Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 9
kostnaðarsöm, og leggjum við áherzlu á nauðsyn þess að draga úr útgjöldum með bættri vinnutilhögun, almennum út- boðum verka og sameiningu stofnana eftir því, sem við verður komið. Gæta þarf ýtr- ustu hagsýni og fyllsta sparn- aðar í öllum rekstri og fram- kvæmdum borgarinnar, þannig að hægt sú að verja þeim mun meira af tekjum borgarsjúðs til úrlausnar aðkallandi verk- efna. Verkefni Reykjavíkur eru eðlilega mörg og kostnaðar- söm, þar sem byggg hefur vax ið svo ört hér að undanförnu, og auk þess þannig á málum haldig um langt árabil, að margt er enn ógert af því, sem þó hefði verið hægt að fram- kvæma. Reykjavík verður þann ig ekki aðeins að halda í horf- inu, heldur verður einnig að ráða bót á fornum vanrækslu synduhi. Slíkt verður þvi að- eins mögulegt, að full'kominnar hagsjtoi verði gætt á ölluim sviðum og alveg söðlað um frá þeirri framkvæmdastjórn, sem hér hefur átt sér stað. 3. Húsnæðismál haf-a jafnan verig meðal brýnustu hags- munamála Reykvíkinga, enda fátt eins mikilvægt og hei'l- næmt og gott húsnæði. Borgin hefur byggzt upp fyrir framtak einstakliniga og félaga, svo sem byggingarsamvinnufélaga og byggingarfélaga verka- manna. Framsóknarflokkurinn telur, að borgin eigi að efla framtak þess,ara aðila og elnk- um að styðja þá einstaklinga, sem vinna að því ag koma upp eigin íbúðum. Bongin verður sjálf að byggja íbúðir fyrir þá, sem búa í heilsuspillandi hús- næði effia hafa ejgi fjárhags- getu til ag eignast íbúð. Þyrfti það umfram al'lt að takast þannig, að þau hús, sem þann veg væru byggð, yrðú ekki dýr asfca húsnæðið í bænum, eins og hingag tU hefur viljað verða, því augijóst er, að ein- mitt þetta húsnæðí verður að vera hægt að leigja með sér- staklega vægum kjörum, ef nokkurt gagn á af ag verða. íbúðarbraggar eru vansæm- andi fyrir borgina og ber for- ráðamönnum hennar að sjá svo um, að öllum braggaíbúð- um verði útrýmt og' braggarn- ir rifnir hið allra fyrsta. Slíkt fyrirheit hefur verig fastur lið ur í öllum kosningaloforðum Sjálfstæðismanna við undan- farnar kosningar allt frá stríðs lokum, en efndirnar hafa verið mjög í stíl við annað af því tagi, eins og raun ber ljósast vitni. Borgaryfirvöldunum ber skylda til ag hafa ávallt næg ar hyggingarlóðir til ráðstöf- unar. Samdrátturinn í ibúða- byggingum hér í höfuðstaðnum að undanförnu er ískyggilegt vandamál. Upplýst er, að að- eins var hafin bygging 391 íbúðar á árinu 1961, en þörfin er samkvæmt upplýsingum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- manna 800 íbúðir á ári. Hve- nær og hvernig ætlar hinn sjálfumglaði borgarstjórnar- meirihluti að tryggja bygg- ingu þess sem á vantar, fróð- IIIMI' I m II !■ n legt væri ag fá upplýsingar um það. Framsóknarflokkur- ínn hefur frá fyrstu tíð haft forusbu í byggingarmálunum, og hefur hver löggjöfin ann- arri merkari verið sett um þau mál fyrir hans forgöngu. Næg ir í því sambandi að nefna lög um byggingarsamvinnufélög, verkamannabústaði, lánadeild smáíbúða og húsnæðismála- stofnun ríkisins, sem öll eru verk Framsóknarmanna, ýmist einna eða í samvinnu vig aðra Væri freistandi að gera þessu efni betri skil en ég hef nú tíma til, en ég vil hvetja reyk víska kjósendur til að