Tíminn - 16.05.1962, Blaðsíða 9
Við vorum tilbúin að leggja af
stað frá Addis Abeba 10. marz. En
bið varð á að vörubíll kristniboðs-
ins, sem við áttum að fara með.
skilaði sér úr flutningaferð til
stöðva suður í landi. Þegar hann
loksins kom, þurfti að fara með
hann á verkstæði, og reyndist vera
mikið verk að gera við hann.
Það gefur nokkra hugmynd um,
hve vegir eru slæmir þar syðra,
að grindin á bílnum var sundur á
tveim stöðum. Á fleiri stöðum var
byrjandi bilun á henni, en bíllinn
er þó ekki nema tveggja ára gam-
all óg byggður fyrir vegleysur.
Hinn 23. marz lögðum við af
stað frá Addis Abeba. Ferðin s jður
til Irgalem gekk greiðlega, (360
km eftir góðum akvegi). Þar þurfti
að umstafla á bílnum og fór nokk-
ur tími í það. Á öðrum degi, um
kvöldið, ókum við til Agere Selam
til þess að stytta okkur næsta á-
fanga til Neghelli. Okkur var sagt,
að skemmri leiðin (vestan vátn-
anna um Gama Gófa) væri ófær
sökum bleytu. Við kusum því að
fara um Neghelli, þótt sú leið sé
um það bil 300 km lengri.
Við urðum sein fyrir og urðum
að vekja upp í Agere Selam. —
Snemma morguns daginn eftir var
aftur lagt af stað. Við höfðum ekki
lengi ekið, þegar fór að sjóða á
bílnum. Var þá bætt vatni á hann.
En það stoðaði lítið, og varð æ
skemmra á milli þess, að upp úr
syði. Svo vel vildi til, að við rák-
umst á vatnsból. Voru þá öll ílát
fyllt aftur. Oft var stanzað til þess
að fylla á kælinn, og þegar myrkr-
ið skall á, var ekki um annað að
gera en að gista í smáþorpi einu,
70 km frá Neghelli. Fór allvel um
okkur á litlu gistihúsi, enda höfð-
um við með okkur eigin rúmföt.
Næsta morgun var gert við lek-
ann á kælikerfinu með vír og tusk-
um, og vorum við komin til Neg-
helli um hádegi.
Daginn eftir var viðgerð á bíln-
um haldið áfram, og urðum við
ekki ferðbúin fyrr en kl. 5 síðdeg-
is. Ætlun okkar var að komast til
lögreglustöðvar um 90 km frá Neg-
helli, og stytta okkur næsta áfanga.
Bílstjórinn sagðist mundi verða a.
m.k. 16 klst. til Javelló. Hægt væri
að aka sleitulaust það lengi, ef
ekki væri drepandi hiti eins og nú
Ekki höfðum við ekið nema 2—3
km, þegar við uppgötvuðum, að
eitthvað var í ólagi i mismunadrif
inu. Við þorðum ekki að hætta á
að halda lengra án þess að gá að,
hvað að væri. Milli Neghelli og
Javelló er að mestu leyti óbyggð
og vatnsból fá og vandfundin. Við
snerum því aftur til Neghelli. Kom
Hópur íbúa i Ethiópíu í þorpi í heimkynnum sínum.
Stúlka af Galla-kynstofni, búin miklu skrauti að hætti þjóðflokks síns
Samband íslenzkra kristni.
boðsfélaga, er i samvinnu við
Norðmenn um rekstur sjúkra-
húss, sem þeir hafa nýlega
reist hjá Gidole-þjóðflokknum,
50 km frá Konsó. Hafa ís-
lendingar lagt til nokkuð af
útbúnaði og lækninn, en hann
hefur jafnframt eftirlit með
sjúkraskýlinu i Konsó og
heilsufar! krlstniboðanna þar.
— Birtist hér þáttur úr einka-
bréfi frá honum.
