Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramKvœmdastjóri rómas 4rnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- 'mgastjóri' Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu; afgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstofur t Bankastræti 7 Sírfiar 13300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusimi 12323 Askriftargj Kr 55 á mán innanl. t lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Aístýrum nýrri gengislækkun Það er nú ljóst á öllu, að ríkisstjórnin hefur mjög til athugunar að skella á nýrri gengislækkun, þegar líður á árið. Sérfræðingar hennar eru blindir gengislækkunar- trúarmenn, pg auðkóngarnir, sem mestu ráða um starf og stefnu ríkisstjórnarinnar telja ekkert vænlegra en geng- islækkun til að breyta eigna- og tekjuskiptingunni þeim í hag. Geijgislækkun stuðlar öllu öðru fremur að því að gera hina ríku ríkar^i og hina fátæku fátækari. Það var af þessum ástæðum, sem ráðizt var í gengis- lækkunina í fyrra, þótt hennar væri ekki minnsta þörf vegna atvinnuveganna og efnahagsmálanna. Það hefur ýtt undir ríkisstjórnina og sérfræðinga hennar að grípa til gengislækkunar enn á ný, að þeir telja mótstöðuna, sem gengisfellingin í fyrra vakti, senni- lega öllu minni en þeir bjuggust við. Einkum álykt- ar stjórnin þetta af kosningunum í verkalýðsfélögunum í vetur,en þá voru menn tæpast búnir að átta sig á því, sem gerzt hafði. Það má því telja nokkurn veginn víst, að ríkisstjórnin mun ráðast í nýja gengislækkun, ef hún fær ekki þá við- vörun í kosningunum á sunnudaginn, að hún treysti sér ekki til þess. Þessi viðvörun verður að vera í því formi, að stjórnarflokkarnir tapi verulegu fylgi, en höfuðand- stöðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, eflist að sama skapi. Það sýnir vel, að hættan á gengislækkun er meira en lítil, að Bjarni Benediktsson lætur svo ummælt í Morgunblaðinu á sunnudaginn, að „enn verði ekkert fullyrt um, hvort þjóðfélagið fái vandræðalaust staðið undir þeim hækkunum", sem samið hefur verið um norðanlands. Engum heilvita manni á að geta dulizt, hvað Bjarni er að undirbúa með þessu, ef kosningaúr- slitin á sunnudaginn verða sæmileg fyrir stjórnarflokk- ana. Það er gengislækkun og ekkert annað. Kjpsendur, sem ekki vilja láta þá kjarabót, sem felst í hinum nýju kjarasamningum nyrðra, verða gerða að engu með nýrri gengislækkun, eiga því ekki nema einn kost. Það er að veita ekki stjórnarflokkunum fylgi nú, heldur efla Framsóknarflokkinn. Það mun veita stjórnar- flokkunum slíkt aðhald, að þeir munu ekki þora að grípa til annars eins glapræðisverks og gengislækkun væri, þrátt fyrir hina sterku löngun þeirra til að gera hina ríku ríkari. Efling Framsóknarflokksins í kosningunum nú er bezta vörnin gegn nýrri gengislækkun. Geltir í Alþýðublaðinu Nú er Alþýðublaðið einnig byrjað að gelta með íhalds- blöðunum um Framsóknarmenn sem fjandmenn Reykja- víkur. Jafnframt reynir blaðið að auglýsa Alþýðuflokkinn sem skjól og skjöld Reykvíkinga! Þetta mátti til sanns vegar færa í tíð Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdimars- sonar. En forusta Alþýðuflokksins er önnur nú en þá. Það er táknrænt um það, að um margra ára bil hefur ekki verið veitt eins lítið lánsfé til íbúðabygginga í Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði, og á árinu 1959, þegar kratar fóru einir með stjórn. Allir þekkja baráttu Emils Jónssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar gegn kjarabótum verkafólks á siðastl. sumri. Á dögunum var Bragi Sigurjónsson látinn vera í fvlkingar- brjósti í baráttunni gegn kjarabótum verkamanna á Ak- ureyri. Vigfús Guðmundsson: Norræn fordæmi Þegar ég hef verið staddur úti í stórum löndum stórþjóð- anna hef ég jafnan verið ánægð astur með að vera íslendingur og eiga heima á íslandi. Þótt margt sé þar ytra athyglisvert og sumt eftirbreytnisvert, þá eru ókostimir og það, sem at- laga fer, oft í stærri stfl en hér norður í fámenninu. En það stóra í fjarlægðinni vill oft glepja sýn. Þannig virðist nú á dögum, að tvö stórveldi í austri og vestri trufli of mikið fjölda manna hér á landi. Gengur það svo Iangt. að menn gerast mikl- ir tilbiðjendur þeirra á víxl. Eldri menn muna vel það ógn ar ofríki, sem var í Rússlandi á dögum keisaranna og auðdrotln aranna þar. Loks endaði veldi heirra í mjög blóðugri bvltingu. Öreigamir komu þá til valda og samhugur með veldi^ þeirra barst