Tíminn - 16.05.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.05.1962, Blaðsíða 8
Tæknirit á íslenzku Vilhjálmur Sigurjón Haukur Listi Framsóknarflokks- ins / Neskaupstað Framboðslisti Framsóknar- flokksins í Neskaupstað er þannig skipaður: 1. Vilhjálmur Sigurbjörnsson, skipstjóri. 2. Sigurjón Ingvarsson, skip- stjóri. 3. Haukur Ólafsson, túgerðar- maður. 4. Jón Einarsson, húsasm.m. 5. Þorfinnur fsaksson, verkstj G. Friðrik Vilhjálmsson, neta gerðarmeistari. 7. Björn Steindórsson, bakara- meistari. 8. Þórður Sveinsson, iSnnemi. 9. Sigurður Guðjónsson, húsa- smíðameistari. 10. Pálmar Magnússon, stúdent 11. Ármann Magnússon, fram- kvæmdastjóri. 12. Sveinn Vilhjálmsson, verka maður. 13. Sveinn Þórarinsson, tré- smiður. 14. Guðmundur Jónsson verzl unarmaður. 15. Anna Björnsdóttir, húsfrú 16. Þorleifur Árnason, verkam. 17. Björn Ingvarsson, sjómaður 18. Haraldur Brynjólfsson, fyrrv. fiskimatsmaður. Jón h TvnÍs ScfT Fyrir nokkru var spurt og spjall- að um bókaútgáfu á íslandi. Þetta var allgott spjall, þrír miðluðu oss ýmsum fróðleikskornum, en sá fjórði 'lagði til skemmtiefnið. — Eftir á hefur verið nokkuð spjallað um þennan þátt og hans minnzt í blöðum. Er oss tjáð, að jafnvel meydómur sjálfs útvarpsins, fyrir- bærið hlutleysi, hafði verið spjall- að í þessum þætti. Er bágt til þess að vita, og er að vona, að þetta blessaða tabu verði ekki fyrir frekari spjöllum að sinni af hendi vomdra manna. í þætti þessum var oss tjáð, að ríkisútgáfan væri þarflaus, því einkaforlög gæfu út bækur eigi ó- yandaðri og gætu þau sem bezt tekið að sér þær útgáfur allar, sem ríkisútgáfunni væru ætlaðar. Rétt mun það, að bækur einkaútgefenda séu ekki lakari að gerð sumar en bækur Menningarsjóðs. Málsvari einkaframtaksins í nefndu spjalli innleiddi á sínum tíma ólánss-tefnu í bókagerð, þar sem mest áherzla var lögð á, að koma sem mestum pappír í hverja bók; smákver þrútnuðu svo mjög bæði á langveg og þverveg, að þau uríSu að þykk- um doðröntum í meðförum hans. Sem betur fór hvarf hann og aðrir útgefendur frá þessum afkárahætti að mestu. Það má vel vera, að Helgafell og önnur útgáfufyrirtæki, geti gefið út öll þau ritverk, sem ríkisútgáf- an telur að eigi erindi til almenn- ings í landinu. En myndu þau gera það? Ég efast mjög um, að Saga íslendinga, í sjö þykkum bindum, væri komin út á vegum fyrr- nefndra fyrirtækja. Er þetta þó hið þarfasta ritverk, þótt á því kunni að vera vankantar. Og hvernig fór með alfræðibókina (van)sællar minningar? Hún er ókomin enn, nog töpuðu allir á því, nema þeir - sem söfnuðu áskrifendum. En Með Hervald Á. Björnssyni er horfinn merkur maður og_ góður drengur. Hann fæddist á Óspaks- stöðum í V-Hún., sonur Björns Gunnlaugssonar, bónda þar, og konu hans, Sesselju Stefánsdótt- ur. Hervald lauk gagnfræðaprófi í Flensborg 1909 og kennaraprófi 1912. Það haust fékk hann kenn- arastöðu á Akranesi og gegndi henni til 1919, en þá var hann settur