Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 8
ea ★ H Góðir Reykvíkingar. i Á sunnudaginn kemur eigmn 1 við að kjósa borgarstjóm til |j næstu fjögurra ára. Jafnframt er þá reikningsskiladagur þeirr ar valdasamsteypu, sem hér hefur ráðið málum undanfarið kjörtímabil. Enda þótt augljóst sé, að stjórn borgarinnar hefur verið með þeim hætti, að fylista ástæða væri til að veita þeim, sem þar hafa verið í fyrir svari, frí frá störfum og fela Istjóm borgarinnar þeim mönn- um, sem líklegri væru til að valda verkefninu, mun það þó almenn skoðun, að stjórnartíma bil Sjáífstæðisflokksins verði framlengt um eitt kjörtímabil enn. Meirihluti þeirra er nú svo mikill, að engar líkur eru til þess að honum verði hrund- ið í einni lotu, þar sem þeir Ihafa nú 10 fuUtrúa af 15 í borg- arstjórn. Auk þess hefur full- trúi Alþýðuflokksins svo sem kunnugt er, talið sig bezt rækja trúnaðarstarf sitt í boTgar- stjóm á þann hátt, að gerast meðábyrgur með Sjálfstæðis- flokknum að stjóm borgarinn- ar. Vafalaust mun sá flokkur sjá hagsmunum sínum og sinna bezt borgið með áframhaldandi þjónustustarfi eftir þessar kosn ingar eins og hinar fyrri, enda þótt smávegis heimiliserjur hafi gert vart við sig þessa síðustu daga. Vinsæl fræðigrein hjá Mbl. Það hefur sannazt hér í Reykjavík eins og löngum, að hægara er að kalla ógæfuna yfir sig en rata út úr henni. Hingað til hefur Sjálfstæðis- flokknum alltaf tekizt með sinni sterku flokksvél og í krafti síns útbreidda Morgun- blaðs að skapa hér algjörlega ásftæðulausan ótta hjá mörgu saklausu fólki við þær ógurlegu afleið'ingar, sem hljótast mundu af því að þeir misstu meirihluta sinn. Þessi fræðigrein nefnist glundroðakenningin og á mikl- um vinsældum að fagna hjá þeim Morgunblaðsmönnum. Er þó mála sannast, að samstarf stjórnmálaflokka tveggja eða fleiri, í ýmsum kaupstöðum landsins, hefur í mörgum til- fellum tekizt svo vel, að engin ástæða er til þess að örvænta um framtíð Reykjavíkur, þótt íhaldsins missti við, og fullkom- ið ofmat á eigin verðleikum hjá Sjálfstæðismönnum að halda að þeir séu ómissandi. En vegna þess, hve Sjálfstæð- isflokkurinn má nú teljast hafa sterkar likur til endurkjörs, svo sterkar að jafnvel við and- stæðingar hans treystum okkur ekki til að gera ráff fyrir öðru, mætti kannski í fljótu bragði virðast að úrslit þessara kosn- inga væru ekki svo ýkja þýð- ingarmikil, og svo sem nokkuð sama hve mörgum atkvæðum andstaðan í borgarstjórn hefði > yfir að ráða og hvernig þau skiptust. Þessu er þó allt annan veg Ifarið, og nauffsynlegt aff gera sér vel gre|n fyrír þvú Hiff rétta er, aff Reykvíkingum er hin tnesta þörf á því, aff í næstu borgarstjóm verffi sem allra öflugust andstaffa gegn meiri- hluta Sjálfstæffisflokksins. Mundi hún tvímælalaust gera mikiff gagn á þann hátt að þoka góffum málefnum áleiffis og veita nauffsynlegt aðhald. Menn skulu varast aff gleyma því, aff snar þáttur þess hve Sjálfstæff- ismeirihlutinn er væmkær og svifaseinn, er einmitt sigurvissa hans og sjálfstraust. Þaff er enn fremur óumdeilanleg staff- reynd, að enda þótt