Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 5
Vorið er löngu komið, enginn ber lengur á móti því. Göturnar eru löngu orðnar fullar „ . . . af Ást- um og Tótum með nýja hatta og himinblá augu". Allar stúlkur fagna þvi, þegar þær geta hengt kulda úlpuna inn í skáp og stung- ið sokkabuxunum niður i skúffu og tekið fram létt- ari fatnað. Skapið léttist, göngulagið léttist, og stúlk- urnar verða fallegri. Aldrei er meira hugsað, skrifað og talað um fegurð en á vorin. íslendingar hafa löngum gum að af því, að þeir eigi fallegar stúlkur, og útlendingar. sem búning starfseminnar, sem nei„ ast mun í næsta mánuði, varð frú Andrea fúslega við þeirri beiðni blaðsins að svara nokkr- um spurningum viðvíkjandi námi sínu erlendis og væntan- legu starfi. í því skyni lagði blaðamaðui Tímans leið sína að Brekkulæk 1, þar sem Andrea býr, ásamt manni sínum, Halldóri Þor- steinssyni, kennara. Heimili þeirra er í senn glæsilegt og vistlegt og ber vitni um góðan smekk húsráðenda. Sem sagl. hýbýlin hæfa húsmóðurinni. sem kom til dyra í látlausum, en glæsilegum kjól, augsýnilega sniðnum samkvæmt nýjustu Parísartízku. Óvíða betri tízkuskólar — Þú ert nýkomin að utan, leg. Eg vil ekki halda því fram, að Parísarstúlkurnar séu fal- legri en t.d. íslenzkar stúlkur. En hvergi í heiminum hafa stúlkur fallegri og skemmti- legri hreyfingar og framkomu. — En svo að við snúum okk- ur að íslenzkum stúlkum, hvað viltu segja um þær? Eru þær svo fallegar, sem sumir vilja vera láta? — Vissulega er mikið af fal- legum stúlkum hér á íslandi. En það er líka ýmislegt i fari þeirra, sem er ábótavant, og til gangurinn með tízkuskóianum . er meðal annars sá, að sniða þessa vankanta af. — Og hvað finnst þér sér- staklega til lýta hjá íslenzkum stúlkum? — Ja, t.d. sýna þær ekki nógu mikla smekkvísi í klæða- Veitir frönsku lofti ínn ' > tízkuheim bæjarins ferðast hér um, taka gjarnan í sama streng. Hér skal ekki lagð ur neinn mælikvarði á fegurð íslerizkra kvenna, eða hvort þær eru fegurri hér en í öðrum lönd um. Hitt leýfum við okkur að fullyrða, að eins og það er ör- uggt, að lengi getur vont versn- að, þá er það jafnvíst, að Iengi getur falleg stúlka fríkkað. Hýbýlin hæfa hús- móSurinni Hinir svonefndu tízkuskólar eru alveg ný fyrirbrigði hérlend is. Flestum mun kunnugt af blaðaskrifum, að hér er starf- andi einn tízkuskóli, og af frétt um að dæma fara vinsældir hans sífellt vaxandi. Ýmsir segja, að þegar megi sjá áhrif skólans hér í bænum, megi þekkja þær stúlkur úr, sem fengið hafa tilsögn í framkomu þar. Það ætti því að verða mörg um gleðiefni að frétta, að nú er annar slíkur skóli í uppsiglingu. Þeim skóla mun frú Andrea Oddsteinsdóttir stýra, og þrátt fyrir mikið annríki við undir- Andrea Oddsteinsdóttlr Andrea? — Já, ég dvaldist í vetur í París, þar sem ég stundaði nám í skóla fyrir sýningarstúlkur. Það er mjög góður skóli, sem stjórnað er af Lucky, einhverri frægustu sýningarstúlku Frakka. Hún er bæði stofnandi og formaður félags franskra sýningarstúlkna. — Hefurðu starfað sem sýn- ingarstúlka? — Nei, það hefur mér aldrei dottið í hug. Eg lærði þetta ein göngu með það fyrir augum að setja á stofn tízkuskóla hér heima. i — Þótti það ekki einkenni- legt, að kona frá íslandi stund- aði nám í tízkuskóla í París? — Nei, því þá það? Þangað koma konur frá öllum löndum heims. Með mér voru t.d. kon- ur frá Noregi, Spáni, Englandi, Mexicó og víðar að úr heimin- um. Eg álít, að óvíða séu til betri tízkuskólar en einmitt í París, sem með sanni má kalla höfuðborg tízkunnar. Aðeins misheppnuð eftirlíking — Hvernig stendur nú á þessu? Því er ekki alveg eins gott að læra í London, New York, Róm eða einhverri ann- arri stórborg? — Ja, það er nú eúrn sinni svona. Frakkar, og þá fyrst og fremst Parísarbúar hafa mótað smekk kvenna og karla allt frá dögum Lúðvíks XIV. Fengi hann eða hirðmeyjar hans sér nýja flík, þá barst sú fregn um alla álfuna á skömmum tíma. Þannig var það á þeim tímum, og þannig er það í rauninni enn þá í vissum skilningi. — Detti t.d. Yves-Saint-Laur- ent í hug að síkka pilsin, þá síkka þau líka