Tíminn - 25.04.1962, Qupperneq 15
HaSldór Kiljan
FramtiaJa al 9 siðu
vel um skör fram. „Sannleikurinn
er sá að meðan ;hér standa flestar
kirkjur eru samdar hér heiðnustu
bókmenntir í Evrópu, og ísland
eina' land álfunnar þar sem heið-
inn andi skapar verk hámenníngar
legs gildis“. (29). Og málið, sem
hann hafði áður talið „að minnsta
kosti ekki betra en önnur mál“,
er nú „hið fullkomnasta sem rit-
að hafði verið á Vesturlöndum“
(65). Nú er frásagnarstíllinn forni
ekki framar sundur bútaður eins
og af hiksta.* 1 „Enn í dag er orð-
ræðulist" Njáluhöfundar „sjík að
ekki verður bent á neitt fullkomn-
ara í heimsbókmenntunum. . . .
Hann hefur blásið í yrkisefni sín
þeim lífsanda að bestu verk síðari
skálda óbundins máls fölna í sam-
anburði við verk hans“. (62). En
hér er ekki aðeins dáð lisf forn-
sagnanna, þótt mest sé upp úr
henhi lagt, heldur einnig efni
þeirra og afrek vjkingaaldar og
miðalda, siglingar, landafundir og
stofnun nýrra ríkja í fjarlægum
löndum. Og hér er úm það fjall-
að, ef ekki af aðdáun, þá að
minnsta kosti af sögulegri virð-
ingu, hvernig sigrar norrænna vík
inga voru ekki einungis að þakka
ágætum farkosti þeirra, heldur
einnig góðum vopnum og hetju-
lund, „ . . . Andi víkíngaaldar
(er) sá, að ekki orðið heldur vopn
ið er tjáníng manns fullkomin.
Vopnið eitt birtir manndóm hetj-
unnar. Bardaginn, mál vopnanna,
er hið eina sanna mál. Skáldskap-
urinn gat ekki ætlað sér hærra en
vera lof hins beitta sverðs og
þeirrar hetju sem bar það í or-
ustu. Hinum meyrlyndu Íslendíng
um nútímans, sem hefja grátstefn
ur í kirkjum ef einhver þeirra er
drepinn, er ógerlegt að skilja
þetta“. (22). En í myrkrum langra
alda var aleiga þjóðarinnar „forn-
sögurnar með minníngum sínum
ujn hefjur og örlög bókfestar á
sjálfu móðurímáli skáldskaparins.
Á þessari gjöf nærðist þjóðin.
Þessi gjöf var fjöregg hennar, líf
hennar í dauðanum. Trúin á hetj-
una sem bregður sér hvorki við
sár né bana og kann ekki að láta
yfirbugast, þessi manndómstrú var
okkar líf“. „Hetjuskáldskapur
þrettándu aldar varð t^ppistaða
þjóðarsálarinnar. . . . Fornsagan
var okkar óvinnanlega borg, og
það er hennar verk að við erum
sjálfstæð þjóð í dag“. (65—66).
Enginn annar íslenzkur skáld-
sagnahöfundur hefur.lýst af slíkri
nærfærni og þvílíkum tilþrifum
lífsþætti bókmenntanna í tilvist
einstaklings og þjóðar, — mann-
legu, þjóðlegu og þar með alþjóð-
legu gildi bókmenntanna. f Ljós-
víkingnum var alþýðuskáldið:
sannarlegt, en vanþroska lista-
skáld — snillingur, vaxinn upp úr
almenningnum og kveðskaparvit-
und þjóðarinnar, en bældur af nán
asta umhverfi sínu og kjörum —
umkomulítið en mikið alþýðuskáld
—:: „þessi andi var kvikan í lífi
þjóðarinnar gegnum alla söguna,
og það er hann sem hefur gert
þetta fátæka eyland hér vestur í
hafinu að stórþjóð og heimsveldi
og ósigrandi jaðri heimsins“.1 í ís-
landsklukkunni er hins vegar um
að ræða listþroska, fjörmagn og
lífsgildi fornbókmenntanna. „Það
er ekki til ægilegri sýn en ísland
sem það rís úr hafi. . . . Við þá sýn
eina skilst sú dul að hér voru skrif
aðar mestu bækur í samanlagðri
kristninni. . . . Eg veit þér skiljið
nú . . . : að það er ekki hægt að
kaupa ísland'1.1 „Arnas hefur lát-
ið aleigu sína til að safna fornum
bókum svo nafn íslands bjargist
þó við förumst". „Og aldrci um
eilífð verður til neitt ísland utan
það sem Arnas Arnæus hefur
keypt fyrir sitt líf“.i Alls þessa
1 Heiman ég fór, 66.
1 Fegurð himinsins, 200.
1 Eldur í ÍCaupinhafn, 25.
1 íslandsklukkan, 121 og 226.
