Tíminn - 12.04.1962, Page 8

Tíminn - 12.04.1962, Page 8
/ MINNING: Þorsteinn Þorsteinsson hreppstjórí, Húsafelli Hann lézt að heimili sínu, Húsa felli í Borgarfirði, 3. febrúar síðastliðinn. Þar var hann fædd- ur 6. júl'í 1S89 og átti þar heima alla ævi. Foreldrar hans voru Þorsteinn Magnússon frá Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, Jónssonar, og Ást- ríður Þorsteinsdóttir bónda á Húsafelli, Jakobssonar. Bjuggu þau hjón allan sinn búskap á Húsafelli. Ekki skulu ættir Þor- steins raktar hér. Stóðu að hon- um kunnar og fjölmennar ættir, sem mjög hafa komið við sögu héraðsins, og eru jafnan kenndar við Húsafell, Vilmundarstaði og DeiTdartungu, en þaðan var Ingi- björg Jónsdóttir, móðurmóðir hans. Foreldrar Þorsteims eignuðust tíu böm, og var hann þeirra yngst ur. Hann var bráðþroska mjög. Varð þegar á ungum aldri mikill á velli og karlmannlegur og hinn röskasti verkmaður. Sterkur og góður fþróttamaður og hélt þreki sínu fram eftir aldri, betur en almennt gerist. Sumarið 1906 missti Þorsteinn föður sinn. Móð ir hans hglt þá áfram búskap með börnum sínum, en þegar bróðir hans fluttist burt, 1912, tók Þorsteinn við búsforráðum með móður sinni, og réð upp frá því búi á Húsafelli um nær hálfrar aldar skeið. Tvo vetur stundaði Þorsteinn nám í lýðskóla Sigurðar Þórólfs- sonar á Hvítárbakka, annað fór hann ekki að heiman. Ekki þætti þetta löng skólaganga nú á tím- um, en hún nýttist Þorsteini vel. Hann var námsmaður góður og þessi skólavist, þótt stutt væri, varð honum undirstaða að sjálfs- námi á langri ævi. Hann las margt góðra bóka og var víða heima. Var ljós í hugsun, hafði góða dómgreind og trútt minni. f æsku tók hann mikinn þátt í ungmennafélagsskapnum, og þeg- ar sem ungur bóndi varð hann einn helzti forsvarsmaður sveit- ar sinnar og var það raunar til hins síðasta. Hann var sýslunefnd armaður í meira en fjóra áratugi, hreppstjóri litlu skemur. Lengi í hreppsnefnd, oddviti hennar um skeið og formaður búnaðarfélags um fjölda ára. Nægir þetta til að votta það traust, sem til hans var borið. Þorsteinn sagði alla jafna fátt á mannfundum. Honpm var frem- ur stirt um mál, en þó að hann væri ekki margorður, var jafnan það, sem hann lagði til mála, tek ið til greina. Óáleitinn og hóg- vær þokaði hann málum áleiðis og lét hvergi hrekjast frá því, sem hann taldi réttast vera. Vorið 1920 kvæntist Þorsteinn frændkonu sinni Ingibjörgu Krist leifsdóttur frá Stóra-Kroppi, og tóku þau við jörð og búi. Þá voru erfið ár og óhagstæð þeim, sem voru að hefja búskap. Var þá hag ur flestra frumbýlinga óhægur, og fékk "Þorsteinn nokkuð á því að kenna, en með árunum fór fjárhagur hans mjög batnandi. Eftir tíu ára sambúð missti Þorsteinn kohu sína frá fjórum ungum bömum. Var það honum ag sjálfsögðu mikil og sár raun. Skömmu síðar réðst til hans kona, sem annaðlst heimilið lengi upp frá því af mikilli alúð og fóm- fýsi, og mat Þorsteinn það og þakkaði. Um langa tíð hafði Húsafell verig vel setið og miklar umbæt- ur gerðar í byggingum og jarða- bótum. En þegar leið fram á bú- skaparár Þorsteins og börnin komust til