Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 7
Ufgefandi: FRAMSÓKNARFLOKICURINN B'ramJívæmdastjóri' Tómas Arnason Rjtstjórar; Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri- EgiU-Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu: afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur l Bankastræti 7 Símar: ' 18300—18305 Auglýsingaslmi 19523 Aígreiðslusími 12323 Askrifta.rgj kr 55 á mán. innanl í lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f, —_____ ___ Svipað ofríki og austantjalds Meðan Morgunblaðið heldur uppi sýndarárásum á ein- ræðisstjórnir kommúnista í Austur-Evrópu, eru stjórnar- hættir í Sjálfstæðisflokknum að komast meira og minna í svipað form og í kommúnistaflokknum austantjalds. Það er ein klíka, sem hefur dregið til sín öll völd í flokknum, og beitir jafnt sæmilegum ráðum og ósæmilegum til þess að tryggja sér þau áfram. Gleggsta dæmi um þetta er uppstilling framboðslista flokksins í Reykjavík að þessu sinni, þegar rutt var burtu sex mönnum af þeim átta, sem voru efstir við seinustu kosningar. Til þess var beitt hinum furðulegustu bola- brögðum. Allir þessir sex tóku þátt í málamyndarpróf- kjörinu og sýndu með því að þeir vildu vera áfram í fram- boði. Flestir þeirra náðu kosningu í prófkjörinu og voru eigi að síður hraktir burtu. Eftir að þeir hafa þannig tekið þátt í prófkjörinu og sigrað, eru þeir svo látnir gefa yfir- lýsingu um að þeir hætti samkvæmt eigin ósk! Það er ekki ofsagt, sem einn af fulltrúaráðsmönnum Sjálfstæðisflokksins, Sveinn Sveinsson, sagði um þetta í viðtali við Tímann á laugardaginn: Þetta er alveg eins og játningar í Austurvegi, þar sem menn eru látnir játa því, sem er gagnstætt áður yfirlýstum vilja þeirra. Sveinn Sveinsson sagði enn fremur: „Ég tel, að stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sé orðin svo einræðiskennd, að engu fali taki. Áður var þar allt frjálslegra og menn ræddu þar málin og þurftu ekki endilega að vera á sömu skoðun. En nú tekur varla maður til máls og forustumennirnir segja þar aðeins fyrir verkum. Fái flokkurinn enga refsingu fyrir þetta, þá færa þessir menn sig upp á skaftið í ráðríki sínu. Það er flokksmönnunum nauðsynlegt að rétta hlut sinn og sýna flokksforustunni, að hún getur ekki boðið mönn- um hvað, sem er, og það verður bezt gert með því að láta hana sjá, að flokkurinn tapar við þessar aðfarir." Þeir Sjálfstæðismenn, sem hugsa líkt og Sveinn, eru vafalaust margir, þótt þeir láti það ekki jafn opinskátt í ljós og hann. Þessir menn hafa áhyggjur af hinu vaxandi einræði í Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki aðeins óheppi- legt fyrir flokkinn, heldur fyrir þjóðina alla, að ofsafull einræðisklíka skuli drottna í stærsta flokki landsins. Það eru Sjálfstæðismenn einir og aðrir þeir, sem hafa áður kosið flokkinn, er geta komið í veg fyrir þetta í framtíð- inni. Það geta þeir gert með því að styðja ekki flokkinn nú og veita forustumönnum hans með því það aðhald, sem þeir munu skilja og virða. Aukið aðhald íhaldið ber sig illa þessa dagana og lætur eins og það sé að missa borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík. Stjórnarflokkarnir hafa nú ellefu borgarfulltrúa og þyrftu því að missa fjóra til þess að glata meirihlutanum. Því miður