Tíminn - 30.05.1962, Qupperneq 3
Ljósmyndari blaSsins, Guðjón Einarsson, er mikiS í förum og fljótur að munda vélina, þegar eitthvað athyglis-
vert ber fyrir. í gaer var hann á ferð um Tryggvagötu og sá mann hníga niður við Hamarshúsið. Sjúkrabíll var
kvaddur til að flytja manninn á læknavarðstofuna, og myndin sýnir, þegar verið er að stinga honum inn í bílinn.
Bfaðínu er tjáð, að maðurinn hafi fengið aðsvif og skrámast við faliið. Slík atvik gerast að vísu nær daglega,
en festast sjaldan á mynd.
Síoasta von
Eichmanns
NTB—Jerúsalem, 29. maí.
í dag hafnaði æðsti áfrýjunar-
dómstóll ísraels náðunar-
beiðni Servatíusar, verjanda
nazistaböðulsins Adolf Eich-
manns, til handa skjólstæðingi
sínum. Var náðunarbeiðni
þessi aðallega byggð á rök-
semdinni um vanhæfni ísra-
elsks dómstóls ti lað dæma í
máli Eichmanns.
Nokkru síðar bárust svo
þær fréttir, að Servatíus
myndi senda forseta ísraels
sams konar náðunarbeiðni,
sem lokatilraun til þess að
forða Eichmann frá gálganum.
in, yrði hann að staðfesta dauða-
dóminn.
Hæstiréttur vísaði meðal ann-
ars á bug þeirri skoðun verjanda
Eichmanns að lÖgin frá 1950 um
málsmeðferð á stríðsglæpamönn
um, hefðu ekki afturvirk áhrif.
Þá vísaði dómurinn einnig frá
þeirri staðhæfingu, að ísraelska
dómstóla skorti hæfi til að fjalla
um málið.
Blaðið Maariv í ísrael sagði í
dag, að öruggt væri, að Eichmann
yrði hengdur í Remleh-fangelsinu
ef forseti hafnaðí náðunarbeiðn- .
inni. Þá heldur blaðið því farm,
a?j lík Eichmanns verði fengiS í
hendur fjölskyldu hans, ef hún
færi fram á slíka afhendingu.
Verða Salan og Jouhaiad
háðir teknlr af lífi?
Eins og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu, hefur dómurinn
yfir Salan, fyrrverandi hershöfð
ingja og foringja OAS-hreifingar
innar, vakið bæði undrun og reiði,
víða um heim, og þá að sjálf-
sögðu ekki sízt í Frakklandi og
Alsír en eins og menn muna
| bæmdi æðsti herdómstóll Frakk-
1 lands hann í ævilangt fangelsi
' fyrir sakir, sem dauðarefsing lá
við. Það, sem þó einkum vekur
furðu manna er, að skömmu áð-
Heiðursdoktor
í Uppsölum
í dag verður prófessor Einar
Ólafur Sveinsson sæmdur nafnbót
heiðursdoktors við háskólann í
Uppsölum. Prófessorinn og kona
hans eru fyrir nokkru farin utan
til Svíþjóðar.
Fyrir skömmu kom út á vegum
Helgafells „Ein lítil samantekt um
Prófessor Einar Ólafur Sveinsson
EÓS“. Samantektin er eins og
skammstöfunin bendir til um pró-
fessor Einar Ólaf og verk hans. —
Höfundur samantektarinnar nefnir
sig Cadwr, en blaöið hefur fregn-
að, a3 hann sé dr. Hermann Páls-
son, lektor í Edinborg. Þessi sam
antekt er rituð á fornmáli, og er
samtal kennara og nemanda um
prófessorinn.
ur hafði Jouhaud, samstarfsmað
ur Salans í OAS-samtökunum, ver
ið dæmdur til dauða af sama dóm
stól fyrir minni sakir en Salan.
Flestir sem fylgzt hafa með á-
standinu í Alsír og ofbeldisverk
um OAS-manna þar undir stjórn
Raoul Salan, höfðu búizt við, að
ekkert nema dauðinn myndi bíða
hans, ef frönsk yfirvöld hefðu
hendur í hári hans. Fangelsisdóm
urinn kom því eins og reiðarslag
yfir þá, sem vilja OAS-hreyfing
una feiga og hafa samúð með
frelsibaráttu Serkja í Alsír.