þroska, hófst þar epn tímabil mikilla framkvæmda. í fjallinu upp og út frá bænum eru heitar lindir. Þaðan var leitt vatn til að hita húsin. Við eina bergvatnsána norðan vig bæinn var byggð mikil og góð rafstöð og ræktunin var stóraukin. Nú hafa þrjú börn Þorsteins tekið við Húsafelli, dóttirin og tveir synir. — Yngsti sonur hans er kennari við bændaskólann á Hvannéyri. — Hefur jörðinni nú verið ski.pt í þrjú býli og reist tvö ný íbúðarhús og miklar bygg ingar aðrar, enda er búið stórt. Eru þau systkinin svo fast tengd ættleifð sinni, að þau hafa öll kosið að vera þar kyrr, þótt þröngt sé setið. Þótt Húsafell sýnist afskekkt og sé lengst til fjalla allra bæja í BorgarfjariJarsýslu, hefur það ávallt staðið við þjóðbraut. Þar ættfeður Húsfellinga, Snorri prestur Björnsson, Jakob sonur hans, konur þeirra og fleira frændUð. Þá var veður svo sem fegurst er á haustdegi. Þorsteinn var þá sjúkur og raunar merktur dauðanum. Við, sem sáum hann þá síðast, minnumst hans nú, þar sem hann stóð í garðinum, fölur, hvítur á hár, en kempulegur og óbugaður: Við sáum hann horfa yfir heimahagana, hraunið, hlíð- arnar og sölnaðan skóginn, eins og hann væri að kveðja þetta allt. Hann vissi, eins og við hin, að hann sæi ekki skóginn laufg- ast á ný. Á Húsafelli er náttúrufegurð óvenjumikil og" í henni búa þeir töfrar, sem fylgja ævilangt þeim, sem þar alast upp, og fyrir staðinn er það einkennandi, hvað oft er þar bjart yfir og hve þar er friðsælt. f huga þess, sem ólst upp með Þorsteini, og sat svo ag segja sam týnist við hann alla ævi, eru minningarnar um hann í órofa tengslum við Húsafell, við stað- inn, þar sem hann lifði og vann, og þar sem hann hefur nú verið borinn til hinztu hvíldar. Yfir minningu hans er heiðríkja og kyrrlát mildi. Þorsteinn á Húsafelli var mikill gæfumaður. Hann hlaut í vöggu- gjöf marga kosti góðra ætta. Eignaðist ágæta konu og mann- vænleg börn. Hlaut tiltrú og virð ingu samfylgdarmanna sinna og vináttu fjölmargra iangt út fyrir sína heimabyggð. Hann fæddist til að skipa sér í liðssveit þeirrar kynslóðar, sem fékk að sjá nýja og betri tíma renna upp yfir þjóð sína og föðurland, sem hann unni af alhug. Hann varg að vísu að reyna mót- læti og erfiðleika, eins og tíðast er um þá, sem lifa langa ævi, en hann var úr svo góðum málmi gerður, að hann þroskaðist og göfgaðist við (hverja raun og gat gengið móti lokadægri sínu æðru laus með karlmannlegri ró. S. Sjóprófum lokið Sjópróf vegna bruna Varðar RE 336 fóru fram í Reykjavík á föstudaginn. Skipverjar komu fyrir dóminn og töldu þeir sig ekki vita neina orsök brunans. Fyrsti vélstjóri fór síðást úr vélarrúmi 20 mínútum áður en elds ins varð vart. Þegar skipverjar litu niður í vélarrúmið, var það fullt af reyk svo ekki varð greint, hvar eldurinn var í vélarrúminu. Öger- legt var að komast niður í vélar- rúmið, svo að sjódælunum varð ekki komið í samband, en skipverj- ar tæmdu tvö handslökkvitæki niður í reykhafið. Það virtist gagns laust með öllu. Skipverjar á Þór eiga eftir að leggja fram skýrslu um slökkvistarfið. Vörður var byggður í Danmörku árið 1946, 33 rúmlestir