eru engar horfur á þessu. . íhaldið óttast því ekki þetta, heldur hitt, að það fái aukið aðhald í borgarstjórninni. Það fái ekki að leika eins lausum hala og áður og verði að hafa hit^nn meira í haldinu. Þess vegna stendur því jafn mikill stuggur af vaxandi fylgi Framsóknarflokksins og raun ber vitni. Þetta er ein leiðin, sem borgurunum stendur opin nú til að tryggja bænum betri stjórn. Það er að auka aðhald með íhaldsmeirihlutanum. Það verður gert bezt með því að efla Framsóknarflokkinn. Henry Brandon: Kennedy og de Gaulle ósammála um framtíð vestræns samstarfs Kennady telur stefnu sína rétta og mun því hvergi slaka til ÓÁNÆGJURADDIRNAR í Bonn og hin hola þögn í París valda Kennedy forseta óþæg- indum. En þegar hann virðir fyrir sér raunverulegt ástand vestrænnar samvinnu og af- stöðu Bandaríkjanna til henn- ar, telur hann sig geta huggað sig við góða samvizku þess, sem heldur sig hafa gert og vera að gera rétt. Hann læzt staðráðinn í að halda fast við grundvallaratriði stefnu sinnar, án tillits til þeirr ar gagnrýni, sem hún hefur sætt í Bonn og París. Hann ætl ar að halda áfram að tryggja, að hernaðarmáttur Vesturveld- anna verði framvegis í raun og veru fráfælandi og marghliða. Hann ætlar að stuðla að ein- ingu Vestur-Evrópu með Brét- land sem fullgildan meðlim Evrópubandalagsins, og jafn- framt að starfa áfram að til- raunum til samkomulags við Sovétrikin. FORSETANUM var vel Ijóst, að hann á á hættu að verða að bitbeini vegna mistaka annarra og honum kann að verða gefin sök á ýmiss konar ágöllum vest- rænnar samvinnu. En hann er trúr stefnu sinni. og trúir því. að hún hafi fengið góðan hljóm grunn viða í Evrópu. Hann er t.d. þakklátur þeim stuðningi. sem hann hlaut í vestur-þýzk- um blöðum fyrir skömmu. Að áliti hans er alls ekki rétti tíminn til að leggja á hill una alla samningaviðleitni við Sovétríkin, eins og Adenauer hefur ymprað á. Forsetinn finn- ur til ábyrgðar gagnvart öryggi Evrópu, — en Bandaríkin leggja af mörkum drýgsta skerf inn til þess, — og telur skyldu sína að leita eftir samkomulagi við Sovétríkin. svo fremi að hann sé trúr loforðum sínum um að semja ekki um þau at- riði, sem bandamenn hans telja í grundvallaratriðum rangt að semja um. Sé það rétt, að Adenauer þrái aftur hina gömlu, góðu tíma John Foster Dulles. þá v rðist hann hafa gleymt því, að mikið vatn hefur til sjávar runnið síð an og ófriðarhættan er meiri nú en þá. Forsetinn tæki slíkt álit sem óbeint lof, ef öðruvísi stæði á. ÁBLAÐAMANNAFUNDI um daginn gaf forsetinn í skyn, að hann Iegði meira upp úr gagn- rýni..ni ef vestrænu bandalags- ríkin, sem hlut eiga að máli, legðu 8f mörkum meiri skerf til hervarna en þau gera. Hann er sannfærður um, að skerfur Bandaríkjanna í þessu efni ætti að vera næg sönnun þess, að þau æt.li að standa við skuld bindingar sínar gagnvart Ev- rópu. Að loknum Vínarfundi hans og Krustjoffs fékk hann þingið til að fallast á 5000 millj. dollara aukningu hernaðarút- gjalda og 150 þús. manna fjölg un í hernum Ilann telur þessa yfirburði Bandaríkjanna auka ábvrgð sína, jafnt á hernaðar- sviðinu sem því stjórnmálalega Forsetinn leggur ekki of mik ið upp úr samvinnu Frakka og Þjóðverja um andstöðu við stefnu Bandarikj'anna, því að KENNEDY og DE GAULLE í París í fyrra hann