Engum mun þó dómurinn hafa
komið meira á óvart en de Gaulle
Frakklandsforseta, sjálfum Frétta
„menn í París höfðu það eftir hon
um, þegar hann frétti um dóms
niðurstöðuna í glæpamáli Salans,
að hér væri um samsæri að ræða
af hálfu hershöfðingjanna níu,
sem skipuðu dómstólinn. Sagði
forsetinn, að nú væri fáum að
treysta, er æðsti herdómstóll
Fflakklands brygðist. Hafði de
Gaulle við orð, að héðan í frá
myndi hann ekki láta hershöfð-
ingja dæma í máli OAS-manns,
og ef til vill myndi hann notfæra
sér ákvæði 16. greinar stjórnar-
skrárinnar um alræðisvald til
handa forseta í neyðartilfellum,
og fella dóminn yfir Salan úr gildi
Lögin gera ekki ráð fyrir, að
dómi herréttar sé áfrýað, en
fréttamenn telja hiklaust, að de
Gaulle muni leita allra þeirra
ráða, sem tiltæk eru til þess að
nýr dómstóll fjalli um mál Sal-
ans.
Þegar niðurstaðan í máli Sal-
ans var kunn, var verjandi Jouh-
auds fyrrverandi samstarfsmanns
Salans, fljótur að grípa tækifær
ið. Jouhaud hafði verið dæmdur
til dauða fyrir minni sakir en
Salan og sat nú í Santé-fangels-
inu í París og beið þess ag aftöku
dagurinn rynni upp. Verjandinn
sendi þegar í stað kröfu til dómS
málaráðuneytis Frákklands um,
að mál slíjólsjpðings síns yrði
tekið fýrír að nýju, meg tilliti til
dómsins yfir Salan. Dómsmála-
ráðuneytið tók kröfuna til greina
og sendi hana t.il æðsta áfrýjunar
dómstóls Frakklands, og þar bíð
ur hún úrskurðar. Samkvæmt lög
um frestast framkvæmd dauða-
dóms sjálfkrafa við slíka áfrýjun
þangað til úrskurður er fenginn.
Jouhaud hefur því fengið nokkum
gálgafrest. Hins vegar segja áreið
anlegar heimildir í París, að de
Gaulle, forseti, muni sjá til þess,
að dómurinn yfir Jouhaud muni
standa óbreyttur. Hann hefði
ekki í huga ag sýna ofbeldismönn
um OAS neina linkind, því aö
öryggi Frakklands væri í veði.
Undirtektir stjórnmálamanna og
blaða víðs vegar um heim og í
Frakklandi benda til, að forSetinnj
liti ekki einn svona á málið.
Servatius, verjandi Eichmanns,
sagði á blaðamannafundi í dag,
að þar sem áfrýjunardómstóllinn
hefði ekki tekið náðu»arbeiðnina
til greina, myndi hann senda for
seta íslaels, Yitzhak Ben-Zvi,
náðunarbeiðni, sem síðasta aðila,
sem bjargað geti Eiehmann frá
gálganum, með því að breyta
dauðadóminum yfir honum í ævi
langt fangelsi.
Þá hefur elzti sonur Eichmanns
Klaus, skýrt frá því, að mamrna
sín muni einnig senda forsetan-
um beiðni um náðun fyrir mann
sinn.
ísraelska stjórnin hélt fund í dag
þar sem Gideon Hausner, ríkissak-
sóknari, gaf skýrslu um sjónarmið
þau, sem lágu til grundvallar höfn
un hæstaréttar á náðunarbeiðni
Eichmanns. Fréttamenn segja, að
stjórnarmoðlimirnir hafi rætt á
þessum fundi ýmis tæknileg atsiði
varðandi aftöku Eichmanns og
bendi þessar umræður eindregið
til þess, að dauðadóminum yfir
Eichmann verði ekki raskað. M.a.
mun stjórnin hafa rætt um það,
hvað gera skyldi við líkið, að af-
töku lokinni.
Frá Miinchen berast þær fregn-
ir, að kona Eichmanns hafi tekið
fréttinni um úrskurð áfrýjunar-
dómstólsins með stillingu. Hins
vegar hafi hún ekki dregið dul á,
að hún hafi orðið fyrir vonbrigð-
um, því hún trúir því statt og stöð
ugt, að maður hennar sé saklaus.
Það var forseti hæstaréttar, Ols
han, sem las upp úrskurð réttar-
ins, og tók sú lesning 3 klukku-
stundir og 25 mínútur. Dómarinn
sagði ma.. að ef dómstóllinn vildi
ekki verða til þess að brjóta lög-
YANDRÆÐB AF VOLDUM
VERKFALLS í PARÍS
NTB—París, 29. maí. Starfs
menn í gas- og rafmagnsstöðv-
um í París gerðu í dag 12
klukkustunda verkfall til þess
að undirstrika kröfur sínar
um hærri laun. Verkfall þetta
hafði í för með sér mikil vand-
ræði í borginni. Umferðaröng-
þveiti var mikið, því að um-
ferðarljós virkuðu ekki og
sporvagnar stöðvuðust vegna
rafmagnsleysis. Húsmæður
urðu að grípa til olíuvélanna,
því að gaseldavélarnar komu
nú ekki að gagni. Húsbænd-
urnir urðu að raka sig um
morguninn upp á gamla móð-
inn, því að rafmagnsrakvél-
arnar komu nú ekki að haldi.
