Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 9
Frá 25. aðalfundi KRON
Er þörf verð-
lagsákvæða?
Grein úr félagsriti KRON
Á undangengnum árum hefur (
verð allrar vöru og þjónustu hækk:
að mjög mikið. Allan þann tíma:
hafa verið uppi s-kiptar skoðanir
um hverjar væru orsakir hækkan-
anna og hvernig hamla mætti gegn!
þeim. Helzta ráðið hefur verið að'
hið' opinbera setti reglur um há-|
marksverð eða hámarks sölulaun, j
og höfum við búið við slíkar regl-l
ur og tilskipanir í 2 til 3 áratugi
og margan vanda þjóðarbúsins átt
að leysa með því að breyta þeim
einu sinni eða tvisvar á ári eða
með hverjum bjargráðum, viðnámi
eða viðreisn. Afskipti ríkisvaldsins
af þessum málum hafa nú staðið
það lengi að margir eru farnir að
líta á þau sem ómissandi „invent-
ar“ í þjóðlífinu og að þau leysi
allan vandann, sé þeim breytt af
og til.
Sannlcikurinn er sá, að verðlags
ákvæði þau sem við búum við,
tryggja ekki lægsta verð. Það eina,
sem þau tryggja er, að seljandi má
taka ákveöinn hundraðshl. í sölu-
laun, hvort sem hann Iiefur keypt
vöruna á háu eða lágu verði og j
tryggja á þann hátt mestan hagn-
að þeim, sem gera óhagstæðust
innkaup.
Það er því tímabært að hugleiða
hvort þessara afskipta sé þörf, |
hvaða hrif það hefði að afnema;
verðlagsákvæðin og hvort annað
gæti komið í þeirra stað.
Með óhindruð'um innflutningi og
framleiðslu vara innanlands er fal-
in ein aðalástæðan ,fyrir verðlags-
ákvæðum, sú að vegna takmarkaðs
framboðs verði varan hækkuð
óeðlilega. Ef ákvæðin væru af-
numin gengi fólk þess ekki dulið!
að verg gæti verið mismunandi’
hátt á sömu vöru og mundi þá1
bera saman verð fleiri aðila og
kaupa þar sem verð og vörugæði
væru bezt. Einn aðalgallinn á
langvarandi verðlagsákvæðum er
sá að þau sljófga tilfinningu al-
mennings fyrir verði hinna ýmsu
vörutegunda. Margar . vörur eru
seldar á sama verði í öllum búð-
um og allt of margir draga þá;
ályktun af því að verð allra vara
sé á sama tíma í öllum búðum það
sama.
Það er mjög hættuleg þróun ef
menn hætta að gera samanburð á
verði og þeirri þjónustu sem þeim
er veitt. Árvekni og aðgæzla alls
almennings í innkaupum verður
bezta og heilbrigðasta verðlags-
eftirlitið.
Kaupfélögin eru stofnuð og starf
rækt fyrst og fremst til að selja
góðar vörur og þjónustu á sann-
virði. Þau eru opin öllum og innan
þeirra hafa allir sama rétt. Með því
Nokkrir fulltrúar á aðalfundi KRONs.l. sunnudag.
að gerast félagsmenn í kaupfélagi
og verzla við það, tryggja menn sér
sannvirði vöiu og þjónustu á hverj-
um tíma, og gagnvart þeim er ekki
þörf neinna verðlagsákvæða. Fé-
lagsmenn kjósa sér stjórn, ráða
starfsmenn og ráðstafa þeim tekju-
afgangi sem kann að myndast, ann-
aðhvort til uppbyggingar félaginu
eða sem endurgreiðslu til félags-
manna í hlutfalli við kaup þeirra
hjá félaginu.
Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis er samvinnufélag 5500
Reykvíkinga, sem stefnir markvisst
að því að selja góðar og ódýrar
vörur, veita góða og örugga þjón-
ustu í fyrsta flokks búðum.
Verðsamanburður undanfarin ár
hefur sýnt að KRON selur jafnan
margar vörur undir almennu búð-
arverði í bænum.
Það eru vinsamlega tilmæli til
allra Reykvíkinga að þeir gerí sem
tíðastan samanburð á verði og
vörugæðum í KRON búðum og
öðrum verzlunum, og ef þeir vilja
gerast þátttakendur i eina varan-
lega verðlagseftirlitinu, þá gangi
þeir í KRON, gerist félagsmenn og
taki virkan þátt i félagsstarfinu.
Morgunblaðsf réttir
Isafoldar og Varðar
Fréttir blaða er meðal þess les-
efnis sem fyrst er lesið og mest,
af öllum almenningi. Það er því
alltaf mjög mikils virði, að fréttir
berist fljótt og séu sannar og
réttar.
11. tbl. ísafoldar og Varðar 14
marz, dótturblaði Morgunblaðsins
— fyrir sveitafólk, flytur okkur
frétt dagsetta frá ísaf. 31. janúar
s.l. um slys Jóhönnu Þórðardóttur,
á Arngerðareyri — fréttin er því
orðin hálfs annars mánaðar gömul.
