Tíminn - 14.06.1962, Síða 8

Tíminn - 14.06.1962, Síða 8
 I „Hvað ætlarðu eiginlega að gera til Texas?“ spurðu menn mig í undrunartón, bæði hér heima og í Bandaríkjunum, ,,Sjá nautgripabú. Það hlýtur að vera búskapargrein, sem er næsta ólík íslenzkum landbún- aði“, svaraði ég og lét ekki af fyrirætlan minni. Enda fékk ég góðan stuðning hjá Texasbúa, sem starfar í bandarísku upp- lýsingaiþjónustunni í Reykjavík. Frá Jaekson í Mississippi flýg ég til Texas og á að skipta um flugvél í Dallas. Vélinni seinkar vegna storma, og þegar við lenduim í Dallas á hin vélin að fara þaðan eftir tíu mínútur. Skelfing geta gangar verið langir í stórri flugstöð! Loksins hillir undir. afgreiðsluborð'ið, þar sem ég á að gefa mig fram, en nú eru heldur ekki nema þrjár mínútur til stefnu. Eg á aftur jafnlanga göngu fyrir höndum og sé ekki annað vænna en bregða á gamalt ráð og taka til fótanna og skeyta hvorki um skömm né heiður! Allir vita, að Texas er stærsta ríki Bandarfkjanna, rösklega þrisvar sinnum stærra en t.d. England. Sem að líkum lætur, er gróðurfar og loftslag æði breytilegt á þessu flæmi. Eg var á leið til hásléttunnar í suð-vest ur hluta rfkisins, þar sem enn eru endalausar eyðimerkur, sem líklega bíða aðeins vatns til að breyta um svip. Úr flugvélinni verður lítt greint gróðurfar, sízt um þetta leyti vorsins. En langt er milli borga, og skelfing virðast sum býlin einangruð. Fli gvélin lendir, og á flug- vellinum bíða mín þrjár koriur, myndarlegar og vel búnar. Hér er ég gestur félags bandarískra háskólakvenna og reynast þær, sem aðrir, dæmalaust góðir gest gjafar. Eg veit, að tveim megin flug- vallarins eru borgir stærri en Reykjavík_ og heita Odessa og Midland. í tímaritsgrein um iðn jöfra í Midland, sá ég nefnt sem tiæmi um auð þeirra og yfir- læti, að þeir hefðu haft íslenzk- an humar á borðum í stórveizlu. En nú sé ég ekkert bóla á þess- um borgum, aðeins endalausa sléttu á alla vegu. Við ökum til vesturs og stefnum á kolsvartan reykjarmökk. „Er að brenna?" spyr ég í heimsku minni. „Nei, þetta er reykur frá gas dælunum“, er svarið. Þarna er notað jarðgas til eldunar og iðn aðar. Ekki sé ég borgina, hvernig sem ég skima. Stöku hús birtast meðfra, veginum, sem er renn- sléttur og malbikaður, ólíkur gljúpum sandslóðum, sem land- nemarni. brutust eftir. Allt í einu rennur upp fyrir mér, að við erum komnar inn í borgina. Landið er svo flatt, að hvergi er um útsýni að ræða nema frá húsi til húss. Hér er ekki verið að spara landrýmið. Flestir byggja einnar hæðar einbýlis- hús, aðeins örfá atvinnufyrir- tæki hafa reist háhýsi í miðbiki borgarinnar, opinberar bygging ar eins og skólar og sjúkrahús, en fæstar hærri en þrjár hæðir. Snyrtilegir, ógirtir grasfletir með trjám og blómum eru um- hverfis íbúðarhúsin. Göturæsi eru aðeins grunnar dældir, eng Kapella krossins helga í Sedona I Arizona. fyrir kjósendafæðinni er, að hlutfallið milli aldursflokka er allt annað í þessari borg en þeim, sem eldri eru. Þangað hef ur flutt ungt fólk með mörg börn og þar þarf t.d. hlutfalls- lega miklu fleiri skóla en í eldri borgum. En samt varð ég dálít- ið hissa, er uppfræðari minn sagðist ekki búast við, að meira en 4 þúsund myndu neyta at- kvæðisréttar síns. „Hvað eru margir menn í bæj arstjórn?" spurði ég. ,,Fimm og kosning þeirra er algerlega ópólitísk“, sagði hann. „Þeir fá sáralítil laun fyr ir störf sín, en hins vegar ræð- ur borgarstjórnin sér fram- kvæmdastjóra, sem er vel