Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 6
ÞURRKUN FLJÖTSDALSHÉRAÐS f gær var afgreidd frá Al- þ'ingi þingsályktunartillaga, sem þingmenn Austurlands fluttu, um landþurrkun á Fljótsdalshéraði. Fyrsti flutn- inigsmaður tillögunnar Eyste- in,n Jónsson taLaði fyrir tÚlög- unni í same'inuðu þingi fyrir skömmu og var henni vísað *il fjárveitinganefndar. Fjárveit- inganefnd var sammála um að mæla með samþykkt tillögunn ar. Framsögumað'Ur fyrir álit'i nefndarinnar í gær var Hall- dór Ásgrímsson, 2. flutnings- maður tillögunnar. Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum og afgreidd til ríkis stjórnarinnar sem ályktun Al- þinigis. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta, svo fljótt sem verða má, mæla vegna framræslu allt ræktanlegt vot- lendi á Fljótsdalshéraði og gera áætlun um, hvaðl kosta muni að þurrka þetta Iand.“ f greinargerð með tillögunni segir: „Fljótsdalshérað er eitt stærsta samfellda láglendis- svæði á íslandi. Þar skiptast á klapparásar, móar, mýrlendi og flóar. Mýrlendi er þar víðáttu- mikið, og hefur þegar verið ræst þar fram allmikið land, en mikið er þó eftir að þurrka af því landi, sem vel er þurrk- unarhæft. Áhrif á veðráttu Það er almennt viðurkennt, að þurrkun víðlendra mýra og flóa hafi áhrif til hækkunar á meðalhita. Getur því fram- ræsla, auk þess beinlínis að stórauka verðmæti landsins með því að leysa úr læðingi frjóefni jarðvegsins, aukið notagildi stærra landsvæðis en beint nýtur þurrkunarinnar. En hitastig loftsins er einn veigamesti þátturinn, sem áhrif hefur á uppskeruna. Kornræktun Kornræktin hefur verið tals- verð á Fljótsdalshéraði síð- ustu árin og fer vaxandi. Reynslan bendir í þá átt, að kornræktarskilyrði muni betri á Fljótsdalshéraði en víða, ef ekki víðast hvar aniiars staðar á landinu. Þar eru einna víð- lendustu og þroskamestu birki- skógar landsins, sem bendir til þess, að skilyrði skógargróðurs muni hvergi vera betri. En kornyrkja og skógrækt eru systurgreinar í ræktun. Óþarft er að fjölyrða um, hve mikil verðmætisaukning fylgir þurrkun landsins einni saman, auk þess sem ræktun fylgir á eftir. En ekki hefur enn þá verið reynt, hver áhrif það hefði umfram hin venju- legu afnot til beitar og rækt- unar, ef allt votlendi í heilu héraði væri þurrkað og skóg- rækt fylgdi til skjóls. Stórfelld tilraun Flm. þessarar tillögu telja ástæðu til, að gerð verði stór- felld tilraun í þessu efni með því að þurrka samfellt lajnd- svæði á fáum árum, og telja Fljótsdalshérað til þess kjörið. Það mætti verða upphaf skipu legrar áætlunar um þurrkun alls votlendis á íslandi. En til að átta sig á þessu viðfangsefni og hvað kleift er, verða ýmsar athuganir að fara fram. Mæla þarf landið og gera áætlanir um kostnað við þurrkunina, miðað við hag- felldustu vinnubrögð. Þegar þetta lægi fyrir, kæmi til at- hugunar fjármála- og fram- kvæmdahliðin. Flm. leggja til, að svo fljótt sem unnt er verði þessi undir- búningsvinna framkvæmd, og er þá ætlun þeirra, að athug anir verið hafnar á Fljótsdals héraði á komandi sumri.