Tíminn - 20.05.1962, Síða 16

Tíminn - 20.05.1962, Síða 16
 Sunnudagur 20. maí 1962 114. tbl. 46. árg. Danir gefa F \ • •• £ goða giof Á föstudagskvöld 18. þ.m., komu til íslands tvö skip á veg- um dönsku landmælingastofn- unarinnar, Geodætisk Institut, STQKKHQLIUR • REYKJAVÍK Svart: F. Ekström Hvítt: F. Ólafsson 19. Halbl — Re8d6 20. Bcla — Dc7c6 21. Ba6fl— Rd6b7 og höfðu þau meðferðis allar frumheimildir, útreikninga og mælibækur fyrir þríhyrnings- mælingum á íslandi, sem danska landmælingastofnunin hefur framkvæmt hér á landi. Gögn þessi exu gjöf dönsku land- mælingastofnunarinnar til Islands, og tilkynnti prófessor dr. phil Ein- ar Andersen, forstjóri stofnunar- innar, Stefáni Jóh. Stefánssyni, ambassador íslands í Kaupmanna- höfn, um gjöfina með bréfi, dag- settu 8. þ.m. Ágúst Böðvarsson, forstjóri Landmælinga íslands veitti gögnunum viðtöku í dag. í gögnum þessum er að finna all- ar upplýsingar um þríhyrningamæl ingar, sem framkvæmdar hafa ver- ið hér á landi frá aldamótum af danska herforingjaráðinu og dönsku landmælinga.stofnuninni, en öll kortagerð á Islandi er byggð á þesum mælingum. Danska herforingjaráðið hóf þrí- hyrningamælingar hér á landi árið 1900, og voru mælingarnar ætlaðar sem grundvöllur fyrir kort af Is- landi í mælikvarðanum 1:100.000. Verkið stóð þar til fyrri heimstyrj- öldin skall á, og unnu 90 danskir (Framh. á 15. síðu) „Grannií( maðurinn skrífar bréf 1957. Menningarmiðstöð vestan Suðurgötu Dönsku landmælingaskipin við Ingólfsgarð. — (Ljósmynd: TIMINN, GE) Allar horfur eru á því, að innan skamms verði reist nor- ræn menningarstöð á lóð há- skólans vestan Suðurgötu í ná- grenni bændahallarinnar, og munu þá Norðurlönd standa sameiginlega að byggingunni. Nefndin, sem hefur annazt undirbúning málsins, hefur nú sett saman álitsgerð, sem ligg- ur hjá einstökum nefndar- mönnum til yfirferðar. Líklegt er, að menningarmiðstög in verði í tveimur deildum. í ann arri mun verða kennsla og önnur starfsemi lektora í Norðurlanda- málunum, bæði fyrir sfúdenta og fyrir almenning. Sú deild verður í nánum tengslum við háskólann og próf þaðan. Hin deildin verður almenn upplýsingadeild um Norð urlönd. Hún mun hafa samband við blöð og útvarp, svo og skóla og aðrar stofnanir. Hún mun einn ig vinna að alls konar miðlun í sambandi við fyrirlestraferðir og hópferðir utan. Norræna félagið og önnur vinafélög Norðurlanda munu fá inni í stofnuninni með skrifstofuhaild og skjalageymslu, stjórnarfundi og minni funda- höld. Kostar 10 milljónir Talið er, að stofnkostnaðurinn verði um 10 milljónir íslenzkra króna. Ekki er fullráðið, hvort hin Norðurlöndin fjögur munu bera þann kostnað ein eða hvort ísland ber einhvern hluta líka samkvæmt hinum svonefnda „Norðurlandaráðskvóta", en sá hluti verður hverfandi lítill, ef það ráð verður tekið. Rekstrar- kostnaður verður greiddur á sama hátt og stofnkostnaðurinn. Álitsgerð um mánaðamótin Nefndin, sem hefur annazt und irbúninginn, er undirnefnd í Norrænu menningarmálanefnd- inni, sem er skipuð af mennta- málaráðuneytum Norðurlandanna. Meðlimir