Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 3
MIDLUNARTILLAGAN í GENEVE KOMIN FRAM NTB—GENEVE, 16. aprfl. — f dag lögðu hlutlausu ríkin átta á afvopnunarráðstefnunni loks fram málamiðlunartillöguna um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, sem hefur verið beðið eftir í nokkra daga. Tillagan er að mestu byggð á sænskri tillögu, sem kom fram áður á ráðstefnunni. Fulltrú ar allra kjarnorkuveldanna tóku tillögu hlutlausu ríkjanna mjög vel og lofuðu, að hún yrði athuguð gaumgæfilega. Það var Brazilíumaðurinn Ro- berto Asumpcao, sem bar hana fram á almenna fundinum í dag. Tillögunni er ætlað að brúa bilið í deilu austurs og vesturs um eftir lit með banni við kjannorkutil- raunum. í tillögunni er m.a. gert ráð fyr- ir, að stofnuð verði alþjóðleg sér- fræðinganefnd hinna hæfustu vís- indamanna. Þeir safni á einn stað öllum yfeindalegum upplýsingum, sem þeim berast frá eftirlitsstöðv- um um allan heim. Þeir gefi síðan SAMKOMULAG BERLIN? NTB—Washington, 16. apríl. Það fer nú fjöllunum hærra að stórveldin séu óðum að nálg ast samkomulag í Berlínardeil- unni. Sérstaklega er þessi orð- rómur hávær í Bonn, höfuð- borg Vestur-Þýzkalands, þar sem sagt er, að Bandaríkin séu fús til að slaka mikið á í Berlínardeilunni til þess að ná samningum um alþjóðlega stöðu Vestur-Berlínar, og muni þeir m.a. vilja flytja 9000 hermenn frá Berlín og viðurkenna Austur-Þýzkaland de facto sem samningsaðila til þess að samkomulag megi takast. >essi orðrómur hcfur orðið til þess, að í da.g voru bæði gefnar út yfirlýsingar um málið af hálfu Bandaríkjastjórnar og stjórnar Vestur-Þýzkalands. Frétt frá Bonn í bandaríska stór blaðinu Washington Post í dag varð tilefni mótmæla frá banda- yíska utanríkisráðuneytinu. í frétt inni sagði, að Bandaríkin mundu bjóða Sovétríkjunum að minnka herstyrk sinn og hinna vestrænu hernámsveldanna í Berlín um 9000 manns alls og yrði það liður í samningi um stöðu Berlínar. Lincoln White, blaðafulltrúi ut- anríkisráðuneytisins, sagði, að frétt þessi væri algerlega röng. Opinberir aðilar í Bandaríkjunum tóku mjög skarpa afstöðu gegn greininni og fullyrtu, að hún væri aðeins til þess fallin, að spilla sið- ferðisþreki Berlínarbúa. Einnig var lögð á það áherzla, að Banda- ríkin mundu ekki leggja fyrir Sovétríkin neinar tillögur, sem ekki hefðu áður verið samþykkt- ar af vestur-þýzku stjórninni. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins komu aðeins örfáum klukkustund- um áður en Dean Rusk utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna ætlaði að halda fund með sendiherra Sovét- ríkjanna í Washington, Anatolij Dobrynin, til að taka upp á ný viðræður um Berlín. Þessar við- ræður þeirra eru framhald af við ræðum þeirra Gromykos utanríkis ráðherra Sovétríkjanna og Thomp sons, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu í byrjun þessa árs. Áður en Rusk hitti Dobrynin, talaði hann í 25 mínútur við Kennedy forseta, en ekki er kunn ugt um, hvað þeir töluðu um. — Eftir fund þeirra Rusks og Do- brynins var sagt af opinberri bandarískri hálfu, að aljþjóðlegt eftirlit með aðflutningsleiðunum til Berlínar væri höfuðáhugamál Vesturveldanna í Berlínarmálinu. út úrskurði um kjarnorkutilraunir, sem framkvæ'mdar eru og rann- saki nánar. Öll lönd skuldbindi sig til þess að veita sérfræðinganefnd inni allar upplýsingar, sem hún kann að þarfnast og leyfi þeim að ferðast til þeirra staða, sem mæl- ingar