Tíminn - 30.05.1962, Síða 7

Tíminn - 30.05.1962, Síða 7
Útgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN f'ramkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri- Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu: afgreiðsla auglýsingai og aðrar skrifstofur I Bankastræti 7 Símar 18300—18305 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðslusimi 12323 Askriftargj kr 55 á mán innanl í lausasölu kr. 3 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Skrif íhaidsbiaðanna um kosningaúrslitin Ef draga ætti ályktanir af frásögnum dagblaðanna í gær um kosningaúrslitin á sunnudaginn og umsögnum þeirra um þau, myndu þær verða helzt á þann veg, að allir flokkarnir hafi unnið stórsigra. Einkum mætti þó ætla af skrifum íhaldsblaðanna, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði unnið stórsigur. Aðalfyrir- sögn Vísis var: „Stórsigur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Bætti nær 3000 atkvæðum við sig“. í Mbl. hljóðaði aðalfyrirsögnin á þessa leið: „Mikill sigur Sjálfstæðis- manna í Reykjavík.“ Af þessu mætti ætla, að flokk- urinn hafi bæði bætt við atkvæðamagn sitt og fulltrúa- tölu í Reykjavík. Þegar menn gera svo samanburð við kosningaúrslitin 1958 og nú, kemur í ljós, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki bætt við sig neinum 3000 atkv., eins og Vísir segir, heldur tapað um 800 atkv. og einum bæjarfulltrúa! Það er allur sigurinn. Þá vantar ekki heldur, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sig vel í kaupstöðunum úti á landi, ef dæmt er eftir frásögn Mbl. „Má segja“, segir Mbl., „að þessar kosningar sýni, að fylgi hans (þ.e. Sjálfstæðisflokksins) átandi traustum fótum um allt land“. Þessi ummæli gefa því vissulega ekki til kynna, að flokkurinn hafi tapað bæjarfulltrúa til Framsóknarflokksins á Akureyri og í Keflavík og víðast lækkað í atkvæðatölu. Annað hljóð kemur hins vegar í strokkinn, þegar farið er að ræða um Framsóknarflokkinn. Um Framsóknar- flokkinn segir Mbl., að hann „hafi aðeins aukið fylgi sitt óverulega og jafnvel tapað á stöku stað“! Þá eru kosningaúrslitin síður en svo neinn áfellisdóm- ur um stjórnarstefnuna. „Eru þessi kosningaúrslit“, seg- ir Mbl., „jafnframt greinileg traustsyfirlýsing við við- reisnarstefnu ríkisstjórnarinnar11. Slík er ályktunin, sem Mbl. dregur af útkomunni hjá Alþýðuflokknum, en Al- þýðublaðið sjálft treystir sér þó ekki til annars en að viðurkenna, að „Alþýðuflokkurinn hlaut sár í Hafnarfirði, Keflavik og á Akranesi, og mun lakari kosningu í Reykja- vík en vænzt var“. Og skyldi það vera traustsyfirlýsing til ríkisstjórnarinnar, að aðalandstöðuflokkurinn vann bæjarfulltrúa frá stjórnarflokkunum í Reykjavík, á Ak- ureyri, í Hafnarfirði, á Akranesi, í Keflavík og sveitar- stjórnarfulltrúa í mörgum kauptúnum? Bersýnilegt er það á þessum blaðaskrifum íhaldsblað- anna, að ekki mun draga úr blekkingariðju þeirra, þótt kosningar séu afstaðnar. Hún mun þvert á móti hert og þannig reynt að bæta upp tapað traust. Menn hafa hér vissulega gott dæmi fyrir augum, sem mikið má læra af, þar sem eru annars vegar sjálf kosningaúrslitin og hins vegar skrif íhaldsblaðanna um þau. Abyrgðarleysi Alþýðublaðið huggar sig við það í gær, að „sá, sem er í stjórnarandstöðu vinni alltaf á, sá ábyrgðarlausi safnar um sig fylgi.