brátt liingað til íslands. Og hefur það síðan orðið mörg- um að átrúnaði, þótt stjórnar- hættir þar hafi þrnazt á aðra leið en menn vonuðu fyrst eft- ir bvltinguna. f vestrinu reis uun stórveldi, að mestu bvggt af ötulum og bjartsvnum frjílsum landnem- um. En hrátt hlión bar ofvöxtur í dollaradvrkun einstakTinga, og risu þar unn miklir auðknngar, er settu of mikii mörk sín á þjóðfélagið Og dollaradvrkun- in tók að heilla um of alltof marga. alla leið hingað austur á nkkar litla evland. En jafnhliða þessu óx upn á margan hátt fyrirmyndarmenn- ing á nvrztu hornum Evrópu, ' Norðurlöndum. sera menn um allau heim dást að. Fyrst eftir byltinguna í Rúss Iandi átti kommúnisminn miklu fylgi að fagna í Noregi og sátu allraargir kommúnistar í norska binginu um skeið. En foringiar þeirra voru bjóðemissinnaðir og vildu engir þrælar vera hjá , erlendum stórveTdum. Þeir sögðu skilið við Moskvu, og tóku að berjast fyrir umbóta- flokki frjálslvndra manna í Noregi, svinuðum Framsóknar- flokknum hér á landi. Haun hef ur nú starfað sem meirihluta- flokkur í landi sínu í mörg ár og orðið vel ágengt við að koma fram margháttuðum umbótum og jafnrétti þegnanna eftir þroskaleiðum. en ekki bvlting- ar. Og nú nær enginn kommún isti bingsæti í Noregi lengur. Svipuð er sagan í Svíþióð. Þótt ekki séu enn algerlega þurrkaðir út kommúnistar á Norðurlandaþjóðirnar hafa hafnað íhaldi og kommúnistum og byggt upp þjóðfélag hinna mörgu efnalega sjálfstæðu einstaklinga með til. styrk umbótaflokkanna, samvinnufélaganna og verkalýðsfélaganna. Myndln er af stórhýsl sænsku samvinnutrygginga í Stokkhólmi. þinginu þar, þá er það því sem næst. í Danmörku reis kommúnism inn allhátt um tíma og hafði marga þingmenn á þingi Dana. Loks ofbauð aðalforingja þeirra þjónslundin við stórveldi Rússa og sagði skilið við kommúnista flokkinn, sem síðan virðist vera að kulna út þar í landi. f öllum þessum löndum þrífst lítið af auðkóngum og yfirgangs seggjum. Enda staðfesti reynsl- an það, að því fleiri, sem auð- drottnarnir eru, því meiri kommúnismi, t.d. eins og í Frakklandi. Farsælast virðist vera, að sem allra flestir séu vel sjálf- bjarga efnalega. En bláfátækt margra annars vegar og mikil auðæfi örfárra einstaklinga hins vegar skapar óheilbrigða „góða gamla daga“, þótt sumir þeir, sem Ient hafa sólarmegin, óski slíks. Kommúnismi og auð æfi virðist ala hvort annað upp. Við íslendingar eigum fsland. Hér getur okkur liðið vel, ef við reynumst duglegir og ráð- deildarsamir. Og vinnum sam- an að því, að gera okkar þjóð eina af merkustu þjóðum heims, þrátt fyrir það, þótt hún sé ein sú minnsta. En til þess þurfum við að auka þjóðerniskennd okkar sjálfra og hætta við takmarka- litla tilbeiðslu og undirlægju- hátt til erlendra stónelda. þótt margt sé þar hægt að læra eða hafa til hliðsjónar — en afleitt að lúta í blindri hrifningu. Vigfús Guðmundsson. Hvað er Einar að þakka Bjarna? Mikla athygli hefur það vakið, seinustu dagana, að Þjóðviljinn hefur jafnan sleppt að nefna nafn Bjarna Benediktssonar, þeg- ar hann hefur verið að skamma foringja Sjálfstæðisflokksins og nefnt ákveðin nöfn í því sam- bandi. Þannig sagði svo í forustugrein Þjóðviljans á laugardaginn: „Þannig hefur ofstækisklíku! Kjartans Thors og Ólafs Thors, Gunnars Thoroddsens og Birgis- Kjarans tekizt að stöðva togar- an,a í meira 'en tvo mánuði“ í forustugrein Þjóðviljans á; sunnudaginn segir á þessa leið: ! „Fyrrverandi kjósendur Sjálf stæðisflokkSins hafa við orð. að flokksforustan hefði gott af því að fá rassskell í þcssum kosningum, að rétt væri að sýna Birgi Kjaran. Gunnari Thoroddsen og Geir Hallgríms- syni álit fólksins á bolabrögð unum, sem beitt var í und- jrbúningi framboðsims. og álit fóiksins á kjaraskerðingunni!" Bjarna er þannig hvað eftir annað sleppt i Þjóðviljanum. þegar blaðið er að skamma helztu ráðamenn Sjálfstæðisflokksíns Allir vita þó, að Bjarni er nú þeirra ráðamestur Af hverju siafar þessi nær gætni Þjóðviljans við Bjarna''1 Er Einar að þakka Bjarna fyrir Helsingforsferðina eða lánsat kvæðið. þegar kosið var í Sogs stjórnina? Engir eru meiri gengislækkunartrúarmenn en þeir Emil og Gylfi. Sá tími er vissulega liðinn, að forkólfar Alþýðuflokks- íns séu vinir láglaunafólks og millistétta í kaupstöðum og kauptúnum. Geltið í Alþýðublaðinu breytir ekki þeirri staðreynd. TIMIN N, miðvikudaginn 23. maí 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.