brúttó. Nýtt dekk var á bátnum, en það var sett á hann s. 1. sumar. Bátur- inn var talinn í góðu ásigkomulagi. Tregur af!i Patreksfirði, 4. apríl. Heildarafli Patreksfjarðarbáta nam í marzlok 2.527 lestum. í 225 sjóferðum, en bátarnir eru 7. Meðalafli í sjóferð var 11.2 lest ir. Aflahæsti báturinn er Helgi Helgason með 582 lestir í 46 róðr um. næstur Sigurfari með 568 lestir í 41 róðri. Dofri hefur fengið 302 lestir í net frá 25. febrúar, en hann stundaði síldveiðar fram að þeim tímá. Á sama tíma í fyrra fengu 6 bátar héðan 2.566 lestir í 261 róðri. Afli hefur verið frear tregur að undanförnu bæði hjá neta- bátum og línubátum, sérstaklega hefur steinbítsaflinn verið treg- ari en undanfarin ár. Fréttaritari. Dónaleg árás Þann 10/3 1962 sá ég í 8. tölu- sínum þannig án þess að ráða við blaði íslendings grein eftir Jón Sigfinnsson á Ærlæk, þar sem hann talar um grein í Nýjum viku- tíðindum 20. tbl. 15. des. s.l. Sú grein fjallar um ómannúð okkar Þingeyinga. Orðið hlýtur að merkja okkur sem ómannúðleg ill- menni eða eitthvað þvíumlíkt, og er þá mikið í ráðizt og þarf karl- mennsku til, að kveða upp slíkan nokkuð. Og hefur áreiðanlega þótt sárt að sjá þannig á eftir sinni lífsbjörg. Og sjálfsagt á þetta allt að vera að kenna þingeyskri ó- mannúð og trassaskap, að dómi spakra manna. Nei, þetta eru íslenzkar náttúru- hamfarir sem þessi maður hefur kannske ekki komizt í eins mikið kast við, eins og ætla mætti. Fjöldi ekki undarlegt, þó að við Þingey- ingar tökum ekki slíkum kveðjum þegjandi. En hér virðist nú frekar um oflátungshátt eða heimsku að ræð'a, frekar en karlmennsku. Og datt mér í hug, eftir að ég var bú- inn að lesa þetta, málshættirnir: hefur því löngum verið gest ! „Á heimahaug er haninn frakkast- kvæmt, enda hefur gestrisni fylgt ur“, og „Oft bylur hæst í tómri staðnum. Foreldrar Þorsteins tunnu“. dóm yfir heilum héruðum, og er i manna mun hafa lesið söguna voru mikil merkishjón. Faðir hans var prúðmenni og vitsmuna- maður, búhöldur og auðsæll. Móð ir hans var þrekmikil og gjöful rausnarkona, en gnægð var í búi. Þar var öllum tekið vel og enginn munur gerður á mönnum. Þor- steinn hélt háttum foreldra sinna um prúðmennsku og mannlund og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann hafði kynni af fjölda manna og margt barna og ung- inga dvaldi á heimilinu að sumar- lagi. Þeim var hann góður hús- bóndi, frjálslyndur, hlýr og mild- ur. Þeir eru því margir, sem minn ast hans nú ag leiðarlokum og mjög á einn veg. Á síðastliðnu ári óx með Þor- steini mein það, er dró hann til dauða. f háust í. október var jörð uð í gamla kirkjugarðinum á Húsafelli Ástríður, elzta systir hans, on þar í garðinum hvílá Um búpening okkar er það að segja, að honum er alls ekki beitt í óbyggðum langt frá mannabú- stöðum. Fullyrða má, að tæplega fari kind úr heimahögum eftir þriðju göngur, hér á stórum svæð- um. En hættan vofir yfir öllu, hve- nær og hvar sem er. Ég vil nefna hér aðeins nokkur dæmi greinar- höfundi til skýringar á því, að ís- lenzka sauðkindin getur farizt af öðrum ástæðum en mannvonzku og trassaskap okkar