Alvarlegast var ástandið í um-
ferðinni af völdum verkfallsins,
eins og áður segir. Sporvagnar
komust ekki leiðar sinnar og um-
feiðarhnútar urð'u á mörgum stöð-
um, því að bílstjórar og vegfarend
ur höfðu nú ekki umferðarljós til
að fara eftir. Vinna var lögð niður
í mörgum verksmiðjum vegna raf
magnsleysisins. Parísarbúar gátu
ekki hlustað á útvöip sín, bíleig-
endur, sem urðu benzínlausir urðu
að ýta bílum sínum á benzínstöðv-
ar, sem höfðu handdælur, og
svona mætti lengi telja.
Verkalýðsfélög, sem stjórnað er
af kaþólikkum, jafnaðarmönnum
og kommúnistum, gáfu fyrirskip-
anir um að hefja verkfall þetta,»en
óháðir tóku ekki þátt í því.
Tíðindalaust
í togaradeilu
í gærkvöldi var boðaður sátta-
fundur með deiluaðilum í togara-
deilunni, og stóð hann enn, þegar
blaðið fór í prentun. Engar nýjar
tillögur höfðu þá komið fram, og
virtist ekki mikiila tíðinda að
vænta.
„Svartur mánudagur“
(Framhald af 1. síðu).
ir nafninu „svarti mánudagurinn“,
og sýnir sú nafngift, hverjum aug-
um fólk lítur atburð þennan.
Viðskiptakreppa í vændum?
Miklar bollaleggingar eru nú um
það, hvað' valdið hafi þessu skyndi
lega verðbréfahruni. Segja sumir,
að miklir fjármálamenn í Banda-
ríkjunum hafi viljandi hrint þess-
um ósköpum af stað, en aðrir
segja, að atburðinn megi rekja til
slælegrar stjórnar Kennedys, for-
seta, og ráðuneytis hans á fjár-
málum landsins. Stjórnarsinnar
hafa hins vegar vísað seinni skoð-
uninni ákveðið á bug, sem algerum
þvættingi.
Almenn skoðun fjármálamanna
í Wall Street er sú, að árið 1962
eigi fjármálalega séð margt sam-
merkt með árinu 1929, er heims-
kreppan skall yfir, Þó hafi enginn
talið fjármálaástandið svo slæmt,
að atburður sem þessi gæti átt sér
stað.
Fréttin frá kauphöllinni hafi því
komið yfir menn, eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Þeir svartsýn-
ustu segja, að engum blöðum sé
um það að fletta, að atburður þessi
sé undanfari nýrrar viðskipta-
kreppu.
Kennedy, Bandaríkjaforseti, hef
ur Iýst því yfir, að gripið verði til
allra nauðsynlegra ráðstafana til
þess að koma í veg fyrir, að við-
skiptakreppa skelli yfir, vegna
verðfalsins í kauphöllinni í Wall
Street.
Þegar kunnugt varð um, að
skráð verðbréf í kauphöllinni í
New York hefðu fallið um 20 millj
aðra dollara í verði, gaf sérlegur
ráðgjafi Kennedys í fjármálum,
Heller, út yfirlýsingu, þar sem lát-
in er í Ijós óhagganleg tiltrú á
fjármálaskipan landsins, og um
leið von um, að atburðu-r þessi
dragi ekki slíkan dilk á eftir sér að
fjármálalegur grundvöllur lands-
ins fari úr skorðum.
Búizt er við, að forsetinn fyrir-
skipi rækilega rannsókn á fjármál-
um landsins, þótt ekki sé líklegt,
að slík rannsókn leiði til neinna
verulegra breytinga á framtíðar-
áætlunum, svo sem áætluninni um
verulegar skattalækkanir á níesta
ári.
Kuther Hodges, viðskiptamála
ráðherra, sagði á blaðamanna-
fundi í dag, að nauðsynlegt væri
að gera róttækar breytingar á
skattalöggjöfinni til þess að
vinna aftur traust þegnanna eft-
ir hinn alvarlega atburð í New
York. Sagði hann, að nú dyggðu
ekki orðin tóm, hér þyrfti heiðar
legar efndir.
TÍMINN, miðvikudaginn 30. maí 1962
3