affeins sára fáar úrbótatillögur minnihlut- ans hafi á undanförnum árum náff eyrum meirihlutans, þá hafa þó sum atriði gagnrýninn- ar veriff SVO sterk og á SVO traustum rökum reist, aff jafn- vel íhaldiff) hefivr ekki alveg treyst sér til aff hunza þau. Þegar þannig hefur til tek- izt, hefur einhver fulltrúi meiri hlutans, vanalega löngu síðar, fengið leyfi yfirmanna sinna til að taka tillögurnar upp og bera þær fram sem sínar eigin, með tilheyrandi uppslætti ás-amt mynd í Morgunblaðinu. Það er því tvímælalaust stór ávinning- ur fyrir alla borgarbúa að and- staðan verði á næsta kjörtíma- bili sem allra sterkust, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn ÞORI hreinlega ekki annað en taka tillit til hennar. Þess vegna ríð- ur á því að borgarbúar sýni það í þessum kosningum, að þeir láti ekki bjóða sér það sinnu- leysi og sleifarlag, sem ríkt hef- ur hér að undanförnu, og neyði þannig meirihlutann til bættra stjórnarhátta, því sýnilegt er að lagfæringar FÁST ekki á annan hátt. Framsóknarflokkur- inneinn hæfurtil andstöðu Sú sterka andstaða, sem hér þarf til að koma, verður bezt tryggð með því að veita Fram- sóknarflokknum sem allra mest brautargengi. Staðreynd er, að Framsóknarflokkurinn er næst stærsti stjórnmálaflokkur lands ins, og hefur sannað svo ekki verður um villzt, að hann dugar bezt í því að stcndast íhaldinu snúning. Þgr sem forusta íhalds andstöðunnar hefur verið hjá Framsókn, þar hefur gengið vel, þar sem aðrlr hafa haft forustuna, þar hefur gengið illa. Nægir í því sambandi að vitna til reynslunnar hér í Reykjavík. Aðalandstaðan var hér framan af í höndum Al- þýðuflokksmanna. Þeir voru eitt sinn sterkir og áttu marga bæjarfulltrúa. En þeir dugðu ekki, þeir glötuðu trausti fólks- ins og eiga nú aðeins einn full- trúa í borgarstjórn. Þá urðu kommúnistar stærsti andstöðu- flokkurinn, sú forusta tókst þannig að þá komst Sjálfstæð- isflokkurinn í fyrsta sinn upp í 10 fulltrúa í borgarstjórn, en borgaifulltrúum kommúnista fækkaði að sama skapi. Þessir flokkar eru því búnir að sýna hvað þeir geta, og er næsta ótrúlegt að nokkrum geti fund- izt forustan hafa farið þeim þannig úr hendi, að ástæða sé til að búast við miklu þaðan. Framsóknarflokkurinn er því eini flokkurinn, sem nokkur skilyrffi hefur til þess aff láta aff sér kveffa í andstöffu viff hægri stefnuna, sem nú ræður hér lögum og lofum bæffi í rík- isstjórn og borgarstjóm Reykja víkur. Heilbrigðari flokka- skipting Frjálslynt og umbótasinnaff fólk verffur að átta sig á því, og þaff sem fyrst, aff þróun stjórn- mála hér á landi HLÝTUR að stefna aff sömu flokkaskiptingu og gilt hefur um alllangt árabil í ýmsum nágrannalöndum okk- ar. Þar eru annars vegar hægri flokkur effa ílialdsflokkur, en hins vegar sterkur vinstri flokk ur, og svo víffast hvar lítiff flokksbrot kommúnísta. En hvemig er ástandiff að þessu Ieyti hér? ÍHALDSFLOKKUR er til, ÞAÐ hafa Reykvíkingar fengiff aff reyna undanfarna áratugi og landsmenn allir síff- ustu misserin. Alþýffuflokkur- inn er genginn íhaldinu á hönd og hefur varpaff fyrir