samstundis um allan heim. Snjöllustu tízku- meistarar í London og New York hafa gert ítrekaðar tilraun ir til að brjóta á bak aftur al- ræðisvald tízkukónganna í Par- ís, en árangurslaust. Enda er fatnaður sá, sem á boðstólum er i London og New York, oft og einatt ekki annað en mis- heppnuð eftirlíking á verkum beztu tízkuteiknarnnna 1 Paris Lucky, frægasta sýningarstúlka Frakka. Njóta sín hvergi, nema í París — En hver heldurðu nú að sé ástæðan fyrir því, að Parísar búar ráða þannig lögum og lof- um í tízkuheiminum? — Ein skýringin á yfirburð- um þeirra er áreiðanlega sú. að þeir hafa nú svo langa reynslu að baki. Franskir gullsmiðir hárgreiðslumenn og fatateiknar- ar bera af, hvað smekkvísi, hug myndaflug og dirfsku snertir Þeim er öllum sú list lagin að gleðja konur. Það kemur að vísu fyrir, að slíkir snillingar fæðast meðal annarra þjóða, en það er eins og hæfileikar þeirra njóti sín ekki, nema beir séu búsettir í París. — í þessu sambandi væri t.d ekki ófróðlegt að geta þess, að enski tízkuteiknarinn C. F Worth og Eugéne, keisarafrú, sem var af spönskum ættum. komu krínólínunni í tízku á sín um tíma og aftur úr tízku 20 árum síðar. Þetta hefði verið ó- hugsandi, þrátt fyrir þokka keis arafrúarinnar og listfengi Eng- lendingsins, hefðu þau verið bú sett annars staðar en í París. Vilja sníða van- kantana af — En hvað um stúlkurnar i París, eru þær fallegri en ann ars staðar? — Ja. fegurð er svo margvís- burði. Mér finnst ódýr, amerísk- ur smekkur vera of mikils ráð- andi hérlendis, og ég skil ekki almennilega, hvað veldur þvi. Eg vona, að ég geti haft áhrif á mína nemendur, hvað þetta snertir, og í því skyni hef ég i hyggju að hafa saumastofu í sambandi við skólann minn, þar sem stúlkurnar geta látið sauma á sig, og þa mun ég leiðbeina þeim um efnisval og snið. Tilhneiging til þess aS ýkja — Hvað um snyrtingu? — Það er nokkuð það sama að segja um snyrtingu íslenzkra kvenna og klæðaburð. Það, sern einkennir hana, er, hverSu yfir drifin hún er. T.d. finnst mér voðalegt að sjá, hvað kornur.gar stúlkur mála sig mikið hérna. þær kunna ekkert til þeirra verka, mála bara yfir æskuna. ef svo má segja. Þetta þurfa stúlkur að læra eins og annað — Sania er að segja um hár- greiðslu. Það er einkennilegt, að þegar íslenzk stúlka fer á hárgreiðslustofu, vill hún endi- lega, að það sjáist sem mest. að hún sé með nýlpgt hár. Þetta er hin mesta firra, það á ein- mitt ekki að sjást. Þarna kemur einnig fram tilhneiging ís- lenzkra stúlkna til að ýkja. Það sjáum við m.a. á „túpering- unni“, sem er að hverfa víðast í Evrópu, en hér rís hún hærra og hærra á höfði íslenzkra stúlkna. — Hvað finnst þér um þann sið, sem virðist ríkja meðal ungra stúlkna hér, að sýna sig á strætum úti með rúllur í hár- inu? — Eg á eiginlega engin orð yfir það, þetta er svo ósmekk- legt. Eg get bara ekki skilið. hvernig nokkur stúlka getur fengið af sér að láta sjá sig þannig úti „ götu Það er eng- in afsökun til fyrir slíku. Kennir konum á öllum aldri — Hvenær tekur skólinn ti) starfa hjá þér? — Ætlunin er, aö hann taki lil starfa um miðjan júní. Mér tókst að fá prýðilegt húsnæði á Skólavörðustíg 23 Það er gam alt hús, og ég er að láta breyta Framhaio a nls ift ISOPON er margviðurkennt til „boddy“ viðgerða og hvers konar þéttinga. Það smyrst sem smjör og harðnar sem stál. Nýkomið . Stuðaratjakkar Tjakkar venjulegir, lyftuþol lVz til 20 tonn Viftureimar Bilaperur allar gerðir Útvarpsstengur Stefnuljós Álímdir bremsuskór Koparfittings Hjólbarðar og slöngur, flestar stærðir. Væntanlegt í VIKUNNI Kúplingsdiskar í flestar gerð- ir bifreiða. Sprautulökk Bílabónið margeftirspurða Vinsamlegast, hringið. Sendum í póstkröfu um land allt. STAPAFELL Keflavík. — Sími 1730. - Trúlofunarhringar - Fljót afgreiSsla. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Sími 14007 Til sölu rúmgóð íbúð við Stóra- gerði. Félagsmenn, sem vilja nota forkaupsrétt að íbúðinni, snúi sér til skrifstofunnar Hafnarstræti 8, fyrir 29. maí n.k. B.S.S.R., Sími 23873 TIMINN, miðvikudaginn 23. maí 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.