Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 17. apríl 1962 90. tbl. 46. árg. RAFMAGNSLAUST í ÞREM SVEIT UM — BÍLL SAT ÞRJÁ TÍMA í STÓRU LAXÁ — SJÓÐA í HVER- UM — OLÍUBÍLL HVARF í NÚPS- VÖTN-110 KINDUR DRUKKNUÐU BRADAÞEYR UM LAND ALLT Flóðin, sem dundu á fyrir og um helgina, voru víðast hvar í mikilli rénun í gær. Sums staðar stóðu þau ekki nema tvo til þrjá klukkutíma, þar til úr tók að draga á ný, en víðast skullu þau á svo að segja á svipstundu. Austur í hreppum óð t.d. 14 ára dreng ur yfir í Litlu-Laxá heim til sín í kaffi, en eftir kaffi varð ekki einu sinni komizt yfir ána á öflugiji dráttarvél. Tím- inn aflaði sér í gær upplýs- inga um bráðaþeyinn og fara þær hér á eftir: Suðurland Um hádegig á sunnudaginn var Ölfusá komin upp á bakka hjá Selfossi. Flóði'ð náði hámarki á hádegi í gær, en þá var Tryggva- skáli hálfumflotinn vatni og kjall- arinn fullur. Leigubílastöðin vest an við brúna var umflotin og ökla vatn í kjallara símstöðvarinnar, ‘ sem er næsta hús austan við skál ann. Á mánudagsnóttina var flutt úr íbúðarkjallara austarlega í þorp- inu. Þar var 10 cm. vatn á gólfi í gær. Þetta er mesta flóð, sem komig hefur á Selfossi síðan 1948, en þá var Tryggvaskáli umflott- inn og farið þar í kring á bátum. Flóðið var aðeins í rénun í gær. Á laugardaginn hófst stórflóð í Hvítá. Áin flæðir nú upp móts vig Ólafsvallahverfi á Skeiðum og nær flóðið suður undir Vorsabæ. Snemma á sunnudagsmorguninn braut áin fjóra staura í hás'pennu Ununni hjá Auðsholti í Hruna- mannahreppi, svo nú er rafmagns laust í þrem sveitum, Hreppum og Skeiðum. Bærinn er umflotinn vatni og ís. Gert er ráð fyrir, að viðgerg reynist óframkvæmanleg fyrr en vatnið tekur að réna. Á laugardagskvöldig kom gífur legt hlaup í Stóru-Laxá. Ung- mennafélögin þrjú, Hreppum og Skeiðum, héldu kvöldvöku á Flúð um. Samkomugestir voru ný- sloppnir upp yfir brúna á Stóru Laxá, þegar hún ruddi sig og hljóp yfir þjóðveginn hjá brúnni á nokkur hundruð metra kafla. Einn bílanna, vörubíll, lenti í flóð inu og sat þar í þrjá tíma unz nokkuð fór að sjatna. Jakahrönn safnaðist kringum bílinn, og er hætt við, að minna farartæki hefði skolazt burt. Hljómsveitin frá Sel- fossi átti að leika á skemmtuninni, en sneri frá við Laxá. Undir morg uninn var farið að laga vega- skemmdirnar með jarðýtu. Sam- komugestir biðu á Flúðum til klukkan að ganga átta, en þeir urðu að vaða elginn kringum brúna á heimleið. Mjólkurbílar komust upp yfir samdægurs. — Litla-Laxá brauzt gegnum varnar- garð hjá Grafarhverfinu, en var heft með sandpokum. í gær var matur soðinn í hverum í Grafar- hverfinu, en víða var hvorki til olía á prímusa né kerti til að lýsa sér með. Lakari vegir í Flóanum eru að verða ófærir. Þar hefur ekki flætt, en mjög vatnsfullt alls staðar því klaki er þykkur í jörðu og vatnið hefur lítið sigið niðui'. í Þykkvabænum var geysileg vatnskoma, en flóð mynduðust ekki, þar sem jörð var auð og vatnið rann óhindrað í skurðina. Vatnsmagnið í Markarfljóti óx mjög á sunnudaginn og náði há- marki klukkan 6. Var talin