Tíminn - 12.04.1962, Síða 6
OLL HEIMILI
EtAFORKU í
HAFI FENGIÐ
ÁRSLOK 1968
í gær mælti Skúli Guðmundsson
fyrir tillögu um raforkumál í sam-
einuðu þingi. Tillögu þessa flytur
Skúli ásamt þeim Gísla Guðmunds-
syni, Birni Pálssyni, Ásgeiri
Bjarnasyni, Sigurvin Einarssyni,
Ingvari Gíslasyni, Halldóri Ás-
grímssyni, Ágústi Þorvaldssyni,
Jóni Skaftasyni og Eysteini Jóns-
syni. Tillagan kveður á um að Al-
þingi skori á ríkisstjómina að láta
'hraða áætlunum um áframhald-
andi framkvæmdir við rafvæðingu
landsins, er miðist við það, að öll
heimili í landinu hafi fengið raf-
magn í síðasta lagi fyrir árslok
Aðstöðu-
gjald og
sveitar-
stjórnir
3. um-
í E. d.
•v. til 1.
tekju-
sveita-
, lagði
• Bjarna
fram
ngartil-
lögu þess efnis, að heimild
sveitarstjóma til að liggja
á útsvör án milligöngu skatt
stjóra næði einnig til AÐ-
STÖÐUGJALDS. (Tillagan
var felld). Við umræðuna
benti Ásgeir á, að sam-
kvæmt 45. gr. frv. væri sveit
arstjómum með 500 íbúa og
færri, heimilt að leggja á út
svör, án milligöngu skatt-
stjóra. Enn fremur legði
sveitarstjóm á fasteigna-
skattinn og hún ætti líka að
ráða því, hvort hún notfærði
sér heimild 8. gr. frv. um á-
lagningu aðstöðugjalds og
hversu hátt það væri. Ásgeir
sagði, að aðstöðugjaldið
væri reiknað út eftir skýrsl-
um frá sveitarstjórnum og
því eðlilegt að heimildará-
kvæði 45. gr. frv. næði bæði
til útsvars og aðstöðugjalds,
enda væri innheimta öll í
höndum sveitarstjóma, eins
og verið hefði. Ásgeir taldi
grundvöll aðstöðugj. ranglát
an, þar sem um væri að
ræða reksturskostnað gjald-
enda og færi gjald þetta
hækkandi eftir því sem ó
höppin, sem áhrif hefðu á
rekstur, yrðu meiri. Þá taldi
ræðumaður, að frv. þetta
fæli f sér minnkandi völd
sveitarstjóma, en vaxandi
völd félagsmálaráðuneytis,
auk þess sem áhrif skatt-
tjóra á sveitarstjómarmá!-
efnin yrðu talsverð.
1968. Séu gerðar áætlanir um ný
raforkuver, aðalorkuveitur og
dreifilínur um sveitir, ásamt áætl
unum um aðstoð við að koma upp
einkastöðvum fyrir einstök heim-
ili, sem eru svo mjög afskekkt, að
ekki þykir fært að leggja raflínur
til þeirra frá samveitum, og sé að-
stoðin ákveðin með hliðsjón af
þeim stuðningi, sem veittur er íbú
um samveitusvæðanna. — Áætlun-
um þessum verði lokið fyrir 1. jan.
1963. — í greinargerð með þess-
ari tillögu sagði:
Tillaga Framséknar-
manna 1SS0
í byrjun febrúar 1960 fluttu 7
þingmenn Framsóknarfloksins til-
lögu á Alþingi um raforkumál.
Var þar lagt til, að ríkisstjórninni
yrði falið að láta hraða áætlunum
um áframhaldandi framkvæmdir
við rafvæðingu landsins, og skyldi
þar að því stefnt, að öll heimili
gætu fengið rafmagn svo fljótt
sem tök væru á.
Tillaga þessi hlaut ekki fullnað-
arafgreiðslu á þinginu, en í um-
ræðum um málið 2. marz 1960
skýrði .ráðherra frá því, að ráðstaf
anir hefðu verið gerðar til að
hraða áætlunum eftir því sem
unnt væri. Þrátt fyrir þá yfirlýs-
ingu hefur enn ekki verið gengið
frá áætlunum um áframhald raf-
væðingarinnar, eftir að lokið er
framkvæmd 10 ára áætlunarinnar,
sem á að verða innan skamms, eft
ir því sem upphaflega var ákveðið.
