Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 8
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRI: HÖRÐUR GUNNARSSON Hemihneigð hygg ég að telja j megi' til eðlishvata mannsins. Hún í virðist líka sýna fram á skyldleika ok'lcar við apann. Hjá ungum börn- ; um er þessi íivöt mjög frumstæð, ( pg þau apa gagnrýnislaust eftir Iþað'sem fyrir þeim er er haft. Allir kannast líka við hina stjórnmála- legu „apa“, sem taka allt fyrir ; heilagan sannleika, er fram geng- ur af munni þeirra eigin foringja, i og apa það eftir. Því gagmýnislausari, sem menn eru, þeim mun barnalegri eru þeir oftast í annarra augum. Þetta bygg- ist annars vegar á því, að viður- kenna takmarkanir mannsins, og hins vegar á þeirri kröfu, sem flestir gera til sjálfra sín og ann- arra, þ. e. a. s. kröfunni um sjálf- stæða hugsun. Nú liggur fyrir Alþingi stjórnar- [frumvarp um almannavarnir. I ' greinargerð með frumvai'pinu segir: „almannavarnir stefna að >því að bjarga mannslífum". Það er að sjálfsögðu gott og blessað mann- úðarstarf „að bjarga mannslífum", og slík störf eiga næstum alltaf öruggu fylgi fólks að fagna. Mönn- um finnst því e. t. v., að ráðstafan- ir sem þessar séu svo sjálfsagðar, að vart þurfi um þær að ræða. í sambandi við almannavarnir er þetta þó ekki svo augljóst og sjálf- sagt sem á ýmsum öðrum sviðum, og margt bendir til, að þessar framkvæmdir séu gagnslaust kák. Eins og segir í álitsgerð Holter- manns hershöfðingja: „Almanna- varnir munu hvorki geta hindrað eyðileggingu né tortímingu manns- lífa, en þær geta að verulegu leyti dregið úr tjóni og hindrað, að slíkt tjón hafi úrslitaþýðingu". í tímaritinu Newsweek þ. 6. nóv- s.l. segir svo um almannavarnir í Bandaríkjunum: „1. Hugmyndin í „Life“, að að- eins 5 milljónir muni deyja (og 175 milljónir bjargast í byrgjum) er að áliti eðlisfræðingsins Ralph Lapp „hugarórar ... tilgangslaus staðhæfing“. Sú hugmynd virðist vera óljóst grundvölluð á hagstæð- ustu tilgátum um, hvernig Rússar, veðiið í Bandaríkjunum og fleiri atriði myndu eða myndu ekki verða. 2. Þótt einkabyrgi af ákveðinni gerð og við sérstök skilyrði gætu bjargað mannslífum, myndu þau hafa litla þýðingu fyrir möguleik- ana á að endurreisa einhvers kon- ar þjóðskipulag eftir kjarnorku- styrjöld. 3. Byigjagerð, eins og ríkis- stjórnin hefur hafið, er grundvöll- uð á vissum óáreiðanlegum for- sendum, sem gætu verið rangar, algerlega rangar. 4. Raunhæf áætlun um bor-gara- varnir er málefni, sem er miklu alvarlegra en það, sem gert hefur verið eða rætt um hingað til. Sú áætlun gæti haft í för með sér grundvallarbreytingu á öllu lífi Bandaríkjamanna, og ekki er hægt að sjá fyrir afleiðingarnar". Af þessu má sjá, að hinar svo- kölluðu almannavarnir veita alls ekkert öryggi og munu enda vera fyrst og fremst skipulagðar í ákveðnum hernaðarlegum tilgangi (Sbr. álitsgerð hershöfðingjans um ,,úrslitaþýðingu“). Allir kannast við yfii'lýsingar „risanna“ í austri og vestri um hið hernaðarlega afl þeirra. Báðir að- ilar hafa lýst yfir því, að þeir eigi nægilegt magn vopna til að ger- eyða „andstæðingnum", og geti notað þau jafnvel þótt um skyndi- árás af hendi hins væri að ræða. Augljóst er, að þessi staðreynd skapar sérstakar, hernaðarlegar aðstæður, sem menn hafa raunar aldrei áður staðið augliti til aug- litist við. En menn hyggjast ekki láta gereyðingarhótanir hafa áhrif í þá átt, að líkurnar minnki fyrir hinum