Tíminn - 16.05.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.05.1962, Blaðsíða 15
h Qixiinn íslands Vetkominn til íslands heitir nýútkominn ferSamannabækl- ingur um ísland. Hann er lit- prentaður í 100 stórum síðum og gefinn út af ungu, dönsku auglýsingafyrirtæki, Anders Nyborg A/S, í samráði við Flugfélag íslands og fleiri aðila. Bæklingurinn er á dÖnsku, ensku og þýzku. í honum eru ýmsar nauð synlegar upplýsingar um landið fyrir erlenda ferðamenn. Þar er hótelalisti, Reykjavíkurlýsing, lýs- U THANT KEMUR Fnamkvæmdarstjóri Samein- uðu þjóðanna U Tant hefur þegið boð íslenzku ríkisstjórnarinnar um að koma í heimsókn til Is- lands. Síðar verður ákveðið á hvaða tima hann komi í þessa heimsókn. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 15. maí 1962. Atómher aðaltakmark Framhald al 3 siðu um, og meðan ekki næst samkomu- lag um afvopnun og eyðileggingu kjarnorkuvopna, verða Frakkar að tryggja öryggi sitt. Um Alsírmálið sagði hann, að nú væri óhætt að fullyrð'a, að eftir fáeinar vikur yrði Alsír óháð ríki, sem mundi hafa margvíslega samvinnu við Frakk- land, þrátt fyrir þau glæpaverk, sem þar væru nú sífellt unnin. De Gaulle var spurður, hvernig færi, þegar hann sleppir stjórnartaum- unum, en hann svaraði, að hættan væri ekki fólgin í pólitísku tóm- læti, heldur of harkalegri valdabar- áttu. — Hann sagði einnig, að það kæmi ekki Frökkum beinlínis við, hvort Vestur-Þjóðveijar fengju sín atómvopn. „Við getum engin atóm- vopn látið af hendi, — og ef til vill stendur það „Hvíta húsinu" nær að svara þessari spurningu." 1800 ganga á land Framhaid at 3. síðu. morgun, en opinber staðfesting á því er ekki fyrir hendi. í Wasbing- ton er lögð áherzla á, að land- ganga Bandaríkjamanna á Thai- landi sé liður í aðgerðum, sem eiga að tryggja, að Thailand, sem er aðili að SEATO, verði ekki fyrir órásum af hálfu kommúnista. — Kennedy lét þess getið, að fram- kvæmdastjóra S.þ. hefði verið skýrt frá ákvörðun Bandaríkja- manna að senda liðstyrk til Thai- lands, en Bandaríkin standa í stöð ugu sambandi við ríkin í SEATO og ráðgast við þau um þróunina í Suðaustur-Asíu. Herafli USA í Thailandi verður undir stjórn Paul Harkins, hershöfðingja. Yfirlýsing in frá Kennedy var gefin út eftir fund, sem hann átti með þingfull trúum Demókrata og Republikana en meðal þeirra, sem fundinn sátu, var Rusk utanríkisháðherra, sem í kvöld ræðir um Laosmálið við Dobrynin, ambassador Rússa í Washington. Souvanna Phouma hyggst leggja af stað heim á laug- ardag, en hann sagði í París í dag að of mikil afskipti Bandaríkja- manna mundu aðeins gera Laos að annarri Kóreu. Talsmaður komm- únista í Genf segir, að Pathet- Lao-herinn vilji hlutleysisstjórn í landinu. — Frá Laos berast þær fréttir, að stjórnarherinn hafi nú aftur náð á sitt vald bæjunum Houey Say og Nam Tha og ekki 'mætt neinni mótspyrnu. ing á náttúru landsins, stult sögu- legt ágrip um land og þjóð, grein um íslenzkan iðnað, auk ýmissa smágreina og upplýsinga. Tæplega helmingur bæklingsins eru auglýsingar frá 90 íslenzkum fyrirtækjum og borga þær útgáfu kostnaðinn að miklu leyti. Bækl- ingnum verður dreift ókeypis í flugvélum Flugfélags íslands og hjá umboðsmönnum þess úti um heim. Hann er gefinn út í 10.000 eintökum. Ætlunin er, að ný útgáfa komi út af bæklingi þessum á hverju ári. Auglýsingafyrirtækið danska gaf samhliða út