Tíminn - 16.05.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.05.1962, Blaðsíða 6
Togaraverkfallið og hinir góöu, gömlu dagar BORGARSTJÖRNAR- KOSNINGARNAR SiSleysi Grímunni er kastað. Sá ein- stæði atburður hefur gerzt, seni lýsir bæði ofsa og siðleysi vissra afla innan Sjálfstæðisflokksins, brýtur óskráða hefð siðmennt- aðra ínanna og gerir tilraun til að ófrægja látinn mann, stjórn málaandstæðing sinn, mcrkan ritstjóra, sem dávin er fyrir nokkrum árum. Gríman hylur ekki lengur andlega nekt valdamanna blaðs- ins. Og til að fullkomna sjálfs- mynd sína er þessi nýjasta að- ferð í valdabaráttunni prentuð í leiðara blaðsins með svörtu letri. En hér er stigið feti of langt. Það mun engum reynast gæfu- vegur að draga stjórnmáladeil- urnar út yfir gröf og dauða. Geruni ekki höfuðborg okkar slíka skömm! Heggur sá, er hlífa skyldi Þegar dagbl. Vísir hefur af- greitt látinn starfsbróður sinn og lendir síðan í Esju-fjóshaugn um, er sltapið orðið allúfið. Fer blaðið þá að tala um skatt- fríðindi S.f.S. og að reykvískir kaupmenn verði þessa vegna að greiða mun hærri skatta en clla væri. Ekki gleymast kaupmennirn- ir, og er löngum tungunni tam- ast, það sem hjartanu er kær- ast! En um leið er hér óþægilega vegið að fjármálaráðherra, sem telur sig vera búinn að koma skattalögunum í rétlátt horf. Sannast á blaði hans: „Ekki sér hann sína menn, svo har.n ber þá líka.“ f sömu grein er vikið af lít- illi vinsemd að fyrsta manni B- listans, Einari Ágástssyni, spari sjóðsstjóra og sagt orðrétt: „Slíkum mönnum eru hags- munir þeirra eigin auðfé- laga allt.“ Er þetta mjög ómakleg að- dróttun og blaðinu og flokki þess lítt til sæmdar. Einar Ágústsson er valinkunn ur heiðursmaður, sem fjöldi Reykvíkinga þekkir og treystir til alls hins bezta. Enda mun það eiga eftir að sýna sig á kjördegi, að skap- vonzka blaðsins er dulrænn fyrirboði. Skaffafækkanir Blað fjármálaráðherrans talar fjálglega um skattalækkanir Sjálfstæðismanna. Um þetta er ástæðulaust að þrátta. Beinir skattar hafa lækkað en óbeinir liækkað. Það veldur því, að skattarnir hafa lækkað á há- tekjumönnunum, en stórhækkað á bamamörgum fjölskyldum. Heildarlega hafa tekjur ríkis- sjóðs stórhækkað. Og HVER BORGAR ÞÆR AÐRIB EN FÓLKIÐ, SEM BYGGIR ÞETTA LAND OG ÞESSA BORG? Sama blað er að draga Vilhj. Þór in í umræður um borgar- stjórnarkosningarnar. Þetta er ómaklegt og bankastjóranum illa Iaunað gott samstarf við rík- isstjómina, sbr. gengislækkim- ina í ágúst 1961. B-Iistamenn em engir vika- drengir gengislækkunar- eða kjaraskerðingarstefnu ríkis- stjórnarinnar. Þeir hafa fyllsta þegnlegan rétt til að vinna að borgarmálefnum Reykjavíkur eftir sinni sannfæringu og munu óhikað vinna að málunum á hverjum tíma með hagsmuni fjöldans fyrir augum, en á kostnað liinna fáu ríku. hversu hátt sem lætur í heildsalablað- inu. Allt bendir til þess, að nú séu að koma þeir góðu, gömlu dagar, þeg- ar togararnir lágu aðgerðarlausir langtímum saman, ýmist á Skerja- firði, inni í .Sundum eða bundnir við hafnarbakkann og úthaldstími þeirra komst allt ni'ður í það að vera 38 úthaldsdagar yfir árið. Á þeim árum heyrðist í Útvarpi Reykjav. frétt sem var t.d. svona: Baldur býst á veiðar, nú verður það ekki