“ í tilefni af þessu, er ekki úr vegi að benda á, að Al- þýðuflokkarnir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hafa lengi farið með stjórn og samt haldið fylgi sínu. En þeir hafa starfað öðruvísi -en foringjar Alþýðuflokksins í seinni tíð. í engu þessara landa gæti það gerzt, að alþýðuflokk- arnir færu í stjórnarsamstarf við ihaldsflokkana og gerð- ust skósveinar þeirra og undirlægjur. Slíkt ábyrgðarleysi myndi hefna sín, eins og reynslan sannar hér. Waiter Lippmann ritar um aiþjóðamál: Evrópa getur tekið miklum breytingum á fáum mánuðum Mikill vandi að samræma sjónarmið landbúnaðar og iðnaðar í FYBiRI grein minni (sú grein birtist í Tímamum í gær) reyndi ég að skýra, hvernig kjarnorkueinokun Bandaríkj- anna og sérafstaða Breta til hennar hefur áhrif á viðhorf- in milli hinna enskumælandi Þjóða og Efnahagsbandalags Evrópu. Þar er að finna höfuð þröskuldinn fyrir inngöngu Breta í bandalagig og sam- vinnu Bandaríkjanna vig það. Við verðum að hafa það í huga, að þótt Efnahagsbanda- lag Evrópu, sem stofnað var me‘ð Rómarsamningnum 1957, hafi enn einumgis náð til efna- hagsmála, þá hafa meðlimarík- in sex ákveðið að skrifa undir nýjan sáttmála um stjórnmála- samstarf, og er hann nú til umræðu. Tilgangurinn er að stofna nýtt stórveldi, sem þekkt verði undir nafninu Evrópa en ekki Frakkland eða Þýzkaland. Það er einmitt við tilkomu þessa nýja stjórnmála samstarfs, sem viðhorfin til kjarnorkusamskipta Breta og Bandaríkjamanna koma til álita. | ÞETTA er samt sem áður ekki það mál, sem nýbyrjaðar Iviðræður í Brussel fjalla um. Við getum sagt, ag þar sé rætt um, hvort og hvemig sé - hsegt að veita Bretum inn- göngu í bandalagið. Þar er ekki af hreinskilni fjallað um þátttöku Breta í stjórnmála- bandalagi því, sem enn hefur ekki verið gengið frá. Ég er þó sannfærður um, að stjórn- mála- og hermálaþættirnir eru hinir veigamestu, a. m. k. að því er Frakka varðar, en eng- inn getur sagt fyrir um end- anlega lausn. Það er fullvíst, að óvissan um lausn þessara mála auð- veldar ekki lausn efnahags- S vandamálanna, sem þó eru nægilega erfið viðfangs í sjálfu sér. En til þess að skilja bet- ur eðli þeirra efnahagsmála, sem rædd eru í Brussel, verð- ur að gera sér sem gleggsta grein fyrir undirstöðuatriðum Efnahagsbandalags Evrópu. í eðli sínu er þetta viðskipta samningur milli fransks land- búnaðar og þýzks iðnaðar. Frumþátturinn er tækniþró- un fransks landbúnaðar og aukin afkastageta af þeim sök- um. Efnahagsbandalag Evr- ópu gerir Frökkum kleift að selja meginið af aöalmatvæl- unum — hveiti og kjöt — án keppni við Kanada, Ástralíu, Ný-ja-Sjáland og Argentínu, með almennri en mismunandi álagningu, sem kemur í veg fyrir samkeppni innfluttra vara á markaði Evrópu, án til- lits til verðs þeirra. Gegn þessu nýtur þýzkur iðnaður fyrst og fremst, — samhliða ítölskum. belgískum og hol- lenzkum iðnaði — frjálsrar sölu á markaðinum og verndar gegn umheiminum með tolla- kerfi. (Segja má, að hin gagn kvæmu skipti fransks landbún aðar og þýzks iðnaðar séu sam bærileg við viðskiptahætti okk ar innbyrðis í Bandaríkjunum MACMILLAN — fær hann inngöngu fyrir Breta Bandaríkin eru sameiginlegur markaður, þar sem ríkir efna- hagssamvinna milli iðnaðarins í norð-austur-ríkjunum og land búnaðarins í suð-vestur-ríkjun- um. Efnahagsbandalag Evrópu byggir á svipuðum, gagnkvæm um forréttindum, þó í minna mæli sé). AF ÞVÍ, sem á undan er sagt, ætti að vera Ijósara en áöur, hvers vegna umsókn Breta um inngöngu í Efnahagsbandalag- iö veldur svo miklum erfiðleik um beggja vegna við samn- ingaborðið. Bretar kaupa meg- inig af sínum matvælum frá öðrum svæöum en Evrópu. Þeir kaupa matvælin á hrnu lága heimsmarkaðsverði og á þau er enginn verulegur tollur lagður. Af þessu leiðir, að Bret ar búa við mun ódýrari mat- væli en íbúar meginlandsins. Frakkar greiða bóndanum 2,25 dollara