Tíminn - 28.04.1962, Page 13
MINNING:
Kristjón Kristjánsson
húsgagnasmídameistarS
í dag verður vinsæll samferða-
maður, Kristjón Kristjánsson, hús-
gagnasmíðameistari, Þrastargötu 4,
borinn til grafar frá Neskirkju.
Kristjón andaðist í Landakots-
spítala 17. þessa mánaðar. Hann
hafði veikzt snögglega sólarhring
fyrr, er hann var búinn til heim-
ferðar að loknu dagsverki í Nes-
kirkju. En þar gegndi hann um-
sjónarstörfum frá síðasta hausti.
Kristjón fæddist á Ketilsstöðum
í Holtum, 6. maí árið 1900. For-
eldrar hans voru þau hjónin, Krist-
ján Sigvaldason og Jónína Vigfús-
dóttir, er lengi bjuggu á Ketils-
stöðum og síðan í Kvíarholti í
sömu sveit. Hann ólst upp í föður-
garði ásamt 6 systkinum, þrem
systrum og þremur bræðrum.
Hann var elztur bræðranna. Á
unglingsárum stundað'i hann jöfn-
um höndum venjuleg sveitastörf
og sjómennsku í vprstöðvum, t.d.
Grindavík og Þorlákshöfn. Hugur
hans beindist þó einkum að smíð-
um. Sérstaklega langaði hann til
að nema húsgagnasmíðar. Á þess-
um árum var mjög erfitt að kom-
ast að sem nemandi í þeirri iðn.
Árið 1921, var Kristjón á þil-
skipinu „Surprise'Á Á sama skipi
var einnig Ásgeir Borgfjörð Einars
son, málari í Hafnarfirð'i. Hann
hafði einnig áhuga fyrir iðnnámi
og urðu þeir Kristjón félagar í
blíðu og strfðu um árabil.
Friðrik Steinsson, frá Eskifirði
var staddur í Reykjavík með skip
sitt 1922. Hann réð þá félaga í
skipsrúm og voru þeir með honum
til haustsins. Þá tóku þeir sér far
til Noregs með þeim ásetningi að
komast þar að sem lærlingar; hver
í sinni iðngrein. Þetta komst þó
ekki í framkvæmd, stóð á leyfi yfir-
valda þar sem þeir voru útlend-
ingar. Þá réðu þeir sig til vinnu á
búgarði ná:lægt Stavanger og unnu
þar til á öndverðu ári 1924. Þá var
Friðrik Steinsson staddur í Noregi
leitaði uppi þá félaga og fékk þá
á skip sitt.
Þegar siglt var frá Noregi, lentu
þeir í ofsaveðri á Norðursjó og
fengu stór áföll. Margt gekk úr
skorðum og brotnaði og áttaviti
fór forgörðum. Þó náðu þeir aftur
til hafnar í Noregi og dvöldu þar
í tvær vikur meðan skemmdir
voru bættar.
Með Friðriki voru þeir til næsta
vetrar, er hann sigldi skipi sínu
til Reykjavíkur. í þeirri ferð
hrepptu þeir mannskaðaveður fyr-
ir Suðurlandi, sem ekki var minni
þolraun að komast frá en því, sem
áður var nefnt.
Eftir skamma dvöl í Reykjavík,
réðst Kristjón á norskt skip, með
það fyrir augum að komast aftur
til Noregs og freista þar gæfunnar
að nýju. — Og þar beið húri.
Hann var nokkra mánuði í sigl-
ingum með hinu norska skipi.
Komst síðan til Stavanger og nú
komst hann í hið langþráða nám.
og keypti þar línuveiðara. HannHann lærði húsgagnasmíð hjá
MINNING:
Kristján Franklín Björnsson
hreppstjóri á Steinum
manni, sem hét Helgoland og hjá
honum lauk hann sveinsprófi í iðn-
inni.
Þótt hér sé stiklað á stóru, sýnir
þessi frásögn höfuðkosti þeirrar
kynslóðar, sem ólst upp á vordög-
um íslenzkrar framsóknar. Ungur
sveinn hefur hlotið í arf frá for-
feðrum óbilandi kjark og þraut-
seigju til að ná settu marki, þrátt
fyrir vorhret, vandrataðar léiðir og
mannraunir.