Eftir að hafa unnið á sjúkra
húsi í Irgalem eitt ár, og ver.
ið síðan á málanámskeiði í
höfuðstaðnum, Addis Abeba,
skrifar Jóhannes læknir Ól-
afsson frá Gidole eftirfarandi
bréf, hinn 22. f.m. Hann og
fjölskylda hans voru, þá ný-
komin þangað. —
Jóhannes Ólafsson, kristníboðslæknir:
Tafsöm ferð um furðuland
þá í ljós, að við mundum verða að
senda mann norður til Addis Ab-
eba eftir varahlut i bílinn.
Eg varð manninum samferða
þangað, með því að ég hafði verið
beðinn að mæta á fundi í Irgalem
10. til 11. apríl til ráðagerða um
sjúkrahússmál
Áslaug og Ólafur (kona og son-
ur Jóhannesar) urðu eftir í Neg-
helli. Biðu þau þess þar í viku, að
gert væri við bílinn.
Hinn 4. apríl var haldið af stað
áleiðis til Javelló, og ekið allan
daginn til kl. hálf tólf um kvöldið.
Allra hluta vegna lá á að komast
sem fyrst suður úr. Vegir voru enn
þurrir, en búizt við rigningu þá og
þegar, og að vegir lokuðust á
skömmum tíma. Gististaður var
þarna enginn í óbyggðinni. Áslaug
og Ólafur Árni voru í stýrishúsinu
um nóttina, en varð ekki svefn-
samt. Bílstjórarnir sváfu vært uppi
á hlassinu. Til Javelló var komið
daginn eftir um hádegi.
Það var ausandi rigning og útlit
slæmt fyrir næsta dag. Áslaugu
var ráðlagt að verða eftir á norsku
kristniboðsstöðinni og bíða mín
þar, en hún kaus heldur að halda
áfram mef bílnum áleiðis til
Konsó. Frá því ferðalagi get ég
ekki sagt annað en það, að það
tók tvo sólarhringa (160 km leið)
og báðar næturnar voru þau úti
undir berum himni. Tjaldið okkar
var ofarlega á bílnum og var það
sett'uiS). Það skýldi vel fyrir rign-
ingúnríi og mýinu, sem er mikil
plága á þessum stöðum.
Þetta ferðalag hafði orðið bíl-
stjóranum ákaflega erfitt. Lang-
mestur tími fór í að moka aur,
milli þess að hægt var að aka spöl
í senn.
I Konsó gistu þau eina nótt. Þá
var haldið af stað til Gidole. Enn
rigndi og bíllinn festist hvað eftir
annað. Loks festist hann svo, að
honum varð ekki hnikað, í á einni
15 km frá Konsó, en 35 km frá
Gidole. Hann sökk þar í sandi og
aur. í átökunum við að ná honum
upp, brotnaði annað afturhjólið,
svo að kúluliður og annað innvols
var óvarið.
Nú var ekki um annað að gera
fyrir farþegana en að snúa aftur
til Konsó fótgangandi. Annar bíl-
stjórinn bar Ólaf Árna, Áslaug
tróð aurinn berfætt, af því að eng-
ir skór tolldu á fótunum.
Héraðsstjórinn í Konsó hafði
fengið vitneskju um, að bíll kristni
boðsins stæði fastur í ánni. Þar
sem hann lá undir skemmdum og
allt, sem á honum var, bauðst hér-
aðsstjórinn til að safna liði til
þess að draga bílinn upp úr ánni,
og gerði hann það. Um hundrað
manns fóru, en þeim tókst ekki að
mjaka bílnum. Hlassið var tekið
af honum og sett á árbakkann. Þá
var tekin í notkun krafttalíi, til-
heyrandi bílnum, henni fest í tré á
árbakkanum og tókst þá að draga
bílinn upp á þurrt land.
Meðan þessu fór fram, var ég
nokkra daga í Addis Abeba. Síðan
sat ég fundinn í Irgalem. Suður til
Gidole ók ég vesturleiðina (vestan
vatna um Gama Gófa) á tveim dög
um. Vegir voru þurrir, en eru svo
grýttir og brattir víða, að stórir
vöruflutningabílar fara þá ekki.