hennar eru- Bent Koch frá Danmörku, sem er formaður, Þórir Kr. Þórðarson prófessor frá íslandi, frú Söderlind frá Sví- þjóð og frk. Andersen frá Noregi, sem er ritari nefndarinnar. Þessi nefnd mun skila álitsgerð sinni til menningarmálanefndarinnar um næstu mánaðamót, en sú nefnd tekur síðan ákvörðun á aðalfundi sínum í haust. Áður hefur Norðurlandaráð samþykkt að mæla með þessari stofnun við ríkisstjórnir Norðurlandanna. Ferðabæklingur Ferðaskrifstofan Lönd og leiðir hefur gefið út bækling um ferð- imar, sem hún skipuleggur í sum ar. I bæklingnum er skýrt ítar- lega frá ferðaáætlunum, brottfar- artíma, verði, hvað er innifalið í því og hvað ekki, fararstjóra og ýmsum öðrum upplýsingum. Þetta eru ferðir til Grikklands. Ítalíu, Spánar, Norðurlanda. Skot- lands, írlands og fleiri landa. Al- ger nýjung er Volkswagen-ferð um Evrópu, þar sem menn geta ekið sjálfir að eigin vild. en ferða skrifstofan sér um alla fyrir- greiffslu. Segist ferðaskrifstofan (Framhalö a (5 síðu Boraí kríngum Herkastalann Innan örfórra vikna hefjast mjög nýstárlegar fornleifa- rannsóknir í miðbænum. Þá verður leitað að bæ Ingólfs k FUNDUR FRAMSÓKNARKVENNA í REYKJAV. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík heldur fund í Tjarnargötu 26 annað kvöld — mánudaginn 21. þ.m., og hefst hann kl. 8,30 e.h. — Stutt ávörp flytja Kristján Benediktsson, Ásta Karlsdóttir, Hjördís Einarsdóttir, Halla Eiríksdóttir og Ásgerður Guðmundsd. — Auk þess mun Sigríður Thorla cius segja frá Bandaríkjaför sinni og sýna litskuggamyndir. — Allar stuðningskonur B-Iistans í ^RggjH^my^JwmnaráJ^^tonme^mMsrúm leyfir. landnámsmanns með bor frá Raforkumálastjórn. Blaðið hafði í gær samband við Þorleif Einarsson jarðfræðing, sem mun sjá um þessa rannsókn ásamt Þorkatli Gríms'syni fornleifafræð- ingi. Þetta er alveg ný aðferð við fornleifarannsóknir. Boi'inn er lít- ill 10—20 metra holubor, sem hef- ur verið notaður til að kanna laus jarðlög. Hann er þannig gerður, að . hann tekur sýnishorn af jarðvegin- um alveg frá yfirborði niður í botn bolunnar. í Ætlunin er að bora í kringum ; Herkastalann og Uppsali, þar sem ' mestar líkur eru taldar til, að bær Ingólfs hafi staðið. Boraðar verða [ 20—30 holur. Ef sýnishornin sýna mannavistarlög, svo sem: ösku- hauga, gólfskánir, hlaðvarpa eða brunaösku, verða framkvæmdar frekari boranir á þeim stað. Sýnishornin má síðan greina nánar og t.d. ákvarða aldur þeirra. Er þá ekki að vita nema borinn rekist á ca. 1100 ára gamalt manna- vistarlag, og þá er ekki um að vill ast, hver hefur búið þar. Stórfeildir þjófnaðir BlaSið hefur rtú fengið vit neskju um að menn þeir, serr Istálu hjólbörðum af Moskovit: jbíl úr kassa á geymslusvæð , Bifreiða- og landbúnaðarvélc ! um síðustu helgi, hafa gerzl sekir um marga stórfelldf þjófnaði. Lögreglan vinnur enn í málinu. Einn þeirra, sem hér koma við (sögu, hefur verið til sjós. Hann verður tekinn til yfirheyrslu, þeg- !ar báturinn kemur að landi, og , er þá nánari fregna að vænta af málinu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.