en hann á að
geta gengið allt að tíu hnúta.
— Hvað eru eigendurnir
margir?
— Við erum þrír með hann,
ég, Hrafn Benediktsson og Har-
aldur Eggertsson. Það er nóg
pláss í honum fyrir fimm menn.
— Hvar verður hann skráð-
ur?
— í Reykjavík, en við erum
ekki enn þá farnir ag skíra han
formlega. Það þarf bæði kven-
mann og kampavínsflösku til
þess, annars verður nafnið al-
veg ónýtt.
— Hvað á barnið að heita?
— Skýjaborg. — Það var
nefnilega sagt, að það væri
bara skýjaborg, þegar við vor-
um að ráðgera að smíða hann,
og það er bezt, að hann haldi
því nafni.
BIRGIR.
Iþróttir
Framhald af bls. 12.
Víkingur skoraði síðasta mar'kið í
leiknum og vann með 9—7.
Þótt Víkingur ynni Fram kom
það þó miklu meira á óvart, að KR
skyldi takast að sigra Ármann, en
Ármannsstúlkurnar hafa sýnt
ágæta leiki í mótinu.
Það blés þó ekki byrlega fyrir
KR framan af, og um tíma höfðu
Ármannsstúlkurnar fimm mörk
yfir, og sigurinn virtist öruggur.
En KR barðist af krafti og lét ekki
markamuninn á sig fá. Þegar líða
tók á síðari hálfleikinn skoraði KR
hvert markið á fætur öðru án þess
Ármann svaraði, og rétt fyrir
leikslok skoraði Gerða Jónsdóttir
sigurmarkið fyrir KR. Og þar með
hafði KR bjargað sér að þessu
sinni, þótt vissulega væri aðstaða
liðsins verri en annarra fyrir
kvöldið.
Þá fór einnig fram einn leikur í
meistaraflokki karla, og léku
Þróttur og Breiðablik, Kópavogi.
Þróttur hafði mikla yfirbui'ði og
sigraði með 33—9, og er Þróttur
nú nær öruggur um sæti í 1. deild
næsta keppnistímabil. Þróttur hef-
ur sigrað í öllum leikjum sínum og
á aðeins eftir að leika við Kefl-
víkinga.
Framboðsllstar
(Framhald af 1. sfðu).
sínum, að þarna geti þeir séð:
Sjálfstæðisflokkurinn láti prófkjör
ráða um val manna á lista í borg-
arstjómarkosningum. Hins vegar
mun sannleikurinn sá, að Geir
Hallgrímsson vill fá sína menn á
listann, hvað sem öllu prófkjöri
líður, og Gunnarsmenn verða að
víkja. Liggur Gunnarsmönnum
þetta svo ljóst fyrir sjónum, að
þeir skorast jafnvel undan endur-
kjöri, og koma þannig í veg fyrir
annars óhjákvæmilegt spark. Með-
al nýs fólks, sem Geir vill á list-
ann sinn er Guðrún Erlendsdóttir
(Á frívaktinni) og Þór Vilhjálms-
son, borgardómari og lögfræðingur
litvarpsins, auk þess eiginmaður
forseta neðri deildar. Talið er að
Þorvaldur Garðar muni lifa þetta
af, eins og margt annað.
Ákveðið hefur verið að Öskar
Hallgrímsson, rafvirki, skipi efsta
sæti lista Alþýðuflokksins. I öðru
sæti verður Soffía Ingvarsdóttir,
formaður verkakvennafélagsins
Framsóknar og í þriðja sæti áður-
nefndur Páll Sigurðsson, trygg-
ingalæknir. Vitað var að Magnús
Ástmarsson ætlaði að hætta, og
raunar engin sérstök tíðindi af
þessari listasköpun önnur en þau,
að þriðji maður listans skuli vera
kominn þangað beint úr prófkjöri
hjá íhaldinu. Má svo sem einu
gilda, fyrir Alþýðuflokkinn, þótt
íhaldið annist prófkjörið, enda
sparar það flokknum allt slíkt um-
stang. Kratar geta fengið að vita
hvert fylgi Páls var í prófkjöri
íhaldsins og reiknað siðan út láns-
atkvæðin eftir því.
Hjá kommúnistum verður bylt-
ing að þessu sinni. Þar koma inn
Alsír-slagur
Framhald af 3. síðu.
uðu Molotoff-kokkteilum inn í skól-
ann.
