Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðí G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs fngastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Eddubúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðslusími 12323. Áskriftargj. kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr. 3 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — B-listinn í Reykjavík ' - \' \ Framsóknarmenn í Reykjavík hafa nú ákveðiS fram- boðslista sinn við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Var listinn samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðsins á laugardagskvöldið og er birtur á forsíðu blaðsins i dag. Þórður Björnsson, sakadómari, sem setið hefur í borg- arstjórn Reykjavíkur sem fulltrúi Framsóknarflokksins s.l. 12 ár var nú ekki fáanlegur til þess að vera lengur. Þótt mikil eftirsjá sé að Þórði úr bæjarstjórninni, er varla sanngjarnt annað en verða við tilmælum hans eftir svo langt fulltrúastarf. Það er á allra vitorði, sem með borgar- málum hafa fylgzt hin síðari ár, að Þórður hefur gegnt störfum bæjarfulltrúa með alveg sérstökum ágætum, svo vakið hefur athygli langt út fyrir raðir Framsóknarmanna. Hefur þar farið saman einstakur dugnaður við að kynna sér borgarmálin og markviss og skelegg málafylgja, hörð og rökföst gagnrýni en þó umfram allt jákvæður og fram- sýnn málflutningur. Eiga borgarar í Reykjavík Þórði mikl- ar þakkir að gjalda, því að þrátt fyrir andstöðuna hefur barátta hans orðið mörgum nytjamálum til framdráttar. Nú er eðlilegt að skipta um, og í tvö efstu sæti lista síns hafa Framsóknarmenn nú valið unga atgervismenn, sem þó hafa þegar áunnið sér mikið traust. í efsta sætinu er Einar Ágústsson. Hann er Reykvíkingum að góðu kunn- ur, skipaði annað sæti á lista Framsóknarmanna við al- þingiskosningarnar, og hefur nokkrum sinnum tekið sætí á þingi og átt þar góðan hlut að málum. Hann er spari- sjóðsstjóri Samvinnusparisjóðsins við óskorað traust og vinsældir. Hann hefur. og.starfað mjög að félagsmálum Framsóknarmanna í Reykjavík. I öðru sætinu er Kristján Benediktsson, kennari. Hann hefur starfað að kennslumálum í Reykjavík á annan ára- tug og þekkir þarfir og málefni æskunnar mjög vel, enda tekið mikinn þátt í félagsmálum. Hann á sæti í mennta- málaráði, hefur starfað mikið í samtökum kennara og opinberra starfsmanna og hvarvetna getið sér ágætisorð. Hann -var einnig formaður Sambands ungra Framsóknar- manna um skeið og hefur undanfarið verið formaður full- trúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Með þessum mönnum fá Reykvíkingar tvo unga og glæsilega borgarfuiltrúa, sem þó eru um leiö kunnir sem farsælir og traustir menn, og hafa þegar mikla og hald- góða þekkingu á þörfum og áhugamálum borgaranna. Þriðji maðurinn á listanum er Björn Guðmundsson, fvrrverandi forstjóri Áburðarsölu ríkisins. Hann er kunn- ur Reykvíkingum, meðal annars fyrir afskipti af bæjar- stjórnarmálum. Hefur.hann oft setið bæjarstjórnarfundi og jafnan látið að sér kveða með athyglisverðri mála- fylgju. Björn nýtur alveg einstakra vinsælda og trausts sem hreinskilinn og ódeigur baráttumaður góðra málefna. Hann er svo traustur og hreinskiptinn forsjármaður hvers þess starfs, sem honum er til trúað, að haft er alveg sér- staklega á orði, eins og komið hefur greinilegast fram í áiiti manna hvaðanæva um stjórn hans á Áburðarsölu ríkisins, Þannig mætti halda áfram að ræða um það úrvalsfólk, sem skipar önnur sæti B-listans, en hér skal staðar numið. Framisknarmenn eiga hiklaust að geta fengið tvo bæj- arfulltrúa kosna. Við næstsíðustu alþingiskosningar nægði atkvæðamagnið rúmlega tveim fulltrúum og við síðustu alþingiskosningar vantaði aðeins um hundrað atkvæði. Flokkurinn hefur jafnt og þétt bætt við sig í hverjum bæjarstjórnarkosningum. Stuðningsmenn B-lisfans munu því vinna einhuga að því að fá tvo borgarfulltrúa kjörna og vita, að til þess þarf aðeins herzlumun. Með þeim ásetningi hafa þeir nú fylkt liði og hefja kosningabaráttuna. De Gaulle sveigir til vinstri Val hins nýja forsætisráðherra þykir benda eindregið til þess I ÞAU tíðindi hafa komið ýms- um á óvart, að de Gaulle hefur notað fyrsta tækifæri eftir að hann samdi við sjálfstæðis- hreyfinguna í Alsír, til að skipta um forsætisráðherra. Yf irleitt hafði Michael Debré þótt reynast de Gaulle vel sem forsætisráðherra og fylgja trú- lega fram sjónarmiðum hans, þótt hann væri þeim sennilega oft ekki sammála. Þannig er sú lausn Alsírmálanna, sem nú er ráðin, engan veginn í sam- ræmi við þær