Tíminn - 16.05.1962, Blaðsíða 1
. ' j i ’
FOLKID VELUR B LISTANN
<$>
Fólk er beðið að
athuga, að kvöldsími
blaðamanna er
1 8 3 0 3
110. tbl. — MiSvikudagur 16. maí 1962 — 46. árg.
SÖLUBÖRN
Afgreiðslan í Banka-
stræti 7 opnuð kl. 7
alla virka daga
tti íhalds
og komma!
Bæði Morgunblaðið og Þjóðviljinn hafa lýst því yfir
undanfarið í skrifum sínum. að íhaldið og kommúnistar
eigi aðeins einn sameiginlegan óvin, Eystein Jónsson og
Framsóknarflokkinn. Á máli kommúnista heitir þetta
tengsl við Revkjavíkurauðvaldið, en á máli íhaldsins
samsæri með kommúnistum.
Þjóðviljinn segir 3. nóvember 1961:
„Ofstækisfullir hægri foringjar Framsóknar eru reiðubúnir
til að fóma allri vinstri samvinnu og vinstri stjórn fyrir tengslin
við útlenda auShringa og ReykjavíkurauðvaldiS. Eysteinn Jóns-
son er sá maðurinn, sem opinskáast hefur að þessu unnið og
mestur óhappamaður orðig vinstri samvinnu á íslandi".
Morgunblaðið segir 13. maí 1962:
„Eysteinn Jónsson tók tilboði kommúnista fegins hendi.
Hann fyrirskipaði fullkomið samstarf við þá á öllum sviðum.
Og þegar hálfu ári síðar gátu kommúnistar sagt með stolti:
„Framsóknarmenn stóðu sig vel“ . . . . og „þóttu lofa góðu““.
Það er auðséð á þessum taugaveiklunarskrifum, að bæði
eru skæðin góð og báðir, íhaldið og kommúnistar, eru haldnir
miklum ótta, ekki hvor við annan, því að þeir lifa hvor á öðrum
og þrífast bezt hlið við hlið, heldur óttast þeir mest eflingu
frjálslynds, umbótasinnaðs lýðræðisflokks, sem vinnur gegn
öfgum auðmagns og kommúnisma. Þess vegna æpa málgögn
öfgaflokkanna ýmist „samsæri með kommúnistum" eða „of-
stækisfullir hægri foringjar".
ÁFRAM
HÚSAVÍK 0G
Eins og kunnugt er af
fréttum hafa verkalýðs-
félögin á Akureyri og
Húsavík auglýst nýja
kauptaksta og jíifnframt
að þeir muni taka í gildi
í dag. Samkvæmt fréttum
að norðan í gær heldur
vinna áfram á báðum þess
um stöðum.
Bæjarráð Akureyrar hélt fund
um málið í fyrradag, en honum
var síðan frestag þar til í gær. Á
fundinum í gær kom fram tillaga
frá fulltrúa stjómarflokkanna,
Braga Sigurjónssyni þar sem kveð
ið var á um það, að bærinn mót-
mælti hinum nýja taxta og teldi
sig ekki skuldbundinn af honum.
Tillaga þessi var samþykkt með
þremur atkvæðum fulltrúa Sjálf-
stæðisfl.’iksins og Alþýðuflokksins
gegn tveimur atkvæðum Framsókn
arflokksins og Alþýðubandalags-
ins.
Tíminn telur sig hafa öruggar
heimildir fyrir því, að samninga-
viðræður hefjist í dag nyrðra.