Engin bankarán voru framin í
dag og gizka menn á, að OAS hafi
nú safnað að sér nægum fjármun-
um í bili. Þeir hafa á þremur mán-
uðum rænt upphæðum, sem svara
600 milljónum íslenzkra króna.
40 farast
(Framhald af 1. síðu).
geymslu. Síðan heyrðist hver
sprengingin á fætur annarri.
Sprengingarnar ullu miklum
skaða á mannvirkjum í nágrenn-
inu. Rúður brotnuðu yfirleitt, jafn
vel í talsverðri fjarlægð.
Fyrstu líkin fundust klukkan 11
og síðdegis í dag höfðu fundizt 18
lík, en miklu fleiri var saknað, og
er óttazt, að þeir séu allir látnir.
þrír nýir menn af þeim fjórum,
sem skipa efstu sætin. Guðmundur
Vigfússon og Alfreð Gíslason
verða að víkja, en í staðinn verða
fjögur efstu sætin skipuð þannig:
Skúli Norðdahl, arkítekt, Guð-
mundur J(aki) Guðmundsson, Páll
Bergþórsson, veðurfræðingur og
Ragnar Arnalds, sem er eiginlega
alveg nýtt nafn, en hefur svolítið
verið að skrifa í Frjálsa þjóð og nú
síðast í málgagn hernámsandstæð.
Jafnvel Þjóðvarnarflokkurinn
stendur í nokkiu stímabraki þann-
ig, að Bergur Sigurbjörnsson segir
Gils Guðmundssyni að vera efstum,
en Gils segir Bergi að fara í efsta
sætið. Dæmið í þessari þráskák
stóð þannig í gærkveldi, að mestar
líkur voru taldar til að Gils yi'ði
að fara í efsta sætið.
Togaraverkfall
(Framhald af 1. síðu).
ur hefur verið sagt frá, og
búast má við að yfirmenn-
irnir ráði sig cinníg til ann-
arra starfa, ag Ioknum upp-
sagnarfresti, því að mikil
eftirspurn er eft'ir mönnum
til alls konar starfa í landi
og á sjó.
f gær boðaði Torfi Hjart-
arson, sáttasemjari ríkisins,
til fundar með aðilum í tog-
aradeilunni. stóð fundurinn
til miðnættis, en ekki gekk
saman.
Víðavangur
(Framhald af 2. síðu).
liafa í för með sér, heldur en
að bæta með framlögum úr sam
eiginlegum sjóðum þjóðarinnar
þau áföll, sem menn geta orð-
ið fyrir með sífelldum gengis-
lækkunum. Gengisklásúla í sam
bandi við erlend lán, sem end-
urlánuð eru til uppbyggingar í
landbúnaði, er óðs manns æði
og má aldrei koma fyrir með-
an gengið er jafn óstöðugt og
reynslan hefur sýnt, ekki sízt
í höndum hæstv. núv. ríkisstj.
Þess má líka geta í þessu sam-
bandi, að erlend lán og aðrar
lántökur til sjóða landbúnaðar-
ins eru ekki einvörðungu í þágu
þeirra einstaklinga, sem fást
við Iandbúnaðarframleiðslu.
Landbúnaðurinn er mikilvægur
atvinnuvegur í þjóðfélaginu, at-
vinnuvegur, sem við getum eng-
an veginn án verið. Við höfum
mikla þörf fyrir 'aukinn land-
búnað og það er síður en svo
að reynslan sýni að of miklu
hafi verið varið til uppbygging-
ar þessum atvinnuvegi undan-
farin ár.
ÞAKKARÁVÖRP
Beztu þakkir til barna minna, barnabarna, og allra
þeirra, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu, þ.
28. marz, meS heimsóknum, rausnarlegum gjöfum
og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Eiríksson,
Skálakoti, V.-Eyjafjallahreppi.
Maðurinn minn,
Hjörtur Ingþórsson,
fulltrúl,
lést sunnudaginn 8. þ.m. — Fyrir hönd aðstandenda.
Pálína Sigmundsdóttir.
Maðurinn minn og faðir okkar,
Kristján Sveinsson,
Túngötu 20, Keflavlk,
andaðist laugardaginn 7. aprfl í Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Jóhanna Þorsteinsdóttir
og börn.
Elglnmaður mlnn,
Bernhard Petersen,
stórkaupmaður,
andaðlst f Landsspitalanum 8. þ.m.
Anna Petersen.
T f M I N N, þriðjudagur 10. ppríl 1902.
IFi