„í Stavanger beið gæfan“. Þar
kynntist Kristjón ungri símamey,
Sólveigu Larsen. Þau giftu sig
1928.
Árið eftir fluttu þau hjónin
ásamt fyrsta barni sínu, fárra mán-
aða gömlu, til Reykjavíkur. Ekki
var öllum erfiðleikum hrundið. Ut-
lenda iðnprófið veitti ekki réttindi
hér til sjálfstæðs iðnreksturs. Þá
var að taka því. Kristjón réðst til
Gamla Kompanísins og tók þar
sveinspróf að nýju. Hann stofnaði
eigið húsgagnaverkstæði 1931 og
rak það til æviloka.
Eins og flestir fjölhæfir menn,
átti Kristján fleiri hugðarmál en
iðn sína. Einkum var það söngur-
inn, sem tók hann föstum tökum.
Meðan hann dvaldi í Stavanger,
söng hann í karlakór, og 1931 varð
hann félagi í Karlakór Reykjavík-
ur, söng annan bassa alla tíð.
Kristjón var ágætur félagsmað-
ur, hann vantaði aldrei á æfingar
nema óviðráðanleg forföll höml-
uðu. Auk söngsins var hann ætíð
boðinn og búinn til að vinna fyrir
kórinn ýjnis störf, sem að kölluðu,
sum mjög tímafrek. Má þar eink-
um nefna afhendingu aðgöngu-
miða að söngskemmtunum til
styrktarfélaga kórsins og inn-
heimtu árgjalda frá þeim. En þetta
starf tók hann að sér eftir að Ösk-
ar heitinn Gíslason gat ekki sinnt
því lengur. Þessir tveir kórfélagar
hafa lengst af verið tengiliður milli
kórstjórnarinnar og styrktarfélag-
anna og því allra manna kunnug-
astir þessum fjölmenna hóp vel-
unnara kórsins.
' ’ var einn af heiðursfé-
lögum kórsins og tók þátt í öllum
utanferðum hans nema þeirri síð-
ustu.
Um árabil söng Kristjón einnig í
kirkjukórum. Nú síðast í kirkjukór
Nessóknar. Þá hefur hann einnig í
mörg ár aðstoðað við jarðarfarir
og sungið yfir moldum hundraða,
jafnvel þúsunda þeirra samborg-
ara, sem kvaddir hafa verið hinztu
kveðju.
Mér þykir líklegt, að smíðanátt-
úran og sönghneigðin séu arfgeng-
ir eiginleikar í ættum Kristjóns og
systkina hans. Tveir bræður hans,
Kristinn og Helgi, hafa lengi verið
félagar í Karlakór Reykjavíkur, en
Helgi og Guðmundur báðir lærðir
smiðir.
Kristján Franklín Björnsson,
hreppstjóri á Steinum í Staf-
holtstungum. Fæddur 29. febrúar
1884. andaðist að heimili sínu að
kvöldi fyrsta sumardags 1962,
eftir að hafa fundið til lítils hátt-
ar lasleika í 3 til 4 klukkutíma.
Hafði fram að þeim tíma verið
stálhraustur og fullur lifsgleði
alla sína löngu ævi.
Kristján minn! Eg ætla aðeins
að mæla til þín fáein kveðjuorð.
Þótt fáir þekki æviferil þinn og
innri mann betur en ég, veit ég
líka að þér var aldrei hugleikið
að láta hlaða þér lofkesti háa,
þurftir þess heldur ekki, því að
þú áttir, í ríkum mæli, þann
hæfileika, að geta látið verkin
tala.
I
Þrátt íyrir djúpstæðan skoð-
anamun í félagsmálum, man ég
ekki eftir að okkur yrði nokkru
sinni sundurorða á þeim 46 ár-
um, er við vorum nágrannar. Er
sama að segja um börn þín og
barnabörn-
Eftir að ég flutti úr sveitinni
vorið 1959, og fundum okkar
fækkaði, á ég þó í minni margar
ógleymanlegar stundir endur-
funda á heimilum okkar beggja.
Fundum við þá báðir hvað við
áttum margra gæða að minnast
og hve skoöanamunur okkar var
í rauninn ilitill.
Að endingu vil ég óska sveit-
inni okkar Stafholtstungum, er
við unnum báðir, að hún eigi,
hér eftir sem hingað til: Menn
að missa, meiri og betri en aðrar
sveitir.
