Tíminn - 23.05.1962, Page 15

Tíminn - 23.05.1962, Page 15
Nylon hjólbarðar af flestum stærSum. Einnig margar stærðir með hvítum hliðum. Sendum um allt land. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35, Reykjavík. Sími 18955 Duglegur drengur á ellefta ári, óskar eftir að komast á gott sveitaheimili. Upplýsingar í síma 37888 m Shodr® LÆGSTA VERD bíla i sambærilegum stærðar- og gæðaflokki TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID LAUGAVEGI 17Í - SÍMI 37881 Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum um alit land. HALL.DÓR SIGURÐSSON SkolavörSustíg 2 Veitir frönsku tofti (FramhaJci aJ 5. sí5u.) miklu þar. -Frænka mín, Högna Sigurðardóttir, arkitekt, hjálp- aði mér við að skipuleggja inn- réttinguna, og er ég mjög á- nægð með hennar framlag. — Og hvernig ætlarðu að haga kennslunni? — Eg hef hugsað mér að hafa tíu nemendur í flokki. og áformað er, að það verði flokkar fyrir konuráöllum aldri. Hvert námskeið mun standa yf- ir í u.þ.b. sex vikur, og ætlun- in er, að kennslustundirnar verði tvær aðra vikuna, en þrjár hina. Hver kennslustund mun taka u.iþ.b. 2Vz tíma. Auk þess eru innifaldir tveir einkatímar. Kennslan er svo miðuð við að ,gera stúlkurnar hæfar sem sýn- ingarstúlkur, en auðvitað þurfa þær ekki endilega að verða sýn ingarstúlkur, þótt þær komi í skólann til mín. — En það er ekki nóg að kenna þeim að ganga og hreyfa sig, hvernig þær eigi að halda á töskunni sinni, regnhlífinni, o.s. frv. Það þarf einnig að leið- beina þeim um snyrtingu, hár- greiðslu og fataval. Eg var víst búin að segja frá saumastof- unni, sem ég ætla að reka í sambandi við skóiann. Snyxtíng una tek ég aðallega í einkatím- um. Þá mun ég mála stúlkuna, eins og mér finnst fara henni bezt, og svo mun ég krefjast þess, að hún komi þannig mál- uð í tímana til mín eftir það Sumar mála ég e.t.v. ekki neitt. Hárgreiðslu mun Kristír. Þórar- insdóttir, Sólheimum 1, annast, og mun hún greiða stúlkunum eftir mínu höfði. Kristín er fær stúlka, og mér er mikils virði að fá hana í lið með mér. — Hvernig eru nú viðhorf manna gagnvart þessu áformi þínu? — Þau eru mi$jöfn. Eg veit, að sumir hrista höf- uðið og segja, að það eigi ekki að þurfa að kenna fólki að ganga og hreyfa sig, það eigi að fá að hreyfa sig, eins og því er eðlilegt. Það hefur þó sýnt sig, að sumum er ekki síður van þörf að kenna að hreyfa sig en að kenna þeim að skrifa eða annað slíkt, sem svo mörgum hættir til að líta á sem sjálf- sagða hluti. y Hyggst taka að sér tízkusýningar — Þeir efu líka margir sem sýna þessú fullan skilning og á- huga. Þegar hafa margar stúlk- ur hringt til mín dg spurt mig um skólann, þó að ég sé ekkert farin að auglýsa hann. Eg býst ekki við, að ég þurfi að kvíða nemendafæð. — Hvað um framtíð sýmiig- arstúlkna hérlendis? Eru ekki litlir möguleikar fyrir þær, enn sem komið er a.m.k.? — Jú, rétt er það, en það fer æ meira í vöxt, að fyrirtæki hafi sýningar á vöru sinni og ég hef hugsað mér að taka að mér tízkusýningar, þegar fram í sæk ir. Þá mun ég velja úr nem- endahóp mínum þær stúlkur, sem mér finnst hæfastar, og ég trúi ekki öðru en að við getum haft nóg að gera, þegar þar að kemur. Eg tek undir orð frú Andreu. Eg trúi ekki öðru en að hún fái nóg að gera með stúlkurnar sín ar. Eg hlakka til að sjá stúlk- urnar, sem útskrifast frá henni, ef þær verða eins glæsilegar. og um leið látlausar, í fasi eins og hún er. Eg hlakka til að sjá fötin, sem þær