Önnur frétt í sama blaði frá Páli í
Þúfum dagsett 13. febrúar um að-
draganda að nýjum Djúpbátskaup-
um. Sú frétt er því sýnu yngri eða
mánaðargömul.
Jóhanna á Arngerðareyri var
flutt með Djúpbátnum til ísafjarð-
ar, þriðjudaginn 30. jan. s.l. Föstu-
daginn 2. febrúar kemur blaðið
Tíminn í Djúpið — og fréttir af
Jóhönnu á Arngerðareyri komu þá
strax í því blaði — eða eftir aðeins
2 daga. Finnst ykkur, sem lesið,
nokkur munur á fréttaflutningi
þessara tveggja blaða — í þessu
tilfelli eða finnst Morgunblaðinu
svona lítið til koma — að segja frá
— þótt fólk liggi ósjálfbjarga af
slysförum eða öðrum orsökum úti
um sveitir landsins — vegna fólks-
fæðar, dreifbýlis og erfiðra sam-
gangna.
Arngerðareyri hefur verið gam-
alt höfuðból. Nú sér enginn fram-
tíð sinni borgið með því að setjast
þar að til búskapar. Er áhugi
Morgunblaðsmanna kannske
eitthvað í samræmi við tíðan frétta
flutning, fyrir þ.ví að byggð sveit-
anna haldist.
Þá kom frétt í Morgunblaðinu
frá Páli í Þúfum — fréttamanni
(Framhala a 13. siðu)
★
Aðalfundur Kaupfél. Reykja-
víkur og nágrennis, var hald-
inn síðast liðinn sunnudag í
Breiðfirðingabúð.
Formaður félagsins, Ragnar Öl-
afsson, setti fundinn og flutti
skýrslu félagsstjórnar.
Kaupfélagsstjórinn, Kjartan Sæ
mundsson, las reikningana, skýrði
þá og gerði grein fyrir rekstri síð-
asta árs.
Forstjóri S.Í.S., Erlendur Ein-
arsson, flutti fundinum kveðju og
árnaðaróskir í tilefni 25 ára af-
mælisins.
Á fundinum líkti einhugur, sam-
sta'ða og bjartsýni á framtíð fé-
lagsins.
Vörusala félagsins varð kr.
58.512.191.11, og óx um rösk 12%
frá fyrra ári. Félagsmenn um síð-
ustu áramót voru 5518.
Á síðast liðnu ári var þrem
eldri búðum félagsins br'eytt í
kjörbúðir og félagið keypti verzl-
unarhús Kaupfélags Kóp^vogs við
Álfhólsveg 32 og hóf þar verzlun-
arrekstur 1. október. Eftir ára-
mótin var syo enn tveim eldri búð-
anna bi'eytt í kjörbúðir og rekur
félagið nú 12 kjörbúðir allar í
fremstu röð hvað útbúnað snertir.
Sölubúðir félagsins eru nú 17 í
Reykjavík og 3 í Kópavogi.
Úr stjórn áttu að ganga Hall-
grímur Sigtryggsson, Pétur Jóns-
son og Sigurvin Einarsson. Hall-
grímur og Pétur voru endurkjörn-
inhugur og bjartsýni
um framtíð félagsins
Mjög hagstætt vöruverð í 20 KRON-verzlunum,
þar af eru 12 glæsilegar kjörbúðir.
Ragnar Ólafsson, formaður félags.
stjórnar flytur skýrslu.
Erlendur Einarsson, forstjóri S í S
flytur KRON afmællsávarp.
ir, en í stað Sigurvins, sem nú
flytur af félagssvæðinu, var kosinn
Sveinn Gamalíelsson, er verið
hafði í varastjórn félagsins. I
i varastjóm voru kosnir Guðmund-
ur Finnbogason og Hermann Þor
steinsson.
Fyrir voru í stjórn:
Ragnar Ólafsson,
Þorlákur Ottesen,
Þórhallur Pálsson,
Guðrún Guðjónsdóttir,
Ólafur Jónsson,
Guðmundur Hjartarson.
6. ágúst næst komandi, verður
Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis, 25 ára. Þess verður
minnzt meðal annars, með útgáfu
félagsríts, sem sérstaklega verður
helgað afmælinu.
í riti félagsins, sem út kom á
fundinum er m.a. mjög eftirtekt-
arverður samanburður frá 16. þ.m.
á vöruverði hjá KRON og 3 kaup-
mönnum í Reykjavík. Samanburð-
ur þessi sýnir m.a. að meðalverð
kaupmanns er nú allt að 9,8%
hærra en hjá kaupfélaginu, og er
þetta enn ein staðfesting þess að
hin úreltu verðlagsákvæði tryggja
ekki lægsta verð.
Kjartan Sæmundsson, framkvæmda-
stjóri, flýtur skýrslu sfna.
fcff í M I N N, briðjudaginn 22. maí 1962.
9 I
I i I