T f M I N N, miðvikudagur 25. aþ
skulum við minnast, þegar við
komum að Gerplu.
IV
Næst á eftir íslandslukkunni
fleygir Halldór sér út í iðandi
samtímalíifið í Atómstöðiinni
(1948). Honum hrindir hér af stað
hneykslun á íslenzkum stjórnmála-
viðburðum og stjórnarathöfnum
eftir heimsstyrjöldina. Að flestu
leyti er höfundur hér því í and-
stöðu við verkefni sitt, aðstaðan
ádeilukennd. Þessari neikvæðu eða
aðfinnslusömu afstöðu heldur hann
enn í næstu sögu sinni, Gerplu
(1925), þar sem hann víkur aftur
til sögulegs efnis og nú til sjálfra
íslendingasagna og reynir að vega
að lífsskoðun þeirra með eigin
vopnum, með umturnan og endur-
sköpun Fóstbræðrasögu.
Ef mér leyfist að láta hér í ljós
skoðun mína, verð ég að viður-
kenna, að Gerpla er sú af síðari
skáldsögum Halldórs, sem ég hef
átt einna erfiðast að meta. Það er
ekki vegna þess, að ég tel hetju-
hugsjón íslendingasagna þar vissu
lega rangfærða. í þjóðfélagi okkar
hafa allir, sem betur fer, fullt
frjálsræði til að tjá og túlka skoð-
anir sínar á þessum efnum sem
öðrum að eigin vild, ekki sízt í
skáldskap. Það fær ekki heldur
sérstaklega á mig, hve höfundur
leikur hart Ólaf hinn helga, —
þótt mér finnist raunar, að maður,
sem hefur sjálfur valið sér dýrl-
ingsnafn að heiti (Kiljan), megi
vera ögn vorkunnlátari við þjóð-
hetjur annarra og þjóðardýrlinga.
En ég sakna hér frjósams sköpun-
arafls Halldórs, þótt einstakir
kaflar séu stórfenglegir og skáld-
legir. Og engir skynbærir menn
neita því, að þetta sé meistara-
verk að stíl. Fornlegur svipur er
ekki fenginn með stælingu íslend-
ingasagna, heldur með nýjum,
samfelldum stíl, sem reistur er á
ýmsum, gömlum stoðum. Þótt hið
skapandi skáld kunni að hafa hér
hlotið einhverja værð, hefur að
minnsta kosti listamaðurinn,
íþróttamaðurinn, ekki unnt sér
nokkurxar hvíldar.
En í þessu sambandi beinist at-
hygli okkar einkum að efnismeð-
ferð og afstöðunni til fornsagn-
anna:
Það mælti móðir hans að góður
dreingur skyldi vera þeim kon-
úngi tryggvastur er örlátastur
var, fylgdi slíkum konúngi gæfa;
en þó skyldi þenna svíkja í
trygðum ef hann skyrti fé. Aldr-
egi skyldi góður dreingur láta þá
skömm af sér spyrjast að kjósa
frið ef ófriður var í boði. Það
mælti og móðir hans að góður
víkíngur þyrmdi aldrei konu né
barni í hernaði. En hver sá mað-
ur er fylgdi þessum heilræðum,
þá mundi uppi nafn hans með
þjóðum meðan miðgarfisormur
væri bundinn. (26).
Það nær reyndar skammt að
vitna til einstakra orðræðna úr
sögunni. Vissulega sýnir höfundur
hér andstyggð styrjalda og vopna-
burðar. í sögunum frá þroskaaldri
hans má alltaf skynja hið almenna
í hinu einstaka, En hér dregur
hann þetta samt óneitanlega fram
með því að velja sögulegt efni frá
víkingaöld úr íslendingasögu, sem
hann byltir til, umsteypir, endur-
skapar. Og hér birtir hann manns-
hugsjón fornsagnanna á allt aðra
lund en hann hafði áður gert í
Minnisblöðum. Þar hafð'i hann þó
sagt: „Sá ágæti maður Jón Grunn-
víkíngur sagði að alt inntak ís-
lendingasagna mætti draga saman
í þrjú orð: „bændur flugust á“.
Ekki þarf nú nema mátulega sturl-
aðan mann til að sjá hlutina svona
umbúðalaust — og rétt." (54). I
Gerplu lýsir Laxness svo — i
hryllilegri nekt sinni eða í grá-
glettnu skopljósi — þeim hrotta-
skap og því ofbeldi, sem í sögun-
um eru fegruð og dáð, lýst þar í
rómantísku skini sem hreystiverk-
um og hetjudáðum.
V.