tilkynning um það, að hugað sé að því, að Baldur fari á veiðar, nú verður fregnin kannske á þá leið, að hugsað sé til þess að Ingólfur Arnarson eða einhver ann ar skuli nú hefja veiðar, þótt eitt- hvað dragist kannske. Margur vandi steðjar að í okk- ar fámenna þjóðfélagi, en einn vandi virðist þó mestur, og hann er sá, að við erum að basla við út- gerð, alltaf er verið að bjarga sjáv- arútvegnum. Mér er spurn, hvað hefðu þessir björgunarmen til þess að bjarga með, ef ekki væri sjávarútvegur? Eg held, að það sé að snúa hlutunum við, að tala um björgun sjávarútvegsins, það ligg ur í augum uppi, að ef ekki er gert út til fislyar á íslandi, þá er ekki um neitt annað að ræða hér eins og sakir standa. Við höfum ekki aðrar gjaldeyristekjur en frá fiski, þegar frá er tekið gjaffé af flug- vellinum. Annað mál er það, að svo geta afætur orðið margar og hlutur skipanna gerður svo smár, að ógerningur sé að halda þeim úti, og er þá fyrst að leita að mein semdinni og síðan að ráða bót á. Ekki er sjáanlegt annað heldur en flest allur annar atvinnurekstur standi í blóma hér. Verzlanir stækka og þeim fjölgar jafnt og þétt, t.d. er verzlun í hverju húsi við Austurstræti og allan Lauga- veg og enginn kotungsbragur á þeim. Ef önnur eins viðkoma væri í útvegnum, þá væri vel. En því er ekki til að dreifa, enda er nú svo komið, að þau tvö stærstu út- gerðarfélög, sem voru í Reykjavík, hafa dregið saman seglin og komið fé sínu í verzlunina. Eg vil leggja það til, að þau fyr- irtæki, sem fá gjaldeyri, verði að hafa skilað útflutningsverðmæti og geti síðan fengið ákveðinn hluta þess verðmætis til innkaupa á neyzluvarningi. Bezt væri sjálfsagt, að um samvinnusnið væri að ræða, að skipshöfn ætti hlutdeild í út- gerðinni og fiskvinnslustöðvunum og síðan ættu þessi sömu fyrirtæki verzlanirnar. Þá kæmi arðurinn aí útgerðinni eða gjaldeyrisöflunin til útgerðarinnar gegnum verzlunina. Togararnir hafa nú legið í nokkr ar vikur, sjálfsagt er sú tilhögun talin mjög heppileg, þar sem svo stórfellt tap er sagt á þessari út- gerð, enda var eigandi eins af nýju togurunum ekki lengi að koma auga á bezta útgerðarmát- ann. Hans skip hefur frá byriun verið bundið við hafnarbakkann í Reykjavík og taldi eigandinn í blaðaviðtali mikið happ að hafa ekki verið að fikta við útgerð á honum. Á sama tíma og hér er ver ið að tjóðra togarana sem fastast við hafnargarðana, eru Norðmenn að láta byggja hvern togarann af öðrum og telja togaraútgerð arð- vænlegan atiúnnurekstur, þá er hér algjör uppgjöf. Hvað veldur nú þessu? Eru aflabrögð íslí>nzku skipanna svona mikið lélegri held- ur en skipa annarra þjóða? Nei, ekki því til að dreifaj.iHvað er þá að? Aðalvandann hafa útvegsmenn skapað sjálfir, og á ég þar við þeirra linnulausu ásókn í styrki. Eigendur togaranna hafa ekki n:átt heyra talað um, að fiskverð hækki. Nú segja sjálfsagt margir: Þetta hlýtur að vera helber vitleysa, auð- vitað hafa eigendur skipanna vilj- að fá gott verð, en svo er ekki. Þeir hafa viljað halda verðinu niðri að- allega til þess að halda kaupgjald- inu niðri, en það hefur snúizt gegn þeim sjálfum og komið illilega við þá, þannig að þeir hafa misst af vönum mönnum, en fengið í stað- inn óvana og ónothæfa menn, sem