Tíminn - 20.06.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1962, Blaðsíða 4
Námskeið í Vollebekk Dagana 5. til 7. júlí n.k. verður haldið námskeið við norska land- búnaðarháskólann í Vollebekk, og fjallar það um byggingarefni og byggingar í sveit. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 5. júlí og verða milli 10 og 15 fulltrúar frá hverju Norðurland- anna. Þátttakendur greiða sjálfir kostnað við ferðir og uppihald, en annar kostnaður er greiddur af Nordisk Jordbruksforskeres For- ening. Meðal þeirra mála, sem rædd verða á námskeiðinu eru hitaein- angrun í veggjum, þaki og gólfi í peningahúsum og mun Asbjörn Torp frá Hedmark Landbrukssel- kvöld lýkur bændaför Vestur-Eyfellinga, sem hófst í fyrrl viku. Mynd þessl var tekln í upphafl ferðarinnar, og sýnir alla þátttakendurna. Ljósmynd: Ottó Eyfjörð. HOLSKURÐUR Á LAMBI Vík, 17. júní. Nýlega fannst nýfætt lamb í haga þannig á sig komið, aS innýfli þess voru komin út úr kviðnum og orðin mikið bólg- in, óhrein og lítiis háttar særð. Höfðu þau farið út um naflastreng lambsins. Eins og á stóð var eina vonin tii þess að bjarga lífi lambsins, að. gera á því holskurð. Var það verk framkvæmt af Gunnari Þorsteins- syni í Vík. Heppnaðist aðgerðin í alla staði mjög vel og hefur lamb- ið náð sér fullkomlega eftir að-| gerðina og þroskast ágætlega. I Aðgerðir sem þessar munu afar sjaldgæfar á nýfæddum lömbum og mjög vandasamar, og hefur Gu.nnari tekizt hún mjög vel. Hann var við dýralækninganám hjá As- geiri Einarssyni, héraðsdýralækni í Reykjavík. Lambið er eign Ólafs Péturssonar, bónda á Gilj- um í Mýrdal. — SÁ. Guðlaugur Einarsson MÁLFLUTNINGSSTOFa Freyjugötu 37, sími 19740 VARMA PLAST EINANGRUN Þ Porgrímsson & Co. Borgartúni 7 Sími 22235 Fréttir £rá landsbyggðinni Byggðasafnið í Skógum opið til sýninga Byggðasafnið í Skógum undir Elyjafjölluim var opnað til sýn- inga 15. maí og verður opið í sum ar til 15. sept. eða í fjóra mánuði. Margir gestir hafa þegar lagt leið sína í safnið og í maí komu m.a. fjölmargir hópar unglinga í skóla ferðalögum. Á s.l. vetri var unnið að breyt- ingu á uppsetningu sýningarmuna og skipulagnihgu. Einnig voru gerðar nokkrar endurbætur á safn húsi og aðrar ráðgerðar. Þá hefur safnvörðurinn, Þórður Tómasson, verið óþreytandi í söfnun muna. Fjölgar þeim með hverju ári og eru nú orðnir tals- vert á þriðja þúsund. Er þar margt ágætra gripa og má segja að nú þegar gefi safnið allgóða hugmynd um atvinnuhætti fyrri kynslóða í Rangárþingi og Vest- ur-Skaftafellssýslu. J-R- Kal í túnum Ási, Vatnsdal, 14. júní. Hér hefur verið frekar kalt að undanförnu og gróður með seinna móti. Tíð var sæmileg um sauð- burðinn, og bændur eru yfirleitt búnir að rniarka og ganga frá fé. Mikið hefur borið á kali í tún- um, enda klaki lengi í jörðu. Mest hefur borið á þessu í Svína- vatnshreppi. Hafa bændur jafn- vel raett um a?j rífa upp nýræktir og sá aftur, því að öðrum kosti er ekki búizt við að spretta verði til gagns. G.J. Vatnsveóur Grenivík, Fnjóskadal 14. júní. Hér hefur verið geysilegt vatns- veður í dag. Kalt er til fjalla og snjóar eflaust þar efra. Vorið hefur verið fremur kalt og erfitt. sæmilega var þó ástatt með hey hjá bændum. Geysilegt kal er í túnum hér í sveit, það mesta, sem komið hefur um áratuga- skeið. Telja bændur það stafa af svellalögum, sem lögðust yfir í febrúar og héldust fram á vor. Aðallega er kalið í nýrækt, eink- inn á uppþurrkuðum mýrum, þar sem flatlendi er mikið. Illa lítur því út með sprettu, enda allt hvítt enn þá á mörgum bæjum. Skepnuhöld hafa verið góð. S.G. Búa undir síld Dalvík, 14. júní. Menn eru nú að búa skip á síld- veiðar, en héðan verða gerð út 7 skip á síldveiðar. Fimm þeirra skipa, sem verða gerð út, eru 60 til 100 lestir, en auk þess eru tvö togskip, Björgvin og Björgúlfur. Nú er aðeins beðið