Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 2
 HUNDURíNN, LÆKNAR BÖRNIN Heyrzt hefur um hunda, sem hlofið hafa sálfræðilega umönnun, og er það að vísu furðulegf, en engan veginn óhugsandi. En læknir einn í Bandaríkjunum hefur gengið skrefi lengra, því að hann hefur þjálfað hundinn sinn fil þess að verða sálfræðing- ur! — Læknirinn heitir Boris M. Lev- inson, prófessor í sálarfræði við Yeshiva-háskólann í New York, sórfræðingur í að leysa sálfræði- legar flækjur vandræðabarna. Neifaði að svara Með hjálp hunds síns, Jingles, hefur honum tekizt að hjálpa fjölda barna, sem venjulegir tvi- fættir sálfræðingar höfð'u gefizt upp á . Dr. Levinson uppgötvaði lækn- ingamátt Jingles af einskærri til- viljun. Fyrir u.þ.b. átta árum komu örvæntingarfullir foreldrar til hans með son sinn, Peter. Drengurinn hafði valdið þeim miklum erfiðleikum, og um margra ára skeið höfðu þau ferð- gzt með hann á milli áálíræðinga, sem gáfust upp á honum, einn af öðrum. Þeim hafði verið sagt, að sonur þeirra yrði að fara á geðveikra- spítala. Hann var óraunverulegur í gerðum, þungur og óskiljanleg- ur í lund og neitaði algjörlega að svara foreldrum sínum, kennur- um eða læknunum, sem voru að reyna að hjálpa honum. Sleikti hönd drengsins Sjúkdómstilfelli Peter’s virtist svo slæmt og vonlaust til lækn- ingar, að dr. Levinson hikaði við að taka það að sér, en að lokum samþykkti hann að sjá hann einu sinni. Það var öllum aðilum til láns, að Peter kom ásamt foreldrum sínum klukkustund áður en gert hafði vetið ráð fyrir. Dr. Levin- son sat við skriftir í skrifstofu sinni, og hundurinn hans, Jingles, lá á ábreiðu fyrir framan arin- inn. Vegna hinnar óvæntu komu gestarina, gleymdi læknirinn að að reka hundinn út, áður en hann tók á móti þeim. Jingles reis þegar upp, gekk beina leið til drengsins og sleikti hönd hans. Lækninum til undrunar sýndi Peter engin merki ótta, heldur klappaði hundinum, hrifinn á svip. Vildi fá að koma aftur Móðir drengsins ætlaði að draga son sinn frá hundinum, en dr. Levinson gaf henni merki um að láta það vera, og Peter og Jingles drógu sig hamingjusamir í hlé fyrir fullorðna fólkinu og léku sér saman fyrir framan ar- ininn. Að stundarkorni liðnu spurði Peter, hvort hundurinn léki alltaf við börnin, sem kæmu til læknis- ins. ,Dr. Levinson svaraði því ját- andi, og þá spurði Peter, hvort hann mætti ekki koma aftur og leika sér við Jingles. Það var auðsótt mál. Varð eðlilegur drengur Pet'er kom nokkrum sinnum einn og fékk að leika sér ótrufl- aður við Jingles. Dag einn bað hann dr7. Levinson að taka þátt í leiknum, og þar með var ísinn brotinn. Þetta gerði lækninum kleift að komast í náið vináttu- samband við Peter, og öll vanda- mál drengsins leystust smám sam an á eðlilegan hátt, og hann gat snúið aftur til foreldra sinna og skóla sem eðlilegur drengur. Upp frá þessu hefur dr. Levin- son látið Jingles hjálpa sér við lausn fjölmargra erfiðra tilfelli. Hann er svo ánægður með, hve það að glata henni. Þau lifa í sí- felldu öryggisleysi og ótta við að vera gerð hlægileg. Hundurinn fullnægir þessari þörf. Tryggur hundur fullnægir þörf húsbónda síns fyrir hlýðni, traust og virðingarfulla undirgefni. Og í rauninni hefur manninum alltaf verið það ljóst hvers virði hund- urinn og önnur gæludýr eru fyrir andlega heilsu manna. Það líður efalaust ekki á löngu, áður en sálfræðingar og geðlækn- ar fara almennt að taka dýrin í þjónustu sína til hjálpar við lækn ingar. Næst þegar þú ferð til læknis, af því að þér finnst þú vera svo „langt niðri“, er hann vís til að segja: — „Þú þarfnast hunds“, í stað þess að segja: — „Þú getur reynt þetta lyf“. Volvo á 35 ára afmæli miklu hundurinn fær áorkað, þar sem geta hans sjálfs