kynna sér fortíð þeirra flokka, sem nú biðla til þeirra um kjör- fylgi, í húsnæðismálunum. Það mun létta þeim valið. Heildarskipulag í Reykjavík 4. Án efa er þag einsdæmi í siðmenntuðu landi, að byggð sé höfuðborg, án þess að’ nokk ur áætlun sé til um hei'id,ar- skipulag gatna og bygginga, en því mi'ður er þetta svo hér. í skjóli handahófs og ringul- reiðar þrífst spilling oig brask, sem er Ijótur blettur á öllum borgarbnag. Byggingarleyfi til ýmissa aðkallandi o,g nauðsyn- legra framkvæmda fást ekki, af því að ekkert skipulag er tU. Ljóst er, a& ákveða verður heildarskipulag Reykjavíkur og næsta nágrennis og verði þá teki'ð tUIit til vaxandi fólks fjölda og stóraukinnar umferð ar. Skipulag miðbæjarins þol- ir enga big og engan veginn nægilegt að hafa Morgunblað's höll'ina þar eina til viðmið'unar. Greiðfærar samgönguæðar þarf að gera milli einstakra borgarhluta og út úr borginni, þar sem fyrirsjáanlegt 'er að hin mikla umferg er alveg að bera göturnar ofurliði. Þá þurfa borgaryfirvöldin aS hafa forgöngu um endurskipulagn- ingu borgarinnar innan Hring- brautar og stuðla að uppbygg- ingu þess svæðis, í stað þess að teygja byggðina sífellt lengra burtu frá miðbænum með þeim gífurlega kostnaðar auka, sem því er óhjákvæmi- lega samfara. Varanle* gatnagerll 5. Eitt hið nauðsynlegasta í nútíma menningarborg eru ryklausar og greiðfærar götux með afmörkuðum gangstéttum. í þessu efni er Reykjavík illa á vegi stödd, þar sem meira en tveir þriðju hlutar af göt- um borgarinnar eru moldar- eða malargötur án gangstétta Þetta teljum við Framsóknar- menn óviðunandi og leggjum til, að nú verði gert stórátak í gatnagerð og að því stefnt, að allar götur verði á næstu árum gerðar úr varanlegu efni og gangstéttir hellulagðar. Ásigkomulag gatnanna er einn ljósasti votturinn um það sleifarlag, sem í borgarmálefn um hefur ríkt. Ástand þessara mála er líka alltaf að versna, hlutfallið milli fullgerð’ra gatna annars vegar og moldar- oig malarstíganna hLns vegar, verður með hverju árínu óhag- stæðara fyrir borgaryfirvöldin, og fyrirsjáanlegt, ag verkefnið veiður algerlega óviðráðanlegt, ef ekki verður nú þegar tekið duglega í strenginn. Hér þarf stórátak t'il að koma, en til þess að þaff megi takast, er meðal annars nauðsynlegt að stórbæta tækni, skipulag og vinnubrögð öll við gatnagerð- ina. Þarf í þessu efni að nýta reynslu annarra þjócfa og sam ræma verklegar framkvæmdir borgarinnar. Sjálfstæðismenn hafa nú rétt fyrir kosningar samþykkt mikla áætlun um úrhætur í þessum efnum, sem eiga að koma til framkvæmda eftir kosningar. Vonandi er, að þessarar áætl- unar bíði ekki sömu örlög og hafnaráætlunárinnar frægu, sem einnig var samiþykkt í borg arstjórn rétt fyrir kosningar, og átti að koma til framkvæmda strax eftir kosningar, alveg eins og þessi, en stóðst ekki sérfræði lega athugun og hafnaði í rusla körfunni. Enginn skyldi þó haiua, - að- hafnarplanið mikla hafí eiígu 'hlúfverki gegnt, Sjálf stæðismenn fengu 10 fulltrúa í borgarstjórn nokkrum dögum eftir að það var lagt fram. í niðurlagsorðum gatnagerðará- ætlunarinnar nýju er sú von látin í ljós, að hún muni ná þeim tilgangi, sem til er ætlazt. Ef til vill sýnir það sig strax, þegar atkvæðin verða talin að: faranótt næstkomandi