Tíminn - 12.04.1962, Side 7
Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FramKvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar Þórannn
Þórarinsson (ábl Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Auglýs
ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu.
afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7
Simar 18300- 18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími
12323 Askriftargj kr 55 á mán innanl í lausasölu kr. 3 eint
— Prentsmiðjan Edda h.f -
Samningsréttur opin-
berra starfsmanna
Eins og skýrt er frá í frétíum blaðsins í dag, hefur
ríkisstjórnin lagt fram frumvarp um kjaramál opinberra
starfsmanna. Er frumvarp þetta byggt á samkomulagi,
sem orðið hefur í löngum viðræðum og samningum milli
stjórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkis-
stjórnarinnar.
Efni frumvarpsins skal ekki rakið hér, enda er það
gert annars staðar, en mikilvægasta ákvæði þess er það,
að opinberir starfsmenn fái lögverndaðan samningsrétt
um kaup og kjör, og að laun þeirra séu ekki lengur
bundin af launalögum, heldur ákveðin með tveggja ára
uppsegjanlegum kjarasamningi, og fari sú samningsgerð
við ríkisstjórnina fram með sama hætti og samningar við
aðrar stéttir.
Hins vegar fá opinberir starfsmenn ekki alveg fullan,
lögverndaðan samningsrétt eins og aðrar stéttir, þ.e.a.s.
ekki verkfallsrétt, heldur skal gerðardómur skera úr, ef
samkomulag næst ekki í kjaradeilu.
Þrátt fyrir þetta hlýtur það að teljast fullkomlega
hálfur sigur, sem opinberir starfmenn hafa hér unnið, og
náð mikilvægum áfanga að lokamarkinu — fullum samn-
ingsrétti.
Núverandi stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, með formann samtakanna, Kristján Thorlacius, í
broddi fylkingar, hefur unnið mikilvægt starf í þessum
samningum og tekizt að leggja grundvöll, sem síðar mun
verða opinberum starfsmönnum mjög þýðingarmikill.
Hefur forysta samtakanna í málinu í senn verið skelegg
og affarasæl.
Hitt ber að víta, að tregða ríkisstjórnarinnar í þess-
um sjálfsögðu réttindamálum skuli valda því, að frum-
varpið kemur svona seint fyrir alþingi. Launamál þessara
stétta voru komin í algert öngþveiti eins og deilan við
lækna og verkfræðinga sýndi einnig, og ríkisstjórnin hef-
ur hér orðið að láta undan augljósum réttarkröfum og
markvissri sókn, en stefnu sinni trú gerði hún það ekki
fyrr en í algert óefni og öngþveiti var komið.
Mesta spillingarhættan
Morgunblaðið kallar það „andstöðu á undanhaldi“,
þegar Tíminn telur það ekki líklegt, að meirihlutavaldi
Sjálfstæðisflokksins verði hnekkt í þessum kosningum,
þar sem hann hefur nú 10 fulltrúa af 15. Fyrr mætti nú
rota en dauðrota, og það er rétt eiAs og íhaldið sjálft
hafi látið sér detta það í hug; að svona illa gæti farið og
telur það „beztu traustsyfirlýsingu11, þegar andstæðingar
benda á, að lítið raunsæi sé í slíkri svartsýni hjá íhald-
inu.
En þetta er svolítill misskilningur hjá þeim, blessuð-
um. Tíminn var einmitt að benda á, að í svona sterkum
meirihluta fælist mesta spillingarhættan. Þeir menn, sem
hafa svona sterka aðstöðu og þurfa ekki að óttast að
missa meirihlutann í næstu kosningum, leyfa sér að gera
hvað sem er. Þá dafnar spillingin hröðum skrefum, eins
og nú á sér t.d. stað í samskiptuin Almenna byggingar-
félagsins og borgarinnar, og mýmörg dæmi eru um önn-
ur. Allir stjórnendur verða að hafa hitann í haldinu, og
þess vegna er það brýn nauðsyn fyrir reykvíska borgara
að minnka þennan íhaldsmeirihluta verulega í næstu
kosningum, þó að það takist ekki í einni lotu, að víkja
honum alveg frá.
* :■ MS n*A, 01' rpa
«
yrr en síðar verður að semja
um framtíð Vestur - Berlínar
í dag geta stórveldin hvorki hafiS sfyrföld né samiS um friS
Frá vörzlu borgarmarkanna í Berlín
FYRSTU lotu lauk í Genf í
vikunni sem leið, þegar utan-
ríkisráðherrarnir fóru heim. Ef
litið er um öxl má segja, að
allt það hafi áunnizt, sem unnt
var eftir leiðum stjórnmálanna.