borff öll- um gömlum stefnumálum og hugsjónum, er greiddu honum götu aff hugum fólksins hér áff- ur. Alþýffubandalagiff lýtur í einu og öllu yfirráffum komm- únista og þeir framámenn þar, sem af einlægni reyndu aff sveigja stefnu flokksins inn á þjóðhollari brautir, ýmist farn- ir þaSan effa áhrifalausir meff öllu. Þeim fer líka sífellt fjölg- andi, sem komið hafa auga á þessa staðreynd, og á nú Fram- sóknarflokkurinn hvarvetna vaxandi fylgi að fagna. Einkum hefur fylgisaukning hans orðið mikil í kaupstöðum og öðru þéttbýli að undanförnu, og mun það enn sannast, þegar úrslit kosninganna á sunnudaginn verða kunn. Það er því kominn tími til þess fyrir Reykvíkinga að reyna forustu Framsóknar- manna í baráttunni gegn sam- dráttar- og sérhagsmunastefnu núverandi valdhafa hér í borg, þeir flokkar aðrir, sem þar hafa verið til forustu kvaddir hafa löngu sýnt, að þeim er i engu treystandi. Framsæknir borgarar Undanfarin ár og áratugir hafa verið tímabil mikillar upp byggingar og framfara í ís- lenzku þjóðlífi. Um gervallt landiff hafa risið upp ný og glæsileg mannvirki, og stór- virk framleiðslutæki flytja björg í bú i áður óþekktum MMsmawnoH mæli. Þessar framfarir blasa hvarvetna við á öllum sviðum þjóðlífsins, segja má að landið hafi risið úr öskustónni. Ekki hvas sízt hefur orðið gerbylt- . ing í Reykjavík, sem hefur á þessu tímabili breytzt úr litlum fiskimannabæ í glæsilega höf- uðborg. Reykjavík hefur að sjálfsögðu notið þess að vera höfuðborg í fullvalda landi, sem hefur verið í' stöðugri framsókn til efnalegrar upp- byggingar, höfuðborg frjálsrar þjóðar á leið sinni úr örbirgð og allsleysi í átt til velmegunar og mannsæmandi lífskjara. Slíkt hlýtur vissulega að hafa sín miklu áhrif. Ekki er það þó eina skýring þess, hve framfarir hafa orðið hér mikl- ar og uppbygging hröð. Mestu þar um veldur hitt, að íbúar Reykjavíkur eru framsækið og duglegt fólk, sem með elju, vinnusemi og atorku hefur lyft hverju Grettistakinu af öðru í framfarasókn sinni. Og Reykvíkingar eru framar öðru gott fólk, sem vill búa í hag- inn fyrir framtíðina og skila borginni sinni fegurri og betri en það tók vð henni Þess vegna finnst mér í san,n leika sagt, aff viff Reykvíking- ar e'igum betra hlutskipti skil- iff en aff búa við hlutdræga og athafnalitla borgarstjórn eins og þá, sem veriff hefur vid völd aff undanförnu. Borg- arstjór.n, sem er á eftir með nálega allt, sem hún á aff gera, þannig, aff framkvæmdir fólks 'ins stranda á því aff látin sé J té napðsynleg aðst.aða af opin- berri hálfu. f sameiginlegum framkvæmdum, sem stjórnend- ur borgarinnar eiga að sjá um, hefur ríkt deyfð og drungi, sem mjög stingur í stúf viff framtaksscm'i borgaranna. Þetta þarf aff breytast, vi'ff þurfum aff fá borgarstjórn, sem starfar í anda þess dugn- affar, sem einkennir atliafnir einstaklinga og félaga hér í borg. Öruggur meirihluti Atkvæðatölur síðustú kosn- inga gefa ekki fyrirheit um það að Sjálfstæðisflokkurinn missi meirihlutann að þessu sinni. Því verður höfuðatriði þessara kosninga að skapa sem sterkasta og jákvæðasta