mánu- dags, hvort sú von hefur rætzt eða ekki. Framtíðarhöfn 6. Hafnarvandamál Reykja- víkur eru mjög aðkallandi og er óhjákvæmilegt að taka þau nú þegar föstum tökum. Núver andi höfn er orðin of lítil og hindrar það eðlilegan atvinnu- rekstur í borginni. Höfnin var byggð fyrir nærri 50 árum og hefur sem vænta mátti ekki get- að annað þeim stórauknu verk- efnum, sem skapazt hafa á und- anförnum áratugum, glæsileg- asta framfaratímabili þjóðarinn ar frá upphafi. Við leggjum til, að hraðað verði athugun á því, hvar hagkvæmast sé að byggja framtíðarhöfn, og verði hafizt handa um framkvæmdir strax og niðurstöður þeirrar rann- sóknar, ásamt kostnaðaráætlun, liggja fyrir. Höfnin getur ekki sinnt sívax andi þörfum verzlunar, sam- gangna og útgerðar. Afleiðing- in hefur orðið sú, að útgerðin situr á hakanum. Aðstaða báta- flotans er orðin algjörlega óvið- unandi, fiskvinnslustöðvar, og vöruskemmur verður að byggja langt inni í landi og svo framvegis. Sýndartillögur eins og Engeyjarhöfnin fræga leysa hér engan vanda, raunhæfar úr bætur fást ekki með sjónhverf- ingum- og blekkingum. 7. Árum saman hefur Fram- sóknarflokkurinn barizt fyrir því í borgarstjórn, að tekið væri lán til hitaveituframkvæmda, hitaveita lögð í ný borgarhverfi og heita vatnið nýfct sem bezt. Nú hefur loks sá langþráði dag- nú runnið upp, að meirihluti borgarstjórnar hefur látið und- an og fallizt á aukningu hitaveit unnar og lántöku til þeirra framkvæmda. Með því að draga hitaveituframkvæmdir sífellt á langinn, nota jafnvel ekki allt fé hitaveitunnar til aukningar, hvað þá að útvega lánsfé til við bótar, hefur Sjálfstæðisflokkur- inn bakað borgarbúum milljóna- tugatjón og frá þjóðfélagslegu sjónarmiði eru framkvæmdir í hitaveitu ein bezta fjárfesting, sem völ er á hér á landi. Það er því full ástæða til að fagna því, að meirihlutinn skuli nú loksins hafa látið undan síga, en miðað við reynslu er þó enn ríkari ástæða til þess að fylgj- ast vandlega með því, að loforð in verði haldin. Fleiri dagheimili og leikskóla 8. Vegna breyttra þjóðfé- lagshátta og meðal annars vegna þess, hversu hlutfallið milli kaupgjalds og framfærslu kostnaðar er nú orðið óhagstætt hér á landi í seinni tíð, fer það sífellt í vöxt að húsmæður vinna utan heimilis. Því er brýn nauðsyn að fjölga hér til muna dagheimilum og Ieikskólum. í mörgum fjölbyggðum borgar- hverfum er hvorki dagheimili né leikskóli. Svo er til dæmis í Smáíbúðahverfi, Bústaðahverfi og Laugameshverfi. Eftir því, sem borgin stækkar, fækkar hlutfallslega þeim börnum og unglingum, sem eiga þess kost að komast á sveitaheimili að sumrinu. Borgaryfirvöldunuin ber skylda til að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að skapa þeim unglingum heppileg verkefni, sem dveljast í borg- inni yfir sumartímann. Útivistarsvæði í borginni 9. Skipulögð verði opin svæði, þar sem fólk geti eytt frídögum sínum og notið heil- næmrar útivistar, án þess að fara úr borginni. Verði þessi svæði gerð sem vistlegust og heilnæmust með grasflötum, blómarækt og trjárækt. Aðstaða til íþróttaiðkana og líkamsrækt ar verði stórbætt og æskufólki borgarinnar auðveldað svo sem kostur er að stunda heilbrigð tómstundastörf. Brýn nauðsyn er til þess að draga úr setum