Hvefsu mjög, sem Halldór hef
ur lifað í og með fornsögunum,
skilið þær og meðtekið, dáðst að
þeim og lært af þeim, — þá hafa |
þær samt á öðru leitinu verið'
honum þyrnir í augum. í æsku
deildi hann hart á efni þeirra, |
en þó einkum á stíl þeirra og frá-!
sagnarhátt, sem hann síðar mat
þó og dáði mjög. Nærfellt þrjá-
tíu árum seinna ræðst liann að
sögunum með Gerplu, en ekki að
búningi og framsetningu, heldur
einvörðungu að inntaki þeixra,
kjarnanum, dýrkun yfirgangs og
drottnunarsemi, rangsnúinni hetju
dýrkirn.
Ástæðan til þessa er auðskil-
in, og hún er einkar mannleg. Við
íslendingar erum ekki alltaf sér-
lega upp með okkur af þvf að
láta skoða okkur sem gripi í forn
minjasafni, séða í Ijómanum frá
afrekum forfeðranna. Við köllum
land okkar aldrei ,,sögu.eyjuna“.
Þrátt fyrir mikla virðingu okkar
fyrir sögulegum minjum og menn
ingarerfðum, viljum við vera nú-
tímamenn, metnir eftir gildi og
göllum sjálfra okkar. Hversu erf-
itt hlýtur þá ekki að vera fyrir
atgervis- og afburðamann að eiga
sér heimsfrægt foreldri. Hjá Hall-
dóri Kiljan vil ég varla kalla þetta
kapp eða metnað og allra sízt af-
brýðisemi. En það er ofur eðli-
legt, að unglingur, sem finnur til
ólmra krafta sinna, og fullþroska
maður, sem neytt hefur getu sinn
ar til mikillar listsköpunar, finni
til örðugrar aðstöðu, eins konar
misréttis, jafnvel óbeinnar ögrun-
ar af að sjá verk sín og samtím-
ans blikna í ofbirtu fornaldar
frægðar. Þetta verður ögrun til
andstöðu, ádeilu. Fornaldarhetj-
urnar góðu voru varla algóðar,
bak við frægðarljómann forna
dyljast dökkir dílar, sem dregnir
eru fram og magnaðir. Hér kann
að vera einn rótaranginn að
Gerplu, sem með sérstæðri og nei
kvæðri efnisafstöðu sinni er þó
vissulega lofsöngur um verðmæti
mannlegs lífs.
Þremur árum eftir útkomu
Gerplu hlaut Halldór bókmennta
verðlaun Nóbels (1955). Það,
sem hann hefur síðar samið, varp
ar ekki sérstöku ljósi á það efni,
sem hér er um fjallað, svo að
lengra skal ekki haldið að sinni.
En við skulum sízt gleyma ein-
hverjum siðustu ummælum • hans
um sagnalistina fornu, lotningar-
fullum og auðmjúkum. Hann
sagði í ræðu sinni á Nóbelshátíð-
inni:
„Sá hlutur sem mér þykir mest
um vert, þeirra sem mér hafa að
höndum borið um þessar mundir,
þajj er að sænska akademían
skuli af hinu mikla áhrifavaldi
sem henni er léð, hafa nefnt nafn
mitt í sambandi við hina ókunnu
meistara fornsagnanna íslenzku.“
VI
í afstöðu Halldórs til fornsagn
anna gætir því ósamkvæmni, jafn
vel mótsagna. Þetta stafar bæði
af eðli sjálfs hans og eðli og á-
hrifávaldi fornbókmenntanna.
Halldór býr bæði yfir ofsa og
sveigjanleika. Þótt skaphitinn hafi
stundum gert hann einstrengings-
legan í bili, er hitt miklu athygl-
isverðara, hve marglundaður hann
er, hve vel hann getur aðlagazt
nýju umhverfi, samþýðzt mismun
andi viðhorfum, horft á efnin frá
ólíkum hliðum, jafnvel gagnstæð
um sjónarhólum. Slíkt er skálds
aðal. Við skulum því fremur fagna
því en hallmæla, a?s hann staðnar
ekki í kreddum, er okki réttlínu-
maður í list sinni og listskilningi.
Fáum er það Ijósara en Hall-
dóri, hve mikils virði það er ís-
lenzkum skáldum og rithöfund-
um að eiga að móðurmáli þá
tungu, sem órofin er og þaultam-
in í þjónustu fagurbókmennta í
þúsund ár. „Það er skáldi mikið
hamíngjulán að vera borinn og
barnfæddur í landi, þar sem þjóð
in hefur verið gagnsýrð af anda
skáldskapar um aldaraðir og ræð-
ur fyrir miklum bókmenntaauði
frá fornu fari.“ (Ræða á Nóbels-
hátíð.)
