Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 2
ASal sönnunargagnið: Blýanturinn, sem geyma átti leyndarmálin. NeSst er hann f heilu lagi, en þar fyrir ofan sundurtekinn, og efst til vlnstri pappírinn, sem V. Stochl játaðl aS hafa troSiS inn f hann heima hjá SigurSi. (Ljósmynd: TÍMINN, GE) Sagði „bless" og hvarf af landinu Klukkan 7,50 í gærmorgun renndi bifreið upp að Hrím- faxa, sem beið búinn á Reykja víkurflugvelli ferðar fil Glas- gow og Kaupmannahafnar. Tveir menn voru í bílnum, annar þeirra stökk úr bílnum og skundaði upp landgöngu- brúna, en hálf tylft Ijósmynd- ara beindi að honum tækjum sínum. Efst í tröppunum snéri maðurinn sér við, brosti breitt og veífaði og kallaði stundar- hátt á íslenzku „bless". Síðan hvarf hann inn í flugvélina, en bifreiðarstjórinn gaf benzín- gjöfina í botn og hvarf af vell- inum. Þama fór Tékkirm Stochl, sem dómsmálaráðuneytið vísaði úr landi í fyrradag af öryggisástæð- um. Fram hafði komið vitnisburð ur á hendur Stochl frá Sigurði Ólafssyni flugmanni, sem sagði Stochl hafa reynt að múta sér til njósiia á Keflavíkurflugvelli. Óþarfi er að orðlengja um þá málavöxtu, því að í dagblöðunum í gær birtust ýtarlegar fréttir af vitnaleiðslum í þessu njósnamáli og voru framburðir vitnis og kærða raktir nákvæmlega. Vísað úr landi Tékkneska sendiráðið send'i mót mæli til utanríkisráðuneytisins, þegar rannsókn málsins var haf- in á laugardaginn. Þau mótmæli voru ekki tekin til greina og bent á, að rannsókn málsins væri enn í fullum gangi og ekkert enn unnt að segja um niSurst'öður hennar. Stuttu fyrir miðnætti á laugar- daginn var síðan rannsókninni lok ið og málið afhent saksóknara ríkisins, sem lét það ganga til dómSmálaráðuneytisins, sem tek- ur ákvarðanir í slíkum málum, sem varða öryggi landsins. Var Stochl vísað úr landi. Ekki frekari aðgerðir Er blaðið hafði í gærkveldi tal af Baldri Möller ráðuneytisstjóra, sagði hann, að saksóknara hafi verið tilkynnt, að frekari aðgerð- ir í málinu væru ekki fyrirskipað ar. Baldur taldi ósennilegt, að tékkneska sendiráðið mundi senda frekari mótmæli og mundi þetta mál því að öllum líkindum ekki ganga lengra. Því ráði er oft beitt í alþjóðlegum viðskiptum að vísa erlendum sendimönnum úr landi af öryggisástæðum, ef grunur leikur á, ag þeir séu viðriðnir njósnastarfsemi, þótt það verði ekki sannað. Tékkneska s:endiráj$i$, boðaði blaðamannafund í gær, en dró þafj síðan til baka aftur. Er blað- ið hringdi í sendiráðið í gær og spurðist fýrir um ástæðurnar, var sag't, að fundurinn mundi verða haldinn seinna. Það var Bocak sendiráðsritari, sem var fyrir svörum. Hann sagði, að það væri alveg óskiljanlegt, að Stochl skyldi vera vís'að úr landi. Hér væri um að ræða „tilbúið mál, sem er æst upp af dagblöðunum“. Sendiráðið hefði mótmælt þessu þegar á laugardaginn, og mundi halda blaðamannafund um málið við fyrsta tækifæri. Hins vegar legði sendiráðifj miklu meiri áherzlu á ag. halda vinsamlegum viðskiptum við ísland og sagðist vona, að þetta mál spillti ekki fyrir þeim. Hann kvaðst telja þag fráleita hugmynd, að maður úti í bæ væri fenginn til að njósna um hluti, sem hver sem er gæti séð sjálfur af eigin raun. Fyrir réttinum á laugardaginn játaði Stochl, að hann ætti að öll- um líkindum skrúfblýantinn, sem Sigurður lagði fram í réttinum. Hann játaði einnig, að hafa verið að fitla við að vefja bréfmiða inn í blýantinn meðan hann var að tala við Sigurð heima hjá honum á miðvikudaginn var, en neitaði því að hafa farið fram á það við Sigurð, að hann notaði hann við að koma upplýsingum út af Kefla víkurflugvelli. Sigurður Ólafsson flugmaður, sem Stochl átti viðskiptin við, s'agðist í gær hafa verið furðu lostinn, er Stochl bar upp erindi sitt um njósnirnar. Hann sagði, að þag væri óskemmtilegt að lenda í svona máli og sagðist vera feginn, að það væri afstaðið. Sigurðuir hefur komizt í mikla klípu við ag upplýs'a þetta mál, því að nú er sennilega útilokað að hann geti átt frekari skipti við Tékkana um bætur fyrir hina sviknu vöru, flugvélina, sem liann keypti í Tékkóslóvakíu. Skilyrðin löguð og gjöldin greidd Raufarhafnarbúar hafa nú samið frið við