Geir Guðmundsson
frá Lundum.
Þau Kristjón og Sólveig eignuð-
ust fjögur börn, sem öll eru á lífi.
En þau eru:
Kristján bifreiðastjóri hjá
Hreyfli.
Karly Jóna, gift amerískum verk
fræðingi og búa þau vestanhafs.
Róbert Arnar, veitingaþjónn og
Sólvin, nemandi á verkstæði föð-
ur síns.
Við andlát Kristjóns, hefur dreg-
ið ský fyrir sólu hjá ástríkri eigin-
konu hans, börnum þeirra og öðr-
um ástvinum. Einnig við, sem leng-
ur eða skemur höfum átt hann að
söngfélaga, finnum trega saknaðar-
ins. Enginn veit hvenær kallið
kemur. Þeir eru fáir, sem ekki
trúa á samfundi ástvina bak við
landamæri lífs og dauða. Það er
huggun harmi gegn.
Söngstjóri Karlakórs Reykjavik-
ur, Sigurður Þórðarson og kórfé-
lagar eldri og yngri minnast með
þakklátum huga þrjátíu ára sam-
starfs og vináttu þeirra og Krist-
jóns Kristjánssonar og votta ekkju
hans, börnum þeirra og öðrum
ástvinum, sína dýpstu samúð.
Hallgrímur Sigtryggsson.
Rangæingar
Við seljum hinar viðurkenndu Esso brennsluolíui,
benzín og smurningsolíur. Enn fremur hina kunnu
sjálfvirku Gilbarco olíubrennara, ásamt miðstöðvar
dælum og miðstöðvarkötlum. Olíutankar venjuleg-
ast fyrirliggjandi í ýmsum stærðum á hagkvæmu
verði. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála á
þessum tækjum hjá okkur áður^en þið festið kaup
annars staðar.
Félagsmenn athugið sérstaklega:
Arður er greiddur af þessum, sem öðrum viðskipt-
um.
KAUPFÉLAG RANGÆINGA
Olíusöludeild
KEFLVÍKINGAR — NJARÐVÍKINGAR
Gamanleikurinn
Bör Börsson
verður frumsýndur laugard. 28. apríl kl. 8.30 í
Ungmennafélagshúsinu í Keflavík.
Leikstjóri: Kristján Jónsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7 í Ungmennafélags-
húsinu.
Leikfélagið Stakkur.
Ódýrir hjólbarðar
TrúBofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs
bindi í ágætu standi,
seljast með tækifæris-
verði.
Fornbókaverzlun
Sendum um allt land.
HALLDÓR SIGURÐSSON
Skólavörðustíg 2.
*
Islendingasögur
Sigurðar Kristjánssonar, 18
Stærð 650—16
og 900—16
Nokkur stykki fyrirliggj-
andi.
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN
Skúlagötu 55
Kr. Kristjánssonar,
Hverfisgötu 26
Sími 14179
„Ekki rétt aö kenna listina við
templara eða Oóðtempi-
araregluna“
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi tilkynning frá lista
óháðra bindindismanna, og
telur blaðið rétt að birta
hana:
Sökum endurtekinna frétta
i dagblöðum bæjarins, um
lista óháðra bindindismanna,
■ þar sem hann er nefndur listi
templara, talinn borinn fram
af Stórstúku íslands o.fl. af
svipuðu tagi, skal fram tekið:
Listi óháðra bindindis-
manna, H-listinn, er borinn
fram af áhugasamtökum bind
indismanna. Góðtemplararegl
an sem slík. eða Stórstúkan,
hefur ekki tekið afstöðu til
framboðs listans, eða haft
nokkur afskipti af vali manna
á listann. Þeir menn og kon
ur, sem eru á listanum, eru
jöfnum höndum góðtemplarar
og aðrir ófélagsbundnir bind-
indismenn. Það er því á mis-
skilningi byggt að kenna list-
ann við templara eða Góð-
templararegluna.
Þessa leiðréttingu vænti ég
að þér birtið góðfúslega í
blaði yðar.
Reykjavík, 27. apríl 1962,
f. h. lista óháðra
bindindismanna,
B. S. Bjarklind,
umboðsmaður listans.
T I M I N N, laugardaginn 28. aprfl 1962.
13