Tíminn - 20.06.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.06.1962, Blaðsíða 8
ningu réttinda lausra motmælt Hópur Húhvetninga við hlið Þórdisarlundar í gróðursetnlngarför. Fyrir 11 árum var það sem Kristján bóndi Vigfússon í Vatnsdalshólum gaf Húnvetn- ingafélaginu í Reykjavík lands spi'ldu sunnan undir Vatnsdals- hólum á hinum fegursta stað. Á þessum stað er talið, að fyrsta húnvetnska konan hafi fæðzt, sem var Þórdís dóttir Ingimundar gamla Vatnsdals- goða, öðru nafni Ingimundur góði. Svo var hann nefndur af ýmsum, sökum mannkosta sinna. Það mun hafa verið Hall dór Sigurðsson frá Þverá, sem fékk Kristján til þess að gefa félaginu land þetta til skógrækt Á þessu vori eru liðin 10 ár síðan byrjað var þarna á gróður setningu trjáplantna. Hefur hópur manna farið á hverju vori til gróðursetningar. Og má nú segja að landið sé að mestu alsett trjágróðri, sem hefur dafnað furðu vel, þótt áburð hafi vantað sem skyldi í kring um plönturnar. Eru nú hæstu trén komin á 3ja meter á hæð. Það er margs að minnast frá ferðum okkar norður á vorin. Fyrstu trjáplöntuna mun Hall- dór Sigurðsson hafa sett niður og gaf landinu um leið heiti, að það skyldi nefnast Þórdísar- j| lundur. Margir menn hafa lagt á sig erfiði við þessar ferðir norður á vorin. Auk þess hafa margir lagt fram peninga, sum ir hverjir á hverju vori og einn ig gefið trjáplöntur. Eins og t.d< Agnar Gunnlaugsson núver andi form., sem hefur gefið myndarlegar plöntur á hverju Þdrdísarlundi Vatnsdal vori. Þeir sem mest og bezt hafa unnið við gróðursetning- una hafa farið á hverju ári norður, sérlega þeir Kristmund ur Sigurðsson og Agnar Gunn- laugsson, einnig Pétur Ágústs- son, fyrrv. formaður skógrækt- arnefndar, sem hefur gefið skógræktinni stóra upphæð í 1, er vio n?íl vgt, »mi lundm.um,, \Æh, 3im og haldið okJÍur Haildór Sigurðsson (með hakann) og Kristján Vigfússon í Þórdísar- lundi. — Myndin tekin við fyrstu gróðursetnlngu fyrir 10 árum. peningum. Til marks um þann velvildarhug sem margur gam- all Húnvetningur ber til þessa staðar og þess sem þarna hefur verið gjört, mætti nefna er Ól- afur Björnsson bóndi í Brautar holti, fór þarna um fyrir nokkr um árum. Dáðist hann að fram taki Húnvetninganna og sendi þeim eitt þúsund krónur ? 1 skógræktarinnar. Margir heima hafa heilsað upp á okkur og rétt okkur hjálparhönd, er við ið að störfum^ ið okkur heim veizlur, svo sem Halldór bóndi Jónsson á Leysingjastöðum, Ing þór bóndi Sigurðsson í Umsv'öl- um o.fl. Ingþór hefur tfka haft eftirlit með landinu fyrir okk- ur, sem hann á þakkir skilið fyrir. Laugardaginn 23. þ.m. er á- kveðið að fara norður í Þórdís- arlund, hressa upp á plönturnar og minnast 10 ára starfs í Þór- dísarlundi. Mun margan góðan félaga fýsa að taka þátt í ferð inni og njóta yndis í vorblíð- unni og Jónsmessunæturinnar. _ H. Sig. 17. fulltrúaþing Sambands íslenzkra barnakennara var haidio í Melaskólanum í Rvík 3. og 4. júní s.l. Þingið sátu 69 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Forsetar þingsins voru kjörnir Guðmundur Björnsson, Akranesi, Einar