telur hana ekki byggða á traustum grunni. Samvinna þeirra er að vísu grundvallar- atriði í einingu Evrópu, en að því er snertir öryggi Evrópu. þá hlýtur það fyrst og fremst að hvíla á Bandaríkjunum' um allmörg ár enn. Af nýlegum ummælum Aden auers má ráða, að hjá honum togast á annars vegar vityndin um, að öryggi Vestur-Þýzka- lands velti á Bandaríkjunum, og hins vegar trú hans á því, að kuldaleg afstaða Frakka sé bezta vörnin gegn tilslökunum í samningaumleitununum við Rússa. Þessi klofningur veldur óróleikaköstum, sem bein sam- skipti forseta og kanzlara hafa til þessa getað læknað Kenne- dy er þetta Ijóst, og ef til vill hefur verið of lítið um slík sam skipti upp á síðkastið. En hann sér enga leið til þess að brúa bilið milli sín og de Gaglle hers höfðingja. ÞVÍ HEFUR oft verið haldið fram, að ef Bandaríkin leituðu sætta við Frakka með því að styrkja kjarnorkuvarnir þeirra, þá yrði hershöfðinginn umburð arlyndari gagnvart stefnu Bandaríkjanna. En Kennedy forseti lítur svo á, að Bandarik- in og Frakkland greini svo mik ið á um skipulag NATO, kjarn orkuhervæðingu yfirleitt, kjarn orkutilraunir einstakra ríkja, samkomulagsumleitanirnar við Rússa, Sameinuðu þjóðirnar, Kongómálin og Suð-Austur- Asíu, að hann telur t.d. vand- séð, hvað við það ynnist, að þeir hittust leiðtogarnir. De Gaulle hefur látið þá skoðun í Ijós, að samkomulags- umleitanirnar „ við Sovétríkin séu ósamrýmanlegar uppbygg- ingu óháðrar Evrópu. Honum virðist stefna Bandaríkjanna leiða til framtíðarviðurkenning- ar á klofningi Þýzkalands og hlutleysis, sem kunni að freista þess til að ganga í lið með Sovétríkjunum. Kennedy spyr, aftur á móti, hvaða gagn sé í því að skapa velmegandi og sameinaða Evrópu, ef sneitt sé hjá því að sinna kröfum her- varnanna og ófriðarhættan lát- in eiga sig. Á þetta leggur hann svo mikla áherzlu. að þarna er sennilega að finna grundvallar sjónarmið hans! AUÐVITAÐ getur enginn fullyrt í dag, hvor sé nær sann- leikanum í skoðunum sínum, Kennedy eða de Gaulle. Hers- höfðinginn hefur ekki gefið for setanum i skyn, að afhending kjarnorkuþekkingar mundi bæta fransk-bandaríska sam- búð, en samt velti Bandaríkja- stjórn því fyrir sér alllengi í þyrjun þessa árs, hvað mælti með og móti slíkri ráðstöfun. Frakkland átti ákafa stuðnings- menn og forsetinn hlustaði á röksemdir beggja af og til í tvo mánúði,. Andstæðingar kjarnorkuað- stoðar við Frakka héldu því fram, að kjarnorkustöð kynni að auðvelda de Gaulle hershöfð ingja að umskapa Evrópu í þeirri mynd, að hún héldi sína leið, án tillits til Bandaríkjanna og Bretlands. Hann gæti jafnvel orðið svo óbilgjarn. að álíta að Bandaríkin hefðu viðurkennt forustu hans á meginlandinu og væru veik fyrir franskri á- gengni. Þeir héldu þvi enn fremur fram, að aðeins gæti ver ið um eina kjarnorkustyrjöld að ræða við Sovétríkin, og Frakkland gæti ekkert lagt af mörkum að hindra hana. Aftur á móti gæti öllum verið hættu legt, að Frakkland réði yfir kjarnorkuvígbúnaði, ekki sízt því sjálfu. HERSHÖFÐINGIN lét aftur á móti þá skoðun í ljós í bréfi til Kennedy forseta snemma á þessu ári. að ef Frakkar réðu yfir sínum eigm kjarnorkuvopn (Framhald á I5r síðu). BteJ T I M I N N, þriðjudaginn 22. maí l962. z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.