Tíminn - 15.06.1962, Blaðsíða 12
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON
©@
Fjórir Akurnssingar til varnar, en knötturinn hafnar samt í markinu eftir þrumuskot Mráz innherja í leiknum
í fyrrakvöld. Þetta var þriðja mark innherjans á þremur mínútum í fyrri hálfleik. Ljósmynd: RE.
Frá letk A-sveitar íslands við B-sveit Noregs. Lengst til hægri er Lárus
Karlsson, þá Norðmaðurinn Káre Jensen. Rannik Halle, hinn kunni norski
bridgespilari, horfir á. Lengst til vinstri sést Ása Jóhannesdóttir. — ísland
sigraði í leiknum.
Hverju verður spilað út? Jón Björnsson í B-sveít íslands, til vinstri, bíður
eftir útspilinu, en Lillehöök i A-sveit Svíþjóðar horfir á. Svíar sigruðu í
leiknum. Ljósmyndir: Politiken.
Norðurlandamótið í bridge:
I fyrstu umferðinni spilaði ís-
lenzka A-sveitin við B-sveit Nor-
egs og náði strax öruggri forustu.
í hálfleik var staðan 59—31 og
leikurinn vannst með 148 stigum
gegn ill. B-sveitinni gekk ekki
eins vel en hún spilaði við B-sveit
Svíþjóðar, en í þeirri sveit eru
meðal annars hinir kunnu spilarar
Gunnar Anulf og Nils Olaf Lilli-
höök. í hálfleik var staðan 70—30
fyrir Svíana og þeir unnu leikinn
með 151 stigi gegn 55, eða með
miklum yfirburðum.
Kvennasveitin íslenzka spilaði í
fyrstu umferðinni við Svíþjóð, sem
oft hefur náð góðum árangri á al-
þjóðamótum í kvennaflokki. Stað-
an í hálfleik var nær jöfn, en
sænsku konurnar höfðu þó eitt stig
yfir, 50 gegn 49. f síðari hálfleikn-
um tókst íslenzku konunum ekki
eins vel upp og töpuðu þær leikn-
um með 132 stigum gegn 84.
Aðrir leikir í þessari umferð
fóru þannig, að B-sveit Finnlands
vann A-sveit Danmerkur með 78
gegn 54. A-sveit Svíþjóðar vann B-
sveit Danmerkur með 81 gegn 55
og í kvennaflokknum vann Finn-
land Danmörku með 78 gegn 54,
en þess má geta, að nokkrar af
hinum kunnu dönsku bridgekon-
um spila í opna flokknum.
Um aðra umferð hefur blaðið
ekki fengið eins góðar fréttir, og
það reyndi í gær að ná í fararstjóra
íslenzka liðsins, Eirík Baldvinsson,
en án árangurs. A-sveit íslands
vann þá B-sveit Svíþjóðar með 92
stigum gegn 69, en B-sveit íslands
tapaði með 88 stigum gegn 63. Um
leik kvennasveitarinnar er ekki vit-
að.
í þriðju umferð hafði A-sveit ís-
lands sjö stig yfir gegn B-sveit
Finnlands og er sá leikur sennilega
A-sveit Islands
Tékkneska unglingalands-
liðið, sem hér er í boði Vík-
ings, leikur þriðja leik sinn í
heimsókninni í kvöld á Laug-
ardalsvellinum, og mætir þá
íslandsmeisturum KR. Leikur-
inn hefst klukkan 8.30.
Lið KR verður þannig skipað,
talið frá markmanni að vinstri út-
herja: Heimir Guðjónsson, Krist-
inn Jónsson, Bjarni Felixson, Garð
ar Árnason, Hörður Felixson,
Sveinn Jónsson, Örn Steinsen,
Gunnar Felixson, Gunnar Guð-
manns-son, Ellert Schram og Sig-
urþór Jakobsson.
Þetta er tvímælalaust sterkasta
lið, sem KR hefur á að skipa, að
því undanskildu, að Hreiðar Ár-
sælsson er ekki með, en hann er
í sumarfrii og ekki staddur í bæn-
um.
Tékkneska liðið verður svipað
og í fyrsta leiknum gegn Akur-
eyri — en í leiknum gegn Akra-
nesi léku allir varamerínirnir með,
en sextán leikmenn eru með í för-
inni.
