Tíminn - 12.04.1962, Side 4

Tíminn - 12.04.1962, Side 4
t>B0K2m S.l. sunnudag flutti próf- essor Þorbjörn Sigurgeirs- son fyrirlestur í hátföasa! Háskóla íslands, fjóröa fyr irlesturinn í flokki afmæl- isfyrirlestra Háskólans. Nefndist hann: „Dreifing geislavirkra efna frá kjarn- orkusprengingum". Þar sem efni þetta hefur verið mjög á dagskrá undanfar- iö, þykir blaðinu hlýða að gefa almennngi þess nokk- urn kost að kynnast nokkr- um atriðum úr hinu fróð- lega erindi prófessors Þor- björns. Blöð og aðrar fréttastofnanir hafa einkum rætt málið út frá heilsufarslegu sjónarmiði, en prófessor Þorbjörn ræddi ein- gcmgu hin eðlisfræðilegu atr- iði í samfoandi við dreifingu geislavirkra efna frá kjarn- orkusprengingum: Fyrst ræddi hann myndun hinna geisla- virku efna og drap á helztu eiginleika þeirra. Síðan gerði hann grein fyrir dreifingu þessara efna, einkum í loft- hjúpi jarðarinnar, og rakti síð an nokkuð örlög þeirra, eftir að þau hafa snúið aftur til jarðarinnar. f lok erindis síns sýndi próf. Þorbjörn nokkrar skuggamyndir til skýringa og skýrði um leið frá niðurstöð- um af mælingum á geislavirku úrfalli, sem gerðar hafa verið hér á landi og annars staðar Fer hér á eftir útdráttur úr erindi prófessorsins, birtur með leyfi hans. Myndun geislavirkra efna í kjarnorku- sprengingum Kjarnorkusprengingum má skipta í tvo flokka, annars veg ar sprengjur, sem byggjast á klofnun þungra atómkjarna og hins vegar sprengjur, sem byggjast á samruna léttra at- ómkjarna. f fyrri flokknum eru úraníum- og plútoníum- sprengjur, en í seinni flokkn- um vetnissprengjur. Fram- leiðsla geisiavirkra efna er mjög með sínum hætti í hvor- um flokki fyrir sig. í klofn- unarsprengjum klofnar h.vert, atóm í tvö minni atóm, sem bæði eru geislavirk. Úr úra- níum myndast þannig helm- ingi fleiri geislavirk atóm en úraníumatómin, sem eyðast. Afl kjarnorkusprengingar er venjulega gefið upp í kíló- tonnum eða megatonnum, og er þá átt við jafngildi sprengj unnar af trinitrotoluol-sprengi efni. Sprengja sú sem sprengd var yfir Hiroshima í lok 'heimsstyrjaldarinnar jafngilti hvað sprengju.afl snerti, tutt- ugu þúsund lestum af trinitro toluol og er því talin_20 kíló- tonna sprengja. í slíkri sprengju klofnar rúmlega 1 kg. af úraaíum í geislavirlc efni. Við það myndast aragrúi af mismunandi geislavirkum efnum, alls um 200 talsins, hvert með sína ákveðnu eigin- leika. Flest hinna geislavirku efna hafa stuttan heTmingunartíma og eyðast fljótt, en nokkur þeirra hafa alllangan helming unartíma og eyðast fljótt, en nokkur þeirra hafa alllangan helmingunartíma og geta enzt svo öldum skiptir. Má þar einkum nefna strontíum-90 með helmingunartímann 28 ár og cesíum-137 með helming- unartímann 30 ár. f byrjun kemur mestur hluti geislunar innar frá efnum með stuttan helmingunartíma, en þau hverfa fljótt, og önnur með Tengri helmingunartíma taka við. Einni mínútu eftir spreng- ingu 20 kílótonna sprengju er talið, að geislun hinna geisla- virku efna sé álíka mikil eins og frá milljón tonnum af radi um. Einum sólarhring eftir sprenginguna er geislunin 10.000 sinnum minni, jafngild ir 100 tonnum af radíum. Að ári Tiðnu hefur aftur dregið 1000 sinnum úr geisluninni. Á þessu tímabili má yfirleitt reikna með að sjálfkrafa eyð- ing hinna geislavirku efna minnki geislunina tífalt í hvert sinn sem tíminn frá sprenging unni sjöfaldast. í vetnissprengjum er afl- gjafinn þungt vetni. Tveir þungir vetniskjarnar renna saman í einn, og myndast við þessa kjarnabreytingu aðeins eitt geislavirkt efni, þríþungt efni, öðru nafni tritíum. Auk þeirra geislavirku efna, sem myndast í sjálfri sprenging- unni, myndast einnig geisla- virk efni í umhverfi sprengj- unnar, fyrir áhrif nevtróna, sem hún sendir frá sér. Nev- trónur eru kjarnaagnir án raf hleðslu, sem hafa þann eigin- leika að geta sameinað hvaða atómkjama sem er, en við það myndast í flest.um tilfell-, um geislavirk efni. Allar kjarnorkusprengjur senda frá sér mikið magn af nevtrónum, þó á það sérstaklega við um vetnissprengjur. Geislavirk efni, sem sérkenna vetnis- sprengjui’, eru því fyrst og fremst tritíum og auk þess kolefni-14, ef_ sprengingin fer fram í lofti. Úraníum- og plút- oníumsprengingum