laun- aður. Fræðsluráð eða skóla- nefnd er algerlega ólaunuð, og til allra þessara starfa bjóða sig að jafnaði menn, sem raunveru laga hafa hug á að vinna borg sinni gagn“. Sigríður Thorlacius skrifar úr Ameríkuför: Eyðimörk og undralönd in niðurföll, ekki þarf að óttast úrkomuna. Eg fæ gistingu hjá einni fé- lagskonu. Hún heitir Laura Francis Murphy og kennir van- gefnum börnum í einum barna- skóla borgarinnar. Býr hún ein í snotru húsi, reynist gáfuð kona og fróð. Ekki vilja mínir góðu gest- gjafar, að nautpeningur verði það eina, sem ég sé í Texas. Þó að borgin sé ekki ýkja gömul, þá hefur hún af ýmsu að státa. Árið 1881 var verið að leggja járnbraut um Texas og unnu að því menn frá ýmsum löndum, m.a. allmargir Rússar. Frá þeim er nafngift borgarinnar runn- in og segir sagan, að hin enda- lausa slétta hafi minnt þá á rúss nesku steppurnar, Odessa-nafn- ið festist við einn áningarstað verkamannanna. Þeir ■ grófu fyrsta brunninn á þessum slóð- um, fundu hreint og gott vatn, svo að eftir það sóttu kúrekarn- ir í að á þar með nautahjarðirn- ar, sem tók þá stundum margar vikur, jafnvel mánuði, að reka á markaði. Eftir að járnbraut- in var fullgerð, var svo tekið að senda nautgripi með lestum. í Odessa myndaðist smáþorp, eins og víðar fram með járnbraut- inni. Þangað barst margs konar fólk, og gekk á ýmsu framan af árum. Maður einn var ákærður fyrir að myrða Kínverja og flutt ur til dóms í næstu borg. Dóm- arinn þar sýknaði hann, kvaðst ekkert lagaákvæði finna, sem bannaði mönnum að drepa Kín verja. Ekki var talin ástæða til málareksturs, þó að kúrekarnir sem þarna söfnuðust saman, jöfnuðu deilur meg byssuskot um, það var rétt og slétt venja. Odessa var smábær fram til 1928, er tekið var að bora eftir olíu, en olían er undirstaða vel- megunar þar. Fólki fór ekki að fjölga þar fyrir alvöru fyrr en eftir síðustu heimsstyrjöld, er menn komust upp á lag með að kæla loft í húsum og bílum, áð- ur var hitinn of mikill. Aldrei er svo opnaður gluggi, að ekki sé felld þéttriðin ryksía fyrir opið, því að enginn veit, hve- nær þægileg golan breytist í storm, sem ber sandmökk inn yfir borgina utan af sléttunum. En hér er kátt fólk, smekk- leg og þægileg heimili, mikill tónlistaráhugi og leiklist í há- vegum höfð. Gestrisnin tak- markalaus og gestamóttökur hispurslaúsar og alúðlegar. Eng inn þarf framar að segja mér, að bandarískar húsmæður van- ræki heimili sín og kunni ekki til verka. En þær hafa ýmis þægindi fram yfir okkur og þeir, sem búa við sæmileg efni, hafa miklu rýmra húsnæði þeld ur en hér gerist. í Odessa líSa dagarnir hratt. Mér er fylgt í skóla, þar sem ég kynnist kennslu vangefinna barna, m.a. í sérbekkjum hinna almennu barnaskóla. Þar eru jafnvel bekkir fyrir blind börn og ástæðan fyrir því, að þeim er kennt innan um heilbrigðu börnin, er sú, að fræðsluyfir- völdin leggja áherzlu á, að þessi fötluðu börn einangrist sem minnst frá þeim heilbrigðu og báðir hóparnir læri að taka til- lit til hins í daglegri umgengni. Einn daginn á að kjósa nýj- an borgarstjóra, tvo menn í borgarstjórn og aðra tvo í fræðsluráð. Þá þykir mér sjálf- sagt að fá að koma á kjörstað og sjá og heyra, hvernig þetta fer fram. Á leiðinni í ráðhúsið afsakar frú White, sem þá er leiðsögumaður minn, hve ráð- húsið sé lítilf jörlegt. Engin borgarstjórn hafi þorað að leggja til, að sjóðum borgarinn- ar sé varið til að byggja al- mennilegt ráðhús, af ótta við óvinsældir. Hefur maður ekki