Tíminn - 12.04.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.04.1962, Blaðsíða 15
Nýtt Nýtt Vortízkan 1962 HEVELLA dömujakkinn Fallegt snið. Tlzkulitir. Þægilegur, og fer vel. Efnið er svissneskt, sem með sérstakri aðferð fær áferð ekta leðurs. ÞOLIR ÞVOTT - VATNSÞÉTT - ÞOLIR HITA OG KULDA Fæst í öllum sérverzlunum um land allt. HEVELLA-jakkinn er tilvalin fermingargjöf. HEVELLA-jakkinn er vinsælasta flíkin í páskaferðalagið. Söluumboð: Solido umboðs- og heildverzlun Símar 18860 — 18950. Geislavirkni (Framhald af 4. síðu) . myndast, og má gera ráð fyr- ir, ag ryk ■ frá megatonna sprengjum, sem sprengdar eru hátt í lofti, berist að lang- mestu leyti upp í stratosfer- una, en þar er öll' loftblönd- un miklu hægari, og þar get- ur hið geislavirka ryk haldizt mjög lengi. Þekking manna á hreyfi'ngum loftsins í stratos- ferunni er ennþá ófullkomin, en dreifing geislavirkra efna frá kjarnorkusprengjum hafa stuðlað mjög að því að auka hana. í ljós hefur komið, að geisla virk efni, sem blandast strat- osferunni í nánd vig miðbaug, haldast miklu lengur á lofti, en ef þau bl’andast stratosfer- unni í nánd við heimsskautin. Þannig virðist þurfa 5—10 ár til þess að helmingur þess geislavirka ryks, sem myndað- ist vig sprengingar Bandaríkja manna vorið 1954 í stratosfer- unni við Entvinoc eyju í Kyrra hafinu 11° fyrir norðan mið- baug, falli til jarðar. Tilsvar- andi tími fyrir geislavirkt ryk frá sprengingum Rússa haustið | 1958 við Novaja Semlja, um \ 73° norðlægrar breiddar, er V2—I ár. Þag hefur komið í ljós, að þag er langt frá því að hið geislavirka ryk sáldrist jafnt og þétt niður í gegnum mörk- in á milli stratosferu og tróp- osferu, hvar sem er á jörðinni. Þar sem mörkin eru skýr, kem ur sáralítið af hinu smágerva ryki niður í tróposferuna, held ur nær eingöngu á belti því, þar sem mörkin eru óljós, á milli 30 og 40. breiddargráðu. Á þessu bili virðist loft úr stratosferunni streyma niður í tróposferuna og annars staðar ekki. Niðurstreymi þetta virð- ist örast að vetrinum og vor- inu, en hægast á sumrin eða haustin. Þegar rykið er einu sinni komið niður úr stratosferunni, skolast það tiltölulega fljótt. til jarðar með úrkomu. Þetta veldur því, ag rykið nær ekki að dreifast jafnt yfir alla jörð ina, heldur verður það mest í heittempruðu beltunum eftir því sem fjær dregur miðbaug. Þar sem flestar sprengingarn- ar hafa verið gerðar á norður- hveli jarðar, er þar miklu meira magn af geislavirku ryki en á suðurhvelinu. Innihald úrkomunnar af geislavirkum efnum fer fyrst og fremst eftir því,-hversu mik ig er af þeim í loftinu, þar sem regnskýin myndast, en úr- koman hefur lítil áhrif. Þann- ig er yfirleitt álíka mikið af geislavirkum efnum í hverj- um lítra af úrkomu á tvetm nálægum stöðum, enda þótt úr komumagnið kunni að vera 1 mjög misjafnt. Sé hins vegar litig á, hve mikið geislavirkt úrfall fellur á hverja flatar- einingu af yfirborði jarðar, þá verður það magn í réttu hlutfalli við úrkomuna á hverj um stað, þar sem hið hnattför- ula úrfall fellur svo til ein- vörðungu til jarðar með úr- komu. Yfirleitt verður hið geislavirka úrfall eftir í jarð- vegi, sem regnvatnið sígur í gegnum, svo að uppsprettu- vatn er nokkurn veginn laust við þessi efni. Endanleg örlög allra geisla- virkra efna eru að senda frá sér einhverja kjarnageisla og breytast í önnur stöðug efni, þannig að magn þeirra helm- ingast alltaf á vissum tíma. Ef helmingunartíminn er aðeins