fylgja hins vegar alltaf efni svo sem stron tíum-90 og cesíum-137, sem áð- ur er getið. Enn hefur ekki, svo vitað sé, verið sprengd nein sprengja, sem fengi orku sína eingöngu frá samruna léttra atómkjarna. Sprengingunni er yfirleitt komið af stað með klofnunarsprengju, AUt fram til ársins 1961 var talið, að um helmingur af afli allra stórra sprengna (þ.e. mega- tonn eða meira), stafaði frá kjarnklofnun, en hinn helm- ingurinn frá samruna þungra vetniskjarna. í hinum miklu sprengingum Rússa sl. haust, var þó hlutfallið annað, og hef ur Kjarnorkunefnd Bandaríkj- anna áætlað, að aðeins 20% sprengiafisins hafi stafað frá kjarnklofnun, en 80% frá samruna. Talið er, að alls hafi nú ver ið sprengdar kjarnorkusprengj ur, sem hvað orku snertir, jafngilda 290 megatonnum af trinitrotoluoi, þar af 120 mega tonn sl. haust og 80 megatonn á árunum 1957 og 1958. Af kjarnklofnun stafa 50 mega- tonn fram til ársins 1957, 40 megatonn á árunum 1957 og 1958, og 20 mégatonn frá sl. hausti, eða alls 115 megatonn, sem samsvara því, að 6—7 tonn af geislavirkuin efnum hafi myndazt við klofnun þungra atómkjarna. Dreifing hinna geislavirku efna frá kjarnorkusprenging- um er mjög undir því komin, hvar sprengingin fer fram. Sé sprengt neðan jarðar, sitja hin geislavirku efni kýrr á sprengjustaðnum, a.m.k. ef sprengingin fer fram það djúpt niðri, að hún nái ekki að kasta af sér jarðlögum þeim, sem yfir liggja. Við sprenginguna bráðnar bergið, og er það storknar aftur, mynd ast gler, sem geymir í sér hin geislavirku efni. Á yfirborð- inu gætir geislunar lítt eða ekki. Ef sprengingin er gerð neð ansjávar, lendir mikill hTuti hinna geislavirku efna í vat.i- inu og berst með straumum sjávarins frá sprengjustaðn- um. Úbbreiðsla hinna geisla- virku efna gefur þá mjög góða hugmynd um sjávarstraumana. f upphafi eru hin geislavirku efni í þunnu yfirborðslagi á takmörkuðu svæði, en óreglu- legir straumar í yfirborði sjáv ar valda því, að svæðið stækk- ar stöðugt. Mælingar jap- anskra og bandarískra vísinda manna á útbreiðslu geisla- virkra efna' í Kyrrahafi, eftir neðanjarðarsprengingu Banda- ríkjamanna við Bikini eyju vorið 1954, leiddu í ljós, að tveim mánuðum eftir spreng- inguna var þvermál svæðis þess, sem.hin geisTavirku efni höfðu dreifzt um, 1800 km., og gætti þeirra niður á 100 m. dýpi. Ári eftir sprenging- una var svæðið orðið um 5000 km. í þvermál og þykkt lags- ins 600 m. Fari sprengingin fram skammt fyrir ofan yfirborð jarðar, getur þyrlazt upp mik ið magn af ryki, sem orðið hef ur meira og minna geislavirkt vegna nevtrónuverkana og sogast upp í gufuhvolfið á- samt öðrum geislavirkum efn- um frá sprengingunni. Hin geislavirku efni eru flest í eðli sínu föst efni og sitja í ryk- kornum, og hefur ryk þetta allt saman verið nefnt geisla- ryk. Stærri rykkornin falla fljótt til jarðar, en dreifast undan vindi á sama hátt og aska frá eldgosi. Þannig mynd- ast á nokkrum klukkustundum eða örfáum dægrum aflangt svæði, þakið lagi af hinu gróf asta geislaryki. Ef vindur er sterkur og um stóra sprengju að ræða, getur svæði þetta • orðið mörg hundruð kílómetr- ar á lengd og breiddin er venjulega nokkrir tugir kíló- metra. Hinar smærri rykagnir geta haldizt mjög lengi svífandi í loftinu og fylgja þá hreyfing- um Toftsins. Þannig geta þær komizt marga hringi í kring- um jörðina. f nánd við mið- baug berst rykið yfirleitt í vestlæga stefnu, en til aust- urs nær heimsskautunum. Um ferðartíminn hefur verið frá viku upp í tvo mánuði. Háttalag ryksins er mis- munandi eftir því hvort það er í tróposferunni eða í strat osferunni. Rykið í tróposfer- unni berst tiltölulega fljótt til jarðar, aðallega með úrkom- um, þannig að helmingur þess ryks, sem fyrir er, skolast til jarðar á nokkrum vikum. Sé sprengingin gerð mjög hátt í lofti, sogast ekkert ryk upp frá yfirborði jarðar og getur þá svo farið, að um ekk ert staðbundið úrfall sé að ræfta, þar sem rykagnir þær. sem myndast úr efni og um- búðum sprengjunnar sjálfrar. eru yfirleitt mjög smáar. Því sterkari sem sprengjan er, því hærra upp berst rykið, sem Framhald á 15. síðu 4 T í M I N N, fimmtudagur 12. apríl 1962.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.