En þótt jarðvegurinn sé frjó-
vænlegur, grunnurinn traustur, þá
rísa mestu verk fornbókmennt-
anna svo hátt af þessum sama
grunni, að þau varpa skugga á
byggingameistara síðari alda. For-
réttindi ís'lenzkra höfunda eru
mikil. En af tveimur jafningjum
hefur sá brotizt lengri leið, sem
engra forréttinda naut. Þannig
eru ágæti og frægð fornbókmennt
anna íslenzkum skáldum siðari
alda og nútímahöfundum í senn
hvöt til dáða og hömlur á frama-
braut, — þær eru þeim bæði
til bóta og baga. Það er því varla
furða, þótt fornsögunum séu ým-
ist valin lofsyrði eða hallmæli —
í þeim fundin hugsjón manndóms
og drengskapar og líka dæmi til
varnaðar,
VII
Sænska akademían komst m a.
svo að orði í rökstuðningi sínum
fyrir veitingu bókmenntaverð-
launa Nóbels Halldóri til handa, j
að hann hlyti þau „för sin málande ’
epik, som förnyat den stora is-J
landska berattarkonsten." Það var
vel til fundið að nefna'litauðugan
hetjusagnastíl Halldórs. Hitt kann
fremur að valda misskilningi eða
þykja ofmælt, að hann hafi end-
urnýjað hina miklu íslenzku sagna
list. En á grundvelli fornrar
og órofinnar bókmenntahefðar
hefur hann aftur hafið íslenzka
sagnalist til þess vegs, að komið
hefur heiminum til að hlusta.
Hann hefur átt að því meiri hlut
en nokkur maður annar á síðustu
sex öldum að ryðja íslenzkum bók
menntum til rúms meðal heims-
bókmenntanna. Og það hefur
hann gert með þvi að semja á
íslenzku — á máli fornsagnanna
— á tungu Egils Skallagrimsson-
ar.
Einn fyrsti iærdómur Halldórs,
— sem hann nam af ömmu sinni
— var einmitt vísa Egils: Það
mælti mín móðir.
Frá bernskuheimili Halldórs,
Laxnesi í Mosfellsdal, getur að líta
hinum megin dalsins og nokkru
utar Mosfell, þar sem Egill
Skallagrífnsson átti heima síðustu
æviárin og þar sem hann kvað
vera heygður. Þannig sjást í einni
sjónhending bærinn, þar sem
fyrsta stórskáld okkar lézt, og
staðurinn, þar sem mesti samtíma
höfundur okkar óx upp og á nú
heima. Svo skammt er þetta skeið
— þetta þúsund ára skeið.
Háskóla íslands
á sumarmálum 1962.
Útför
Magnúsar Kjarans,
stórkaupmanns,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. apríl kl. 11 árdegis.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu helðra hinn
látna, er bent á líknarstofnanlr.
Hjartanlega þökkum við öllum, nær og fjær, sem sýndu okk-
ur samúð og vináttu við andlát og mlnningarathöfn okkar ást.
kæra eiginmanns, sonar, dóttursonar og bróður,
Karls GuSmundar Jónssonar,
frá Ártúni, Hellissandi.
Eiginkona, foreldrar, amma og systkln.
Móðir mín,
Málfríður Soffía Jónsdóttir,
Vitastíg 8,
andaðist í St. Jósefsspítala hinn 21, þ. m,
Klara Guðmundsdóttlr,
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hluttekningu við fráfall og minningarathöfn um
Jón H. Jörundsson,
Faxabraut 40 B, Keflavík,
Kristján Jörundsson,
Brekku, Ytrl-Njarðvík,
Karl G. Jónsson,
Ártúnl, Hellissandl, \
sem fórust meS m.s. Stuðlabergl 17. febrúar s.l.
María Óladóttir Jörundur Þórðarson,
Arndís Jörundsdóttir, Ester Jörundsdóttir
Þorbjörn Slgfússon,
Helga Jörundsdóttir, Ólafur Olgeirsson,
Óll Jörundsson, Agnes Elrlksdóttlr,
Guðmundur Jörundsson.
Elglnmaður mlnn,
Krlstján Fr, Björnsson,
Steinum,
lézt að heimlll okkar 19. þ.m. — Jarðsett verður frá Hjarðarholts-
kirkju laugardaginn 28. aprll kl. 2 eh. — Blóm vinsamlega afþökkuð.
Bílferð verður frá B. S. f. kl. 8,30.
Rannveig Oddsdóttlr
Útför dóttur okkar og móður minnar,
Ásu Guðmundsdóttur,
sem andaðist hinn 19. apríl s.l„ fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daglnn 27, april n.k. kl. 3 slðdegls.
Krlstín Þorvarðardóttir,
Guðmundur Pálsson,
Álfheiður Ingadóttlr.
Hugheilar þakkir öllum þeim, er sýndu samúð og hlýhug vlð
andlát og jarðarför sonar mins og bróður okkar,
Hjartar G. Ingþórssonar.
Hallbera Þórðardóttir
og systkln.
ríl 1962.
15
í