and- stöðu í borgarstjóm og neyða hina gömlu valdaklíku þannig til bættra stjórnarhátta. Því fer vissulega fjarri, að framfarirnar hér í Reykjavík séu Sjálfstæðismönnum að þakka og í hæsta máta broslegt að heyra forsprakka þeirra eigna sér allt, sem hér hefur verið gert, rétt eins og þeir hefðu gert allt af engu og því beri borgarbúum að falla fram og tilbiðja þá Sjálfsagt er að viðurkenna það, sem gert hef- ur verið og þarf engum að koma á óvart, þótt hægt sé að benda á margt, sem gert hef- ur verið af opinberri hálfu hér í borg undanfarinn manns aldur. Tekjur borgarsjóðs eru miklar, útsvör eru hér rausn- arleg og skattar og gjöld til borgarsjóðs ríkulega álögð. Borgaryfirvöldin hafa því haft miklum fjármunum úr að spila og mætti fyrr tólfunum kasta en þess sæust hvergi merki. En mönnum finnst að þetta mikla fé hafi orðið undarlega ódrjúgt í höndum borgarstjórn armeirihlutans, og það er ský- laus krafa borgaranna, að þeir fái meira fyrir það fé, sem þeim er gert að greiða. Búum betur að atvinnuvegunum Ég vil þessu næst, eftir því sem tími vinnst til, ræða um þau málefni, sem við Framsókn armenn munum leggja höfuð- áherzlu á í borgarstjórn næsta kjörtímabil, eftir því sem að- staðan þar gerir okkur kleift. 1. Viff teljum þaS grundvall arverkeíni borgarstjómar, aff trygigia. aff jafnan séu næg at- vinnutæki í borginrii, þau séu starfrækt og allir borgarbúar hafi verkefni viff hagnýt störf. Ber í því sambandi aff leggja áherzlu á aff skapa iffnaffinum sem bezta aðstöffu, meff því a® tryggja honum nægar bygging- arlóðlr og athafnasvæffi á hag- kvæmum stöffum. Iðnaffur er sú .atvinnugrein hér i borg, sem veitir flestu fólki atvinnu og má öl'lum ljóst vera, hvaffa þýffingu vel rekinn og hag- kvæmur iffnaður hefUr fyrir borgina og landiff allt, eink- um á þessum tímum hinnar miklu sérhæfni á öllum sviff- um. Mikill misbrestur hefur veríff á því, aff iffnaffinum hafi verijv sköpufí hér sú affstaffa, sem hann á tilkall til og hon- um er nauð’synleg til aff geta gegnt h'lutverki sínu. Þá leggjum við áherzlu á stórbætta aðstöðu útgerðarinn- ar til byggingar fiskverkunar- stöðva og hraðfrystihúsa eftir fyllstu þörfum. Útgerff frá Reykjavík hefur dregizt ískyggilega mikið saman nú í seinni tíð, og er orðin miklu minni en eðlilegt er, miðað við fjölda borgarbúa og aðstæður allar. Borgaryfirvöldin hafa algerlega vanrækt að sjá þess ari höfuðatvmnugrein lands- manna fyrir nauðsynlegri að- stöðu og horft aðgerðalaus á aa sjávarútvegur hefur dregizt saman. Stilla verður í hóf skatt lagningu á atvinnurekstur í borginni og gæta þess sérstak- legá að greiða fyrir nýjum at- vinnugreinum. Undirstaða und ir velmegun hvers byggðarlags er fjölbreytt og blómlegt at- vinnulíf. og borgaryfirvöldun- um er skylt að tryggja það á allan tiltækan hátt. 2. Stjórn borgarinnar að undanförnu hefur veriff allt ol Framsóknarflokkurinn er meirihlutanum skelegga RÆÐA EINARS ÁGÚSTSSONAR í ÚTVARPS UMRÆWJNUM UM BORGARMÁL REYKJA VÍKUR í GÆRKVELDI 8 TÍMINN, miffvikudaginn 23. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.