Vinnuveitendasamband Akureyr
ar, en í því eru atvinnurekendur
staðarins, aðrir en Samvinnufélög
in, sat á fundi fram á kvöld í gær,
og lauk þeim fundi með því, að
samþykkt var að senda Verkalýðs-
félagi Akureyrarkaupstaðar bréf,
þar sem félaginu er skýrt frá því,
að vinnuveitendasambandið telji
sig ekki bundið af auglýstum
taxta.
f hinum auglýstu kauptöxtum
eru felldir niður þrír launaflokk
ar, sem áður höfðu tímakaup i
dagvinnu 22,47, 23,22 og 23,58, og
jaf’nast allir í einn flokk, sem fær
kr. 25 á tímann í dagvinnu, 40 í
eftirvinnu og 50 í næturvinnu
og helgidagavinnu. Það lætur
nærri, ag hækkun í lægstu launa
flokkunum sé 5—6% fyrir utan
þau 4%, sem til framkvæmda
áttu að koma frá 1. júní n.k. en
i þeim hæstu um 1%.
„MER ÞOTTI MJOG
YÆNT UM
11 EINAR OLGEIRSSON SEGIR FRÁ „DÁ-
LITLU, SEM HANN ÁTTI VIÐ SJÁLF-
STÆÐISFLOKKINN AÐ SÆLBA" SUM
ARIÐ 1958.
Morgunblaðið hefur und-
anfarið verið að birta glefs-
ur úr leyniskjölum, sem það
telur sig hafa náð frá Sósíal
istaflokknum. Enga glefsu
hefur blaðið þó enn birt úr
skjölum þessum um sam-
starf Sjálfstæðisf lokksins og
kommúnista sumarið 1958,
þegar þeir beittu sér sam-
eiginlega fyrir kauphækk-
unum, sem höfðu það tak-
mark að fella vinstri stjórn-
ina.
Tíminn getur líka tekið
þetta ómak af Mbl. með því
að birta eftirfarandi kafla
úr þingræðu, sem Einar
Olgeirsson hélt 15. desem-
ber 1960:
„Ég átti einu sinni dálítið
saman við Sjálfstæðisflokk-
inn að sælda þetta sumar
(þ.e. sumarið 1958). Það
er í raun og veru mjög
skemmtilegt upprifjunar,
fyrst hæstv. forsætisráð-
herra (Ólafur Thórs) kemur
nú með fyrirspurn. Sjálf-
stæðisflokkurinn studdi á-
kveðnar launakröfur, sem
almenningur var með þá, og
virtist ekki sjá nein vand-
kvæði á, að ríkisstjórnin og
þjóðarbúið gæti vel orðið
við þeim launakröfum og
ég var sömu skoðunar. Ég
áleit, að þjóðarbúið gæti vel
borgað launakröfurnar og
mér þótti mjög vænt um, að
Sjálfstæðisf lokkurinn væri
þessarar sömu skoðunar, og
ég vona, að það hafi ekki
verið nein hræsni hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Ég vona,
að hann hafi ekki verið að
stuðla neitt að því að setja
þjóðarbúið á höfuðið, og ég
vona, að þeir menn úr Al-
þýðuflokknum, sem stóðu
þá með því, að launahækk-
anir væru mjög nauðsyn-
legar, hafi verið þeirrar
skoðunar, að þjóðarbúið
bæri þetta vel."
Sú samvinna Sjálfstæðis-
manna og Einars Olgeirs-
sonar heppnaðist, að koma
fram kauphækkunum sum-
arið 1958 .Rétt á eftir settu
svo Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn lög,
þar sem þessar kauphækk-
anir voru teknar aftur af
launþegum. Þá var Sjálf-
stæðisflokkurinn búinn að
ná þeim árangri af samvinn-
unni við Einar að fella
EINAR OLGEIRSSON
— „ég vona að hann (SjálfstæSis-
flokkurinn) hafi ekki veriS neltt aS
stuSla aS því aS setja þjóSarbúiS é
höfuSiS."
vinstri stjórnina, og gat þvi
byrjað að þjarma að laun-
þegum.
Um þetta og annað
samstarf Sjáfstæðisflokks-
ins og kommúnista, er nán-
ar rætt á 7. síðu blaðsins
í dag.
KROSSFERDIR SJÁLFSTÆOISFLOKKSINS GEGN KOMMUNISTUM - SJA BLS. 7