fyrir hveitiskeppuna, en Bretar greiöa aðeins 1,60 dollara Hveitið kostar því að- eins um 18 sent kílóið í smá- sölu í Bretlandi, en í Frakk- landi og á Ítalíu kostar hveiti- kílóið 21 sent. Nautakjötið kost ar 1,66 dollara kílóið í Bret- landi, en um 2,16 dollara í Frakklandi og á Ítalíu. Mesta vandamálig í sam- bandi við viðræðurnar í Bruss- el er það, að Frakkar og með- limir Efnahagsbandalagsins frá Brussel, Bonn og Róm, halda því fram, að Bretar verði — ef þeirn verði veitt innganga í bandalagið — að opna mark- að sinn fyrir frönskum land- búnaði og loka honum um leið í raun og veru fyrir Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Norður- og Suður-Ameriku. Bretar verða ag leggja á hinn almenna toll bandalagsins á landbúnaðarvörur, sennilega fyrst til fulls eftir sjö ára að- lögunartíma. Geri Bretar þetta ekki, er hægt að víkja þeim úr bandalaginu og þá verður iðnaðarframleiðsla þeirra að búa við iðnvörutolla Efnahags bandalags Evrópu. ÞETTA veldur erfiðum ákvörðunum, bæði í París og London. Hve hvassir Frakkar verða í afstöðu sinni,' veltur að verulegu leyti, eins og ég hef þegar sagt, á afstöðu til stjórnmála og hernaðar. En í Frakklandi er auk þess til að dreifa viðskiptahagsmunum, sem munu ganga fast fram, hvað sem öllum stjórnmálum og hermálum líður. í Frakk- landi stendur yfir sams konar bylting og valdið hefur land- búnaðarvandamálum okkar. Til dæmis hefur hveitiuppsker an af ekrunni aukizt um meira en 50% síðan fyrir stríð. Frakkland er ekki aðeins orð- ið fært um að fæða sína eigin íbúa, heldur er um að ræða töluverðar umframbirgðir til útflutnings. Á árunum 1959, 1960 og 1961 fluttu Frakkar út áttunda hlutann af hveiti- framleiðslu sinni, sem nam um 32 milljónum tonna. Um þriðj- ungur þessa útflutnings fer til Þýzkalands. Bændur Frakklands eru áhrifamiklir í stjórnmálum, engu síður en bændur okkar í Bandaríkjunum. Þeir hafa áhuga fyrir útflutningi á háu verði og Bretland virðist mjög eðlilegur markaður fyrir franskan landbúnað. Franskir iðnrekendur — og aðrir iðn- rekendur á meginlandinu — líta á hækkað matvöruverð í Bretlandi sem áhrifamikinn þátt til launajöfnunar Það væri þvi mjög erfitt fyrir franska ríkisstjórn að leyfa Bretum ag njóta ódýrra mat- væla handan yfir höfin og loka með því brezkum markaði fyrir franskar útflutningsvör- ur og leyfa þeim samtímis frjálsan markað fyrir iðnaðar- framleiðslu sína á meginland- inu. ÞAÐ ER mjög erfið ákvörð: un fyrir Breta ag ganga að skilyrðunum fyrir inngöngu > Efnahagsbandalagið. Verði Bretar að útiloka gömlu sam- veldislöndin, sem framleiða ódýrar landbúnaðarvörur. svo sem hveiti, kjöt og smjör, er hætt við, að stjórnmálatengsl samveldisins verði fyrir sárs aukafullu, ef ekki lífshættu- legu áfalli. Málið er djúpstætt. mikilvægt og sérlega við- kvæmt. Enn bólar ekki á neinni lausn þess. Ef hún á að finnast, verða þeir de Gaulle og Adenauer að taka upp mun tilhliðrunarsamari og sveigjanlegri afstöðu en þeir hafa nú. Bretar eru ekki svo hart leiknir, að þeir séu neydd ir til skilyrðislausrar uppgjaf ar fyrir París og Bonn Á þeim París og Bonn velta því afdrif hins mikla máls eins og nú standa sakir. ÉG JÁTA, að í þessu kem- ur fram svartsýni. Og dökkt er útlitið óneitanlega, ef gert er ráð fyrir skjótri lausn á þá leið, að Bretar gangi i Efna hagsbandalag þeirra de Gaulle og Adenauers. Þetta er svo erfitt, að viö hl.iótum að telja okkur lánssama. ef ekki slitn ar upp úr umræðunum, heldur ? fFramhald ' '5 tiðu j? 1 T I M I N N , miðvikudaginn 30. maí 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.