Báðir aðilar viðurkenndu að
valdajafnvæginu væri þann
veg farið, að það hindraði þá
bæði í að hefja ófrið og semja
frið. Hvorugur aðilinn er nægi
lega öflugur til þess að setja
hinum kosti og knýja hann til
að ganga að þeim, og ekki er
fyrirsjáanlegt neitt samkomu-
lag, sem báðir aðilar hafi efni
á að gangast undir. Bæði Sovét
ríkin og Vesturveldin búa við
hernaðarlegt þrátefli í Þýzka-
landsmálunum og algera kyrr-
\ stöðu í stjórnmálum yfirleitt.
SÍÐASTLIÐIÐ ÁR hefur á-
standið batnað til muna frá
okkar bæjardyrum séð. Megin-
munurinn kemur fi’am í því, að
þegar forsetinn hitti Krustjoff
að máli í Vín í júní í sumar,
þá var Berlínardeilan háð tíma
takmarki, sem fram kom í
gervi úrslitakosta. Krustjoff
hótaði að gera samninga um
sérfrið við Austur-Þýzkaland ef
Vesturveldin gengju ekki að
þeim kostum, sem Rússar settu
Berlínardeilunni. Þá hefðum
við orðið að sætta okkur við
að semja við Ulbricht um að-
gang að Vestur-Berlín. Þetta
var ógnunin, sem ýfir okkur
vofði síðast liðið sumar.
Þessari ógnun var af okkur
létt í september sem leið, með
an á viðræðum utanríkisráð-
herranna Rusk og Gromyko
stóð. Ég hygg, að þetta hafi
einkum stafað af tveimur á-
stæðum. Önnur ástæðan er, að
forsetanum tókst að sannfæra
Krustjoff um að hann munói
hefna sín, ef Ulbricht hefði af-
skipti af aðflutningsleiðinni til
Beriínar, og stjórn Sovétríkj-
anna gæti því ekki afklæðzt
hættunum í sambandi við
Berlínarmálin með þvi að
semja sérfrið við Austur-Þýzka
land. Það yrði aðeins til þess
að fá Ulbricht taumana í stað
stjórnar Sovétríkjanna. Hin á-
stæðan er sú, að með því að
láta byggja hinn fræga múr-
vegg I Berlín dró Krustjoff til
mikilla muna úr þeirri hættu,
sem fyígi-rikinu Austur-Þýzka-
landi stafaði frá Vestur-Berlín
þó að veggurinn yrði honum
næsta dýr gagnvart áróðursað-
stöðunni. Vestur-Berlín var
ekki lengur opin leið til flótta
né sýningargluggi, sem sífellt
blasti við augum Austur-Berlín
ar. Eftir að veggurinn reis var
Berlín miklu verr fallin til
leyniþjónustu og stjórnmála-
áhrifa. t
ÚTKOMAN varð sú, að eins
og sakir standa geta báðir að-
ilar lifað við það ástand, sem
nú ríkir í Berlín. En þetta get-
ur alls ekki staðið í það óendan
lega, og varla mjög lengi. Vest-
ur-Berlín er enn „óheilbrigð“,
eins og Eisenhower komst að
orði. Kommúnistar A-Þýzka-
lands umkringja hana og það
er á þeirra valdi að gera íbúum
hennar mjög erfitt fyrir. Til
vera Vestur-Berlínar hvílir
ekki á ákveðnum né skýrt
mörkuðum grunni lagalega
séð. Þetta kemur skýrast fram
í því, að Vestur-Þjóðverjar og
íbúar Vestur-Berlínar þurfa á
að halda sí-endurteknum yfir-
lýsingum um, að við stöndum
enn með þeim. Þeir þurfa á
þessu að halda til þess að geta
haldið áfram að lifa, starfa og
þrífast í Vestur-Berlín.
Þetta getur að vísu gengið
um sinn, en það getur ekki
gengið í það óendanlega. Við
eigum aðeins einn' varaforseta
til þess að senda til Berlínar,
og hann er þegar búinn að
koma þar. Forsetinn á ekki
fleiri bræður, og þá á hann
ekki annað eftir en þrjá mága
og eina eiginkonu. Við getum
varla farið fram á að Clay hers
höfðingi eyði því, sem eftir er
af ævinni í Vestur-Berlín.