“ Halldór Ásgrímsson . sagði 1 framsögu sinni fyrir áliti fjár vn., að flutningsmenn legðu áherzlu á, að rannsókn sú. er tilíagan mælti fyrir um, yrði látin fara fram þegar í sumar og ætti að vera auð- velt að koma því við. VILJA OHINDRAÐ HERMANNASJÓN- VARP HANDA IS- LENZKU ÞJÓDINNI í gær kom til atkvæSa í I útvarjið hraða ýtarlegri at- sameinuðu þingi sjónvarpstil- hugun á möguleikum þess, að laga Framsóknarmanna. Til- íslenzka rikið komi upp vönd- lagan var um að þegar í stað uðu sjónvarpi, sem verði rek- verði gerðar ráðstafanir til að ið sem þjóðlegt menningar- koma í veg fyrir stækkun sjón tæki og leggi stjórn ríkisút- varpssviðs Keflavíkurstöðvar varpsins áætlanir um stofn- varnarliðsins, gengið verði og rekstrarkostnað sem fyrst ríkt eftir því að af hálfu varn- fyrir Alþingi. arliðsins sé fullnægt þeim skilyrðum, sem sett voru árið Tillagan var felld að við- 1954 fyrir sjónvarpsleyfi bess höfðu nafnakalli með 29 at- og enn fremur að láta rikis- kvæðum gegn 25. Þau efstu (Framhald af 1. síöu) setið marga bæjarstjórnar- fundi. Kona Björns er Borgný Magnúsd. og eiga þau 4 börn Hörður Helgason er fæddur 30. 8. 1931. Hann lauk Gagn- fræðaprófi 1948, stundaði síð- an nám í blikksmíði og varð meistari í þeirri grein 1955 Hörður átti sæti i stjórn Félags blikksmiða 1956—’57 og í stjórn FUF í Reykjavík 1956 —’59. Er nú í stjórn Fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavík. Hörður skipaði sama sæti á lista flokksins við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar Kona Harðar er María Gröndal eg eiga þau 4 börn. Örlygur Hálfdanarson er fæddur 21. 12. 1929. Lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1954. .Að námi loknu hóf hann störf hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og er nú deild- arstjóri í Bifröst — fræðslu- deild, og blaðamaður við Sam- vinnuna. Örlygur átti sæti í stjórn FUF í Reykjavík 1955— ’58 og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna hefur hann verið frá 1956. Formaður þess síðan 1960, og á sæti I Fram kvæmdastjórn Framsóknar- flokksins. Örlygur skipaði einn ig fimmta sætið á lista flokks ins vjð síðustu bæjarstjórnar- kosningar. Kvæntur er Örlyg ur Þóru Þorgeirsdóttur og eiga þau tvo syni. Ásta Karlsdóttir er fædd 6. 10. 1926 Ásta starfaði á Skatt- stofunni á Akureyri árin 1944 —’47. Hún hóf störf hjá Skatt stofunni í Reykjavík 1947 Hún hefur starfað þar óslitið síðan og er nú fulltrúi þar Ásta hefur tekið virkan þátt í Starfsmannafélagi ríkisstofn ana og á sæti í stjórn þess Ásta hefur átt sæti á þingi Bandalags starfsmanna rikis í og bæja Ásta er ógift og býr I með 2 ungum dætrum sínum. Guðmundur í Guðmundsson utanríkisráðherra gerði grein fyr ir atkvæði sínu og sagði, ag þar sem vitnað væri til reglna sem ekki væru til og aldrei hefðu verig til í tillögunni ségir hann nei. Gylfi Þ. Gíslason gerði einn- ig greiu fyrir sínu atkvæði og hafði allt annan formála á en utanríkisráðherra, sagði, að þar sem Ríkisútvarpið hefði haft með! höndum byrjunarathuganir á sjón varpsrekstri teldi hann tillöguna óþarfa. Ennfremur tók Gylfi fram að samkvæmt úrskurði mennta- málaráðs heyrði s-jónvarpið undir Ríkisútvarpið — undanskildi hann j og þar meg menntamálaráðherra i — en svo leit út eftir þessar tvær greinagerðir. utanríkisráðherra og menntamálaráðherra, sem þeir fóstbræður séu farnir að bítast um sjónvarpið. — Benedikt Grön dal, formaður útvarpsráðs, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu og s'kírskotaði til greinargerðar menntamálaráðherra. en minntist ekki á greinargerð utanríkisráð- herra, svo greinilegt er ag Bene- dikt er Gylfa megin í togstreit- unni. Karl Kristjánsson, fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnár gerði einn ig grein fyrir sínu atkvæði Sagð ist hann í tilefni af greinargerð utnaríkisráðherra vilja taka það fram að í tillögunni væri vís-að til bréfa utanríkisráðuneytisins til varnarliðsins