Tíminn - 25.04.1962, Qupperneq 3
SALAN HANDTEKINN!
VOROSJILOFF
ENDURREISTUR
Starfsamir
hryöjuverka-
menn í Alsír
NTB—Moskvu, 24. apríl.
Það vakti mikla athygli í
Moskvu, að Vorosjiloff mar-
skálkur var á fundi Æðsta
ráðs Sovétríkjanna í dag end-
urkjörinn í forsætisnefnd,
þrátt fyrir hina miklu gagn-
rýni, sem hann hefur sætt síð-
an í haust.
Vorosjiloff hefur gjarna verið
talinn draugur frá Stalinstímanum,
og á 22. flokksþinginu í haust var
1 hann harðlega gagnrýndur í sam-
bandi við herferðina gegn Stalin-
ismanum. Síðan hefur hann á ýms-
an hátt verið niðurlægður, og kem-
ur því endurkosning hans mjög á
óvart. Virðist hann hafa verið end-
urreistur að nokkru leyti. Vorosjil-
off var einu sinni forseti Sovét-
ríkjanna, eða til 1960.
Krústjoff endurkjörinn
Krústjoff var á fundinum í dag
endurkosinn forsætisráðherra með
miklu lófataki, og var honum falið
að mynda nýja stjórn. Einn flokks-
leiðtoganna, Nikolaj Podgomij,
hélt ræðu við það tækifæri og
hyllti Krústjoff fyrir hin marg-
þættu störf hans í þágu Leninism-
ans. Hann hrósaði jafnframt Krúst-
joff fyrir hina miklu sigra Sovét-
ríkjanna á sviðum efnahagsmála
og vísinda undanfarin fjögur ár.
Þetta var fyrsti fundur ráð'sins
eftir kosningarnar í marz. Leonid
Breijneff var endurkjörinn forseti
Sovétríkjanna, sem hann hefur
verið, síðan hann leysti Vorosjiloff
af hólmi 1960.
NTB—Algeirsborg, 24. apríl.
Leyniherinn OAS reyndi í dag
að sýna fram á, að handtaka Sal-
ans hershöfðingja, yfirmanns OAS,
hafi ekki veikt styrk leynihersins.
Hryðjuverkamennirnir voru mjög
starfsamir um daginn, og í Al-
geirsborg og nágrenni einu saman
voru 13 manns drepnir, þar af 12
Serkir. Fjöldi manna slasaðist.
Um 100 Serkir réðust á fjóra
evrópiska unglinga, sem drápu
Serkja í gær með því að aka yfir
hann, drápu þrjá þeirra, en einn
slapp.
INNBROT OG SPELiVIRKI
Á föstudaginn langa var Salan, yfirmaður OAS, handtekinn í Algeira
borg og fluttur beina leið til Parísar, og er þessi ínynd tekin af hon
um handjámuðum á flugvellinum í Algeirsborg. Með handtöku Sal
ans hefur OAS verið veitt rothögg.
Mörg spellvirki voru unnin hér
í Reykjavík um páskana, eitt hið
stærsta á fimleikahúsi Gagnfræða
skóla Austurbæjar, en þar voru
39 rúður brotnar með grjótkasti.
•Þá var brotizt inn í þrjá sumar-
bústaði við Selás og allt brotið,
sem hægt var að brjóta í sumum
þeirra, rúður, leirtau og húsgögn.
í einum sumarbústaðanna hafði
verið skorið á fiðursæng til árétt
ingar. Þarna var litlu stolið. Aft-
ur á móti var, húninum af útidyra
hurð Almennra trygginga í Póst-
hússtræti stolið, en tiltækið virð-
ist fremur í ætt við spellvirki en
þjófnað. Tveir rakarar urðu fyrir
barðinu á innbrotsþjófum, er
brotizt var inn í rakarastofurnar
á Laugaveg 10 og Bankastræti 12
og snyrtivörum stolið.
Stærsta innbrotið var framig í i
veitingahúsið Naust, en þar var |
farið inn í fyrrinótt, bakhúsmeg-1
in í eldhúsið og étinn þar hákarl
og síldarréttir. Skrifborð yfirmat
sveinsins var brotig upp, en þjóf
urinn fann þar ekkert verðmæti.
Síðan var haldig upp á barinn
og setzt að drykkju og sopið á
mörgum tegundum. Hirzlur á
barnum voru mölvaðar upp. Þar
var ekkert að hafa, en þarna uppi
skiluðu þjófarnir aft.ur hákarlin-
um og síldinni, Gólfig var þakið
spýju meg líttmeltum sjávarrétt-
um. í skrifstofu niðri í kjallara
komust þjófarnir yfir fatageymslu
sjóðinn, nokkur hundruð krónur,
og fóru með hann og nokkrar
áfengisflöskur.
Óupplýst
Þessi mál eru öll óupplýst.
Rannsóknarlögreglan biður þá,
sem kynnu að geta veitt upplýs-
ingar að láta þær í té, enn frem-
ur varðandi kventösku úr krókó-
dilaskinnj eða skinnlíki, sem var
stolið úr ólæstri forstofu hér í
bæ á páskadagskvöld. Innihald
töskunnar var m.a. vindlingaveski
úr gulli.