Ríkisútvarpið og jafnvel heifið að greiða af- notagjöld sín, þar eð komið hefur verið upp lítilli endur- varpsstöð, sem nægir til þess að útsendingar eru nú mun greinilegri en áður. ' Venja var sú, að menn heyrðu ekkert í útvarpinu dimmasta tíma ársins vegna þess, hversu erlend- ar stöðvar yfirgnæfðu íslenzku stöðina. Nú hefur verið komið fyrir endurvarpsstöð í sambandi við landssímann, og er útsending unum endurvarpað og þær jafn- hliða sendar eftir símalínu. Nokk urs málmhljóðs gætir í útsend- ingunum, og raddir manna eru torkennilegar, en allt talað orð nær eyrum hlustenda þama norð- ur frá, og þykir mönnum það : ! skipta mestu. Hljómurinn er Sagð; | u.r myndu breytast, ef notaðar j j yrðu 3 símalínur í stað einnar,; ; en meg einni lfnu skerst utan af 1 i hljóðinu. , Raufarhafnarbúar höfðu neitað; ! að greiða afnotagjöld sín, þar eð ' j þeir töldu sig ekki hafa nokkur; not af útvarpinu. En nú eru þcir fúsir að gera skil, þar eð bót virð; ist hafa verið ráðin á útsending-j unum. Mikill fögnuður ríkir með al allra útvarpsnotenda þarna í j kring yfir því að geta nú heyrt í íslenzku stöðinni, án truflana frá erlendum stöðvum. Samkvæmt upplýsi’ngum frá Vilhjálmi Þ. Gíslasyni útvarps- stjóra er í ráði að halda þessum framkvæmdum áfram lengra norð ur og austur um land eins og 1.1 d. til Þórshafnar, en þar eru hlust j SigurSur Olafsson me3 ,,vinargjafirnar" frá Stochl: Myndabókina og unarskilyrði einnig slæm. ■ inn- (Ljósmynd: TÍMINN, kiút- GE) ð Mvernig hafa þeir efnt ioforðín? Þegar gengið var til sein- ustu þingkosninga í október 1959, lofuðu núverandi stjórn arflokkar að' beita fér fyrir bættum lífskjiörum. ílraldið sagði ag leiðin til bættra lífs- kjara, „væri að kjósa Sjálf- stæðisflókkinn". AlþjOuflokk- urinn lofaði: „stöðVun verð- bólgunnar, án nýrra álaga“. í reynd liafa efndimar orð- ið þessar: 1. Kaupmáttur verkamanno- launa hefur rýrnað stóriega síðan í febrúarmánuði 1960, er hin svoncfnda „viðre’isnar- löggjöf“ var sett. 2. Bygginigarkostisa'ður hefur hækkað um meira en 30% á sama tínia. Meða'líbúg (300— 340 rúmmetrar kostar nú í byggingu á annað hundrað þúsund króinum meira, en há- anarkslán byggingarsjóðs á í- búð hefur aðeins vericP hækk- ag um 50 þúsund krónur. Vext ir hafia jafnframt verið hækk að'ir. Þannig er aðstaða manna til a& eignast eigin í- búð ,nú ni'iklu verri en áður. 3. Búsáhöld og vélar til heim ilisnotkunar hafa hækkað í verði, um allt að 100%. 4. Skip og vélar til atvinnu- reksturs hafa hækk.að í verði frá 80—100%. Þannlig liefur afkoma oig framtak hinna efnaminni ver- ið stórskert, en á sama tíma hefur auðmönnum og auðfélög um verið tryggg betri gróðra- acfstaða en nokkru sinní fyrr. f vasa þeirra hefur aukning þjóðarteknanna runnið og meira til. Fylgi það sem stjórnarflokk arnir fá í kosningunum 27. maí, munu þeir telja stuðning við framangreinda stjómar- stefnp þeirra og þakka fyrir efndir þeirra á kosningaloforð um 1959. Hvað vilja Framsókn- armenn? Stefna Framsóknarflokksins er að efla og styðja efnalegt sjálfstæÖI, scm allra flestra einstaklinga. Þetta vill Fram- sóknarflokkurinn gera m. a. á eftirfarandi hátt: 1. Með sem réttlátastri skipt- ingu þjóðartekna. 2. Með opinberum stuðningi og fyrirgreiðslu í þágu efna- minni einstaklinga, sem viiwia að framkvæmdum. 3. Með frjálsu samstarfi ein- staMinga, þar sem það á við. Stefnu sinni til stuðnings rvísiar ' Friamsóknarflokkurinn til þeirrar reynslu, að hvers konar framfarir hafa orðið mestar í þeim Iöndum, þar sem flestir einstaklingar hafa náð því að vera efnalega sjálf- bjarga og fengið aðstödu til að láta framtak sitt njóta sín. Fallið merki Aiþýðu- Mksins Framsóknarflokkurinn og AI þýðuflokkurir.n voru stofnaðir samtímis. Um alllangt skerið héizt með þeim góð samvinna og verkaskiptíng á þann liátt, að Framsóknasflokkurinn vann acíalleiga í sveitunum, en Al- þýðuflokkurinn í bæjuii^m. Framsókniarflokkurinn studdi þá eindregið umbótamál Al- þýðuflokksins í bæjunum, t. d. verkamannabústaði, togara- vökulög, almannatryggingar o. (Framhald á 15. sfðu) 2 T f MIN N , miðvikudaginn 23. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.