aldagamla, blóðuga leik, er nefnist stríð. En eftir að gereyðingarmáttur- inn kom til sögunnar mynduðust algerlega nýjar aðstæður, eins og fyrr segir, og það nýjasta í her- tækninni er aðferð frænku okkar, moldvörpunnar. Nú grafa menn sér holur bæði eystra og vestra og eru vígreifir mjög. Hyggjast þeir auðveldlega geta lagt út í styrjöld, þegar holurnar eiu orðnar nægi- lega djúpar. Hernaðarsérfræðing- arnir telja það s. s. eitt af frum- skilyrðum til að fylgja eftir vænt- anlegum „sigri“ í heimsstyrjöld, að hafa eitthvað eftir af lifandi fólki. Fólk er hins vegar lítið frætt um, hvers konar líf muni bíða þess á eftir, ef um það verður að ræða. Á flestum stöðum mun aðal- áherzlan vera lögð á að koma upp aðsetri fyrir stjórnarherra og her- stjóiu neðanjarðar. Hershöfðingj- arnir munu sitja fyrir framan radarskerma og sjónvarpstæki, og þurfa aðeins að styðja á takka eða tala í síma til að stjórna eyðilegg- ingunni, sem eflaust yrði gagn- kvæm. Hvorugur aðilinn myndi „sigra“ og þegar menn hefðu ekki meira til að eyðileggja, gætu þeir e. t. v. í bezta lagi skriðið úr byrgjum sínum og tekið upp stein- aldarlíf á hinni gömlu, góðu Jörð. Það steinaldarlíf yrði þó miklu erfiðara en hjá forfeðrum okkar, þar eð gróður og dýralíf yrði ban- eitrað af völdum geislavirks ryks. A.m.k. sums staðar yrði alls ekki um neitt mannlíf að ræða. S.l. haust var í Alþýðublaðinu grein um aðalstöðvar bandaríska sprengjuflughersins S.A.C. Þær eru að sjálfsögðu grafnar í jörð niður í öryggisskyni, en þó er tekið skýrt fram, að byrgið þoli alls ekki kjarnorkusprengjuárás. Sem sagt „loftvarnaibyrgi“ yfirmanna Banda ríkjahers þolir ekki sprengjuárás með nýtízku vopnum. Ósæmilegt er að ætla, að bandarískir loft- varnarsérfræðingar hafi ekki not- að alla sína kunnáttu og tækni við svo mikilvægt byrgi. — Þetta dæmi sannar, að engin byrgi á yfirborð- inu eða grunnt í jörð veita öryggi, og slíkar ráðstafanir munu a.ö.l. innan skamms verða algjörlega gagnslausar, ef hafin verður fram- leiðsla hinna hryllilegu nevtrónu- sprengna. „Dauðageislai“ nev- trónusprengjunnar komast auð- veldlega í gegnum metersþykkan múr og eyða öllu kviku. Venjuleg kjallarabyrgi eða byrgi grunnt í jörðu (sbr. Arnarhól), veita því ekki minnstu vörn gegn slíkum tól- um. Einu byrgin, sem í dag veita nokkuð öryggi eru þau, sem grafin eru mjög djúpt í jörð niður. Svíar munu komnir lengst þjóða í slíkri byrgjagerð, og þeir eyða óhemju fjármunum í að grafa slík byi'gi inn í hlíðar granítfjalla. ,,Samt sem áður finnst jafnvel Svíum þeir ekki hafa mikið öryggi (News- week, 6. nóv. s.l.). Að því munu aðallega liggja tvær ástæður: í fyrsta lagi hinar öru breyting- ar á hertækninni, þ.e.a.s. byrgi, sem talin eru öiugg í dag, geta verið gagnslaus á morgun. í öðru lagi er öryggið á hverjum tíma ekki fullkomið, nema hægt sé að flytja bókstaflega allt af yfirborði jarðar; framleiðslutæki, flutninga- tæki, menn, dýr og jurtir. Slíkt væri að sjálfsögðu óhemju kostn- aðarsamt og líklega óframkvæman- legt, en auk þess bæði hlægilegt og heimskulegt. Geysimikil mótmælaalda hefur risið gegn byrgj'agerðinni t. d. hafa hundruð bandarískra háskólakenn- ara og prófessora undirritað mót- mæli gegn henni. Aðalrök manna gegn þessu eru, að þetta eykur raunveiulega styrjaldarhættuna. Þ.e.a.s. ráðamenn verða kærulaus- ari, þegar þeir þykjast öruggir um líf a.m.k. nokkurs hluta íbúa lands síns. Útbreidd