Þingeyinga, og er þar skemmst að minnast aftaka stórhríðar 17. júní s.l. og mun þá hafa fennt bæði lömb og fullorðið og ekkert hægt að gera, þar sem fé var komið á afrétt. — Víðs veg- ar um land hefur maður heyrt um fjárskaða við sjó og til sveita. Dæmi veit ég til þess, að svo snöggan stórhríðarbyl hefur gert að degi til, að fénað hefur hrakið fyrir björg og farizt þar og bónd- inn orðið að sjá á eftir búpeningi „Sýslumannsdóttirin", eftir Ingi- björgu Sigurðadóttur í „Heima er bezt“. Og allir munu minnast Pálma fulltrúa og Gunnars kaupa- manns. Ekki er fráleitt, að árásar- maður Þingeyinga minni á Pálma, þegar hann skaut sér undan hætt- unni í skjóli skrifstofunnar. Að minnsta kosti hefur honum þótt öruggara, að láta ekki nafns síns getið og verður það að teljast löð- urmannlegt, að beita svo hvössu vopni og þora ekki að halda á því. Mér finnst það minnsta, sem við getum farið fram á, að maðurinn hissaði upp um sig og hleypti í sig kjarki og segði til nafns síns, svo að við getum gert þakkir og leitað frekari upplýsinga, ef á lægi. Mér dettur aðeins í hug, að mað- urinn hafi ætlað ör sinni að koma niður í háfjallabyggðum Þingeyj- arsýslnanna, vegna þess að þar er fénaður lengst frá byggð, og harð- viðrasamt, þar af leiðandi mest hætta á óhöppum, þótt hvorki sé trassaskap eða mannvonzku um að kenna. Og er þar um að segja, að öll veiðiskip leita á beztu miðin, hversu óljós sem heimkoman er. Og ég efast ekki um, að háfjalla- beitarlöndin séu éeztu veiðimið þeirra, sem þar búa, til aukinna afurða eftir sinn bústofn á sem ódýrastan hátt. En það get ég full- jTt, að þar rikir engin ómannúð, trassaskapur eða illmennska, eins og lesa má úr orðum greinarhöf- undar í Nýjum vikutíðindum. Þar eru einmitt menn, sem geta fetað í fótspor Gunnars kaupamanns og mætt hættunni, hvenær sem er og bjargað því, sem bjargað verður, og enginn þarf að skammast sín fyrir það, þó að hann geri það, sem hægt er á hferjum tíma, því að meira er ekki hægt að fara fram á að mínum dómi. Ekki er heldur gott að dæma eft- ir hrícjum uppi um heiðar, því að ýmsar orsakir eru til þess, að fén- aður manna deyr í sumarhögum. En ég spyr: Hefur maðurinn ekki eitthvað þarfara að vinna sínu þjóðfélagi, en hlaupa upp um fjöll og heiðar til eftirlits og at- hugunar á þingeyskum hræjum. Kannske er hann að hugsa um að útvega okkur markaðsmöguleika hjá kónginum. Eitthvað minnist hann á gort Þingeyinga. Ja, sér er nú hver meinsemin. Það finnst mér ekkert undarlegt, þótt Þingeyingar hafi frá langræði að segja og þarf ekki að heyra undir neitt gort, því að þeir eru því ekki vanir, að snjóplógar, ýtur né önnur stórvirkustu tæki séu send á vettvang þeim til hjálpar, um leið og nokkuð reynir á og föl sést á jörð. Nei, þeir verða að troða sínar slóðir sjálfir og segja þá auðvitað frá sínum gerðum sjálfir. Ef ég á að segja eins og mér finnst, þá finnst mér greinin vítaverð og mannskemmandi og höfundi og blaði til óvildar og minnkunar. Sigtúnum 20/3 1962. Páll Sigtryggsson. m i n n, fimmtudagur 12. apríl 1962. \

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.