Tíminn - 15.06.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1962, Blaðsíða 3
Hlé á afvopn- unarráðstefnu Dean svarar fyrir sig ASalfulltrúi Bandaríkjanna á af- vopnunarráðstefnunni, Arthur Dean, vísaði ásökunum sovézka full trúans eindregið á bug og lýsti þær þvætting einan. Hann og Zor- in hefSu sjálfir samið uppkast af fyrnefndri yfirlýsingu og samþykkt hana. En stuttu seinna hefði brugðið svo við, að Zorin tók fyrri orð sín aftur og neitaði að standa að yfir- lýsingunni. Annars sagðist Dean vera ánægð- ur með árangurinn af ráðstefnunni. Hinir ýmsu fulltrúar hefðu skipzt á skoðunum og skýrt sjónarmið landa sinna, og hvatti hann þátttalí endur á ráðstefnunni til að nota þetta hlé, sem nú yrði á fundar- höldum, til þess að finna leið til samstöðu um þau mál, sem legið hefðu fyrir ráðstefnunni. I Gífurlegur fólksstraumur hefur verið frá Alsír til Frakklands síöustu vikurnar, og eykst hann stöðugt, eftir því sem nær dregur þjóðarat. kvæðagreiðslunni í Alsír, en hún fer fram 1. júlí n.k. Skip og flugvélar hafa ekki haft undan að flytja allt það fólk, sem til Frakklands vill fara, og hafa á hverjum degi verið langar biðraðir á flugvöllum og skipaafgreiðslum. Á myndinni sést alsírsk móðir koma með barnahópinn sinn til Marseille í Frakklandi. Zorin harðorSur Sovézki fulltrúinn á ráðstefn- unni, Valerin Zorin, gerði grein fyrir þeim höfuðatriðum, sem Sov- étríkin og Bandaríkin greindi á um, og var skýrsla hans í sjö lið- um. Var Zorin ekki myrkur í máli og notaði mest allan tíma sinn til ár- ása á Bandaríkin. Sagði hann með- al annars, að ýmsir stjórnmála- menn í USA, sem hann þó nefndi ekki, héldu uppi áróðri fyrir kjarn orkustyrjöld gegn Sovétríkjunum. Þá bar hann Bandarikjunum það á brýn, að þau hefðu neitað að sam- þykkja uppkast að yfirlýsingu um fordæmingu á stríðsáróðri. Sitja alþjoðaþing stúdenta í Quebec 10. alþjóðaþing stúdenta verður haldið í Quebeck í Kan- ada 26. júní til 8. júlí n.k. Sitja það fulltrúar frá rúmlega 80 þjóðum og leggur það áætlun um samstarf og samvinnu stú- denta næstu tvö árin. Þing þetta sitja einnig fulltrúar frá menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna og fleiri al- þjóðasamtökum um æðri menntun. Fulltrúar Stúdentaráðs Háskóla ís- lands verða þeir Jón E. Ragnars- son, stud. jur., formaður ráðsins, og Styrmir Gunnarsson, stud. jur. Aður munu þeir sitja formannaráð- TVEIR TOGARAR SKÍRÐIR UPP Fyrir nokkru festi Einar Guðfinnsson útgerðarmaður kaup á tveimur austurþýzkum togurum, Bjarnarey og Jóni, Trausta. Voru þeir báðir gerð- ir út á síldveiðar í vetur og öfluðu rúmlega 40 þúsund mála og tunna. Nú hafa skipin verið skírð upp og nefnist Bjarnarey Sólrún IS 399, en Jón Trausti Hafrún IS 400. ! Einar á auk þess Guðmund Péturs,1 sem hefur verið á togveiðum, en verður nú gerður út á síld í sumar. Fjórir bátar aðrir verða gerðir út á síldveiðar frá Bolungarvík í sumar. Það eru: Hugrún, Heiðrún, Einar Hálfdáns og Þorlákur. Útlit er mjög gott með atvinnu í Bolungarvík, því að mikill fjöldi smábáta verður gerður þaðan út í sumar, og auk þess leggja þar á land bátar úr Reykjavík. Fólk hef- ur drifið að bæði frá Reykjavik og ísafirði og einnig frá nokkrum öðrum stöðum. Auk atvinnunnar í sambandi við fiskinn, er verið að hefja framkvæmdir við hafnar- gerð, og vonazt til að hluta henn- ar verði lokið í sumar. Fjórtán til 15 hús eru í byggingu a