hafa valdið yfirrnönnum skipanna miklum erfiðlcikum og um leið stórskaðað útgerðina. Tii þess að útgerðin geti gengið ve!, þarf að hafa góðar skipshafnir, og þær fást um leið og skipin verða sam- keppnisfær við annan útveg eða aðra þá vinnu, sem í boði er. — Margt bendir til þess, að fisk- vinnslustöðvum hér sé illa stjórn- að, og fyrsta ábending í þá átt er sú, hversu lítið þær telja sig geta borgað til skipanna, en verð þeirra til þeirra virðist vera um þaö bil það hálfa af því, sem borgað er fyrir nýjan fisk annars staðar hér í nágrannalöndum okkar. Eitt glöggt dæmi um ráðaleysi okkar er það, að binda togarana í stað þess t.d. að gera þá út á síldveiðar, ekki til þess samt að fiska síld fyrir Norðmenn, eins og nú er gert, heldur til þess að vinna úr aflanum sjálfir. Eða verður kann- ske farið til þess næstu vertið að láta Norðmenn fá þorskinn til flök unar? Það liggur við. að mönnurn detti í hug, hvort S. Ben. standi fyrir síldarsölunni og hvað faer hann þá i umboðslaun? Nýlega var sagt frá aflameti hjá brezkum togara. Afli b„ns var mik ill, eða um 2600 tonn Hlucur skip- stjóra var um 600.000 kr. Ekki fá í íslenzkir þau laun. þótt afli þeirra | væri þrefalt meiri, svo að ekki er ■ því til að dreifa, að kaupgialdið 1 stígi útgerðinni yfir höfuð. Urr. það að breyta vökulögunum, vil ég segja það eitt, að ef við ekki get- um gert út togarana með því að ætla mönnum 12 stunda vinnu, hvernig getum við þá haldið úti kaupskipaflota, þar sem ætlazt er til, að unnir séu aðeins 8 tímar, að ég ekki tali nú um sknfstofufólk- ið i landi, sem einhvern veginn dregur fram lífið af sínum 8 tíma vinnudegi eða styttri. Eg tel það ólíku saman að jafna, mann, sem byrjar daginn kl. 9—10, nættir kl 4—5 og hefur sitt lífsviðurværi af þeim launum, sem fyrir starfið fæst, eða togarasjómannsins, sem verður, ef þörf krefur að vinna 12 tíma á sólarhring. Um störfin er það að segja, að varla er akk- orðsvinna hjá öllum í landi þann tíma, sem á að skila vinnu. Það, sem verður að gerast. sr að koma á hagstæðari vinnubrögðum, svo að færri menn þurfi á skipin. Það er umhugsunarvert, að í frystihús in hafa verið fengnar dýrar vélar til fiskvinnslu, en þaö er varla bú- ið að tylla þeim mður. þegar út flutningur var hafinn á togarafisk- inum óunnum, og vélarnar stóðu vikum og mánuðum saman lítið sem ekkert notaðar. Þessi vélakost ur kostar stórfé og er sjálfsagður, en við megum ekki lát.a bessar vél ar standa aðgerðarlausar og fara með fiskinn til Þýzkalands eða Eng lands og láta vinna hann þar. í Reykjavík eru nokkrar fiskvinnslu stöðvar, allar utan ein, þ.e. BÚR, vitlaust staðsettar og þessi eina ófullgerð eftir margra ára starf- rækslu. Þegar fisklöndun fer fram í Reykjavíkurhöfn, þá er a.'geng sjón að sjá allt að 10 bíla bíða við togara, og verður biðin stundum ærið löng og kostnaður við iöndun mikið meiri en nauðsynlegt er. Að staðsetja fiskvinnslustoð langt frá hafnarhverfinu, er sjáan- lega alrangt, bílakostnaður verour óhóflegur og fiskurinn merst meira og minna á þessum stóru bílum við að hafa hossazt og skekzt til í akstri eftir götum höfuðborgar- innar. Þegar loksins er lcomið á áfangastað, þá er steypt af bílnum, og það er ekkert smáræðis hlass, sem er á ferðinni, kannski 8 tonna farmur látinn hlunkast af með miklum látum. í sumum tilfellum rennur þetta hlass góðan spöl nið- ur hallandi gólf og stoppar síðan eftir brunið við það að skella í geymsluvegginn, og er hver farm- ur búinn að fá margan skellinn, frá því að hann fer úr lest skips- ins, þar til hann kemur í geymslur fiskvinnslustöðvarinnar. Auövitað ætti B.