klæðast og hár- greiðsluna, sem þær bera Og síðast, en ekki sízt, hlakka ég til sð sjá þær sýna nýjustu tízku frá París, þegar þar að kemur. Það veitir ekki af því að tveita ögn af frönsku lofti inn í tízkuheima Reykjavíkur. — k. Ræða Einars iFramhaJcl at 9. síðu.) lending lijá Sjálfstæðismönnum í borgarstjórnarkosningum, þeg- ar þeir liafa viljað komast hjá að verja gerðir sínar í Reykja- vík, að víkja talinu að landsmál um og færa barátti na yfir á það svið. Vígstaða þeirra á þjóð málasviðinu er að þessu sinni ekki þannig, að þeir kæri sig Iieldur um miklar umræður á þeim vettvangi. Menn geta kynnt sér áhugann þar með því að skoða frásagnir Morgunblaðs ins af síðustu atburðum í kaup- gjáldsmálunum, þar er tæplega á þau minnzt. Þess í stað er nú öllum liðs- kostinum varið til þess að reyna að sanna, að Framsóknarmenn séu kommúnistar. Þykir þó mörgum sem þar sé steinum úr glerhúsi kastað, þar sem vitað er, að engir hafa reynzt komm- únistum þarfari en einmitt í- haldið. Kommúnistar vita lúka vel, hvar helzt er skjóls að vænta, þegar móti blæs. Síðustu verk borgarstjórnarmeirihlutans á þessu kjörtímabili eru óljúgfróð asti vitnisburðurinn um þetta. Sjálfstæðismenn létu það verða sitt síðasta verk að hjálpa Ein- ari Olgeirssyni til að komast í Sogsstjórn, og er það raunar hvorki í fyrsta né eina skiptið, sem upp kemst um samspilið milli þessara tveggja flokka, þó að leynt eigi að fara. Við Framsóknarmenji mun- um láta kommúnistabrigzl Morg unblaðsins sem vind um eyrun þjóta, alveg á sama hátt og við teljum ekki svaravert nart Þjóð viljans um það, sem hann kall- ar íhaldsþjónkun Framsóknar. Við erum talsmenn þjóðlegr- ar uppbyggingarstefnu og vilj- um leggja fram krafta okkar til að vinna landinu og þjóðinni það gagn, er við megum og efla gengi borgarinnar okkar á allan hátt, til þess að Reykjavík geti með sóma skipað sinn virðulega sess sem höfuðborg í frjálsu og fullvalda Iandi. Ólafur (Framhald af 16. síðu). stór taps fyrir Reykjavík, og ekki hefur getað grætt á neinu nema saltfisksölu á Ítalíu eins og frægt i er, að telja sig þess umkominn að gefa öðrum ráð í fjármálum. — En sem sagt, Ólafur er öruggur með meirihlutann. (Það eru nú ekki fréttir, stjórnarfiokkarnir hafa nú 11 af 15 borgarfulltrúum) en óttast mest fylgisaukningu Framsóknarmanna, óttast aukið aðhald frá næst stærsta stjórn- málaflokki landsins. Til sölu Margs konar varahlutir í DODGE CARIOL bæSi nýir og notaðir. Mótorar, Gírkassar,, millikassar, hásingar framan og aftan, drif, öxlar, hjöruliðir, stýrissnekkjur. Dynamoar, startarar o.fl. Sendi gegn póstkröfu. Viðgerðarverkstæði Guðm. Valgeirssonar, Auðbrekku, sími um Möðruvelli. Ávisanafals Síðdegis í fyrradag var ungur maður handtekinn á Akureyri, sak aður um ávísanafölsun. Hann hafði komið til Akureyrar kvöldið áður, og mun hafa verið búinn að selja ávísanir fyrir um 500 krónur, þeg- ar hann var handtekinn. Maður þessi er um tvítugt, upp- runalega frá Húsavík, en hefur dvalizt í Reykjavík að undanförnu. í Reykjavík hafði hann komizt yf ir ávísanahefti manns nokkurs, og hafði verið húinn að selja þar á- vísanir fyrir um 2500 krónur. Rannsóknarlögreglan í Reykja- vík hafði samband við lögregluna á Akureyri um að handtaka mann- inn, og var það gert. Hann játaði sekt sína, og ætlunin var að hann færi suður með flugvél í gær. Nokkuð hefur borið á því að und anförnu á Akureyri, að menn vilji ekki kaupa ávísanir af heiðarleg- um