Tíminn - 20.06.1962, Blaðsíða 7
IV <?
HMEWW
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Fraiíikvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs.
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu
húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skfifstofur í Banka
stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af
greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Ábyrgðarlaust íleipur
forsætisráðherrans
í hinum skrýtilega samsefcningi, sem Ólafur Thors
forsætisráðherra flutti af svölum Alþingishússins á þjóð-
hátíðardaginn, sagði m. a. á þessa leið, að því Mhl. hermir:
„Samfara því, sem íslendingar þurfa að læra að um-
gangast hver annan með siðsemi og góðvild, er þeim
rík nauðsyn að temja sér rétta háttu í samskiptum við
aðrar þjóðir, en enn skortir mikið á að vel sé í þeim
efnum. Nefni ég þar sem dæmi landhelgina og hand-
ritin."
í þessum ummælum Ólafs Thors kemur sú skoðun
fram, að íslendingar hafi sýnt óbilgirni og kröfuhörku í
skiptum og samningum við aðrar þjóðir og er þetta árétt-
að margsinnis í áðurnefndum samsetningi hans. Hann
segir t. d., að við höfum sýnt „kröfuhörku og einhliða
sjónarmið í handritadeilunni við Dani“, og gefur hiklaust
til kynna, að við myndum aldrei hafa sleppt handritun-
um í sporum Dana.
Það er því helzti þjóðhátíðarboðskapur forsætisráð-
herrans, að íslendingar eigi að leggja niður þessa óbil-
girni sína og kröfuhörku, og „temja sér rétta háttu i
skiptum við aðrar þjóðir.“ Alveg sérstaklega er þjóðin
áminnt um þetta í sambandi við landhelgismálið, en und-
anþágur Breta eiga senn að falla úr gildi.
Hvað á annars boðskapur eins og þetta að þýða? Er
verið að undirbúa eitthvað með þessu?
Þau ummæli Ólafs Thors, að íslendingar hafi sýnt öðr-
um þjóðum óbilgirni í sjálfstæðis- og réttindamálum sín-
um, eru ekki aðeins marklaust fleipur, heldur hin háska-
samlegustu út á við, þegar það er forsætisráðherrann
sjálfur, ier segir þetta á þjóðhátíðardaginn. Ólafur Thors
getur farið í gegnum öll skjöl og skilríki, sem fyrir liggja.
og hann mun ekki finna einaS einustu kröfu á héndur
öðrum þjóðum, sem borin hefur verið fram af íslenzk-
um stjórnarvöldum eða þjóðarleiðtogum, er ekki hefur
haft við fyllsta siðferðilegan rétt að styðjast. Allt frá dög-
um Jóns Sigurðssonar hafa íslenzk stjórnarvöld og stjórn-
málaforingjar einmitt kappkostað að byggja allar kröfur
sinar og óskir á réttinum, enda er hann eini grundvöll-
u,rinn, sem lítil þjóð getur byggt kröfur sínar á. Ólafur
Thors verður líka að viðurkenna, þótt hann sé að reyna
að varpa skugga á baráttu okkar í landhelgismálinu, að
þar höfum „við varið og sótt rétt mál“.
Hvers vegna er þá forsætisráðherrann að fleipra þetta
um óbilgirni og þjösnaskap íslendinga í samskiptum við
aðrar þjóðir? Hvaða tilgangi getur það þjónað? Ekki bæt-
ir það aðstöðu okkar til samninga við aðrar þjóðir, ef
sú skoðun festir rætur, að íslendingar séu sérstakir óbil-
girnismenn og þjösnar í skiptum við aðrar þióðir! Það
er ekki ónýtt fyrir þá sem vilja sýna tnngirni
að hafa orð sjálfs forsætisráðherrans fyrir þessu!
Ólafur Thors ætti því að endurskoða þetta fleipur
sitt á þjóðhátíðardaginn, því að í lengstu lög verður
vona, að þetta sé frekar sagt í hugsunarleysi en í ein-
hverjum dulbúnum tilgangi.
Norðmenn moka nú upp síldinni fyrir norðan meðan
íslenzki síldveiðiflotinn liggur bundinn i höfn vegna verk-
banns. Þetta er „viðreisnin" í verki
Tjónið af verkbanninu, sem hefur nú staðið á þriðju
viku, er orðið gífurlegt. Hvað þá ef það heldur áfram?
Gil Robles kemur til sögu á ný
Tekst honum aö sameina konungssinna og lýðveldissinna á Spáni?
SITTHVAÐ bendir nú til
þess, að dagar Francos, ein-
ræðisherra Spánar, séu brátt
taldir. Andstaða gegn einræSis-
stjórn hans fer mjög vaxandi
og það ekki sízt hjá mörgum
þeirra, sem hafa stutt hann á'ð-
ur. Meðal annars virðast nú leið
togar kirkjunnar hafa snúið við
honum baki. Hér kemur það
ekki aðeins til greina, að óvin
sældir stjórnar hans vaxa hjá
almenningi, heldur hitt, að
að menn vilja undirbúa í tíma
það stjórnarform, er leysi ein-
ræðisstjórn hans af hólmi. —
Jafnt vinstri menn og hægri
menn aðrir en fasislar, vilja
færa stjórnarformið í frjáls-
lyndara horf, þegar Franco
sleppir stjórnartaumunum. —
Margir óttast, ef ekkert slíkt
verði undirbúið, geti vel farið
svo, að öngþveiti og ný borgara
styrjöld leysi Franco af hólmi.
Sjálfur lætur Franco ekkert
uppi um það, hvaða fyrirætlan-
ir hann hefur um það, sem eigi
að taka við af honum, enda
ekki algengt að einræðisherrar
séu með slíkar ráðagerðir. Það
er oftast eins og þeir reikni
með því að stjórna eilíflega.