nær ekki árangri, að hann hefur í hyggju að koma upp nokkrum hópi hunda, sem hann ætlar að þjálfa til þess eins að leika við börn. Draga sig inn í skelina Stundum verður þó Jingles að hopa af hólmi. Það er þegar börn- in eru hrædd við hunda. Þá finn- ur Jingles þcgar í stað' ótta þeirra og hörfar undan, ófær um að nálg ast barnið. Þegar slíkt hendir, hefur oft hjálpað að sýna barninu minni dýr, eins og kettlinga eða annað því líkt, sem börn hræð- ast siður en stóra hunda. Þegar barnið hefur vingazt við þessi minni dýr, þá er kominn tími til fyrir Jingles að reyna á ný. Hvernig stendur á þessu? Öll börn, sem þjást af sálfræðilegum truflunum, hafa á einhvern hátt misst — eða aldrei hlotið — hæfi leikann til að stofna til vináttu- sambands við aðra. E.t.v. hefur foreldri eða annar náinn, óvilj- andi sært tilfinningar þessa við- kvæma barns, scm við það dreg- ur sig inn í skel sína, ákvcðið í því að láta ekki særa sig þannig aftur. Þú þarfnast hunds Slíks börn eru haldin eru knýj- andi þörf á umönnun og öruggri ást, án þess að þurfa að óttast í ár eru liðin 35 ár frá því að fyrsta Volvo-bifreiðin var gei'ð, en það var opin 4ra manna bif- reið með 28 ha. vél. Volvo- verksmiðjurnar hafa vaxið á þessum 35 árum frá því að fram- leiða árið 1927 297 bifreiðir í 92949 bifreiðir s.l. ár, en út- flutningur jókst um 13%. Fyrsta umboð Volvo, erlendis, var á ís- landi. Volvo er nú söluhæsta fram- leiðslufyrirtæki Svíþjóðar og mun vera í hópi 10 stærstu framleiðslufyrirtækja í Evrópu. PV 544 er helzta gerðin af Volvo-bifreiðum, en hún hefur verið framleidd allt frá því 1944, þótt margar breytingar hafi ver- ið gerðar á henni. Þessi bifreið er nær óþekkt í Englandi, en sýnir ljóslega hver vandi er á ferðum fyrir framleiðendur, sem verða að reiða sig á takmarkað- an heimsmarkað. Gerð yfirbygg- ingar mun eflaust fá misjafna dóma, en verkfræðingar hafa lengi legið yfir hinum ýmsu tækilegu vandamálum á þessu sviði. Hins vegar er bifreiðin þannig gerð, að hægt er að velta henni og ganga út óskaddaður. Vélin hefur og marga kosti og hefur verið mjög vandað til hennar efni og vinna, en sama gildir um gírkassann, stýri, hemla, og gorma. Bifreiðin er einnig vel varin gegn ryði af því lítið er um bílskúra í Svíþjóð og flestir bílar verða að standa úti. í upphafi var hún gerð til að þola slæma malarvegi, en mikið var um þá í Svíþjóð, þegar fram- leiðsla þessarar gerðar hófst Yfirbyggingin er þétt og vel varin gegn kulda, en miðstöðin er með ágætum og miðuð við kalt loftslag. Árið 1959 seldu Volvo-verk- smiðjurnar 18.000 bifreiðir eða um 25% framleiðslunnar til Bandaríkjanna. Var nú hægt að hefjast handa um framkvæmdir. Hafin var framleiðsla á nýrri gerð 4-dyra tízkubifreiðar, sem heitir Amazon í Svíþjóð en P-121 eða 122 erlendis. Vegna þess hve vel gekk á Bandaríkjamarkaðin- um, urðu' Volvo-verksmiðjurnar að breyta talsvert um stefnu. Áður hafði fyrirtækið verið mót- fallið kappakstri, en vegna þess hversu vel bifreiðinni var tekið í Bandaríkjunum, var látið eftir umboðsmönnunum þar og fram- leidd 85 hestafla vél. Varð það til þess að bifreiðin reyndist ör- ugg og endingargóð í mjög hröð- um akstri. En tæknifræðingar fyriitækisins benda á, að til- raunastarfsemi þeirra reyni mun meira á bifreiðina en hvers kyns kappakstur á vegum úti. Annar árangur af þessari stefnubreytingu Volvo, sem gerð er eingöngu í verzlunarskyni, er framleiðsla fallegrar sportbif- reið'ar — P 1800 — með 4 cyl- indra 100 hestafla vél. Aætlað er að framleiða 10.000 bifreiðir af þessari, gerð á ári, en vegna þess að verksmiðjurými er ónógt heima fyrir, er bifreiðin sett saman hjá Jensen Motors í Skot- landi. Fyrirtækið gerir strangar kröf- ur um vörugæði, en