staðnum. Átta þeirra var byrjað á nú í sumar, en 6 munu vera síð- an í fyrrasumar Einnig er í ráði að hefjast handa um byggingu reisulegs skólahúss í Bolungarvik. Ætlunin er að það rúmi bæði barna- og gagnfræðaskólann. Með- al annars verður sundhöll í sam- bandi við skólahúsið og leikfimi- Ekki var hægt að stunda úti- vinnu Jiér í dag vegna óveðurs. Sæ- rún bíður þess að geta landað sementi, en ekki var hoidur hægt að vinna við það vegna óveðurs. salur. stefnu stúdentasamtaka Norður- landa, og alþjóðlegt seminar, sem haldið verður í Bandaríkjunum, um hlutverk stúdentasamtakanna í þjóðmálum landa sinna. Sumarstarfsemi Stúdentaráðs er nú að hefjast, en hún er auk þátt- töku í samvinnu við erlenda stú- denta, einkum rekstur sumarhótels á stúdentagörðunum og starfsemi ferðaþjónustu stúdenta. Stúdentaráð hefur síðustu tvö sumur annazt rekstur á Hótel Garði, og heldur því áfram i sum- ar. Reksturinn hefur hingað til gengið vel, og útlit er fyrir, að sum arið í sumar verði gott í þessu til- liti. Hafa húsakynni verið bætt nokkuð í vor, keypt ný húsgögn, snyrtiherbergi bæit óg húsið.málað að qtan. Hefur hagnaði af hótel- rekstrinum verið varið til þessara viðgerða. Hótelstjóri er í sumar sem áður Hörður Sigurgestsson, stud. oecon. Ferðaþjónusta stúdenta hefur verið starfrækt síðan 1958. Hefur hlutverk hennar verið tvíþætt. —, Hún hefur annazt innanlandsferð- ir fyrir íslenzka og erlenda stú- denta og annazt fyrirgreiðslu um ulanlandsferðir stúdenta, en vegna samvinnu við erlend stúdenlasam- tök hefur verið unnt aS veita stú- dentum mun betri kjör til ferða- laga en annars tíðkast. Seinna í sumar mun koma hingað 20 manna hópur erlendra stúdenta. einkum frá Norðurlöndum, og ferðast hér um á vegum ferðaþjónustu =tú- denta Þett.a er nvbreytni sem (Framhald á 15. síðu) Góð aðsókn að skólasýningunni Ágæt aðsókn hefur verið ac skólasýningunni, sem stendur yfii í Miðbæjarskólanum um þessai mundir. Á sjötta þúsund manns hafa heimsótt Miðbæjarskólann sýningin var opnuð þar 8. júní s.l Þar liggur frammi bók, seir gestum er frjálst að rita nöfn sín í og eru til þeirra nota hafðai hrafnsfjaðrir og álftafjaðrir, sen: dýft er í sótblek. Um 1500 manns hafa skráð sig í gestabókina. Þátt taka í getraunum og happdrætti sem haft er í sambandi við sýning una hefur verið góð. Vestur-íslendingunum, sem hinj að komu á miðvikudaginn, hefui verið boðið að sjá sýninguna, o| þekkjast þeir boðið væntanlega dag. Enn fremur er von á stórun hóp bænda á næstunni, sem muni skoða sýninguna. Bændaför ísafirði, 12. iúní: Til ísafjarðar komu loftleiðis fyrradag hópur austfirzkra bændc og húsfreyja á vegum Búnaðarsan bands Austurlands. Hafa gestirnii ferðast um nágrennið og meða: annars séð sýningu á leiknun Meyjarskemman, sem verið er at sýna í Bolungarvík. í gær héldr Austfirðingarnir af stað til Flat eyrar, og þaðan munu þeir halda áfram suður Vestfirði og síðar fara um Dali og Snæfellsnes. Aih eru í ferðinni 63 menn, og mun hún taka 9 daga. Fararstjóri ei Ragnar Ásgeirsson, — G.S. Dragnótaveiöin hefst i dag Sjávarútvegsmálaráðineytið hefur ákveðig opnun veiðisvæða til dragnótaveiða innan landhelg istakmarkana frá og með í dag 15. júní, Veiðisvæðin eru ákveðin með hliðsjón af álitsgerðum hlut aðeiganda aðila, eins og fyrir er mælt um í lögum. Veiðisvæðin eru alls fjögur, og ná yfir megin hluta strandlengju austur-, suður- og