Eins og skýrt hefur verið frá
hér á síðunni, settu Danir sig í
samband við formann Víkings —
og óskuðu eftir, að tékkneska liðið
léki í Danmörku á heimleiðinni —
eins og var 1957. Nú er ákveðið að
svo verði, og mun liðið því leika
nokkra leiki þar.
jafntefli, þar sem ísland hafði hlot
ið fimm stig eftir þrjár umferðir
— og A-sveitin fengið öll stigin.
Tvö stig eru gefin fyrir unninn
leik. B-sveitin íslenzka tapaði enn
í þessari umferð með 76 stigum
gegn 49. Kvennasveitin átti frí.
Eftir þessar þrjár umferðir var
staðan þannig í opna flokknum,
að Svíþjóð var í efsta sæti með tíu
stig. Finnland var í öðru sæti með
sjö stig, D'anmörk í þriðja sæti með
sex stig, ísland í fjórða sæti með
fimm stig og Noregur í fimmta
sæti með aðeins tvö stig.
í kvennaflokknum voru norsku
konurnar hins vegar efstar með
sex stig — eða hafa unnið alla leik
ina. Danmörk og Svíþjóð voru í
öðru og þriðja sæti með fjögur
stig og ísland og Finnland ráku
lestina með tvö stig. Eftir því að
dæma hafa íslenzku konurnar unn
ið í annarri umferð, því að þær
sátu hjá í þeirri þriðju.
í gærkvöldi var fjórða umferð
spiluð — _.i spilararnir áttu frí
Framhald á 15. síðu.
2 spyrnur
- MARK
Sá óvenjulegi atburður
gerðist í leik tékkneska ungl
ingalandsliðsins og Akurnes-
inga í fyrrakvöld, að mark
var skorað nær beint eftir
útspyrnu markmannsins. —
Þetta var áttunda mark Tékk
anna. Markvörðurinn, Ticky,
spyrnti knettinum næstum
út á vítateig Akurnesinga.
Útherjinn, Jilek, hljóp Boga
Sigurðsson af sér, náði knett
inum og Iyfti honum yfir
Helga Daníelsson, markvörð
kurnesinga, í markið. —
Skemmtilegt mark, sem sýn-
ir vel, hve góðar spyrnur
markvarða geta haft mikið 1
að segja. g
Norðurlandameistaramótið í j sveitir frá íslandi á mótinu,
bridge hófst í Kaupmannahöfn 2 karlasveitir í opna flokknum
og 1 kvennasveit. Öll Norð-
á þriðjudaginn, og spila þrjár
Erfitt aðl
spá um
úrslitin
I Politiken á sunnudaginn
er rætt um möguleika þjóð-
anna á Norðurlandamótinu í
bridge og segir þar meðal
annars: Hvernig eru mögu-
leikar þjóðanna? Hér er erf-
itt að gefa svar, og næstum
ómögulegt að benda á nokk-
um öruggan sigurvegara.
Það eina, sem öruggt má
telja er, að ísland hefur
minnsta möguleika, þar sem
íslendingarnir hafa svo fá
tækifæri til að spila við er-
lenda spilara. En hins vegar
má ekki vanmeta íslenzku
sveitirnar, sem oftsinnis hafa
komið beztu sveitum í vanda.
urlöndin senda þrjár sveitir
hver, á mótið. Áhugi fyrir því
hefur verið mjög mikill í Kaup
mannahöfn og hundruð áhorf-
enda fylgjast með hverjum
leik á bridgetöflunni.
í opna flokknum er árangur
beggja sveitanna lagður saman, og
þurfa því báðar sveitirnar að spila
vel, ef ísland á að vera ofarlega á
blaðinu. í A-sveit íslands spila Ól-
afur Þorsteinsson, Brandur Brynj-
ólfsson, Jóhann Jónsson, Lárus
Karlsson, Símon Símonarson og
Þorgeir Sigurðsson og hefur sveit-
in náð ágætum árangri. Hún hefur
ekki tapað leik enn þá — og feng-
ið þau stig, sem ísland^ hefur feng-
ið í opna flokknum. í B-sveit ís-
lands eru Hilmar Guðmundsson,
Jakob Bjarnason, Jón Arason, Jón
Björnsson, Rafn Sigurðsson og Sig
urður Helgason. Sveitin tapaði
þremur fyrstu leikjunum — en í
hálfleik í fjórðu umferð hafði sveit
in 47 stig yfir gegn A-sveit Noregs
A-sveitin íslenzka hafði einnig yf-
ir í sínum leik, fjörutíu stig gegn
fimmtán — svo að heldur horfir
sigurvænlega í þessum leikjum,
þó að allt geti skeð.
12
TÍMINN, föstudagínn 15. júní 1962