Tíminn - 25.04.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.04.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 25. apríl 1962 93. tbl. 46. árg. Fagrar konur urðu Fálkan- um ofviða! Ritstjórum vikublaðanna Vikunnar og Fálkans hefur komið saman um það, að Fálk- inn skuli ekki koma út í þess- ari viku. Þetta samkomulag var gert vegna mynda af þátt- takendum í næstu fegurðar- samkeppni, sem Fálkinn ætl- aði að birta nú í vikunni og var búinn að prenta einhvern hluta af. KAUPIR UT- VARPIÐ BÓKASAFN? Ilið mikla og verðmæta bókasafn db. Þorsteins Þor- steinssonar er enn óselt, en margir munu hafa hug á að kaupa það. Það nýjasta í þeim málum mun vera, að Ríkisútvarpið hafi áhuga fyr ir að eignast safnið. Blaðið frétti í gær að útvarpsstjóri væri farinn að athuga um þessi kaup. Vikan hefur hins vegar samning við Einar Jónsson, framkvæmda- stjóra fegurðarkeppninnar, um birtingarrétt á myndum af fegurð- ardísunum, meðan verið er að kynna þær. Það er ekki búið, og lýkur ekki fyrr en í næstu viku. Þegar búið var að prenta káp- una á fegufðardísablað Fálkans, barst Vikunni njósn af tiltækinu, og leitaði lögfræðiaðstoðar. Mun Ólafur Þorgrípisson, lögfræðingur, hafa orðið fyrir valinu. Fyrir milli göngu hans ræddust ritstjórar blaðanna við, og komust að því samkomulagi, að Fálkinn skyldi ekki koma út i þessari viku, þar sem of seint er að útbúa annað blað. Ljósmyndari Fálkans mun hafa fengið að taka myndir af stúlkun- um undir því yfirskini, að birta ætti myndirnar í \ sýningarglugga (Framhald á 5. síðu). FRAMBOD FRAMSOKNAR- Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna í Kópavogi hefur ákveðið og lagt fram lista sinn við bæjarstjórnarkosn- ingarnar, og er hann þannig skipaður: 1. Ólafur Jensson, verkfræð- ingur, Þinghólsbraut 47. 2. Björn Einarsson, tæknifræð ingur, Meltröð 8. 3. Jón Skaftason, hæstaréttar- lögmaður, Álfhólsvegi 20. 4. Andrés Kristjánsson, rit- stjóri, Digranesvegi 65. 5. Helgi Ólafsson, gjaldkeri, Bræðratungu 37>. 6. Jóhanna Bjarnfreðsdóttir, húsfreyja, Hávegi 7 A. 7. Hjörtur Hjartarson, prent- ari, Víðihvammi 17. 8. Grímur S. Runólfsson, bif- reiðarstjóri, Álfhólsv. 8 A. 9. Páll Jónsson, jámsmiður, Víghólastíg 13. 10. Hrafnhildur Helgadóttir, húsfreyja, Víðihvammi 28 11. Bergsveinn Breiðfjörð Gísla son, skipasmiður, Hlégerði 2 12. Erla Eiríksdóttir, hjúkrun- arkona, Borgarholtsbr. 20 C 13. Árni Jóhannesson, bifvéla- virki, Kópavogsbraut 48. 14. Grétar S. Kristjánsson, raf- virki, Fífuhvammsvegi 31. 15. Kristján Guðmundsson, húsasmiður, Þinghólsbr. 13. 16. Stefán Nikulásson, skip- stjóri, Meltröð 2. 17. Gísli Gu.;..iundsson, verka- maður, Álfhólsvegi 33. 18. Frímann Jónasson, skóla- stjóri, Digranesvegi 38. I KOPAVOGI . : .••• -X ÓLAFUR JENSSON BJÖRN EiNARSSON ANDRÉS KRISTJÁNSSON JÓN SKAFTASON Kaupmannahöfn, 24.4. í gærkvöldi hélt félag ís- lenzkra stúdenta kvöldvöku í Borgarahúsinu í Kaupmanna- höfn. Halldór Kiljan Laxness, heiðursmeðlimur stúdentafé- lagsins, las úr verkum sínum, og varð þetta ógleymanlegt kvöld. Laxness hefur löngum glatt stúdenta hér með upplestri úr verk | sæti og hóf lestur leikritsins, sem um sínum og þá oft áður en þau hafa komið fyrir almannasjónir. í gærkvöldi ias hann upp síðasta verk sitt, óbirt leikrit. Þetta kvöld verður ekki síður minnisstætt vegna þess, að Laxness hélt upp á sextugsafmæli sitt í þessum stúd- entafagnaði. Eftir að formaður fé- lagsins, Sigurður B. Jóhannsson, hafði boðið Laxness velkominn og óskað honum til hamingju með sextugsafmælið. reis skáldið úr Verðlaunum var úthlutað í þriðja skipti úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins á annan i páskum. Verðlaunaafhendingin fór fram á leiksviði Þjóðleikhússins að lokinni sýningu á My Fair Lady og afhenti Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri þau.1 Að þessu sinni hlutu leikararnir Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Rúrik Haraldsson verðlaunin og var upphæðin 10 þúsund, sem hvort hlaut, og skal þeirri fjárhæð varið til utanfarar. Stjórn sjóðsins skipa nú Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóri, sem er formaður, en aðrir í stjóm eru dr. Gunnlaugur Þórðarson og Herdís Þorvaldsdóttir. hann hefur nýlega skíit „Prjóna- stofan sólin“. Las hann allt leik- ritið á tveimur og hálfri klukku- stund. Ekki verður skýrt frá söguþræði leiksins, en hann er beisk þjóð- félagsádeila í táknrænni framsetn- ingu, hlaðinn miklum húmor og skemmtu menn sér hið bezta undir lestrinum. Stúdentarnir þökkuðu Laxness með glymjandi lófataki. Því næst hélt Ólafur Halldórsson, lektor, hyllingarræðu og þakkaði Laxness þá gleði, sem hann veitti stúdentum í Khöfn með því að (Framhald á 5. síðu) Síðasta uppboð Sigurður Benediktsson heldui síðasta málverkauppboð sitt é þessu vori á föstudaginn kemur Þeir, sem vilja selja málverk þurfa að koma þeim til hans í síð asta lagj í>dag.‘.‘, ' ' —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.