unglinganna á kaffihúsum og veitingastöðum, með því að beina athafna- og ævintýraþrá þeirra inn á heppilegri brautir en þær, sem nú eiga mestum vinsældum að fagna, og verður seint nógu vel að æskunni búið en aldrei of vel. Burt með sinnuleysið í sjúkrahúsmáium 10. Eitt allra mesta nauð- 1 synjamál borgarinnar er að bæta hið bráðasta úr hinum mikla skorti, sem hér er á 1 sjúkrarými. Sjúkrahúsleysið hér | í höfuðstaðnum er svo gífur- | legt, að tiÞminnkunar ér fyrir M menningarborg og auk þess stór S hættulegt, ef skæðan eða næm- E an sjúkdóm bæri að höndum. Sjúkrarými hefur ekkert aukizt hér um langt árabil, en íbúa- fjöldinn stórvaxið. Augljóst er, að við svo búið má ekki standa og eina leiðin til bráðrar lag- færingar er sú, að taka lán til að ljúka byggingu sjúkrahúss- ins í Fossvogi, sem byrjað var á fyrir nærri 10 árum, en enn er aðeins ‘ fokhelt Sjúkrahús- þörf Reykvíkinga er brýnni en svo, að framkvæmdahraði Sjálf stæðismeirihlutans dugi þar til úrlausnar, og verður því ann- arr'a ráða að leita. Eg hef nefnt hér aðeins 10 atriði borgarmálefna. Mörg fleiri hefði mig langað til að drepa á, en tínians vegna verð- ur það að bíða. Eg hefði til dæmis gjarnan vilja nefna skóla- og menningarinál, félags- mál, vatnsveituframkvæmdir, skólp- og holræsagerð, bruna- varnir, framkvæmdaáætlun borgarinnar, stjórnskipun borg arinnar, byggingu ráðhússins, rafmagnsmálin og verzlunina, svo að eitthvað sé talið. Við Framsóknarmenn höfum fullan hug á því að Ieggja lið hverju því máli, sem við teljum að til heilla horfi fyrir borgina og munum starfa í borgarstjórn meg hagsmuni heildarinnar fyr ir augum. Kvittið fyrir kjara- skerðinguna Enda þótt borgarmálin séu vitanlega það, sem mestu máli skiptir í þessum kosningum, verður þó tæplega hjá því kom- izt, að landsmálabaráttan bland ist þar eitthvað inn í. Núver- andi ríkisstjórn hefur á valda- tímabili sínu skert lífskjör al- mennings svo mjög, að óhugs- andi er að fólk geti látið þetta tækifæri alveg ónotað til þess að kvitta fyrir kjaraskerðing- una á viðeigandi hátt við kjör- borðið. Kaupmáttur launa er minni nú cn hann hefur verið um langt árabil, og afleiðing þess er sú, að fólk verður að vinna langtum meira en nokkru hófi gegnir til þess að komast af. Það er ekki í samræmi við hugsjónir nútíma íslendinga, að þræla þurfi myrkranna á milli til þess að hafa fyrir nauðþurft um. Þvert á móti telur hin nýja kynslóð sig eiga ótvíræðan rétt á því, að uppbygging undanfar- inna áratuga og aukin fram- leiðslugeta verði notuð til þess að auka skerf hins vinnandi fólks og bæta aðstöðu þess. Stjórnarflokkunum tókst fyr- ir síðustu Alþingiskosningar að telja mörgum trú um, að þeir gætu stöðvað dýrtíðina, og ýms ir hafa jafnvel haldið til skamms tíma, að hér ríkti jafn vægi í kaupgjalds- og verðlags- málum. Atburðir síðustu daga hafa þó sýnt mönnum svart á hvítu, að víðsfjarri er að svo sé, enda löngu augljóst, að fólk gæti ekki til langframa unað kaupbindingu eftir jafnstórfelld ar verðhækkanir og hér hafa orðið að undanförnu á öllum sviðum. Oit hefur það verið þrauta- (Framhald á 15 sfðu) eínn f ær til að veita íhalds og málef nalega andstöðu TÍMINN, miðvikudaginn 23. maí 196? 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.