Tíminn - 25.04.1962, Síða 13
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON
Léleg þátttaka í
V í ðavangshlaupi IR
Víðavangshlaup ÍR — hið
fertugasta og sjöunda 1 röð-
inni — var háð að venju á
sumardaginn fyrsta. Hlaupið
var mjög rislágt að þessu
sinni, aðeins sex keppendur.
Féll því niður keppni í fimm
manna sveitum, en eitt félag,
KR, sendi þrjá þátttakendur í
hlaupið, og hlaut því bikarinn
í þriggja manna sveitarkeppni.
Sigurvegari í hlaupinu varð
Kristleifur Guðbjönisson, KR, sem
sigraði nú annað árið í röð. Krist-
leifur varð rétt á undan félaga sín-
um, Agnari Leví, en hins vegar
lagði hann ekki að' sér í hlaupinu,
heldur hljóp aðeins til sigurs.
Tími hans var 9:24.2 mín., en Agn-
ar varð 6/10 á eftir. Þriðji varð
Þingeyingurinn Halldór Jóhanns-
son á 10:01.4 mín. Fjórði Reynir
Þorsteinsson, KR, á 10:43.5 mín.
Fimmti Jón Gunnlaugsson, Skarp-
héðni, á 11:05.0 mín. og sjötti
Kristján Mikaelsson, ÍR, á 11:46.0
mín.
Igtglfl
Fagnandi leikmenn Glasgow Rangers — fyrirliði Rangers og Skotlands, Caldow, í gullstói.
Rangers sigraði
i
Glasgow Rangers sigraði St.
Mirren í úrslitaleik skozku
bikarkeppninnar með tveimur
mörkum gegn engu, og er það
í sextánda sinn, sem þetta
frægasta lið Skotlands sigrar í
bikarkeppninni. Meðal hinna
127.940 áhorfenda voru rúm-
lega tvö hundruð íslenzkir
knattspyrnuáhugamenn, sem
fóru gagngert til að sjá Þórólf
Beck leika í St. Mirren liðinu,
en hann er annar íslendingur-
inn, sem tekur þátt í úrslita-
leik bikarkeppninnar skozku.
Fyrir tæpum tveimur áratug-
um lék Albert Guðmundsson
með Rangers og varð skozkur
bikarmeistari.
Skozku blöðin skrifa mjög um
úrslitaleikinn, og sum þeirra telja
hann, þrátt fyrir yfirburði Rangers,
beztá úrslitaleikinn í keppninni
eftir styrjöldina. Rangers lék oft
á tíðum frábæra knattspyrau —
með hröðum og vel uppbyggðum
leik — en markskotin voru hins
vegar ekki alltaf upp á hið bezta.
Vörn St. Mirren var traust og mið-
vörðurinn og fyrirliði St. Mirren,
Clunie, var bezti maðurinn á vellin-
um. Framlína liðsins komst hins
vegar ekki mikið áleiðis gegn
traustri vörn Rangers, sem hefur
á að skipa fjórum skozkum lands-
liðsmönnum, markmanninum Ritch
ie, bakvörðunum Caldow, sem er
fyrirliði skozka landsliðsins, og
Shcarer og framverðinum Baxter,
sem var bezti maður Rangers í
leiknum ásamt hinum kornunga út-
herja Henderson.
Framan af eða fyrsta stundar-
fjórðuriginn var leikurinn nokkuð
jafn, en síðan komu yfirburðir
Rangers meira og meira í Ijós, og
fór liðið þá að leika eins og- vel
smurð vél. Leikurinn var prúð-
mannlega leikinn af báðum liðum,
og þess má ef til vill geta, að fyrsta
aukaspyrnan var dæmd eftir sex
mínútna leik, og það á Þórólf
Beck, sem hrinti vinstri útherja
Rangers, landsliðsmanninum Wil-
son. Og Þórólfur varð einnig fyrst-
ur til að gera annað í leiknum. A
sjöundu mínútu tók hann fyrstu
hornspyrnuna, en ekkert varð úr
henni vegna þess að Kerrigan
snerti knöttinn með hendinni. Og
á tíundu mínútu fékk Þórólfur
knöttinn frá McLean en spyrnti
smn
hörkuskoti yfir markið — fyrsta
skoti St. Mirren á mark í leiknum.
En næstu mínúturnar átti Rang-
ers og hvert upphlaupið kom á
eftir öðru, en á einhvern hátt tókst
vörn St. Mirren að iíða af storm-
inn, og þá meðal annars bjargaði
Clunie á marklínunni og William-
son í marki varði snilldarlega í
annað sinn. i
Og á 27. mínútu urðu aðdá-
endur Rangers, sem voru um
90% áhorfenda virkilega
skelkaðir. Þórólfur fékk knött-
inn á markteig, drap hann nið-
ur á brjóstinu, og spyrnti við-
stöðulaust með vinstra fæti
knettinum, og virtist hann
stefna í markhornið, en á ein-
hvern óskiljanlegan hátt tókst
markverðinum að koma hönd
á knöttinn og stýra honum
fram hjá stönginni. Þetta hefði
orðið stórkostlegt mark, hefði
spyrna Þórólfs lent í markinu,
segja skozku blöðin, og ekki
gott að segja hver úrslit hefðu
orðið í leiknum, ef St. Mirren
Þreyttur íslenzkur leikmaður heldur til búningsklefanna.
i hefði náð marki á þessu þýð-
j ingarmikla augnabliki.
En þetta varð ekki mark og
þungi sóknar Glasgow Rangers
varð stöðugt meiri. Það hlaut að
koma að marki —' en þó liðu 40
mínútur af leiknum áður en Baxt-
er, framvörður, skoraði fyrir Rang-
ers. Og þetta var eina markið í
fyrri hálfleik.
St. Mirren byrjaði mjög vel í síð
ari hálfleik og hélt uppi nær lát-
lausri sókn framan af. En allt kom
fyrir ekki. Knötturinn vildi ekki
íslenzkir áhorfendur á Hampden-Park — með félagsmerki St. Mirren.
í markið. McLean átti tvö hörku-
skot á þessu tímabili, Kerrigan
missti gott tækifæri, og Ritchie
bjargaði með fætinum spyrnu frá
Fernie. En síðan fjaraði sóknin út
og þegar tólf mínútiír voru af hálf-
leiknum skoraði Wilson síðara
mark Rangers í leiknum, og þar
með var gert út um leikinn. Rang-
ers sótti ákaft síðasta stundarfjór'ð-
unginn, og voru leikmenn St.
Mirren þá nær allir í vörn, en
fleiri urðu mörkin ekki.
Þrátt fyrir tapið fá leikmenn St.
Mirren yfirleitt góða dóma. Clunie
er heiðraður með fimm stjörnum i
blöðunum, en fimm leikmenn liðs-
ins, þeir Þórólfur, Fernie í fram-
línunni, McLean, bakvörðurinn
Champell, og markvörðurinn Will-
iamson með fjórum. Aðrir leik-
menn liðsins fá þrjár stjörnur. Hjá
Rangers fá þeir Baxter og Hcnder-
son fimm stjörnur, en allir eðrir
fjórar, nema miðherjinn Millar cg
innherjinn McMillan, en þeir ]
ust lítið áleiðis gegn Ciunie sem
sagður er hafa leikið cinn bezta
miðframvarðarleik, som sizt hefv-r
á Hampden Paik. stcnrsta leikviii
Evrópu. \
T I M I N N, miðvikudagur 25. apríl 1962.
13