nokkrar sekúndur, mínútur eða klukkustundir, eru mestar líkur til ag þetta gerist áður en efnin falla til jarðar, séu þau komin sem geislaryk frá kjarnorkusprengju, sem sprungið hefur hátt í lofti. Ef helmingunartilminn skiptir hins vegar árum, eru miklar líkur til þess, að þau falli til jarðar, áður en þau eyðast. Mikið af hinu geislavirka úr- falli fellur í sjó, en þar bland ast það miklu efnismagni og verður því lítið vart. Sá hluti úrfallsins, sem fell ur á land, greinist eftir því hvort efnin eru auðleyst eða torleyst í vatni. Torleystu efn- in setjast að á föstum efnum og hreyfast lítt úr stað. Auð- leystu efnin geta skolazt með vatni til sjávar. Þar sem regn vatnið sígur gegnum þykkan jarðveg, bindur þó jarðvegur- inn, auk hinna torleystu efna. einnig ýms hinna auðleystu. Reynslan sýnir, að í upp- sprettuvatni, sem stafar frá grónu landi, verður mjög lítið vart hinna geislavirku úrfalls- efna. Geislavirk efni, sem setj ast að í jarðveginum, haga sér á sama hátt og önnur efni jarð vegsins meg tilsvarandi efna- fræðilega eiginleika. Jurtir taka þau m. a. til sín, og í gegnum þær komast þau í lík- ama manna og dýra. Tritíum hefur þá sérstöðu, að þag fylgir vatninu, hvar, sem það fer. Eftir að það hef- ur fallið til jarðar með úrkom unni, gufar nokkur hluti þess upp aftur, annar hluti sezt að í raka jarðvegsins, sem vökv- ar gróðurinn, og þriðji hlut- inn niður í jarðlögin og kem- ur upp aftur eftir skemmri éða lengri' tíma í uppsprettum. Eftir að stórar vetnissprengj ur hafa verið sprengdar, hækk ar tritíummagn úrkomunnar skyndilega og helzt hátt í nokkrar vikur eða mánuði. Tritíuminnihaldið er hin á- kjósanlegasta merking fyrir regnvatnið, og með tritíum- mælingucn má fylgjast með, hvag af því verður. Þannig má t.d. finna, hvernig regnvatn frá þessu tímabili kemur fram í mismunandi uppsprettum. Slíkar rannsóknir fara nú fram í Eðlisfræðistofnun Há- skóla fslands, þar sem mælt er tritíummagn í vatni frá bæði heitum og köldum upp- sprettum, auk regnvatns. Eitt, sem gerir viðfangsefnið að vissu leyti flóknara, er það, að vetnissprengjur eru ekki einar um ag framleiða tritíum, heldur hefur frá alda öðli myndazt tritíum í lofthjúpi jarðarinnar fyrir' tilstilli geim geislanna. Áætlað hefur ver- ið, að á jörðinni séu 10—20 kg. af tritíum, sem á geim- geislum tilveru sína að þakka, en framleiðsla vetnissprengj- anna mun þó vera mun meiri. Kolefni-14 var einnig til í andrúmsloftinu, áður en kjarn orkusprengingar hófust, því að þag er einmitt það efni, sem notað er til aldursákvarð ana á leifum jurta og dýra. Hér eru það einnig geimgeisl- arnir, sem sjá um framleiðsul hins geislavirfca kolefnis. Á- ætlað hefur verið, að á jörð- inni séu um 80 tonn af kol- efni-14, sem stafar frá geim- geislunum, þar af um eitt tonn í gufuhvolfinu. Langmest ur hluti hins geislavirka kol- efnis er í sjónum, og áður en kjarnorkusprengjur komu til sögunnar, virtist ríkja full- komið jafnvægisástand milli magnsins í sjónum og í loft- inu. Geislavirkt kolefni gefur mjög mikilvægar upplýsingar um kjarnorkusprengingar sem fram hafa farið, og upplýsing- ar þessar geymast afkomend- um vorum um ókomna tugi ár- þúsunda í leifum jurta og dýra. í mómýrum framtíðarinnar verður þannig hægt ag þekkja það lag, sem myndaðist, þegar menn tóku upp á því að sprengj a kjarnorkusprengjur. Ekki liggur Ijóst fyrir, hve mikið hefur þegar myndazt af C-14 við kjarnorkusprenging- ar, en ætla má, að