frá 26 nóv 1954 og 7. nóv 1955. sem til væru og tækju af allan vafa Stjórnarandstæðingar sögðu allir já. en stjórnarliðið allt nei og tillagar) felld eins og fyrrj segir með 29 atkvæðum gegn 25.1 Á ÞINGPALLI ÍSM Við þriðju umræðu í neðri deild I gær um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um að Iækka skatta á félögum, tók Skúli Guð- mundsson fram, að þær breytingar sem fram hefðu fengizt á frumvarpinu frá því að það var lagt fyrir, væru allar minni- háttar orðalagsbreytingar, en frumvarpið í megindráttum ó- breytt. Samkvæmt frumvarpinu ætti að lækka skatta á félög- um, en félög greiða nú mun Iægri skatta til ríkisins en gerist í nágrannalöndunum. — Ef búið væri svipað að einstaklingum í skattalöggjöfinni og félögum, gæti hugsast að rétt mætti þykja að lækka skatta á félögum, en því er nú ekki aldeilis að heilsa. Skattar á einstaklinga komast upp í 30% af nettó- tekjum en eru 15% af féiögum. Einstaklingum er að auki gert að greiða hina háu tolla og söluskattana. Nú nýverið er búið að lögfesta nýjan skatt á mjólk og kjöt. brýnustu lífsnauðsynjar almennings og lagður að auki sérstakur skattur á bændur, sem á að hafa þá náttúru að hann má ekki dragast frá gjöldum við búreksturinn. — Skúli Guðmundsson sagði, að þar sem engar meiriháttar breytingar og lagfæringar á frumvarpinu hefðu feng izt fram og þar sem skattastefna ríkisstjórnarinnar væri með þessum hætti, þá myndi hann groiða atkvæði gegn frumvarp- inu og mótmæla með því stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta- málum. M í S®r var kosið í stjórn byggingarsjóðs verkamanna í sameinuðu þingi. Kjörnir voru af A-Iista Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Gunnar Helgason og Eggert G. Þorsteinsson: af B-lista Eysteinn Jónsson og af C-lista Finnbogi Rútur Valdimarsson. Endur- skoðendur voru kjörnir Bjarni Bachmann, kennari, og Þórarinn Sigurðsson, erindreki. H Einnig var kosin úthlutunarnefnd listamannalauna og voru þeir menn sem skipuðu nefndina við síðustu úthlutun endurkjörnir, en þeir eru Sigurður Bjarnason, ritstjóri. Helgi Sæmundsson, ritstjóri, Bjartmar Guðmundsson, alþm., Halldór Kristjánsson, bóndi, og Sigurður Guðmundsson, ritstjóri. n Þá var kjörið í stjórn Atvinnubótasjóðs, 5 menn og jafnmargir til vara, þar til ný stjórn er kjörin á fyrsta þingi eftir næstu almennu alþingisko-mingar. Kjörnir voru af A-lista Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason og Ingólfur Jónsson. Af B-lista Halldór E. Sigurðsson og af C-lista Tryggvi Helgason. — Til vara voru kjörnir af A-lista Jónas Pétursson, Jón Árnason og Birgir Finnsson, af B-lista Þráinn Valdemarsson og af C-lista Hannibal Valdimarsson. m Frumvarpið uin samningsrétt opinberra starfsmanna var til 1. umr. í neðri deild í gær. Eysteinn Jónsson formaður Fram- sóknarflokksins kvaddi sér hljóðs og lýsti yfir fylgi sínu við frumvarpið. Frumvarpið væri árangur af starfi BSRB, en sam- skipti ríkisvaldsins við samtökin hefðu óðum færzt í það horf af laun ríkisstarfsmanna yrðu ákveðin með samningum. Eysteinn kvaðst ekki vilja gera Iaunamálin almennt að umtalsefni í þessu sambandi þar sem meiningin væri að ljúka þinginu fyrir páska og ýtarlegar umræður um þau mál hefðu nýlega farið fram. Hér væri um samkomulag að ræða milli rikisstarfsmanna og ríkisstjórnarinnar og því bæri að samþykkja frumvarpið ó- breytt og greiða götu þess gegnum þingið. t TÍMINN, þriðjudaginn 17. apríl.1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.