er líka sú skoðun, sem birtist í Alþýðublaðinu fyrir skömmu, en hún er á þá leið, að mönnum finnst lítt eftirsóknarvert að hýrast í jarðholum nokkrar vik- ur til þess eins að fá að líta „sviðna jörð“ og deyja síðan. En styrjaldarsinnar láta ekki að sér hæða. Nú hvetja stjórnir stórveld- anna til byrgjagerðar, og það, sem stóii bróðir gerir, verður litli bróðir að apa eftir. Ein aðalrök- semdin fyrir frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um almannavarnir er hið gamla góða orð „eftirbátur“. í 1. grein frumvarpsins segir svo: „Hlutverk almannavarna er að skipuleggja og-framkvæma ráð- stafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenningur veiði fyrir líkams- tjóni eða eigna af völdum hern- aðaraðgerða og veita líkn og að- stoð vegna tjóns, sem orðið hefur, enda falli þau störf ekki undir aðra aðilja, samkvæmt lögum“. Þessi samsetning um likams- og eigna- tjón kemur fyrir á a.m.k. 3 stöðum í frumvarpinu og greinargerð. Hins vegax er hvergi gerð grein fyrir, hvernig menn hyggjast koma í veg fyrir eignatjón af völdu.n væntanlegra hernaðaraðgerða. Þessi liður hefur annaðhvort slæðzt inn í frumvarpið af vangá og þá líklega úr eldri lögum, eða hann er beinlinis settur inn í til að slá ryki í augu fólks. Til að koma í veg fyrir eignatjón yrði Gunnar Arnason: blátt áfrám að flytja eignir manna djúpt í jörð niður og koma þeim þar fyrir í byrgjum. Þetta yrði þó óhemju miklum erfiðleikum bund- ið. Tökum t. d. eignir Reykvíkinga. Segjum, að gríðar'stór byrgi væru grafin inn í Esjuna. Þangað yrði siðan að flytja Reykjavíkurborg, með manni og mús! í greinargerð með frumvarpinu er gert ráð fyrir að byggja örugg byrgi aðeins fyiir stjórnarvöld landsins, en almenningur á að láta sér nægja sams konar ráðstafanir og gerðar voru, meðan sprengiefna tegundir höfðu einn tuttugumillj- ónasta afls á við það, sem nú er. Það eru bví augljós slagorð að tala um að koma í veg fyrir eignatjón, nema lögin eigi aðeins að ná til stjórnarherranna og þeir hyggist hafa villurnar og dollaraglottin með sér niður í jörðina! Á bls. 8 í greinargerð með frum- varpinu segir svo: „Hér er um að ræða að lögbjóða framhald ráð- stafana, sem hafnar væru af raun- sæi í Reykjavík 1951 og haldið á- fram með þeim hætti —. Aðeins verður að ganga lengra og sam- ræma jafnframt aðgerðir samliggj- andi bæja og byggðarlaga og gæta varúðar hvar sem er í landinu, ef þörf krefur“ (leturbr. blaðsins). Þessi setning er mjög athyglisverð. „Ef þörf krefur“, — halda menn, að engir aðrir en Suðurnesjamenn muni hafa „þörf“ fyrir lífsvernd, ef til ófriðar drægi. Allir lands- menn munu verð'a í mikilli hættu af völdum geislavirkni í heims- styrjöld. íbúar Suðvesturlands eru að vísu í mestri lífshættu lands- manna, vegua þess hve nálægt væntanlegum skotmörkum þeir búa. En einmitt þess vegna ná kákaðgerðir sízt tilgangi sínum á þessu svæði, en meiri von um að bjarga fólki, sem býr fjarri aðal- hættusvæðinu. Það ætti því að vera augljóst, að ef farið er út í fram- kvæmdir sem þessar eiga þær að ná jafnt yfir alla landsmenn og ekki sízt til þeirra staða, þar sem von er um, að þær komi að gagni. Heyrzt hafa raddir um, að við fs- lendingar þyrftum að fá eldflaugar og kjarnorkuvopn. Það hlýtur að vekja furðu, að slíkar skoðanir skuli fyrirfinnast meðal okkar friðsömu þjóðar. E.t.v. er þetta næsta skrefið hjá þeim ráðamönn- um, sem halda verndarhendi