Ú.R. að ganga á undan með framkvæmdir og úrbætur á lönd- uninni. Hjá þeim er frystihúsið hvað næst því að vera rétt stað- sett, og hjá B.Ú.R. væri mjög auð- velt að bæta úr, þar sem mætti hafa bryggju við hlið hússins og taka allan fisk á færiband inn í liúsið. Væri vel ef B.Ú.R. hefði framtak og forystu í þessum mál- um, þar sem B.Ú.R. hefur sýnt fyrirmyndarrekstur á togaraútgerð sinni. Eitt af því, sem hlýtur að hafa komið illa við togaraútgerð- ina, ekki síður en annan rekstur, (Framh. á 15. síðu). SJÁLFBOÐALIÐAR B-Iistann vantar sjálfboðaliða til starfa nú þegar og á kjör- degi. — Hringið strax í aðalskrifstofuna, Tjarnargötu 26, og látið skrá ykkur til starfa. — Látið B-Iistanum í té allan þann tíma sem þið mögulega getið, eftir að daglegum skyldustörf- um er lokið. — Símar skrifstofunnar eru 15564, 24758; 24197 og 12942. KOSNINGASJÓÐUR Það er vinsamleg ábending til stuðningsmanna B-listans, sem geta látið fé af hendi rakna í kosningasjóð, að hafa sam- band við skrifstofuna í Tjarnargötu 26. Öllum slíkum framlög- um, smáum sem stórum, er með þökkum veitt móttaka í kosn- ingaskrifstofunni. B - LISTINN AUGLÝSIR: Kosningaskrifstofur B-Iistans við borgarstjórnarkosningarn ar í Reykjavík 27. maí n.k., eru á eftirtöldum stöðum: Aðal- skrifstofan er í Tjarnargötu 26. Símar 15564, 24758, 24197 og 12942. — Skrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐÍ MELASKÓLANS i Búnaðarfélagshúsinu v/Hagatorg, sími 20328. — Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI MIÐBÆJARSKÓLANS í Tjarnargötu 26, símar 24758 og 12942. Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI AUSTURBÆJARSKÓLANS að Baldurs götu 18, sími 16289. Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI SJÓMANNASKÓLANS að Einholti 2, símar 20330 og 20331. Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi: FYRIR KJÖRSVÆÐI LAUGARNESSKÓLANS OG LANG- HOLTSSKÓLA að Laugarásvegi 17, símar 38311 og 38312. — Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. FYRIR KJÖRSVÆÐI BREIÐAGERÐISSKÓLANS að Mel gerði 18, sími 38313. Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi. STUÐNINGSFÓLK B-LISTANS! Hafið samband við kosninga- skrifstofurnar. Komið eða hringið og veitið alla þá aðstoð er þið getið í té Iátið. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING Upplýsingar vegna utankjörstaðakosninga er hægt að fá á skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26, sími: 16066 og 19613. — Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 f.h., 1,30—6 e.h. og 8—10 síðdegis. Kosningaskrifstofur úti á landi Akranesi: Félagsheimili Framsóknarmanna, sími 712. Keflavík: Suðurgötu 24, sími 1905. Kópavogur: Álfhólsvegi 2, sími 38330. Hafnarfjörður: Suðurgötu 35, sími 50067 (Gíslabúð). 6 TÍMINN, miðvikudaginn 16. mai 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.