Tíminn - 28.04.1962, Side 16

Tíminn - 28.04.1962, Side 16
einkum börn Út er komin ársskýrsla Bæj- arbókasafns Reykjavíkur fyrir árið 1961. Hefur safnið lánaS út samtals 220.674 bækur og rit. Hæst ber þar skáldrit, eSa 165.175 bækur, þá bækur um sagnfræSileg efni, 18.663 og bækur um ýmisleg efni, safn- rit og tímarit, 7.181. Minnst, hefur veriS lánað af bókum um trúarbrögð, eða 858 bækur. Árið 1960 var samanlagt bóka- útlán saínsins 219.710 bindi og hefur því útlánið aukizt um 964 bindi á árinu sem leið. Skipasöfn in voru minna notuð, eða 21 safni færra, en að þeim fráskild- um var útlánið 4.534 bindum hærra en' árið áður. Innan bókaflokkanna vekur það athygli, að útlán skáldrita hefur staðið í stað, einnig bóka um fé- lagafræði og þjóðtrú ,og um landa fræðr og ferðir, en aukningin mest á bókum um sagnfræðileg efni, um hagnýt efni og safnrit- um og tímaritum. Lánuð voru út 9.640 bindi af bókum á erlendum málum og er það 1.451 bindi fleira en áður. Lánþegar safnsins voru í árs- lok 1960 6.934 talsins, en 6.877 um síðustu áramót, eða 57 færri. Langflestir lánþeganna eru á 16 ára aldri eða yngri, allt 2577 eða 37.5% á móti 15.3% í þeim flokki sem næstur kemur, en í honum er fólk á aldrinum 21—30 ára, 1050 talsins. Þessi mikla aðsókn barna kemur glögglega í ljós á listanum yfir vinsælustu höfund- ana, þar sem barnabókahöfundar eru þar áberandi. Til gamans má geta þess, að lánþegar á óvissum aldri eru 1%, eða 67 talsins. Lesstofan á aðalsafninu var stórum betur sótt en árið áður. (Framh. á 15. síðu). VALTÝR GUÐJÓNSSON MARGEIR JÓNSSON HILMAR PÉTURSSON FRAMBOD FRAMSOKNAR MANNA í KEFLAVÍK Framsóknarfélag Kefla- víkur og Félag ungra Fram- sóknarmanna í Keflavík hafa lagt fram eftirfarandi lista við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 27. maí næstk.: 1. Valtýr Guðjónsson, framkvæmdastjóri. 2. Margeir Jónsson, útgerðarmaður. 3. Hilmar Pétursson, sfcattstjóri. 4. Hermanu Eiríksson, skólastjóri. 5. Aðalbjörg Guðrpundsdóttir, frú. 6. Guðni Magnússon, málarameistari. 7. Jón Arinbjarnarson, sjómaður. 8. Huxley Ólafsson, framkvæmdastjóri. 9. Sigfús Kristjánsson, tollvörður. 10. Ólafur Hannessoon, matsveinn. 11. Kristinn Björnsson, rafvirkjameistari. 12. Guðni Gunnlaugsson, trésmíffiameistari. 13. Albert Albertsson, lögregluþjónn. 14. Jón G. Pálsson, fiskimatsmaður. ttWi SIÐASTA KVÖLDIÐ Annað kjvöld er síðasta spilakvöld þessa misseris í spilakeppni unglinga, sem haldin er á vegum FUF í Tjaraargötu 26. Spilakvöld in hafa verið afburða vel sótt, og færri komizt að en vildu, svo búast má við þröng annag kvöld, en keppnfn hefst kl. 8 e. h. Að loknum sp( stiginn dans. f um verður AUKINNAR ST0RIÐJU „Það er ástæða iil að æila, að íslenzkur þjóðarbúskapur geti ekki á næstu fimm til tíu árum þróazt eftir sömu braut- um og hann hefur gert á und- anförnum áratugum. Þær at- vinnugreinar, sem fram að þessu hafa verið uppistaða bú- skaparins, veita ekki það svig- rúm til vaxtar, er geri þann heildarvöxt þjóðarframleiðsl- unnar mögulegan, sem æski- legur er. Ef sá vöxtur á að eiga sér stað, verður að fara inn á nýjar brautir," segir í erindi Jónasar H. Haralz, ráðuneytis- stjóra, sem prófessor Árni Vilhjálmsson flutti í fjarveru Jónasar á ráðstefnu íslenzkra verkfræðinga í gærmorgun. Þar segir enn fremur, að ef mið- að er við „3% vöxt á ári í landbún- aði, 4,5% í sjávarútvegi og 5% i iðnaðarframleiðslu fyrir innlend- an markað, og ef ekki kemur til skjalanna ný og þýðingarmikil starfsemi á öðrum sviðum, getur vöxtur þjóðarframleiðslunnar í heild ekki orðið meiri en rúmlega 4% á ári. Þetta mundi vera álíka mikill vöxtur og átti sér stað á ár- unum 1955—1960 og einnig svip- aður vöxtur og nágrannaþjóðir okkar hafa sett sér að marki. Þetta er hins vegar ekki eiiis mikill vöxt Þessi mynd er frá ráöstefnu íslenzkra verkfræðinga í Há'tíðasal háskólans í gærmorgun. Talið frá vinstri: Karl Ómar Jónsson, ritari ráðstefnunn- ar, Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, sem var forseti hennar, og Steingrímur Hermannsson, verkfræðingur, í ræðustól. (Ljósmynd: TÍMINN, GE) ur og æskilegur yrði að teljast hér á landi. Með tilliti til þeirrar fram- leiðniaukningar, sem hugsanleg virðist í atvinnulífinu yfirleitt, er einnig ósennilegt, að þessi vöxtur þjóðarframleiðslunnar sé nægilega mikill til þess að atvinnulífið geti t.ekið við allri aukningu fólks á (Framhald á 3. siðu) KJOR UTAN KJÖRSTAÐA Utankjörstaðakosning vegna bæja- og sveita- stjórnarkosninganna 27. 5. nk. hefst á morgun. Kjós- endur sem dvelja fjarri heimili sínu geta þá kosið hjá breppstjóra, sýslu- manni eða bæjarfógeta. I Reykjavík hjá borgarfógeta í Hagaskólanum (kjallara) og verð'ur skrifstofan þar opin alla virka daga kl. 10 til 12 f.h., 2—6 e,h. og kl. 8—10 sd. og á sunnudögum kl. 2—6 e.h. Kjósendur erlendis £eta kosið á skrifstofu sendiráðs eða útsends aðalræðis- manns fslands. Stuðningsfólk Framsókn- arflokksins, sem ekki verð ur heima á kjördag, er hvatt til þess a<ð kjósa sem fyrst. Skrifstofa flokksins í Reykjavík er í Tjarnargötu 26, símar 16066 og 19613.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.