svipaðan bækling um Finnland, og í ráði er að prenta aðra á næstunni um Japan og Tékkóslóvakíu. Frágangur að ritinu ur mun vandaðri en almennt gerist, lita- möguleikar eru mikið notaðir og fjöldi landslags- oog þjóðlífs- mynda prýðir það. Doktor í lífeðlis- fræði Jóhann Axelsson, fil. lic. varði doktorsritgerð í lífeðlisfræði við háskólann í Lundi þann 7. maí s.l. Ritgerðin nefnist „Rannsóknir á rafmagnsfyrirbærum í samdrætti eggjahvítuefna í sléttum innvortis vöðvum“. Byggist hún á rannsókn um, sem Jóhann hefur framkvæmt á rannsóknarstofu Oxford-háskóla í lífefnafræði. Andmælendur voru tveir sænskir vísindamenn frá Lundi, og luku þeir báðir lofsorði á ritgerð Jóhanns. Jóhann er sori- ur hjónanna Ingu og Axels Jó- hannssonar, fiskimatsmanns, en þau eru búsett hér í Reykjavík. — Kvæntur er hann Inger Jessen. Reiðtygjaþjófar Svo sem mörgum mun kunnugt, hefur hestamannafélagið Fákur reist hesthús fyrir nærri 200 hesta félagsmanna við Elliðaárnar í Reykjavík. Eru þarna m. a. sér- stök geymsluhólf fyrir reiðtygin í læstu húsi, en nú hefur það tvisvar komið fyrir með stuttu millibili, að brotizt hefur verið inn í reiðtygja geymslurnar og stuldur framinn. í fyrra sinnið var brotizt inn á föstudaginn langa, 20 f.m., og stol- ið hnakk með hvalskíðisvirki, sem smíðaður var fyrir nokkrum árum af söðlasmið á Óðinsgötu í Reykja- vík, og einnig var þá stolið reið- beizli og handbeizli frá sama manni. Síðast liðið sunnudagskvöld eða aðfaranótt mánudags, var á, ný stolið nýjum hnakk, sem keyptur var af söðlasmiðnum í Borgarnesi í janúar eða febrúar s.l. Hefur lögreglan nú fengið mál þetta til meðferðar, og er fólk, sem kynni að geta gefið einhverjar upp lýsingar um grunsamleg reiðtygi eða flutning þeirra, vinsamlega beðið að hafa samband við lögregl- una. Fölur, m fjeit á jaxlinn (Framhald ai 3 síðui hlotið fyrir þjónustu sína í franska hernum, en hann er kunnur sem margheiðraður herforingi, og rétt- arhöldin yfir honum eru hin dramatískustu, sem farið hafa fram í Frakklandi síðan Pétain marskálkur kom fyrir rétt eftir stríðið fyrir að hafa verið forsætis ráðherra Vichy-stjórnarinnar. í allt hafa verið kölluð fyrir 133 vitni, þeirra á meðal margir kunn ir stjórnmálamenn og fyrrverandi ráðherrar, svo sem Debré, Rene Coty o.fl. auk De Gaulle sjálfs, og allra hershöfðingjanna, sem starf að hafa í Alsír síðan stríðið hófst þar 1954. í hópi hinna síðast- nefndu eru þeir hershöfðingjarnir Jouhoud, Zeller og Ohalle, sem nú eru að afplána langa fangelsisvist, sem þeir hlutu fyrir þátttöku í Alsíruppreisninni í fyrravor. En fæst þessara frægu vitna munu þó mæta. Réttarhöldin í dag stóðu 3 tíma. Verjendur eru Ignancourt og Le Coroller. Salan er m.a. talinn sekur uih að h^fa stuðlað að 2.062 hryðju- og skemmdarverkum í Alsír og 415 í Frakklandi. Að minnsta kosti 415 manns létu lífið vegna þess- ara glæpaverka og 1145 særðust. Vatnajökul! (Framhald aí 16 síðu) ur aukizt mikið síðari ár, síðan undirbúningur að virkjun ýmissá jökulfljóta hófst. Nú er.mikið rætt um virkjanir á Þjórsársvæðinu. — Vatnið í þessum jökulám er að nokkru leyti bráðinn jökull. T.d. er 20% vatnasvæðis Tungnaár og 26% vatnasvæðis Köldukvíslar und ir Vatnajökli. Undanfarna áratugi hafa jöklar hér minnkað ört og stafar því mikið vatnsmagn í án- um af bráðnun jöklanna. Ef bráðn un jöklanna minnkar eða eykst skyndilega, hefur það geysileg á- hrif á þau orkuver, sem kunna að vera reist við þessar ár. ísland er sennilega eina landið ‘í| þ.ejþ?ii?Wj1/þar sem rætt. er um að virkja jökulár og verður því að leysa þessi vandamál hér í fyrsta sinni. Ýmsar jöklamælingar geta leitt til meira öryggis í útreikn- ingum á vatnsmagni slíkra fljóta og mun Raforkumálastjórnin hafa í hyggju að taka þær að einlvwerju leyti í sínar hendur. Hingað til hafa aðallega sjálfboðaliðar ann- azt þessar rannsóknir. 