FYRIR nokkru síðan komu
ýmsir af helztu andstæðingum
Francos saman á fund í Munc-
hen, til að ræða um framtíð
Spánar. Þessi fundur var bæði
sóttur. af stjórnmálamönnum,
sem dvalið hafá í útlegð, og
eins nokkrum sljórnmálaleið-
togum, sem hafa fylgt Franco
fram að þessu og jafnframt
gegnt ábyrgðarstörfum fyrir
hann. Þarna voru mættir menn,
sem eru langt til vinstri og
hægri og áttu allir flokkar
þarna íulltrúa, nema kommún-
istar, fasistar og stjórnleysingj
ar. Haft var að yfirskini, að
aðallegá yrði rætt um framtíðar
stöðu Spánar í Evrópu, en að
tjaldabaki var einkum rætt um,
hvað ætti að taka við af Franco.
Margt bendir til, að samkomu-
lag hafi náðst um það í megin-
dráttum milli vinstri manna og
hægri manna. Báðir aðilar eru
nefnilega sammála um að reyna
að forðast nýja borgarastyrjöld
og tryggja friðsamlega þróun.
Ýmsir láta sig dreyma um kon
ungsbundna þingræðisstjórn og
verði reynt að tryggja sam-
stjórn sem allra flestra ; flokka
a.m.k. fyrstu árin eftir fráför
Francos.
ÞEKKTASTUR þeirra manna,
sem sóttu ráðstefnuna var án
efa Gil Robles, leiðtogi konungs
sinna. Hann var eini þátttakand
inn, sem hafði komið verulega
við sögu fyrir borgarastyrjöld-
ina, og þá sem einn harðskeytt
asti og ósáttfúsasti leiðtogi
hægrisinnaðra konungsmanna.
Nú er hann fremstur í hópi
þeirra, sein vilja sætta vinstri
og hægri, að undanskildum fas-
istum og kommúnistum.
Gil Robles er 63 ára gamall
Faðir hans var háskólakennari.
Gil Robles hugðist feta í fót-
spor föður síns og hafði líka
tekizt að ná því marki, er hann
var 23 ára gamall. Þá hafði
hann hlotið stöðu sem prófessor
að afloknum hinum glæsileg-
asta námsferli Kennslan féll
honum hins vegar ekki vel, þvi
að hann vildi hafa stærra at-
Gil Robles.
hafnasvæði. Hann gerðist því
blaðamaður og fór m.a. til
Bandaríkjanna td að afla sér
frekari menntunar á því sviði.
Um skeið ritaði hann greinar
í „The New York Times“. Eftir
heimkomuna sneri hann sér að
stjórnmálum og náði fljótt kosn
ingu á þing. Um það leyti, er
Alfonso konungur hrökklaðist
frá völdum, stofnaði hann
hægri flokk, sem varð stærsti
fiokkur á þingi, og varð Robles
hermálaráðherra í stjórn Lerr
oux. í kosningunum 1936 beið
flokkur hans ósigur, en alþýðu
fylkingin náði völdum. Margir
skoruðu þá á Gil Robles að
beita sér fyrir byltingu, en
FRANCO
hann neitaði því, og tók sér ból
festu í Portúgal um líkt leyti
og borgarastyrjöldin hófst. Síð-
ar bauð hann þó Franco þjón-
ustu sína, en fékk afsvar, því
að fasistar hafa alltaf verið and
vígir honum vegna hollustu
hans við konungsættina. Hann
fékk fyrst leyfi 1953 til þess að
hverfa aftur heim til Spánar,
en þó gegn því loforði, að hafa
ekki afskipti af stjórnmálum.
Franco telur að Robles hafi rof-
ið þetta loforð, er hann tók þátt
í ráðstefnunni í Miinchen, og
var Robles því vísað úr landi.
er hann kom aftur heim til
Spánar. Hann hefur nú tekið
/sér bólfestu í París.
EFTIR heimkomuna til Spán
ar 1953, hóf Gil Robles mál-
flutningsstörf og vann sér brátt
það orð, að hann væri einn
snjkllasti málflytjandi í hinum
spánska heimi. Þótt hann sé
fremur lítill vexti' og ekki mik-
lil fyrir mann að sjá. verður
persóna hans önnur, þegar
hann er kominn í ræðustóiinn.
Hann er fæddur mælskumaður,
sem getur jafn vel höfðað til
skynseminnar og tilfinning-
anna.
Gil Robles hefur um meira
en tveggja áratuga skeið verið
helzti lögfræðiráðunautur
spænsku konungsættarinnar
Sumir gizka á, að hann hafi
raunverulega farið sem fulltrúi
hennar á ráðstefnuna í Munc-
hen. Hún vilji 'ná samstarfi við
sem flesta gðiia og reyna að
koma fótum undir sem víðtæk
asta samstarf, ef svo skyldi
fara, að einhver úr hennar hópi
ætti eftir að skipa knnun.ssstól
Spánar að nýjú. Og fáir þvk.ia
nú líklegri til að koma slíku
samstarfi á en Gil Robles. Hann
er ekki lengur sami hægri mað
urinn og 1936. Hann segir, að
síðan hafi flest breytzt og m.a.
hafi bilið milli hægri og vinstri
mjókkað stórlega. Þess vegna
sé nú möguleikinn til sam-
starfs, sem illu heilli hafi ekki
verið fyrir hendi 1936
Margt bendir til. að Gil Rob
les eigi enn eftir að koma veru
lega við sögu Spánar.
Þ.Þ.
T I M I N N, miðvikudagur 20. júní 1962.