yfir væntanlegum styrjaldarskotmörk- um á íslandi. Stjórnarblöðin hafa hamrað á því, að „allar“ þjóðir hafi gert ráðstafanir til almannavarna og við séum „eftirbátar11 á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum. Eg veit ekki, hvort stjórnendur þess- ara blaða eru vitandi vits að villa fyrir mönnum eða hugtakið „allar þjóðir“ er orðið ákaflega þröngt í höfðum þeirra. f grein í U. S. News & World Report í sept. s.l. segir svo: „í Japan, eina landinu, sem raunveru lega hefur reynslu af atómsprengj um, hafa menn engar áætlanir um almannavarnir í atómstyrjöld. Rík isstjórnin hefur ekki einu sinni skrifstofu til að skipuleggja borg- aravarnir. Japanskir einstaklingar byggja ekki skýli. Almenningsálit- ið í Japan túlkar þá örlaga- þrungnu skoðun, að ef atómstyrj- öld bresti á, muni gagnslaust að leita skjóls. Bretar hirða minna en Banda- ríkjamenn um hættuna á kjarn- orkuárás. Brezku borgaravarnar- sveitirnar eru vart starfhæfar vegna þess, að ríkisstjórninni hef- ur ekki tekizt að vekja alvarleg- an áhuga fólks á þessu. Bygging einkabyrgja í Bandarikjunum er á- litin hlægileg móðursýki af flest- um Bretum, sem gætu ekki keypt sér slík byrgi, jafnvel þótt þeir vildu. Loftvarnarbyrgi eru næstum ó- þekkt í Frakklandi. Franskur emb- ættismaður segir: „Meiri hluti Frakka trúir ekki á atómstyrjöld“. Vestur-Þjóðverjar sýna engan á- huga á byrgjum. Flestir þéirra halda að Rússar muni ráðast á landið með landher, en ekki atóm- sprengjum, vegna þess að það er fast við járntjaldið. í Belgíu, Hollandi og á Ítalíu er sama sagan, enginn byggir byrgi vegna kjarnorkuárása“. Nehru, forsætisráðherra fjöl- mennasta „frjálsa” ríkis veraldar, tilkynnti á allsherjarþingi S.þ. í haust, að Indverjar myndu engar ráðstafanir gera til almannavarna. Mennirnir eru furðulegar vits- munaverur. Fjölbreytni einstakl- inganna er mikil, óg undarlegustu hugsjónir og stefnur berjast um yfirráð yfir hugum og höndum mannanna. Komið hafa fram ótrú- lega háþróaðar siðgæðiskenningar, vísindi og listir hafa náð háu stigi. Þrátt fyrir þetta vega menn enn þá hverjir aðra. Nú er þó á flest- um stöðum einstaklingum bannað að vega náungann, en þeim mun meiri áherzla er lögð á að her- væða stóra hópa, sem búa sitt hvor.um .njegin við tilbúnar marka- línur, og þeir skulu síðan berjast. Á allra seinustu árum hefur víg- vélatæknin þó náð svo langt, að flestar tegundir „mannaðra" víg- tækja eru að víkja fyrir fjarstýrð- um gjöreyðingarvopnum. Birgðir slíkra vopna munu nægar til að eyða flestum eða öllum mikilvæg- um mannvirkjum á yfirborði jarð- ar. Til þess að reyna samt enn um stund að viðhalda möguleikanum á styrjöld hafa menn gripið til þess ráðs að grafa sig í jörð niður að hætti moldvörpunnar. Flestar þær ráðstafanir eru þó enn sem komið er kák eitt og miðaðar við löngu li'ðnar aðstæður. En með- mælendur byrgjagerðarinnar höfða á hinn svívirðilegasta hátt til einnar frumhvatar mannsins, sem er hvötin um verndun eigin lífs og lima. Ekki taka þó allar þjóðir þátt í moldvörputilburðunum, enda eru þeir óhemju kostnaðarsamir. Auk þess sjá margir, hversu heimsku- legar og ómannúðlegar þessar ráð stafanir eru. Með þeim er raun- verulega verið að reyna að við- halda möguleikanum á að færa þróunarstig menningarinnar á yfir borði jarðar aftur um nokkur þús- und ár, og hinir ríku veita sér (Framh. á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.