6000 Vatnajökulsumslög Sigurður Þórarinsson og Magnús Jóhannsson verða leiðangursstjór- ar í þessum 10 daga leiðangri, en alls verða um 15 manns í ferðinni á tveimur snjóbílum. Meðal þeirra verður póstmaður til að stimpla Vatnajökulsbréfin. 6000 umslög hafa verið prentuð, og fást þau hjá Magnúsi Jóhannssyni í Radiobúð- inni á óðinsgötu 2. Á póststofunni verður sérstakur póstkassi, þar sem menn geta látið í bréfin, sem þeir vilja fá Vatnajökulsstimpil á. Fram til 23. maí hafa eigendur fyrri umslaganúmera forgangsrétt að númerum sínum. Umslögin verða í þetta sinn með mynd af Sveini Pálssyni, lækni og náttúrufræðingi, sem á 200 ára afmæli á þessu ári. Það var ein- mitt í ferð á Öræfajökul, sem Sveinn uppgötvaði fyrstur manna í heiminum, hvernig skriðjöklar hreyfast áfram eins og seigur völcvi. Notar Valbjörn trefja- stöngina? Framhald af 12. síðu. m. hlaup, 400 m. hlaup og 3000 m. hlaup; langstökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast og 4x100 m. boðhlaup. Þá verður keppt í 100 m. hlaupi drengj- og 60 m. hlaupi stúlkna. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Jóni Þ. Ólafssyni c/o Slipp félagið i Reykjavík í síðasta lagi á fimmtudagskvöld. Frjálsíþrótta- deild ÍR sér um mótið. MINNING: Kristjana Jóhannesdóttir Álftageröi í Mývatnssveit F. 7.11. 1888. D. 24.4. 1962 Lát frú Kristínar Kristjánsson barst óvænt hingað til lands hinn 25. apríl. Hún hafði látizt daginn áður í sjúkrahúsi í Winnipeg, eftir viku legu. Þegar hún veiktist, hafði hún aðeins dvalið nokkra daga vestan hafs hjá vinum sínum og börnum. Hún var jörðuð á Gimli, en þar hafði hún lengst búið vestra. Frú Kristín var fædd að Skarðs- hömrum í Norðurárdal í Mýrasýslu 7. nóvember árið 1888, og hefði hún því orðið 74 ára á hausti kom- anda.Hún var af kjarngóðum bænda ættum úr Borgarfirði og Dalasýslu og ólst upp á góðu heimili afa síns og ömmu. Kristín fór hálfþrítug vestur um haf, og á Gimli í Manitobafylki giftist hún árið eftir. Þau hjónin eignuðust sex börn en slitu sam- vistum, og fór Kristín, þegar krepp an var skollin á vestra, heim til íslands með þrjár dætur sínar inn- an við fermingu og vann hér hörð- um höndum. Hún dvaldist samfellt hér á landi til ársins 1947, en flutt- ist þá aftur vestur og var þar til 1956. Þá kom hún hingað heim, og síðan hefur hún ýmist dvalið vest- an hafs eða aust.an. Nú flaug hún vestur og hugðist kveðja börn sín fimm, sem þar búa nú, tengdabörn, kjörson og barnabörn og kom fljótlega hingað heim aftur, því að í íslenzkri mold vildi hún bera beinin, þótt annan veg réðist. KH átfl í erfiöleikum me@ Þrótt (Framhald at 12 síðu 1 er að kenna og ekki svipur hjá sjón miðað vjð fyrri leiki. Lið Þróttar virðist vaxa með hverjum leik — þótt enn eigi það langt í land með að jaínast á við okkar beztu lið. En nokkrir leik- menn liðsins eru efnilegir í betra lagi, en einhvern