sýna, að hristingur hefur orð ið, svo að þeir geti komizt að því, hvort um tilraunir eða jarðskjálfta hefur verið að ræða. Gert er ráð fyrir náinni samvinnu nefndarinn ar við löndin, sem undirrita samn ingin um bann við kjarnorkutil- raunum. f tillögunni er lögð á- lierzla á hið vísindalega og ópóli- tfeka eðli eftirlitsins. Bretinn Godber talaði síðan og .lýsti tillögunni, sem heiðarlegri tilraun til að skilja sjónarmið Aust ur- og Vesturveldanna. Zorin frá Sovétríkjunum sagði, að þetta frumkvæði hlutlausu ríkjanna væri mjög mikils virði til lausnar á hinni löngu deilu um þetta efni. Bandaríkjamaðurinn Dean sagð, að ýmis framkvæmdaatriði tillög- unnar vasru óleyst, en í henni væru atriði, scm væru þoss virði, að kjarnorkuveldin veittu þeim nána athygli.< Krakkar rotta si; saman með áfengi í gær fór lögreglan í veif ingastofuna ísbjörg, Laugaveg 72, og handtók þar drukkinn snáða, 11 ára gamlan. Hann sagðist hafa fengið snafs hjá öðrum strák. Drengurinn var fluttur heim og lögreglan tal- aði þar við aðstandendur hans. Annar drukkinn hljóp út af veitingastofunni, þegar lögreglan kom. Hann náðist ekki. LEYFISLEYSi Ekki er lát á rækjustyrjöld-. arfyrirtækja á Isafirði, né þjóni var Guðrún 8. báturinn. Afla inni á Ströndum, og í gær öðrum tilgangi en að upprætajfimm báta var í nótt skipað út í sendi Guðjón Guðmundsson á Eyri, Tímanum frétt að norð- an, þar sem m. a. segir, að rækjubátarnir frá ísafirði séu nú orðnir sjö. Atvinnumála- ráðuneytið staðfesti, að tveir þeirra báta hefðu ekki fengið rækjuleyfi. — Guðjón sagði meðal annars: „íbúar Arnarneshrepps og sýsl- unnar allrar telja þá ráðstöfun að leyfa ísafjarðarbátum rækju- veiði á þessu litla rækjusvæði á Ingólfsfirði, vægast sagt, gerræði. Óhugsandi er að hið litla, sem hér fæst, bæti hag 5 rækjuiðnað- hverja rækjuögn á firðinum. Fyrir tæpum mánuði falaði verk smiðja Óla Ólsen á ísafirði alla þá rækju, sem mb. Guðrún veiddi, að kaupa hana á ráðandi rækju- verði. Sagðist hann hafa gang- hraðan bát til fluíninganna og myndi sjálfur bera skaða af skemmdum ef yrðu. Eigendur Guðrúnar svöruðu því til, að þeir hefðu gert sams konar samning við kaupfélagsstjórann á Hólma- vík, og honum yrði ekki riftað meðan báðir væru ánægðir. Síðan gerðist það, að hinn hrað- skreiði bátur kom hingað norður eftir í stórsjó með leyfi til þess að veiða rækju að vild. í gær voru ísfirðingar við veiði skap á sjö bátum á firðinum og j Skjaldbreið, tæpum fjórifm tonn- um. Meðan á uppskipun stóð, hafði ég tal af tveimur skipstjór- um frá ísafirði, og spurði þá um veðihorfurnar. Þeir sögðu, að ver- ið væri að eyðileggja mikið verð- mæti. Töldu þeir, að sagan frá ísafirði, að rækjumiðin yrðu eyði lögð, myndi fljótt endurtaka sig. Því rniður skjöplaðist mér með stærð nótarinnar á Kristjáni (sbr. frétt á sunnudag, innsk. Tímans), og bið ég cigendur hennar og bátsins velvirðingar á því. Nótin er miklu stærri en ég hélt!