borgurum af hræðslu við, að um falsaðar ávísanir sé að ræða. Eru menn mjög óánægðir af þess um sökum, en ekkert við þessu að gera. Þess er skemmst að minnast, er þrír sunnanmenn brugðu sér til Akureyrar og skemmtu sér þar um stund fyrir fé, sem fengizt hafði með fölsuðum ávísunum. VÍÐAVANGUR s. frv. Síðar fjarlægðist Al- þýðuflokkuíinn stefnu sína og fólkið í bæjunum. Framsóknar flokkurinn hóf því aukid starf þar otg tók upp hi@ fallna um- bótamerki Alþýðuflokksins. Síðan hefur fylgi flokksins far ið sívaxand'i þar og aldrei meina en seinasta áratuginn. Saltið (Framhald af 16. síðu). kvæmdastjóra Kol og Salt h.f., hvort það væri rétt, að Reykjavrfc- urborg hefði fest kaup á þessu um- rædda koparmengaða salti. Sagði hann það því sem næst rétt; saliið hefði að vísu ekki verið keypt, heldur hirt, þegar til stóð að fleygja því í sjóinn, og væri ætlun- in að nota það á göturnar næsta vetur. 5% afskriftir: 75 millj. 27. apríl s.l. birtist í Tímanum viðtal við Jón Sveinsson, véltækm- fræðing, þar sem einmitt var kom- ið inn á vandamálið um skaðsemi saltsins. Segir Jón orðrétt: — í Reykjavík eru um 13000 bílar. Ef við reiknum með, að meðalverð- mæti þeirra sé 100.000 krónur, kosta þeir allir 1300 milljónir. Eg tel vafasamt að ofreiknað sé, að vegna, þess, hvernig salti er ausið á götur horgarinnar allan veturinn, megi reikna með 5% afskriftum á bifreiðaeigninni á ári, en það þýð- ir um 75 milljón krónur í glötuð- um verðmætum árlega. Bannað a3 nota salt Síðar í viðtalinu segir Jón: — Fyrir mörgum árum söltuðu Kaupmannahafnarbúar götur sínar til þess að draga úr slysahættu í snjó og hálku. En það eru mörg ár síðan þeir rannsökuðu ýtarlega, hvaða áhrif það hafði á ökutækin. Niðurstöðurnar ollu því, að nú er algerlega banna að salta göturr.ar. í staðinn aka bílar með sanddreif- ara um þær, þegar hált er. — Ein- falt ráð, sem kostar að vísu nokk- uð, en eflaust ekki nema lítið brot af því, sem það kostar að strá salti á ólakkvarðar bifreiðir almennings. Símanúmer okkar er 20820 N N 0 T A N, híisgagnaverzlun Þórsgötu 1. TilboS óskast i Opel Record 1956 í því ástandi, sem bifreiðin er nú í eftir árekstur. VerSur bif- reiðin tll sýnis á Bifreiðaverkstæðinu Kópavogshálsi (við Álf- hólsveg) föstudaginn 25. maí frá kl. 9 tll 17 e.h. Tllboð óskasf send til skrifstofu Samvinnutrygginga í Reykjavík, herbergi 214, merkt „Opel 1956" fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 26. maí. Þakka innilega öllum þeim, er sýndu mér vinar- hug meS heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugs- afmæli mínu 20. þ.m. Sigríður Jónsdóttir, Kvíum. Af alhug þakka ég öllum þeim fjölmörgu, er sýndu mér og börnum mínum hlýhug og samúð, í orði og verki vegna fráfalls eiginmanns míns, Jóns H. Jörundssonar skipstjóra, er fórst mcð v/b Stuðlabergi hinn 17. febr. s.l. Sá vinarhugur, sem mér hefur allsstaðar mætt verður aldrei metinn sem vert væri. Þökkum, sem i huga mínum búa, verður ekki með orðum lýst. Megi sá Guð, sem allt sér og allt skilur, endur- gjalda ykkur með eilifri blessun sinni. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Jónína Geirmundsdóttir * frá Raufarhöfn, lézt í Landsspítalanum aðfaranótt 19. maí. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 26, maí, og hefst kl. 10,30 árdagis. Athöfninni verður útvarpað. Börn og téngdabörn. TIM IN N , miðvikudaginn 23. maí 1962 55

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.