Fyrsta verk mitt var að sækja Ás-
laugu og Ólaf Árna til Konsó. Síð-
an sótti ég flutninginn á Landrov-
er bíl, sem enn stóð á árbakkanum,
og ók honum í sjö ferðum (35 km
leið afar krókótt. og brött upp á
Gidolehálendið. Varð keyrslan því
alls um 490 km).
— Við erum nú að mestu leyti
búin að koma okkur fyrir. Við
þökkum Drottni, sem hefur leitt
okkur gegnum erfiðleika heil á
húfi hingað. Hér bíður mikið starf.
Aldrei hafa tækifæri til kristni-
boðs verið meiri í þessu landi en
nú. Hvílir á okkur mikil áþyrgð,
sem köllun höfum til að nota þau.
— Á páskadagsmorgun hlustuð-
um við á Dagfinn Hauge, biskup í
Tönsberg (í Noregi). Predikun
hans var útvarpað. Hann lagði út
af fyrstu Ijóðlínu páskasálms, sem
mikið er sunginn í Noregi: „Paaske
morgen slukker sorgen“. — Við
munum ekki fara varhluta af mót-
læti og erfiðleikum, en við höfum
örugga von um sigur, af því að Jes-
ús hefur sigrað fyrir okkur, —
sagði biskupinn.
Jóhannes Ólafsson.
MINNING:
Vörubíllinn situr fastur í botnleðju árinnar, sem er í töluverðum vexti.
Framhald et 8 síðu
í blóma lífsins, litu margir Fram
sóknarmenn til hans hýru auga,
sem þingmannsefnis, en þar sem
aldrei skortir menn til slíkra hlut
verka, fer valið ærið oft að öðrum
leiðum en hæfiléikanna.
Hervald var mjög vel metinn
maður. en fyrst og fremst sem
skólastjóri. Allir sögðu hann ágæt
an kennara, en þó mun hann hafa
verið enn meiri stjórnandi og
æskulýðsleiðtogi. Mannvinátta sú,
sem hann var gæddur, leiddi hann
til skilnings á því, að hæfileikar
einstaklinganna eru margþættir
og uppeldisáhrifin á heimilunum
margs konar, nemendahópnum
hentar því ekki hið sama i öllum
atriðum. í þessum vanda kom
Hervald til leiðsagnar hið sama
og öllum samviskusömum kennur
um, ástúð til nemendanna og hinu
einlægi áhugi fyrir velferð heild-
arinnar Þessir mannkostir leiddu
hinn hlýja, látna barnavini furðu
örugglega eftir hinum þröngu stig
um hins holla uppeldis og að því
þroskamarki. sem hverjum ein-
staklingi er áskapað. Þetta mikla
hlutverk kennarans rækti Hervald
Björnsson af állri þeirri trú-
mennsku og hæfileikum, sem
hann sjálfur var gæddur. Við vin
ir hans og félagar minnumst lát-
ins góðs drengs með virðingu og
hlýjum huga.
Kona Hervalds, Guðríður Sig-
urðardóttir, sjómanns Sigurðsson
ar á Akranesi og konu hans, Hall
dóru Vigfúsdóttur, lifir mann
sinn og er búsett í Reykjavík.
Þau eignuðust einn son, en misstu
hann á öðru ári. Fyrir nokkrum
árum kenndi Hervald heilsubrests
sem ekki varð læknaður. Hinztu
kveðju minni til vinar og félaga
fylgir þakklæti fyrir hálfrar ald
ar vináttu og skemmtifundi. Guð-
ríði, ekkju Hervalds, flyt ég ein-
læga samúð, kæra kveðju og þakk
læti fyrir liðin ár.
Bjarni Bjarnasson
Laugarvatni
riMINN, miðvikudaginn 16. maí 1962
9