það nálgist 1 tonn, sem mundi tvöfalda C-14 magnig í andrúmsloftinu. Slík aukning mundi valda því, að allur gróður fái í sig tvö- falt meira af geislavirku kol- efni en verið hefur, og einnig að magn þess í mönnum og dýrum tvöfaldaðist. Breytingar á C-14 magni í lofti og sjó, jurtum og dýrum, eiga vafalaust eftir að gefa mikilvægar upplýsingar í sam- bandi við hringrás kolefnis í náttúrunni, en kolefnið er það efni, sem mikilvægast er fyrir allt líf á jörðinni, bæði í jurta- og dýraríkinu. r Arnesingar Vorhátíð Framsóknarfélags Árnessýslu verður í Selfossbíó 18. apríl (síðasta vetrardag) og hefst kl. 9 e. h. DAGSKRÁ: 1. Ræða: Óskar Jónsson. 2. Einsöngur: Guðmundur Jóns son óperusöngvari. 3. Gamanþættir: Karl Guð- mundsson leikari. 4t Kirkjukór Selfosskirkju syngur. 5. Lúðrasveit Selfoss Ieikur. 6. Dans. Hljómsveit Óskars Guðmunds sonar leikur. Söngvari Jakob Jónsson. 1 Saitiningsréttui1 (Framhald af 1. síðu). 7 mánaða fyrirvara. Ef almennar og verulegar kaup- hækkanir verða á samningstímabili getur B.S.R.B. krafizt launahækk- unar fyrir starfsmennina. Samningaviðræður og sáttaum- Ieitanir í kjaradeilu ríkisstjórnar- innar og B.S.R.B. fara fram með svipuðum hætti og gildir um önnur samtök launþega samkv. vinnulög- gjöfinni. Opinberir starfsmenn fá ekki verkfallsrétt, og ef samningar tak- ast ekki skal kjaradómur skipaður fimm mönnum kveða á um kjör þeirra næsta samningstímabil. Hæstiréttur skipar þrjá menn í kjaradóm og hvor aðíli um sig einn. Kjaradómur skal við úríausnir sínar m. a. hafa hliðsjón af: 1. Kjörum launþega, er vinna sambærileg störf hjá öðrum en rík inu. 2. Kröfum, sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni starfsmanna. 3. Afkomuhorfum þjóðarbúsins. í kjarasamningi skal kveðið á um föst laun, vinnutíma og laun fyrir yfirvinnu. Lífeyrisréttindi starfsmanna verða áfram ákveðin með lögum, og svo er einnig um ýmis fleiri kjaraákvæði, svo sem orlofsrétt, laun í veikindaforföllum 0. fl. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja fer með fyrirsvar ríkisstarfs- manna við kjarasamninga og aðrar ákvarðanir af þeirra hendi. Einstök starfsmannafélög geta þó samið sérstaklega um þau at- riði, sem ekki eru ákvæði um í heildarsamningi eða lögum. Fyrsti kjarasamningur sam- kvæmt lögunum, á að koma til framkvæmda 1. júlí 1963. Guxhaven (Framhald af 1. síðu). Annerl fullvissaði blaðamann Tímans nm, að ekki kæmi til neinna mála, að útgerðarmenn kæmust upp með að virða flutn- ingasambandið að vettugi. Ilann sagði, að ekkert samband hefði \erið haft við sig frá íslandi í gær. Blaðið reyndi í allan gærdag árangurslaust að ná sambandi við Ernst Stabel, ræðismann íslands í Cuxhaven. Var tilkynnt, að hann yrði ekki til viðtals fyrr en í dag. Hins vegar náði blaðið tali af full- trúa Stabels á skrifstofu útgerðar hans, hr. Maier. Staðfesti Maier, að hann hefði ekkert heyrt frá verka- lýðssamtökunum þar um málið. Hann sagði, að löndunin hefði gengið mjög vel og án íhlutunar, gott verð hefði fengizt fyrir mik- inn og góðan fisk og skipverjar væru úti í bæ að skemmta sér. Eiginmaður minn og faðir okkar, Bernhard Petersen, stórkaupmaður, er andaðist 8. þ.m. verSur jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn • T3. apríl kl. 2 síSdegis. Blóm vinsamlega afbeSin, en þeim, sem vildu minnast hans, er benf á Kknarsfofnanir. Anna Pefersen og börn. T í M I N N, fimmtudagur 12. apríl 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.