Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 1
SÖLUBÖRN AfgreiSslan í Banka* sfræfi 7 opnitö kl. 7 allá virka daga Rannsóknarlögreglan yfir- heyrði í gær tvo unga menn, sem játuðu að hafa tekið pen- ingaveski og bfllykla Stefáais Guðmundssonar, innheimtu- manns, af honum, þar sem hann lá ofurölvi við dyr húss síns, Grjótagötu 10, aðfaranótt 4. þessa mánaðar. Piltarnir eru fæddir 1943 og 1945. Sveinn Sæmundsson, yfir- lögregluþjónn, skýrði fréttamönn um frá framburði þeirra í gær. Eins og frá var skýrt hér í blað inu 6. apríl hafði Stefán farið á veitingahúsið NauSt þriðjudags- kvöldið 3. þ.m. ásamt fleirum. Þar dvöldust þeir fram yfir lok. un, en héldu svo heim til Stef- áns og skiidust móts við hús hans á Grjótagötunni. Stefán vissi ekki af sér eftir það fyrr en hann raknaði við liggiandi í blóði sínu við tröppurnar og skreiddist þá inn og vafði höfuð sitt til að stöðva blóðstrauminn. Þá hélt hann út aftur og hitti fólk í bíi á Hótel íslandslóðinni, en það flutti hann á læknavarðstofuna, þar sem hann lá fram á fimmfu- dagsmorgun. Stefán hafðl þa orð ið þess áskynja, að veskið var horfið úr jakkavasa hans og bíl- lyklarnir. Sama dag fór hann tll rannsóknarlögreglunnar og skýrði frá málavc.xfum. Bifreið- in fannst opin í Vallarstræti þann morgun, en Stefán taldi vesklsins um 4000 ‘■•i- ur, auk ávísana að upphæð nokkr ir tugir þúsunda, en þær voru stílaðar i ýms fyrlrtækl hér. Piltarnir, sem rannsóknarlög- regian yfirheyrðl í ,gxr, segjast hafa ætlað vestur á Öldugötu laust eftir miðnætti umrætt kvöld. Þeir gcngu upp Grjóta- götu og sáu þar mann sitja á steintröppum og halda á lykla- kippu, mjög drukkinn. Piltunum (Framhald á 3. síðu) Séð heim að útidyrum á Grjóta- göfu 10. Dyrnar standa opnar. Ekkert handrið er á trcppunum. Járnstykkið, sem Stefán féll á, lá bak við þær. (Ljósm : Rannsókn- arlögreglan). Vinna sfölvu® Byggingaíulltrúi lét nú tilhynna viðkovnandi aðilum, að þeir mættu ekki halda áfram fram- kvæmdum í Olíuportinu, en s’tuttu síðar var honum tilkynnt, að úr annarri átt hefðu komið boð um afj haldið skyldi áfram. Fékk þá byggingafulltrúi bæjarins fulltrúa íið með sér, og þess efnis, að ekki væri leyfilegt að byggja á lóðinni að svo komnu máli. Kall aði lögreglufulltrúinn yfirsmiðinn á sinn fund og tjáði honum, hvernig málin stæðu, og var þá lögð niður vinna. Ekki mun lög- reglunni vera heifnilt ag stöðva vinnuframkvæmdir með valdi, áður hafi veri kært til sakadómaraembættisins. Kristinn Ármannsson rektor fór utan til Þýzkalands í fyrra- dag, svo að ekki var hægt að fá neinar nánari upplýgingar frá honum. STYRJOLD IÍRAK SJA 3. SIÐU STOÐVUDU BYGGINGU VIDMENNTASKÓLANN Myndin er af braki úr húsi, sem hefur verið riflð í Olíuportinu til að rýma fyrir nýjum húsum Menntaskólans. f baksýn er önnur jarðýtan af tveimur, sem þarna hafa stöðvast fyrir aðgerðir byggingarnefndar bæjarins. (Ljósmynd: TÍMINN, GE) --------- -----«--------------■— ■ ■ ——— ;------ Löndun stopp á Akranesi Nú veiSa þeir síldina um hrygningartímann og fylla sig norðvestur af Þormóðsskeri, 20—30 mílur frá Reykjavík, jafnvel sprengja næturnar. Um miðjan dag í gær hafði Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an tekið á móti 1000 lestum til bræðslu frá því um morgun- inn. Þá höfðu fjórir bátar landað um 5000 tunnum á Akranesi, en Akranesbátur- inn Höfrungur II fór ti! Reykja víkur að landa, þar sem ekki var hægt að taka við farmin- um heima fyrir. Á Akranesi fór mest í bræðslu og að'eins 300—400 tunnur fórp í súr hér í Reykjavík í gær. Síldin er horuð og verður fljótt lin, virð- ist jafnvel hálfmorkin, Talið er, að' magasýrur, sem aukast við átuna, sem síldin gleypir, valdi þessu. Sýrurnar halda áfram að vinna á síldinni, jafnvel eftir að hún hefur verið fryst, ef hún er þýdd upp aftur. Ólafur Magnússon, sem hefur verið á þorskanetum, lét netin liggja í fyrrinótt, kom' inn og sótti nótina og landaði 1700 tunnum í gær. 2500 tunnum var landað til bræðslu í Hafnarfirði. 1 Keflavík var landað 3352 lestum og mest brætt. Pálína sprengdi nótina og kom aðeins með 406 lestir. f gær voru stöðvaðar framkvæmdir við bygg- ingu Menntaskólans í Reykjavík, eftir að bygg inganefnd Reykjavíkur hafði fellt að leyfa bygg- ingu nokkurra smáhúsa í hinu svokallaða Oiíuporti, en skipuiagsnefnd Reykja víkur hafði áður sam- jiykkt byggingu þeirra. Vinna við að ryðja burtu göml um byggingum af lóðinni og að grafa grunn ag nýbyggingum hófst á miðnætti á miðvikudag, og hafði verig unnið í tvo og hálfan dag, þegar vinnan var stöðvuð. Samkvæmt frásögn Krist ins Ármannssonar rektors Mennta- skólans, var frá því skýrt hér í blaðinu, ag . skipulagsnefnd hefði þegar gefið samþykki sit til þess að byggg yrðu 5—6 smáhýsi, og átti Hörður Bjarnason húsameist ari ríkisins að hafa yfirumsjón með teikningu bygginganna. 4 á móti Ekki mun þó nægja, þegar um byggingaframkvæmdir er að ræða, að fá eingöngu samþykki skipulagsnefndar, heldur verður bygginganefnd Reykjavíkur að samþykkja skipulagið og veita síð an leyfi til þess að framkvæmd ir megi hefjast, Málið var lagt fyrir bygginganefnd í fyrradag, en í henni eiga sæti 7 menn. Við atkvæðagreiðslu féllu atkvæði þannig, ag 3 sögðu þvert nei, þrír voru með því að samþykkja skipulagið, en fjórði maðurinn sagði nei, en þó með fyrirvara. Af þessum sökum var málið fellt. ag sinni. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.