eftir síldar- samningum, svo hægt verði að hefja veiðar. Þrjú söltunarplön verða starf- rækt á Dalvík í sumar. Engin síldarbræðsla er hér, en hins veg- ar lítil fiskimjölsverksmiðja, sem á vetrum vinnur úr fiskúr- gangi frá frystihúsunum. Hún getur einni.g unnið úr síldarúr- gangi, en er það lítil, að hún hefur vart undan, þegar veiði er mikil. P.J 31 lest eftir sólarhring Patreksfirði, 14. júní. Færabátar hafa fiskað hér vel að undanförnu, en alls eru gerðir út héðan milli 20 og 30 bátar. Vinna hefur verið af skornum skammti þegar ekki hefur gefið á sjó. Tveir menn réru á trillubát fyrir skömmu og fengu þeir 31 lestir eftir einn sólarhring, og sýnir það hversu góð veiðin er þegar gefur á sjó. Verið er að gera báta klára tii síldveiða. Dofri og Sigurfari munu fara héðan. og ef til vill þriðji báturinn, en ekki er full- víst enn hvort það verður. S.J. Versta veóur Hóli, Svarfaðardal, 14. júní. í dag var hér eitt alversta veður sem um getur á þessum tíma árs. Rigndi mjög mikið, og hefði eflaust getað gert stórflóð, ef ekki hefði verið kalt á fjöll- um uppi, svo þar snjóaði en rigndi ekki. Góðar horfur eru um sprettu, og kal með minnsta móti í tún- um. Skepnuhöld voru fremur slæm í vetur, og kemur það eflaust til af því, að fé voru eingöngu gefin hrakin hey, frá því í fyrrasumar, sem var mjög slæmt heyafla- sumar. FZ Fjölgar I bænum Siglufjörður, 13. júní: Hér er kalt og grátt út að líta, víða föl niður í miðjar hlíðar. — Ekki gefur á sjó í dag. Undirbún- ingur er hafinn að móttöku sfldar- innar. Aðkomumönnum hefur fjölg að í bænum að undanförnu, sem vinna við að itandsetja plönin og ríkisverksmiðjurnar. Verksmiðj- urnar munu að öllum líkindttm til búnar að taka við síld í vikulokin. B. J. 70—80% tvílembt Reynihlíð við Mývatn, 13. júní: Hér er heldur kalt og fúlveður á norðan með rigningu. Annars hef ur vorið verið úrkomulítið. Sauð- burður heppnaðist vel, og var 70 —80% ánna tvilembt. Hótelið hefur verið opnað, og gista hér 10—20 manns að jafnaði þar af margir útlendingar. Nokkr- ir Þjóðverjar og Englendingaj- fóru til Öskju í gær, en fengu slæmt skyggni. Mikill smásilungur er í vatninu, en lítið um stóran silung og má búast við, að veiðin verði lítil í súmar. — Snæbjörn. Sótthreinsandi Lykteyðandi Fæst í lyfjabúðum Fiskibátar til sölu 20 rúml. dragnnótabátar með góðum vélum og veiðarfærum. Nýlegir 10 rúml. bátar til handfæraveiða. Einnig nokkrir trillubátar með dýptarmælum. SKIPAr OG VERÐBRÉFA- SALAN _ SKIPA- LEIGA VESTURGÖTU 5 sími 13339. skap í Hamar flytja framsöguer- indið. Einnig verður rætt um glugga og dyr í peningshúsum, þar hefur Rolf Henriksson frá Lundi framsögu. — Margt annað verður rætt á námskeiðinu. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu, geta skrifað til Norges Landbrukshögskole, Vollebekk, sem einnig sér um að útvega gistingu á As Hotell eða As Gjestgiveri, eftir því, sem óskað er. Á As Hotell kostar herbergið 25 krónur + 12.5% skatt, en 8.50 kr. á As Gjestgiveri. Þýzka undraefnið gerhreinsar áklæði og gólf- teppi og lyftir bældu flosi. Fæst í hreinlætisvöru- og málningarverzlunum. í Bifreiðaviðgerða- menn Tvo bifreiðaviðgerðar- menn vantar nú þegar á verkstæði úti á landi. Önnumst kaup og sölu Upplýsingar í síma 10956. verðbréfa. TILKYNNING frá matsveinafélagi S.S.Í. Af gefnu tilefni er matsveinum óheimilt að láta skrá sig á Síldveiðar þar til samningar um síld- veiðikjör hafa verið undirritaðir. Ennfremur eru þeir matsveinar, sem réttindi hafa fengið, hvattir til þess að hafa samband við félagið. Upplýsingar í síma 50604. Stjórnin akið nýiuiií bíl SJÁLF Almenna oifreiðaleigan h.f. NÝJUM BÍL Hringbraui 10<i — Simi 1513 ALM BIFREIÐALEIGAN KLAPPARSTÍG 40 KEFLAVIK SRMI 13776 T f M I N N, mlðvikudagur 20. júní 1962. 4 *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.