heildarsvip vant ar þó á leik liðsins ennþá. Og Þróttarar voru vissulega óheppnir as skora ekki í þessum leik, því tækifæri buðust og eitt sinn bjarg aði Bjarni Felixson snilldarlega á marklínu KR. Dómari var Jör- undur Þorsteinsson, Fram, og féll í þá gryfju ag láta leikmenn hafa of mikil áhrif á dóma sína. x B TogaraverkfaliiS (Framhald af 6. síðu), það er gengisfellingin og vaxta- hækkunin, en fiskverð hefur lítið hækkað þar á móti. Vaxtaokrið er að kollsigla öll hin nýrri frystihús- in og nýrri skipin. Varla er hugsanlegt, að sá fá- menni hópur, sem fæst við fiskveið ar, geti staðið undir þeirri gjald- eyrisöflun, sem krafizt er af þegn- unum. Um 7% af vinnandi mönn- um stunda fiskveiðar. Sennilegt þykir mér, að ekki veitti af, að um 30% af vinnandi mönnum stundaði fiskveiðar og yrði þá margur smáiðnaður að leggjast niður eða sameina hann til þess að fá þann fólksfjölda, sem til fisk veiðanna þarf. Ingólfur Stefánsson. Kristín var . gædd dulargáfum, sem hafa verið arfgengar í báðum ættum hennar. Hjá henni voru þær margþættar og svo tíð fyrirbiigðin, að segja má, að þau og það, sem þar kom fram, væri engu síðri þátt- ur lífs hennar en hitt, sem fram við hana kom í heinum öllum sýni- lega heimi. En dulargáfurnar drógu ekki úr lundstyrk hennar eða gerðu hana á neinn hátt að vanmetamanneskju, eins og stund- um vill við brenna, heldur þvert á móti. Kynni hennar af duldum heimi og skyggni hennar á marg- víslegar furður gerðu hana víðsýnni og meiri presónuleika en hún hefði ella orðið, og hefði hún þó einnig án þeirra verið merk kona og sköru leg í hvívetna. Hún vanrækti ekki hversdagsskyldurnar, háði hetju- lega baráttu við hvers konar erfið- leika dagslegs lífs, veikindi, ein- stæðingsskap og lítilla kosta völ, og hún var allra kvenna hjálpleg- ust hverjum, sem hún gat lið veitt sást ekki fyrir um að gefa af naum- um kosti sjálfrar sín. En auk þess lögðu vitranir hennar og sýnir í margvíslegar byrðar á herðar henni, því að fjöldi manns leitaði til hennar í andlegri nauð. Og henni tókst að veita ótrúlega mörg- um hjálp og huggun án þess að ætlast til nokkurs endurgjalds. Svo mátti heita ,að hún lifði síðustu ár sín eingöngu til að verða öðrum að liði, og aldrei var reisn hennar og manndómur meiri en þegar hún lagði á sig mesta erfiðleika í þágu annarra og gleymdi ekki aðeins sjálfii sér, heldur öllu sínu. Hún var trölltrygg vinum sínum, og hún átti ótrúlegan fjölda vina á öllum aldri og úr ýmsum stéttum, og hverjum og einum, sem kynnt- ist henni náið, verður hún ógleym- anleg. Börn Kristínar eru öll búsett vestan hafs nema ein dóttir, Ösk, sem er gift Kristjáni Ólafssyni, verkamanni hér í bænum. Þau hjón eiga átta myndarleg og efni- leg börn. Um Kristínu Kristjánsson hafa verið skrifaðar tvær bækur. Frú Elinborg Lárusdóttir skrifaði bók um dulargáfur hennar, og hefur sú bók að geyma fjölmarga vitnis- burði merkra karla og kvenna. Og Guðmundur Hagalín hefur skrifað ævisögu hennar, og kom út fyrra bindi þeirrar sögu haustið 1961. í dag klukkan 2 eftir hádegi veiður frú Kristínar Kristjánsson minnzt með athöfn í Neskirkju. G. G. H. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Bjarna Guðmundssonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra á Hornafirði ■ Aðstandendur. TÍMINN, miðvikudaginn 16. maí 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.