einhvern tíma áður heyrt svip- uð rök fyrir því, að ekki séu byggð hús fyrir opinberar stofn- anir? Einhvern veginn er ég því ekkert voðalega hneyksluð, þeg ar við komum að lágu timbur- húsi, þar sem hver botnlanginn hefur verið byggður við annan og tek miklu meira eftir alúð þess góða bæjarstarfsmanns, sem svo að segja tekur mig við hönd sér og fer með mig beint þangað, sem kjörfundur stendur yfir. Þar sitja fimm rosknar konur með prjóna og sauma og bíða eftir þvi, að fólk komi til að kjósa. Þær eru nefnilega kjör- stjórn þessa hverfis. Þegar kjós andi kemur inn, verður hann að sýna kvittun fyrir því, að hann hafi greitt útsvar sitt og aðra skatta og færa um leið sönnur á, hver hann sé, svo að ganga megi úr skugga um, að hann sé á kjörskrá. Að því loknu er hon um vísað inn fyrir tjald að mik illi maskínu með löngum röðum af tökkum. Fyrir framan takk- anna eru nöfn frambjóðenda og til hvaða embættis þeir séu í kjöri. Kjósandinn styður á takka við nöfn þeirra, sem harm vill kjósa, vélin stimplar at- kvæðið og telur þau jafnóðum, svo að þegar kjörfundi er lokið þarf ekki annað en safna sam- an tölunum úr vélunum, bera saman við tölur kjörstjórna og leggja saman niðurstöðurnar. í Odessa búa 90 þúsund manns, en aðeins 20 þúsund voru á kjörskrá, Ein ástæðan Tröll!<a!ctus eyðimerkurinnar — stærsti kaktus í heimi og vex á nær alveg vatnslausrl eyðlmörk, þar m enginn annar gróður þrífst. Svo gaf hann piér sýnishorn af kjörgögnum og við kvöddum kjörstjórnina, sem hafði miðað vel með handavinnuna þessa stund, sem ég sat inni hjá þeim. Loksins lögðum við svo af stað út í sveitina snemma morg uns. Ef ég sá ekki til sólar, var ég gersamlega áttavillt, því að engin voru kennileitin á land- inu, og olíuturnarnir voru hættulegir til viðmiðunar, því að þar sem hafði verið risahár tum í gær, var nú ekki annað eftir en múraður pallur með rörum í dag, ef boruninni var lokið. Þegar litið var yfir víðáttuna, var engu líkara en aska hefði fallið á jörðina. Litbrigði voru undarlega dauf, gráir og mold- brúnir litir. Strjáll, þyrnóttur runnagróður og strítt gras, hvergi grænt lauf. Olíuborar og girðingar einu mannvirkin, sem sá til æði lengi. Loksins sér í nokkur græn tré í fjarska. Við sveigjum heim að hvítu íbúðar- húsi milli trjánna og er vel fagn að af húsfreyjunni, frú Hurst, og móður hennar, frú Ratliff. Þær búa hér tvær einar sem stendur. Báðar eru ekkjur. Ráðs mann hafa þær, sem sér um bú ið og býr hann í öðru húsi, all- langt frá. Frú Ratliff er 85 ára gömul og segir hún mér, er við vor- um setztar inn í dagstofuna, að hún og maður hennar hafi num- ið hér land árið 1903. Þau komu með búslóð sína á hestvagni heiman frá henni austar í Texas og voru sex vikur á leiðinni. Nærri sex kílómetrar voru til næstu nágranna og um aðra mannabústaði var ekki að ræða nær en í um 15 kílómetra fjar- lægð. „Fyrsta sumarið eldaði ég úti á hlóðum", segir gamla kon- an, „en fyrir haustið vorum við búin að koma þaki á húsið sem við svo skiptum í þrjú herbergi og eldhús. Þessi stofa, sem við sitjum í, er eiginlega gamla hús ið okkar því að seinna var byggt við og öllu breytt. Ójá, það er kannske annar svipur á því nú en þegar ég var að basla við ostagerðina á arninum þarna. Eg geymi gömlu pottana mína, ostapressuna og eldhúsborðið 7 * T y t t**TT* T » 1 V T T '' ‘ y t T » t T T f MIN N, fimmtudaginn 14. júnl 1962 ' • ‘ 1 \V • Vi'l ' ? r* r

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.