hætta á, að fljótið færi yfir svokallaðan Fauskagarð, skammt ofanvið Dal- sel, en svo varð ekki. Undir kvöld- ið hætti að rigna og í gærmorgun hafði vatnsborðið lækkað um þrjú fet. Fljótið breiddi úr sér milli garðanna eins og jafnan í stórvöxt um. Mikið var í öllum vötnunum þar eystra á sunnudaginn. Vega- skemmdir eru litlar. Undanfarna viku hafa 4 trukkar frá Olíufélaginu ekið austur í Öræfi. Allt gekk vel, þar til á föstu dag, en þá tók að rigna mjög mik- ið. Þeim gekk þó sæmilega það sem eftir var austur, fyrir helg- ina, en um leið komu þangað aðr ir fjórir bílar frá vegagerðinni með efni í brú á Fjallsá. Meðan bflarnir voru á leiðinni austur, óx jafnt og þétt í öllum vátnsfölíum á söndunum, og voru þeir því um kyrrt eystra, unz rigningunni slot- aði í fyrradag, en þá lögðu þeir allir 8 af stað vestur á bóginn. í fyrradag gekk þeim allvel, unz að Núpsvötnum var komið, en þau eru í nokkrum álum, og var þar geysimikið vatn. Þegar kom að vestasta álnum reyndist hann ófær, og hafði vatnið grafið svo mikið úr bakka eða öldu að vestan verðu við álinn, að bílarnir kom- ust ekki þar upp. Gerðu þeir marg ar tilraunir til að komast upp öld- una, en allt kom fyrir ekki. í einni þeirri tilraun munaði litlu, að þeir misstu einn olíufélagsbílinn alveg í kaf í álinn, og sáu þeir ekki nema í húshornið að framan og tankinn að aftan á tímabili, en bílstjórinn var í talsverðri hættu. Þó tókst hinum að bakka bíl út í álinn alveg að bílnum, sem fastur var, og stökk bílstjórinn úr sökkvandi bíl sínum upp á pallinn. f fyrri- nótt minnkaði vatnið í Núpsvötn- um og héldu bílstjórarnir kyrru fyrir við vestasta álinn, þangað til þéir fengu öflugan trukkbii frá Kirkjubæjarklaustri til að draga bílana upp ölduna í gær. Síðdegis í gær komu þeir að Kirkjubæjar- klaustri, en héldu svo áfram til Víkur í gærkvöldi. — í Skaftafells sýslum voru geysimiklir vatnavext ir í hlákunni og mikið í öllum ám. Víða rann úr vegum við ræsi og eru vegir surns staðar allilla farn- ir, en þó hefur verið hægt að halda uppi samgöngum um allar sveitir fram að þessu. Norðurland Fréttaritari Tímans á Akureyri sagði í vjðtali í gær, að Eyjafjarð ará hefffi víða flætt yfir bakka sína og valdið flóðum, og væri lág lendið fram Eyjafjörð víða undir vatni. ísinn hefur verið þykkur á ánni, og liefur vatnið sums staðar lyft honum upp, svo að hann er þar hærri en bakkarnir. Feikileg hláka hefur verið í héraðinu und- anfarið, og var dagurinn í gær þriðji hlákudagurinn. f sunnanátt- inni hefur hitinn verið 10—12 stig á nóttunni, en heitara á daginn. í gær var glaðasólskin á Akureyri, en aðeins svalara en verið hefur. Fyrstu farfuglarnir eru þegar komnir, lóa, tjaldur, stelkur og grágæs. Vegir eru yfirleitt vel fær ir nyrðra, en nú er lítilsháttar tek ið að gæta aurbleytu. f Svarfaðardalsá hljóp geysileg- ur vöxtur, og flæddi hún yfir veg- inn hjá Hrísum í gær; stórir bílar fóru þar þó um í gærmorgun. í Hörgá kom smáklakahlaup. Þess- ar þrjár ár, Eyjafjarðará, Svarfað- ardalsá og Hörgá hafa ekki gert neinn usla eða