vesturlands. Undantekin eru þó ýmis svæði, og eru helztu und- antekningar: 1) innan línu úr Skálanesi um Borgarnes í Gjögur fyrir Seyðis- fjörð og Loðmundarfjörð, 2) inn fjarða í Fáskrúðsfirði og innan (Framhald á 15. síðu) NTB—Genf, 4. júní. Til- kynnt var í Genf í dag, að hlé yrði nú gert á fundarhöldum á 17-ríkja ráðstefnunni um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn, en ráðstefna þessi hefur nú staðið í 3 mánuði. Fundurinn í dag var sá 56., sem haldinn var á þessu tíma- bili, en fundir munu hefjast að nýju 16. júlí. Flestir fulltrúanna á ráðstefn- unni notuðu þennan síðasta fund til þess að skýra í stuttu máli af- stöðu landa sinna með tilliti til þess, sem fram hafði komið á ráð- stefnunni. Hver fulltrúi fékk tíu mínútur til umráða, en flestir töl- uðu lengur. Áttu að myrða de GauBle NTB-París, 14. júní. Opinber yfirvöld í Veso ul skýrðu frá því í dag, að fjórir eða fimm menn úr OAS-samtökunum, sem feng ið höfðu skipun um að ráða de Gaulle, forseta, af dög- um, meðan á fjögurra daga ferð hans um Suð-austur- Frakkland stæði, hefðu ver- ið handteknir skömmu eftir að forsetinn lagði upp í ferð sína í dag. Fimm aðrir menn voru handteknir, áður en flugvél forsetans lenti á flugvelli fyrsta viðkomustaðarins, er var bærinn Vesoul. Talið er, að allir hinir handteknu menn hafi komið frá Þýzka landi. Lögreglan heldur á- fram víðtækri leit að fleiri flugumönnum OAS-samtak- anna, sem taldir eru leynast í aágrenni Vesoul. ðtáðherralistinn hjá Vatthana konungi NTB — Vientiane, 14. júní: Sendiherra Bandaríkjanna i Vientiane, Winthrop Brown, sagði frá því á blaða mannafundi í dag, að Banda- ríkjamenn hefðu ákveðið að taka upp að nýju efnahags- aðstoð við Laos, en úr þeirri aðstoð var að mestu dregið í aprílmánuði s.l. Frá hinni konunglegu höf- uðborg Laos, Luang Prabang berast þær fregnir, að Sou- vanna Phouma, forsætisráð- herra hinnar nýmynduðu samsteypustjórnar í Laos, hefði í dag fengið áheyrn hjá hans hátign, Savang Vatt hana, konungi, og lagt fyr- ir hann ráðherralista sinn til samþykktar. Fyrr um daginn hafði Bo- un Oum, prins og núverandi forsætisráðherra hægristjórn arinnar, verið á fundi kon- ungs, en ekki var vitað, hvort hann hefði þá lagt fram afsagnarbeiðni stjórnar sinnar. Vildu ekki ræ@a um S-Rhódesíu NTB — New York, 14. júní: í dag átti að taka málefni Suður-Rhodesíu til umræðu í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, en aflýsa varð um ræðum, þar sem ekki voru lægilega marsir á mælenda- skrá. Patrick Dean, fulltrúi Breta, var sá eini, sem hafði kvatt sér hljóðs um þetta daffskrármálefni. Ólíklect er, að næsti fund ur verði haldinn fyrr en ein hvern tíma í næstu viku. Ný geimvísinda- sfofnun NTB — París, 14. júní: í dag var undirritaður í París, við hátíðlega athöfn, samningur landa Vestur-Ev- rópu um stofnun nýrrar geimvísindastofnuna (ESRO) með aðalbækistöð í Parls. Höfuðstóllinn er 2.2 millj- ónir norskra króna, sem verja á til geimvísinda á ár- unum 1963—70 Danmörk og Noregur, sem áður höfðu ákveðið að taka þátt í starfsemi -stofnunar- innar, hafa nú fallið frá beirri ákvörðun sinni og und irrituðu ekki samninginn. Þessi ríki stóðu að samn- ingsgerðinni: Stóra-Bretland, Frakkland, Vestur-Þýzka- land, ftalía, Svíþjóð, Austur- ríki. Belgía, ITolland. Spánn oc Sviss. T f M I N N , föstudaginn 15. júní 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.