skoðanir, sem Dehré hélt fram áður en hann varð forsætisráðherra. Hann stóð þá miklu nær þeim Bi- dault og Soustelie. f orði kveðnu er látið heita svo, að Debre hafi látið af emb ætti vegna þess, að hann hafi lagt til að þegar yrði efnt til þingkosninga, því að flokkur de Gaulle hefði nú góða kosn- ingaaðstöðu, en de Gaulle hafi hafnað því og Debré dregið sig þá í hlé. Vel má vera, að þetta sé rétt, svo langt, sem það nær. Álit flestra er hins vegar það, að de Gaulle hafi gjarnan vilj- að losna við Debré vegna þess að hann ætli sér nú að taka upp, vinstri sinnaðri stefnu í innanlandsmálunum, en þar telji hann sig ekki geta stuðzt við Debré, sem er íhaldssam- ur. Að minnsta kosti bendir margt til þess, að de Gaulle hafi nú í huga að ná stuðningi vinstri sinnaðra manna annarra en kommúnista, enda samrým- ist það bezt þjóðfélagslegum skoðunum hans. Valið á þeim manni, sem hann hefur kjör- ið sem eftirmann Debré bendir líka til þess. Georges Pompidou er talinn flestum líklegri, á- samt Joxe Alsírmálaráðherra, til þess að ná stuðningi hinna lýðræðissinnuðu vinstri afla. ÝMSIR kynnu að halda, að Georges Pompidou væri hag- fræðingur að mennt, þar sem hann hefur um skeið verið yf- irbankastjóri við banka Roths- childanna. Svo er hins vegar ekki, heldur er hann bók- menntafræðingur að menntun og var kennari í bókmenntum við menntaskóla í Marseille fyr ir styrjöldina. Hann heldur sig enn að bókmenntum í tóm- stundum sinum og hefur ný- lega gefið út úrval franskra ljóða. Það á ekki sizt þátt í vin- áttu þeir de Gaulle og Pompi- dou, að de Gaulle, sem er mik- ill bókmenntamaður, telur skemmtilegra og fróðlegra að ræða við Pompidou um þau mál en flesta aðra. De Gaulle er sagður líta svo á, að bók- m<^mta- og söguþekking sé nauðsynleg hverjum þeim, sem eigi að hafa heildarstjórn og þarfnast því mikillar yfirsýn- ar, en þröngsýnir sérfræðing- ar geti reynzt hættulegir í slík um sessi. Pompidou er hér hon- um sammála, en eftir honum . er haft, að þrennt sé líklegast til að eyðileggja efna'hag manna, eða konur, spil og sér- fræðingar og þó einkum hag- fræðingar. Konur geri það á . skemmtilegastan hátt, spil á fljótlegastan hátt, en hagfræð- ingar á öruggastan hátt. Ekki verður dæmt um það hér, hvort þetta sé rétt eftir honum haft, enda bersýnilega blandað GEORGES POMPIDOU gamni og alvöru, en hann er sagður manna skemmtilegast- ur í viðræðum og tilsvörum og honum því eignaðar réttilega og ranglega ýmsar vel sagðar setn ingar. GEORGES POMPIDOU er fimmtugur að aldri. Hann var meðal þeirra fyrstu, sem skip- uðu sér undir merki de Gáulle á stríðsárunum Þá þegar tókst með þeim vinátta, sem hefur varað síðan og aukizt með ár- unum, svo að enginn maður hefur verið talinn \de Gaulle handgengnari en Pompidou seinustu árin. Hann fékk sæti í stjórn de Gaulle í stríðslok- in, en lét af því, er de Gaulle dró sig í hlé og varð þá embætt ismaður, fyrst sem einn af helztu stjórnendum ferða- lili: ^ * POMPIDOU — eins og hann kemur teiknur- um blaðanna fyrir sjónir. MWHBenmHMWM mannamála, en síðar sem ríkis ráðsmaður, en ríkisráðið dæm- ir um ýmis frámkvæmdaatriði varðandi rekstur og starfs- mannahald ríkisins. Árið 1954 réðst hann í þjónustu Roths- childanna og vann sér svo fljótt tiltrú þeirra, að hann náði þar æðstu trúnaðarstöðu á skömmum tíma. Síðan de Gaulle kom til valda aftur, hef- ur hann þó verið heldur laus við þar, því að de Gaulle hefur haft hann fyrir helzta ráðu- naut sinn í mörgum málum og falið honum ýmis leynileg trún aðarstörf, t.d. mun hann hafa látið Pompidou hefja viðræður við forystumenn Serkja í Alsír löngu áður en hinar formlegu viðræður hófust. ÞAÐ ER fyrst nú, sem Pompi- dou kemur verulega fram á sjónarsviðið í Frakklandi, þótt hann hafi um skeið verið á- hrifameiri á bak við tjöldin en flestir aðrir. Margir kunnir blaðamenn telja það merki nýs tíma í stjórnmálum Frakk- lands. Með því hafi de Gaulle sýnt, að hann hugsi sér Pompi- dou sem líklegasta eftirmann sinn, enda hafi hann til að bera ýmsa þá kosti, er hann meti bezt. Jafnframt hafi de Gaulle sýnt með þessu, að hann vilji hvorki láta völdin lenda hjá hægri mönnum eða kommúnist- um, þegar hann hverfur af sjónarsviðinu, heldur hjá lýð- ræðissinnuðum vinstri mönn- um. En því miður eru þeir mjög sundraðir í Frakklandi og Pompidou verður að reyn- ast vel, ef honum á að takast að sameina þá, en það er þó eina leiðin til að bjarga lýð- ræðinu í Frakklandi. Þ. Þ. S5 þriðjudaginn 11. apríl 196?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.