FYRR EÐA SÍÐAR verður
að tryggja frelsi Vestur-Berl:
ar með alþjóðasamningi, þar
sem hún er gerð að alþjóðlegri
borg, undir sérstakri vernd
stórþjóðanna, og almennri
vernd Atlantshafsbandalagsins,
Varsjárbandalagsins og Samein
uðu þjóðanna.
Báðir aðilar vita að vísu að
þetta hlýtur að verða hin end-
anlega lausn, en eins og á
stendur er ekki unnt að orða 1
hann á þann hátt í samningi,
að allir aðilar geti sætt sig við
að skrifa undir. Sovétstjórnin
getur ekki skrifað undir samn
ing, þar sem viðurkennt er, að
Vestur-Berlín og samgönguleið
in til hennar að vestan sé und-
anþegin yfirráðum austur-
þýzka ríkisins. Við getum ekki
skrifað undir samning, sem við
urkennir tilveru tveggja þýzkra
ríkja.
Hvorugur aðilinn getur að
svo stöddu teygt sig lengra en
hann hefur þegar gert, þ.e. að
draga til muna úr spennunni
í Bérlínar-deilunni, án þess að
um samkomulag sé að ræða.
ÞAÐ ER löngu ljóst, að ekki
tekst að ná neinu samkomulagi
um afvopnun meðan ekki næst
samkomulag í Berlínardeil-
unni. Hvorugur aðilinn þorii
ekki að afvopnast meðan enn
bíður óleyst deila, sem auðveld
lega gæti leitt til ófriðar. í
hæsta lagi kynnu að vera möQj
leikar á kyrrandi samningum
utan við höfuð-ágreiningsefni
Austurs og Vesturs, eins og til
dæmis ekki-árásarsáttmála
milli Atlantshafsbandalagsii.s
og Varsjártondalagsins. Sam-
komulag ym geiminn og þegj-
andi samkomulag um ákveðin
áhrifasvæði í Suð-Austur-Asíu,
út frá hlutleysi Laos.
Hvað áhrærir kjarnorkutil-
raunir, þá hefur það verið aug
Ijóst í a.m.k. heilt ár, að ekki
getur verið um neitt samkomu-
lag að ræða vegna þess, að báð
ir aðilar vilja gera fleiri til-
raunir. Sovétríkin vilja það
vegna þess, að þau eru komin
skemmra áleiðis en við, en við
viljum halda áfram að gera til-
raunir til þess að halda forust-
unni. Eins og blööin hafa bent
á að undanförnu, þá er nokkur
ástæða tO að vona, að þeir tím-
ar séu ef til vill ekki langt un^
an, að báðir aðilar telji sig hafa
lært allt það, sem unnt sé að
læra á sprengingum í gufu-
hvolfinu. Sumir hinna merk-
ust vísindamanna líta svo á, að
þessa sé mjög skammt að bíða.
SEGJA MÁ, að unnt sé að
þola það ástand, að hvorki ríki
friður né ófriðui’, en það cr'á
margan hátt óþægilegt. Þessu
fylgja á sumum sviðum veruleg
vandræði, og það er ákaflega
taugaæsandi fyrir þá, sem endi
lega vilja hafa hlutina annað
hvort hvíta eða svarta. Aðstaða
okkar er nægilega góð til þess,
að við höfum enga ástæðu til
að örvænta, einkum þegar á
það er litið, að átökin, sem
fram fara, eru hin lang mestu,
sem sögur fara af á síðari öld-
um.
Við erum að vísu engan veg-
inn almáttugir hernaðarlega,
en við höfum þó yfirburði og
erum allt of sterkir til þess,
að á okkur verði ráðizt. í efna
hagsmálum eru framfarir .ns
vestræna þjóðfélags miklum
mun örari t. hjá keppinautun
um. Við höldum fyllilega í horf
1 inu að því er áhrifavald snert-
ir. Að því er tekur til hinna
nýstofnuðu ríkja, þá er þjð
ekki spurningin, hvort þau n
vilji það frelsi, sem auðkennir I
okkur frá einræðisríkjunum, fi
heldur hitt, hve fljót þau verða I
að ná þeim þroska, að þau öðl- 1
ist það. 1
T í M I N N, fimmtudagur 12. apríl 1962.
z