Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 12
ÍÞRDTTIR RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Fyrsta frjálsíþróttamótið; Huseby sigurveg ari í kúluvarpi — en þetta er tuttugasfa og fimmta keppnis- ár hans í frjálsum íþróttum Ármenningar sigruðu í 20. sinn á sundknattleiksmóti íslands — og er myndin af leik þeirra vi5 KR. Reykjavík hlaut alla meistarana Reykvískir sundmenn unnu mikinn sigur á Sundmeistara- móti íslands, sem háð var í sundlauginni í Hveragerði um helgina. Urðu þeir íslands- meistarar , öllum keppnis- greinunum og varð Guðmund- ur Gíslason, ÍR, mesti afreks- maður mótsins, en hann varð meistari í 6 greinum, fjórum einstaklingssundum og tveim- ur boðsundum. Guðmundur hlaut einnig afreksbikar for- seta íslands, Pálsbikarinn, fyr- ir bezta afrekið, sem unnið var á mótinu, en Guðmundur Sundmeistaramót íslands var háð í Hveragerói um helgina synti 100 m. skriðsund á 59.4 sek„ og gaf það mest sam- kvæmt sundtöflunni. Sundlaugin í Hveragerði er 50 m. laug og er því árangur, sem náð ist á mótinu ekki sambærilegur við til dæmis afrek, sem unnin eru hér í Sundhöllinni í Reykja- vík, en þar er keppt í 25 metra löngum brautum. Keppnin um forsetabikarinn var nokkuð hörð milli Guðmundar og félaga hans Harðar Finnssonar, en Hörður vann tvö næst beztu afrek- in á mótjnu í 100 og 200 m. bringu sundi. Á mótinu var einnig af- hentur Kolbrúnarbikarinn svo nefndi, sem gefinn var til minning ar um Kolbrúnu Guðmundsdóttur — hina frábæru sundkonu. Bik- arinn er veittur þeirri sundkonu, sem bezt afrek vinnur á hverju ári. Ágústa Þoráteinsdóttir, Áf- manni, hlaut hann að þessu sinni fyrir íslandsmet sitt, 100 m. skrið- sundi, 65.2 sek., en það afrek gef- ur 912 stig. Áhorfendur á sundmótinu voru margir, einkum á sunnud., og komu ■ (Framhald á 13. síðu)! Fyrsta frjálsíþróttamót sum arsins — Vormót ÍR — var háð á Melavellinum á sunnu- daginn. Aðstæður voru ekki sem beztar og nokkuð hvasst, sem dró úr árangri keppenda í nokkrum greinum. Gunnar Huseby sigraði í kúluvarpinu og varpaði 15.31 metra, en þess má geta, að nú í vor eru 25 ár síðan hann hóf keppni í frjálsum íþróttum, Gunnar hefur æft vel í vetur — og sagt er, að hann hafi varpað kúlunni um 16 metra á æf- ingu. Einn athyglisverðasti árangur á mótinu náðist í langstökki, en þar sigraði hinn bráðefnilegi KR- ingur Þorvaldur Jónasson og stökk nú í fyrsta sinn yfir sjö metrana — eða nánar tiltekið 7,01 m. — en of mikill vindur var svo að afrekið er ekki löglegt. En engu að síður gefur það vel til kynna rnöguleika Þorvaldar í greininni. f öðru sæti varð Úlfar Teitsson, KR, sem stökk 6,80 m., en þriðji varð Einai^ Frimannsson, KR með 6,72 metra — en hann hefur áður stokkið yfir sjö metra — og verið landsliðsmaður í greininni. Kristleifur Guðbjörnsson, KR, hljóp 3000 metrana mjög vel og er greinilega mjög vel þjálfaður. Tími hans var 8:54,7 mín., sem telja má ágætt afrek, þar sem erfitt var að hlaupa hringhlaup á vellinum. Áhorfendur, sem voru frekar fáir, urðu fyrir mikl um vonbrigðum með stangar- stökkskeppnina, en Valbirni Þor- lákssyni tókst að þessu sinni ekki að stökkva yfir 4 metra. Val- björn hefur enn ekki fengið trefjastöngina frá Bandaríkjun- um, en von er á henni einhvern næsta dag. Helztu úrslit á mótinu þessi: 100 metra lilaup.' Valbjörn Þorlákssoon ÍR Úlfar Teitsson KR Þórhallur Sigtryggssoon KR urðu 11,2 11,3 11,5 400 metra hlaup. Kristján Mikaelsson ÍR 55,9 Sigurjón Kristjánsson ÍR 62,9 3000 ínetra lilaup. Kristleifur Guðbjörnss. KR 8:54,7 Agnar Leví KR ( 9:10,1 Halldór Jóhannsson HSÞ 9:31,3 4x100 metr.a boðhlaup. ÍRa 46,1 — R 46,6 — 100 metnahlaup drengja. Skafti Þorgrímsson ÍR Birgir Ásgeirsson ÍR Ólafur Ottósson ÍR Jón Þorgeirsson ÍR Kúluvarp. Gunnar Huseby KR 15,31 Guðm. Hermannsson KR 15,18 Jón Pétursson KR 14,61 (Framhald á 13. síðu) ÍRb 47,7 11,5 11,7 11,9 12,3 Enn markalaust jafn- tefli hjá KR og Fram ÞaS fer a8 verða fösf venja í ieikjum Fram og KR, að ekk- ert mark sé skorað — og leik- menn brugðu ekki út af venj-| unni á sunnudagskvöldið, þeg ar KR og Fram mættust í! Reykjavíkurmótinu á Mela-| vellinum. En þrátt fyrir þetta markalausa jafntefli var leik- urinn allskemmtilegur, hraði oft mikill, og varnarleikurinn sterkur. Fram átti meira í leiknum, en góð markvarzla Heimis Guðjónssonar í KR og talsverð heppni, gerði það að 12 verkum, að KR-ingar fengu ekki á sig mark í leiknum. Framliðið er miklu betra en í fyrra, og er það fyrst og fremst að þakka hinum ungu leikmönn- um, sem hafa byrjað að leika íj meistaraflokki í vor. Ber þar mest| á hinum ágæta framveröi Hrann ari Haraldssyni, sem er óvenju mikið efni. Hrannar var bezti maður liðsins í leiknum í fyrra- kvöld, og hann ásamt Ragnari Jóhannssyni, náði yfirtökum á miðjunni, sem gerði það að verk- um, að Fram átti meira í leikn- um. Vörn Fram var yfirleitt traust og þótt ekki reyndi mikið áj Geir Kristjánsson í markinu,! sýndi hann öruggan leik — og er betri en nokkru sinni fyrr. í framlínunni eru skemmtilegir einstaklingar — en góðan skot- mann vantar til að reka enda- hnútinn á upphlaupin. Grétari Sigurðssyni tókst nú ekki eins vel upp og í bæjarkeppninni við Keflavík á dögunum, enda virðist Hörður Felixson hafa góð tök á honum. Og framlínumönnunum er það að kenna, að Fram sigraði ekki, því merkilegt má telja, að þeir skyldu ekki skora í leiknum úr einhverju hinna mörgu góðu tækifæra, sem buðust. KR-liðið átti nú talsvert lakari (Framhald á 13. síðu) 1 Ellert Schram í einvígi við Halldór Lúðvíksson og skallar að marki, en knötturinn fór yfir. T 1 M I N N, þriðjudaginn 22. maí 1962. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.