valdið skemmdum. Hins vegar urðu allir lækir skyndi lega að ám í hlákunni og flæddu víða, meðan þeir óoru að grafa sér farveg. Frekar væri því hægt að segja, að þverár, sem vanalega eru litlar, hefðu skemmt vegi, en eng- ar umferðartruflanir hafa þó orð- ið, svo að teljandi séu. Fráffilönduósi bárust þær frétt- ir, a,ð Blanda hefði rutt sig aðfara- nótt sunnudags, en þó var sá ruðn ingur ekki mjög mikill. Miklir vatnavextir urðu þó í Langadal af þessum sökum á laugar- og sunnu- dag, en í gær var vatnið farið að sjatna og orðið sæmilega bílfært, en aurbleyta þó farin að gera vart við sig. Meðan flóðið stóð sem hæst, var verst að fara veginn á kaflanum frá Æsustöðum og niður að Móbergi. í Svartárdal urðu ein hverjar smáskemmdir á veginum, en í gær var unnið að því að laga það, og stóð til, að vegurinn yrði öllum fær í gær. Verulegt flóð hef ur ekki komið í Vatnsdalsá, og flóðin hafa verið minni í Húna- vatnssýslu en oft áður og ekki valdið nema lítilsháttar skemmd- um á vegum. í Skagafirði hafa orðið nokkrir vatnayextir, en skemmdir mjög litlar. Héraðsvötn runnu yfir veg- inn hjá Völlum í Vallhólmi á sunnudag, en þar var þó alltaf fært yfir og gert við á sunnudags- kvöld. Hjá Hafsteinsstöðum rann einnig yfir veginn, og í fyrrakvöld var vont að komast þar yfir á litl- um bílum, og mun einn þeirra hafa skemmzt eitthvað. Þar var gert við veginn í gær. í stöku stað tók möl úr veginum, en við það var gert í gær. Ákaflega mikið flóð hefur verið á Eylendinu í Skagafirði, en ekki valdið skemmd um. í Fljótum var mikill elgur í öllum lækjum, en þar höfðu ekki orðið skemmdir. Þar er víða al- autt. í Skagafirði hefur eins og annars staðar verið mjög mikil, en fremur hæg hláka að undanförnu. Þar var í gær indaélisveður og sterkjusólskin. Aysturland Hlálcan á Austfjörðum hefur verið mikil undanfarna daga, en engar skemmdir hafa hlotizt af henni, nema á Vopnafirði. Á Egilsstöðum í Vopnafirði Framhald á 15. síðu Ein á steini Kona nokkur, Sigrún Ein arsdóttir, sem býr í sumar- bústað við Elliðavatn, komst í hann krappan í flóðunum á laugardags- kvöldið. Maðurinn hennar var ekki heima þegar vatn byrjaði að renna inn í sum arbústaðinn. Sigrún flýði út en sá þá, að hún var um- flotin beljandi vatni nær 400 metra frá landi. Gekk áún þá upp á stein nokkru hærra og hafðist þar við unz lögreglan bjargaði henni. Lögreglumenn fóru með linubyssu á slaðinn, en hættu við ag nota hana og tóku bát og reru til Sig- rúnar. Hún var þá búin að. sitja á steininum í tvær klukkustundir holdvot. Þessi mynd er af brú á afleggjara af Suðurlandsvegi heim aö sumarbústaðahverfi milli Gunnarshólma og Elliðakots. Brúin stóð ein upp úr elgnum og var stríður straumur beggja megin við hana og hafði runnið svo mlkið úr, að þegar flóðin sjatna, kemur brúin til að standa eins eins og drangur. Nær á myndinni standa steinarnir á bakkanum úr vatnsagan- um. — Mynd þessa má kalla dæmigerða um þau spjöll, sem flóðin hafa valdið víða um landið. (Ljósmynd: TÍMINN).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.