skólastjóri í Borgarnesi, s;em síðan varð hans lífsstarf. Við Hervald vorum saman í skólum. Fyrst í Flensborg og síð- an í Kennaraskólanum og bekkjar- bræður allan þann tíma. í Kenn- araskólanum tókst með okkur ein læg vinátta, sem hélzt æ síðan. Að vísu hittumst við ekki svo oft sem við vildum vegna fjarlægðar, en þegar ég átti þess nokkurn kost, kom ég við á heimili þeirra hjóna í Borgarnesi. Hervald varj góður námsmaður, afbragðs skóla félagi og síðar traustur, mikill, starfsmaður og vel hæfur til fjöl- breyttra starfa. Ungur hneigðist hann mjög til þjóðmála, bar gott skyn á þjóðarhag og hugsaði ungra manna mest um þjóðmál. Síðar tók hann mikinn þátt í stjórnmálum. félagslífi og fund- um. Hervald var vel máli farinn, skýr og öruggur, æði herskár, kappsfullur og nokkuð óvæginn við andstæðinga. Allt þetta þóttu höfuðkostir á hverjum manni á þeim árum, sem Hervald Björns- son var í blóma lífsins. í Borgarnesi voru Hervald fal- in margs konar trúnaðarstörf, var það eðlileg afleiðing af hæfileik- um hans og áhuga á framfaramál- uim þjóðfélagsins. Auk þess að vera skólastjóri barnaskólans og einnig unglingaskólans frá 1927, sem breyttist í miðskóla 1948, var hann eftirlitske’nnari í Borg- arfjarðar- og Mýrasýslu ofan Skarðsheiðar í nokkur ár, 15 ár ÍVS ! N N I N G: HERVALD BJÖRNSSON fyrrv. skélastjéri í Borgarnesi F. 2. 4. 1890, — d. 2. 4. 19G2. var Hervald í skólanefndinni og um nokkurt skeið formaður hennar. Hann var í stjórn h.f Skallagríms frá stofnun þess, lengst af sem fuiltrúi ríkisstjórn- arinnar, einnig var hann í stjórn samvinnuútgerðarfélagsins Grím- ur. Þá lét Hervald sveitarstjórn- armál mjög til sín taka, hann var í hreppsnefnd, oddviti og hreppst.jóri. Allt þetta, sem nefnt hefur verið, sýnir, svo að ekki verður um villzt, hið mikla álit og traust, sem Hervald naut alla tíf? meðal samborgara sinna. Enn er það ónefnt, að harin var einn af burðarásum baráttunnar fyrir stofnun Sambands ísl. barna kennara og kosinn í fyrstu stjórn sambandsins á stofnfundinum. Hervald skólastjóri rækti vel það markmið kennarastéttarinnar að leita sér viðbótarmenntunar með- al erlendra þjóða, eftir ag hann var orðinn skólastjóri, meðal ann ars dvaldi hann heilan vetur á skóla í Englandi. Það hentar sannarlega ekki nema úrvalsmönn- um að stunda nám með góðum ár angri við enska skóla, en það tókst Hervaldi. Hér verður ekki fleira talið trúnaðar- og auka starfa Hervalds, enda er þegar bent á ærið margt tímafrekara trúnaðarstarfa samhliða umsvifa- miklum og vandasömum skólastörf um. Hervald Biörnsson reyndist ætíð öruggur í forustu og traust- ur liðsmaður. Þegar Hervald var (Framhald á 9 síðu) slíkt rit þurfa íslendingar að eiga. Þó verður þar að sníða stakk eftir vexti. Alfræðibók í tveim stórum bindum myndi bæta úr brýnustu þörf, en þó langt frá fullnægjandi. Og svo mætti lengi telja margt sem vantar, þó sleppt verði í þessu greinarkorni. Eitt Reykjavíkurblaðanna lét á þrykk ganga nokkru eftir þessar útvarpsumræður: „Bókaútgáfa á íslandi er svo fjölbreytt, að þar er varla nokkurt skarð, sem þyrfti að fylla sérstaklega. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur því ekki lengur sérstöku hlutverki að gegna.“ Já, það var og; varla nokk- urt skarð ófyllt. Minna mátti nú gagn gera. Athugum þetta nokkru nánar. Það er staðreynd, að bókaútgáfa á íslandi er mjög einhæf. Ar eftir ár eru aðalflokkarnir þessir: Skáld sögur og loks ýmis rit, sem flokk- bókmenntagildis), ævisögur, ferða- sögur og loks ýmiss rit, sem flokk- ast undir þjóðlegan fróðleik. í mörgu þessu er vel bitastætt, en ekki er fjölbreytnin mikil. Að- gengilegar bækur um raunvísindi fyrirfinnast varla með'al vor. Hvað dvelur nú orminn langa í Smára? Það er þá helzt hjá einu bókafélag- inu, sem vart verður viðleitni til slíkrar útgáfu. Þeir, sem halda fram þeirri firru, að vart sé skarð ófyllt í bókaútgáfu á íslandi, ættu að verða sér úti um bókalista frá hinum Norðurlöndunum, svo ekki sé lengra farið. Þá myndu þeir sjá, að skörð'in eru bæði mörg og stór. Ég skal nefna aðeins eitt slíkt skarð, stórt og gapandi, svo til vandræða horfir og vanza. Ég á hér við þá tilfinnanlegu vöntun sem er á hvers konar tækni ritum hér á landi. Það er svo komið, á vorri miklu tækniöld, að það má telja til viðburða, komi út eitt slíkt rit á ári. Menn sem tækni störf vinna hafa ekki nærri allir það vald á erlendum málum, að fræðslurit í hinum ýmsu greinum komi þeim að gagni. f Danmörku eru a. m. k. tvö stór forlög, sem svo til einvörðungu gefa út tækni- rit, en hér er þessu brýna verk- efni lítt eða ekki sinnt. Utgáfa tæknibóka er dýr og sala takmörk- uð við vissar stéttir. Á þess konar útgáfu var ekki minnzt í spjalli þeirra vísu manna í útvarpsþættin- um. En þessu þarf að gefa gaum sem fyrst, og ég held, að hér sé verkefni fyrir ríkisútgáfuna. Þess er varla von, að einstakir útgef- endur ráðist í slíka útgáfu, enda þótt þeir gunnreifustu í þeirra hópi telji sér fátt eða ekkert of viða. Ríkisútgáfan hefur vissulega ærin verkefni að vinna að, m. a. með útgáfu nauðsynlegra rita, sem ekki er að vænta að seljist mjög ört en nú virðist bókaútgáfa standa eða falla með skyndisölu í jólamán- uði ár hvert. Menningarsjóður get- ur að skaðlausu látið öðrum eftir að gefa út skáldsögur og dýrar, óseljanlegar myndabækur. Verk- efnin eru samt nóg næstu áratugi. Har. Guðnason. Knattspyrnudeild KR. ÆFINGATAFLA: Meistara- og I. flokkur. Mánudaga kl. 8,30—10. Miðvikudaga kl. 7,30—9. Föstudaga kl. 8,30—10. Þjálfari Sigurgeir Guðmannsson. 2. flokkur: Mánudaga kl. 7,30—9. Miðvikudaga kl. 8,30—10. Fimmtudaga kl. 8,30—10. Sunnudaga kl. 10,30 f.h. Þjálfari Gunnar Felixson. 3. flokkur: Þriðjudaga kl. 8—9. Fimmtudaga kl. 8—9. Laugardaga kl. 5—6. Sunnudaga kl. 1,30—3. Þjálfari Guðbjöirn Jónsson. (Frarah & 13 siðn > 8 TÍMINN, miðvikudaginn 16. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.