Er því hér borin fram ný tillaga
um að skora á ríkisstjórnina að
láta Ijúka á þessu ári áætlunum
um raforkuframkvæmdir, þ. e. ný
orkuver, aðalorkuveitur og dreifi-
línur, og séu þær áætlanir miðað-
ar við það, að öll heimili á land-
inu hafi fengið rafmagn í síðasta
lagi fyrir lok ársins 1968.
Raforkuframkvæmdirnar hafa
að miklu leyti verið unnar fyrir
lánsfé. En fjárveitingar úr ríkis-
sjóði til þeirra hafa verið sam-
kvæmt rikisreikingum á- árunum
1954—1980:
Svona hafa fjárveitingar
verið:
í. Til nýrra raforkuframkvæmda:
1954 kr. 5860000.00
1955 _ 5770000.00
1956 — 9860000.00
1957 — 12023649.60
1958 — 12000000.00
1959 — 0.00
1960 — 10000000.00
Alls kr. 55513649.60
2. Til raforkusjóðs:
1954 kr. 5000000.00
1955 — 5000000.00
1956 _ 5150000.03
1957 — 15000900.00
1958 — 17000000.00
1959 — 14250000.00
1960 — 14250000.00
Alls kr. 75650000.00
f fjárlögum fyrir árin 1961 og
1962 eru ætlaðar 10 millj. kr. til
rtýrra raforkuframkvæmda og kr.
14250000.00 til raforkusjóðs hvort
árið um sig.
„Vi$rei§Raf“samdráff:ir
Samkvæmt framansögðu hafa
fjárframlög úr ríkissjóði til raf-
væðingarinnar verið allmiklu
minni síðustu 3 árin en á árunum
1957 og 1958. Hefur þó fram-
kvæmdakostnaður hækkað mjög
síðustu árin og fjárþörfin vaxið.
Er því nauðsynlegt' að auka rikis-
framlögin, og svo þarf að sjálf-
sögðu að útvega lánsfé til áfram-
haldandi framkvæmda.
Enn er eftir að koma upp orku-
verum og aðalorkuveitum fyrir all
mörg byggðarlög samkvæmt 10 ára
áætluninni, og þarf að vinda bráð-
an bug að því.
Raforkumálaskrifstofan mun
hafa unnið að athugunum á vega-
lengdum milli býla í sveitum, sem
hafa ekki enn fengið rafmagn.
Þessu verki þarf að Ijúka, og er
þá hægt að gera áætlanir um raf-
línur um þau svæði. Við dreifingu
raforkunnar um sveitirnar er nú
fylgt þeirri reglu, að rafmagnið er
lagt um þau svæði, þar sem línu-
lengd frá aðalveitu er ekki meiri
en ca. 1 km að meðaltali á hvert
býli. En í síðari áfanga þarf að
ganga lengra og leggja raflínur
um byggðir, þó að meðallínulengd
milli býla 'sé miklu meiri, því að
sjálfsagt er að fullnægja rafmagns
þörfinni með samveitum, að svo
miklu leyti, sem frekast þykir
fært, eða með byggingu vatnsafls-
stöðva fyrir einstök býli, þar sem
skilyrði eru til þess. En þar sem
einstök heimili eru svo mjög af-
skekkt, að ekki þykir fært að
leggja raflínur til þeirra, og ekki
eru heldur skilyrði til vatnsafls-
virkjunar, þarf að grípa til ann-
arra úrræða, og koma þá helzt til
greina dísilrafstöðvar, þó að miklu
óhagkvæmari séu en vatnsafls-
stöðvar og raflínur frá samveitum.
Réttmætt er, að aukin aðstoð af
' opinberri hálfu verði veitt þeim,
sem verða utan samveitusvæðanna
og þurfa að koma upp smástöðv-
um til framleiðslu á rafmagni. Þar
ætti að hafa til hliðsjónar þá fjár-
hagslegu aðstoð, sem ríkið hefur
lagt fram í þágu þeirra, er njóta
rafmagns frá rafveitum í eigu rík-
is eða sveitarfélaga.
Allir sitji við sama borS
Mikill meiri hluti landsmanna
hefur þegar fengið raforku til
SKÚLI GUÐMUNDSSON
heimilisþarfa og annarra nota, að
langmestu leyti frá virkjunum og
orkuveitum, sem komið hefur ver-
ið upp af ríkinu eða með stuðningi
þess. Hinir, sem njóta ekki enn
þessara þæginda, eiga einnig rétt
á því, að bætt verði úr þörfum
þeirra í þessu efni, svo fljótt sem
mögulegt er, og þeir eiga rétt á að
fá án óþarfrar tafar vitneskju um,
hvers þeir megi vænta.