Kosningarnar ógiltar
NTB—Buenos Aires, 24. apríl.
í dag lýsti hinn nýi forseti
Argentínu, Jose Maria Guido,
síðan 16. desember síðast lið-
inn, Er þetta mótleikur hans
við því, er þingið neitaði í
ógildar allar kosningar, sem gærkvöldi að breyta lögunum
haldnar hafa verið í landinu um forsetaskiptin, svo að Gu-
Rafhlöðurnar biluðu
NTB—Canaveralhöfða,
24. apríl.
Tunglflaugin, sem Banda-
ríkjamenn skutu á loft í morg-
un, mun að öllum líkindum
hitta mark sitt, en rafhlöður
hemnar hafa bilað, svo að hún
seridir ekki þær upplýsingar til
jarðar, sem ætlazt var til. Eina
samband tunglflaugarinnar við
jörð er lítið útvarpstæki um
borð, en frá því vita vísinda-
menn, að tunglflaugin er á
réttri braut,
Klukkan fimm síðdegis í dag
var Ranger IV á 5456 kilómetra
hraða rúmlega 200 þúsund kíló-
metrum frá jörð'u, og er reiknað
með, að hann lendi á bakhlið
tunglsins rétt eftir hádegi á
fimmtudaginn. Ef svo illa tekst
til, að Ranger hitti ekki tunglið,
mun hann fara í kringum það
og síðan á sporbaug umhverfis
iörð og tungl.
ido gæti setið áfram sem for-
seti þau tvö ár, sem eftir eru
af kjörtímabili Frondizis, fyrr-
um forseta. Yfirlýsing Guidos
bendir á afgerandi breytingu í
stjórnarfari Argentínu, en
hann mun ætla sér að stjórna
með bráðabirgðalögum.
Kunnugir menn telja,' að þar
með hafi fylgjendur hörkustefnu
unnið mikinn sigur, og muni nú
strax verða hafnar strangar aðgerð
ir gegn Peronistum. Herinn er
sterkasta aflið gegn Peronistum,
og engar líkur virðast til þess, að
unnt verði að koma á löglegri
stjórn í landinu, þótt Guido for-
seti hafi persónulegan stuðning
margra herdeilda, þar á meðal
hinnar mikilvægu Camp-Mayo her
deildar við Buenos Aires.
Ekki tímabært að .,.
í opinberri yfirlýsingu segir, að
afstaða stjórnmálaflokka, sem
hlýða skipunum Perons, fyrrum
einræðisherra, hafi neytt Guido
forseta til að setja bráðabrigðalög-
in um ógildingu kosninganna. í yf-
irlýsingunni segir einnig, að bráða
birgðalögin verði ekki lögð fyrir
þingið, fyrr en það sé tímabært,
Með bráðabirgðalögunum eru ó-
giltar héraðsstj órnakosningarnar
17. desember í fyrra og 18. marz
í ár, nema kosningarnar í höfuð-
borginni, Buenos Aires, sem heyr-
ir beint undir forsetann. í des-
ember var kosið í þremur héruð-
um en í marz í meginhluta lands-
ins. f desember hélt Róttæki flokk
ur Frondizis meirihluta sínum, en
í marz unnu Peronistar geysileg-
an sigur.
Þá reyndi herinn að neyða Fron-
dizi til að ógilda kosningarnar, en
hann neitaði því. Þá gerði herinn
byltingu og setti Frondizi í fang-
elsi, en forseti öláungadeildar
þingsins, Guido, var dubbaður til
forseta.
Ólafsfiröingar bera
iist fyrir Reyk-
víkinga
Þau tíðindi munu ekki
hafa gerzt fyrr, að leikflokk-
ur á litlum stað úti á landi
leggi leið sína til höfuffstað-
arins og beri list sína á
borð fyrir Reykvíkinga. En
nú ætla Ólafsfirðingar að
ríða á vaðið, og munu þeir
að öllum líkindum koma til
Reykjavíkur í byrjun maí-
.ánaffar og sýna leik sinn í
fjarnarbæ.
Höskuldur Skagfjörð hef-
ur verið leikstjón Ólafsfirð-
inga í \eti._. og frum'ýndu
þeir „Gildruna“ eftir Robert
Thomas á Ólafsfirði 4. marz.
Eftir þrjár sýningar á Ólafs-
firði fóru þeir í nágranna-
byggðirnar, til Dalvikur, Ak
ureyi„. og Siglufjarðar. Á
öllum þessum stöðum var
affsókn ágæt og leiknum af-
bragðs vel tekið.
Nú hafa leikendur hugsað
sér að taka sumarfrí frá
daglegu st-irfum tíman-
lega og nota það frí til þess
að fara í u.þ.b. hálfs mán-
ðar Ifeik: ..:,\g, og or fyr-
irhugað að byrja 26. apríl á
Siglufirði. Þaðan verður
haldið ti. Sauðárkróks,
Blönduóss, Ásbyrgis, Reykja
skóla, Hólmavíkur, Borgar-
ness, Akraness, Hafnarfjarð-
ar og svo loks til höfuðstað-
rins, þar sem leikurinn
verður sýndur í Tjarnarbæ.
T í M I N N, miðvikudagur 25. apríl 1962.
3