“ Tíminn hafði í gær tal af frétta ritara sínum á ísafirði, og spurð- ist fyrir um þessa nót. Sagði hann, að hún væri gerð að danskri fyrir mynd, nema heldur stærri. Væng Lögreglan hefur haft illan bif- ur á þessum veitingastað um sinn, en þar hafa stálpaðir krakk- ar rottað sig saman> stundum með áfengi. Fólki, sem býr þarna í nágrenninu, þykir framferði þeirra hvimleitt. í ísbjörg er glymskr'altti, sem spilar ef pen- ingum er stungið í hann, en það ■ hefur sýnt sig, að hávaðlasamir unglingar sækja mikið staði, sem hafa slík tæki. En þessi staður er ekki sá eini, þar sem vandræði stafa af framkomu nnglinga. Reynslan hefur sýnt, að liðið flyt- ur sig og sækir einn stað þetta árið og annan hitt. Lögreglan 'skrifaði upp nöfn krakkanna, sem voru á ísbjörg, þegar hún kom þar í gær. irnir væru stórriðnir en pokinn sjálfur þéttari og dýpri en gerð- ist, en svo hægt væri togað, að varla kæmi mikið rusl með rækj- unni í pokann. Tíminn hafði í gær tal af Jóni Sigurðssyni, fulltrúa í Atvinnu- málaráðuneytinu, og spurðist fyr ir um þessa tvo ísafjarðarbáta, sem til viðbótar hinum fimm, sem fyrir voru, eru teknir til við rækjuna á Ingólfsfirði. Sagði Jón, að þeir bátar hefðu ekki fengið rækjuleyfi, og yrði mál þeirra tekið fyrir, þegar þeir kæmu til ísafjarðar. Jón sagði cinnig, að sér fyndist afstaða Ingólfsfirðinga i þessu máli nokkuð tvíeggjuð, því vitað mál væri, að ísfirðingar hefðu hætt fjármunum sínum og eytt tíma í að finna þessi mið, og hefðu þeir ekki gert það, vissu Ingólfsfirðingar líklega ekki enn- þá, að rækja væri í firðinum þeirra. Þrír bannfærðir vegna kynþáttamála NTB—New Orleans, 16. apríl — Þrír menn, sem hafa komizt í andstöðu við skoðun kaþólsku kirkjunn- ar í New Orleans á kyn- þáttamálum, voru í dag bannfærðir af erkibiskupn- um af New Orleans. Kaþólska kirkjan í Banda ríkjunum er mjög andvíg kynþáttamisrétti, og eru það allt stjórnmálamenn, sem vilja forrSttindi hvítra, sem Joseph Francis Rumm el erkibiskup hefur bann- fært. Það er Leander Perez, áhrifamikill stjórnmálamað- ur í Lousiana, frú B. J. Galliot, formaður félagsins „Bjargið þjóðinni" sem berst fyrir aðskilnaði sVartra og hvítra, og loks Jackson Riceau, borgarfull- trúi í New Orleans. Bólan herjar stöSugt í Bretlandi NTB—Bridgend, 16. apríl. — f dag létust enn tvær konur úr bólusótt í bænum Bridgend í Suður-Wales í Bretlandi. Alls hafá þá 11 manns látizt úr þessari hættu legu veiki á 10 dögum. Öll fórnardýr bólusóttarinnar voru sjúklingar á kvenna- deild geðveikrahælis í Bridgend. Þetta er þriðja bólusótt- araldan í Bretlandi á þessu ári og önnur aldan í Suður- Wales. AHs hafa 24 manns látizt úr sóttinni í Bret- landi á þessu ári. Orðrómur um land- göngu í Jórdaníu NTB—CAIRÓ, 16. apríl. — Stjómarblaðið A1 Ahram í Egyptalandi fullyrti í dag undir uppsláttarfyrirsögn- um, að brezkt tfallhlífalið hefði verið flutt til Jórdan- íu síðustu tvo sóferhringa. Brezka varnarmálaráðuneit ið hefur tilkynnt, að þessi fréti sé tómt þvaður. Hún er talin sprottin upp í Beirut í Líbanon. Ósamkomulag meBal 1 Serkja í Alsír NTB—Túnis, 16. apríl — f | dag var frestað í annað sinn ] á tveimur sólarhringum j stjórnarfundi þjóðernis- sinnastjórnar Serkja í Alsír FLN, þar sem ræða átti framtíðarstefnuna eftir vopnahléið. Dresturinn er talinn stafa af því að ráð- herrarnir eru alls ekki sam mála um stefnuna, og verið er að reyna að sætta hin ýmsu sjónarmið, áður en hinn opinberi stjórnarfund ur er haldinn. Hálfrar þriðju sfund- ar slagur í Oran NTB—Oran, 16. apríl — Lögreglan og öryggissveitir börðust í morgun í tvær og hálfa klukkustund við OAS- menn á götum Oran. í á- tökunum var beitt vélbyss um og handvopnum. Jafn- framt framkvæmdi lögregl- an nákvæmar rannsóknir í miðbænum. Annars var öll borgin lömuð af allsherjar- verkfalli OAS. Víðar í Alsír urðu í dag át.ök og hryðju- verk. ^ J TÍMINN, þriðjudaginn 17. ajmi 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.