býð'ur lágt verð. Afgreiðslutíminn verður að standa og oft er hlutum skilað að prófun aflokinni, en samn- ingum kann að vera sagt upp með stuttum fyrirvara. Fyrirtæki á Norðurlöndum fá jafnan að heyra það, að ef þau geti ekki boðið sama verð og keppinaut- ar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýzkalandi, muni pantánir gerðar erlendis. Enda eru 30— 40% af hlutum í Volvo-bifreið, erlendir. Til gamans má geta þess, að frá því var sagt nýlega í banda- rísku bíla-tímariti, að tilraun var gerð með það að setja tvo bíla í sérstaka hristivél til þess að rannsaka styrk þeirra. Annar bíl inn var af vinsælli vestur-þýzkri gerð, en hinn Volvo. Þeir voru báðir af svipaðri stærð og í lík- um verðflokki. Arangurinn varð sá, að vezturþýzki bíllinn hrundi sundur á örskömmum tíma, en á endanum gáfust þeir upp á að hrista Volvoinn, því á honum var engan bilbug að finna! 3C Gömul lygasaga Öllu heiðvirðu fólki blöskrar, að Mbl. skuli helzt hafa til borg arstjórnarkosninganna að leggja lygasöguna um „þjóðfylkingu“ Framsóknarmanna og kommún ista, en þessa lygasögu hafa þeir notað í hverjum kosning- um síðan 1937. — En 1937 var byrjað á þessu með því að falsa bréf frá alþingismanni, sem átti að sýna þetta samsæri. Heiðvirt fólk hefur blátt á- fram ógeð á þessu. Ný lygasaga Ýmsum nýjum lygasögum er bætt við, þegar þrengir að í kosningabaráttunni. Nú er ein sú, að Framsóknarmenn liafi verið búnir að ákveða stórkost- lega lántöku hjá Rússum, sem stoppaðar hafi verið af öðrum. Heldur hljómar þessi lygasaga einkennilega í eyrum, þegar þess er gætt, að vinstri stjórnar árin var Eysteinn Jónsson sví- virtur látlaust í Þjóðviljanum fyrir að halda fast við að leita lánsfjár hjá vestrænum þjóðum og treysta viðskiptin við þær. á lágu plani Svona lygasögugerð er á fjarskalega „lágu plani“ og er aumlegt að sjá mæta borgara úr Reykjavík birta innlegg sín um borgarstjórnarkosningarnar innan um slíkan Iygaáróður, sem í' öðrum löndum ýmsum myndi ekki sjást nema í örg- nstu sorpblöðum. Merkilegt geðleysi Það er annars undarlegt geð- leysi ýmissa mætra manna, sem Sjálfstæðisflokkinn fylla, að þeir skuli ekki setja Mbl. stól- inn fyrir dyrnar og krefjast þess, að blaðið hætti þeim sið- lausa lygaáróðri, sem það tem- ur scr um kosningarnar, clla láti þeir engan stafkrók þar frá sér sjást. Lóðirnar Reykvíkingar eru framtaks- samir og duglegir og það stend ur ekki á því í borginni, sem þeir eiga að standa fyrir, en það er biS á öllu, sem borgar- yfirvöldin eiga að láta í té og hömlur, sem drepa framtak hins duglega fólks í dr.óma. Lóð ir fást ekk! fyrr en eftir dúk og disk og kringum lóSaúthlut unina blómstrar alls konar spill ing og pólitísk sérdrægni. — Hundruðum þúsundum saman hafa Reykvíkingar orðið að hörfa úr borginni sinni, vegna þess aS þeir hafa ekki fengiS byggingarlóðir. En nú skulum við gefa bláu bókinni orðið: „Sjálfstæðisfiokkurinn lofar að reynt verði í hvívetna að auðvelda einstaklingum íbúða- byggingar, greitt verði meS lán veitingum og annarri opinberri aðstoð fyrir byggingu verka- mannabústaða. Að bærinn láti mönnum í té lóðir til húsbygg inga og veiti þeim hæfilegan frest til að hefja framkvæmdir. — Bláa bókin 1950. „Að stóraukið fjármagn fáist til íbúðabygginga með hag- kvæmum kjörum. Bærinn hafi jafnan til nægilegt af bygging- arlóSum og kostað vcrði kapps um að gera íbúðabyggingar ó- dýrari en verið hefur“. Bláa bókin 1954 (Rétt er að gcta þess, að íbúðir, sem bærinn lief ur byggt eru dýrustu íbúðir í bær • vg halda uppi íbúða- verðinu). „Reynt verði í hvívetna að greiða fvrir og auðvelda íbúða- íFramhald á 15 sfðui 2 T f M I N N, þriðjudaginn 22. maí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.