Með flutningi þessarar tillögu er
lögð áherzla á, að þetta þýðingar-
mikla mál verði tekið til skjótrar
ákvörðunar og úrlausnar.
Hvai tefur Nori-
urlandsborinn ?
Ingólfur Jónsson svaraði i
gær fyrirspum frá Karli Krist
jánssyni um Norðurlandsbor-
inn svonefnda. Karl spurði,
hvað ylli því, að hinn stóri jarð
bor, sem ríkið keypti til borana
Norðanlands, hefði ekki enn
verið tekinn til notkunar, hve-
nær fyrirhugað væri, að ha.in
tæki til starfa og hvar hann
myndi hefja boranir fyrst á
Norðurlandi. Karl minnti á, að
í fjárlögum 1959 hefði veri .
heimiluð kaup á bornum. 1960
hefði þegar verið veittar 2 li)!
jónir króna til reksturs bors-
ins, en það var ekki fyrr en i
ársbyrjun 1961. sem hann kom
til landsins. Borinn vseri þó
enn ókominn til Norðurlands
þótt hann hefði komið t'i
landsins í ársbyrjun síðasta árs.
Mun hann enn vera í innflutn-
ingsumboðunum hér í Reykjn-
vík. Talið mun nauðsynlegt að
prófa hann áður en hann arð
ur fluttrir norður og munu slík
ar prófanir taka um 2 mánuði.
Minnf; Karl á ræðu lándbúca.f
arráðherra frá þvi í marz :
fyrra, þar sem hann sagði, ? ,
hnldiH vrði áfrrm með fullur
hraTa við jarðboranir, því að
mikil verðmæti væru í húfi.
Sagði Karl að sér finndist, sem
ekki hefði nú verið fullur hraði
á þessu máli. Mikil og aðkall-
andi verkefni biðu borsins, svo
sem við Húsavík, Ólafsfjörð,
Akureyri, Dalvík, Sauðárkrók
og á fleiri stöðum. Talið væri
öruggt, að boranir við Húsavík.
steinsnar frá bænum, myndu
bera árangur, en Húsavík væri
ört vaxandi bær með 1600 íbúa
svo að hér væri mikið í húfi.
að ekki drægist um of úr
hömlu, að frcmkvæmdir hæf
ust.
Ingólfur Jónsson sagði þa.
hafa dvalið Norðurlandsbojdnn
að ekki hefði þótt ráðlegt a
byrja á borunum að haustlagi,
en mikilsvert að geta haldif;
áfram með fullum hraða. þegar
byrjað væri. Þjálfa yrði menn
til starfans og ófært að þurfa
að segja þeim uop vegna tafa
Sagði hann, að boranir myndr
hefjast í maí- eða júníbyrjun
með bormim og yrði byrjað á
Ólafsfirði til að afla viðbótar
■atns í bá hitaveitu, sem fyrir
hendi er þar. Frá Ólafsfirði
myndi borinn að öllum líkind-
um fara til Hú'javíkur, en þó
væri það ekki öruggt, vt0na
þess, að ýmsir teldu mest að-
kallandi að hefja boranir í
Námaskarði með hliðsjón a.
hugmynd um kísilverksmiðju.
Karl Kristjánsson taldi af-
sakanir ráðherrans fyrir því að
ekki hefði verið hafizt
handa með borinn veigalitlar.
Borinn hefði komið til lands-
ins í ársbyrjun 1961 og þá ver-
ið til umráða seinnihluta yetr-
ar, vor og sumar, áður en haust
aði, en Húsvíkingar voru boðn-
ir og búnir að taka við bomur
og þannig háttaði til á j :rð-
hitasvæðinu við Húsavík, að
þar væri hægt að stunda boran
ir að vetrarlagi. Sagðist Karl
ekki finna að þvi út af fyrir
sig, að boranir hæfust á Ólafs-
firði, en að þeim loknum yrði
að flytja borinn til Húsavíkur,
því að annars myndu Hsúvíking
ar telja, að ekki hefði verið
staðið við þau fyrirheit, sem
þeim hafa verið gefin, en ákveð
ið var, að boranir hæfust á
Húsavík begar í fyrra, þótt ekki
hafi af orðið.
Magnús Jónsson sagðist von;.
að málinu yrði hraðað.
t
T í M I N N, fimmtudagur 12. apríl 1962.