M. Þorvaldsson, Reykjavík og Sig fús Jóelsson, Reyðarfirði. Rit- arar voru Kári Arnórsson, Húsavík og Jóhann Sigvalda- son, Akureyri. Á þinginu voru ýtarlega rædd launa- og kjaramál kennara og sam þykktar ályktanir um þau í tilefni af væntanlegum kjarasamningum. Enn fremur var því harðlega mót- mælt, að ráðnir væru réttindalaus ir menn til kennslustarfa. Gunnar Guðmundsson, yfirkenn- ari, flutti erindi um námsbækur og gerði grein fyrir framkvæmd- um og áformum Ríkisútgáfu náms bóka. Ársæll Sigurðsson, kennari, flutti erindi um, fræðslumyndir. — Skýrði hann m.a. frá undirbúningi Fræðslumyndasafns ríkisins að gerð íslenzkra kvikmynda. Þá sýndu starfsmenn fræðslumynda- safnsins myndir úr væntanlegum kyrrmyndaflokkum og kyikmynd um íslenzk blóm, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið á vegum safnsins. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor, flutti erindi á þinginu, er^ hann oriefhdi )VBörn og bækur". í sam- ííbándi við þingið var sýning á barnabókum, og vaf hún opin al- menningi dagana 3.—7. júní. Eftirfarandi tillögur voru m.a. íamþykktar á þinginu: „17. fulltrúaþing S. í. B. 1962 lýsir ánægju sinni yfir setningu laga um Fræðslumyndasafn ríkis- ins og skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að tryggja nú þegar það ríf- leg fjárframlög til safnsins, að það geti sem fyrst gegnt því mikilvæga hlutverki, sem því er ætlað". „17. fulltrúaþing S. í. B. 1962 skorar á menntamálaráðherra að skipa nú þegar nefnd til að undir- búa og semja frumvarp til laga um fræðslu allra þeirra barna og ungl inga, sem ekki geta tileinkað sér það námsefni, sem námsskrá fyrir barna- og unglingaskóla gerir ráð fyrir að læit sé í almennum skól- um". „17. þing S. í. B. 1962 skorar á stjórn sambandsins að hefja við- ræffur við stjórn Menningarsjóðs eða aðra bókaútgefendur um út- gáfu á eftirfarandi bókaflokkum: 1. Úrvali úr þjóðsögum. 2. Úrvali fornsagna með niítíma stafsetningu. 3. Safni sígildra innlendra og er- lendra barna- og unglingabóka. 4. Safnriti valinna úrvalskafla önd- vegisbókmennta." Formaður sambandsins var end- urkjörinn Skúli Þorsteinsson. Þá voru einnig endurkjörnir í stjórn- ina þeir Ársæll Sigurðsson, Gunn- ar Guðmundsson, Frímann Jónas- son, Ingi Kristinsson og Stefán Jónsson. En í stað Jónasar Jósteins sonar, sem nýlega hefur látið af kennslustörfum, var kosinn Þórður Kristjánsson. Scarorö a Kaupfélags inga óx um 23% Aðalfundur Kaupfélags Skaftfollinga var haldinn að Kirkjubæjarklaustri 3. júní sl. Á fundinum voru mættir fram- kvæmdastjórinn Oddur Sigur- bergsson, stjórnarnefndarmenn, endurskoðendur og fulltrúar úr öll um deildum f élagsins, ásamt nokkr um gestum úr héraðinu. Fundar- stjóri vaf kosinn Jón Helgason, Seglbúðum. Framkvæmdastjórinn flutti skýrslu um rekstur félagsins, sem gengið hafð'i mjög vel, þrátt fyrir stóraukinn reksturskostnað. Hafði vörusalan á árinu aukizt verulega eða um 23,4% og heildarvelta fé- lagsins nam nær 27 milljónum kr. Ákveðið var, að tekjuafgangi yrði ráðstafað í slofnsjóð félags-! manna. Fundurinn heimilaði [ framkvæmdarstjóra félagsins að kaupa hlutabréf í Samvinnubanka. fyrir allt að 250 þús. kr. ' I Úr stjórn áttu að ganga þeir Sigursveinn Sveinsson, Norður- Fossi og Guðjón Guðjónsson Hlíð, en voru báðir endurkjörnir. Einn- ig var Jón Gíslason endurkjörinn endurskoðandi. Á fundinum komu fram meðal annars eftirfarandi tillögur, með einróma samþykki fundarmanna: 1. „Að'alfundur Kaupfélags Skaftfelíinga, haldinn að Kirkju- bæjarklaustri 3. júní 1962, skorar á ríkisstjórnina og Seðlabankann að hlutast til um að afurðalán út á landbúnaðarafui'ðir verði hækk-j að til samræmis við það, sem áðurj var, eða í 67% af afurðaverði ogí þá jafnframt tekið fullt tillit til aukins afurðamagns og hækkaðs verðlags. Enn fremur skorar fund urinn á sömu aðila að veita hlið- stæð afurðalán út á framleiðslu nautgripa, hrossa og garðávaxta." 2. „Aðalfundur Kaupfélags Skaft Óskar Helgason, símstjóri á Höfn í Hornafirði, fluttist þang- að árið 1945, þá ungur maður og öllum ókunnur. En hann vann sér þar brátt almennari og meiri vin- sældir, en algengt er, enda fram- koma hans öll, drengskapur og greiðvikni, slík að það vekur hvers manns traust og vináttu. — Munu sjómennirnir á Höfn því eigi sízt vitni bera, hvílíkur drengskapar- og fyriigreiðslumaður hann er í hverri raun, svo mjög sem hann hefur ætíð verið boðinn og bú- inn að veita þeim fyrirgreiðslu og hjálp, á hvaða tíma sólarhrings- ins, sem verið hefur, um viðgerðir talstöðva og hvað annað sem þeir hafa þurft að leita til hans með Eiga þeir honum miklar þakkar skuld npp að inna. Á síð'asta hausti urðum við hjón in og fjölskyldur okkar fyrir djúpri og þungbærri sorg, er v.b. Helgi frá Hornafirði fórst á leið heim frá Englandi. En þar fórust synir okkar tveir, tengdasonur og sonarsonur. — Tilfinningum okkar og fjölskyldna okkar, í sambandi við það slys, ætlum við ekki að lýsa. — í þeirri sorg hafa Hafnar- menn allir, svo og aðrir vinir okk ar, sameinazt um að létta okkur hina þungu byrð'i harma og trega, svo sem bezt þeir hafa getað. — Færum við öllum þeim okkar hjait anlegustu þakkir fyrir alla samúð og vinarþel. — En þó allir hafi viljað sitt gera, til að létta angur okkar og sorgir, hafa þó símstjóra- hjónin á Höfn, Óskar Helgason og (Framhald á 15. síðu) fellinga, haldinn að Kirkjubæjar- klaustri 3. júní 1962, telur, að af-j urðaverð til bænda, sem ákveð'iðj var af hagstofustjóra sl. haust, sé óviðunandi og skorar þvi á Stéttar- samband bænda, að láta einskis ó-! freistað til þess^ að fá leiðréttingu: þar á. j Jafnframt telur fundurinn sjálf-' sagt, að Stéttarsamband bænda leiti samvinnu við hvern þann að-; ila, sem líklegur er til þess að geta I unnið' að leiðréttingu þessara mála. — Þá skorar fundurinn á öll sam- vinnusamtök bænda, hvar sem er á Iandinu, að hefja öflugan áróð-l ur fyrir þvi, að bændastéttin fái; sanngjarnt framleiðsluverð fyriri afurðir sínar, því eins og nú er; telur fundurinn, að þar vanti mik- ið á." 3. „Aðalfundur Kaupfélags Skaft fellinga, haldinn að Kirkjubæjar- Óskar Helgason, símstjóri, Höfn, Hornafirði, og kona hans, frú Guðbjörg Framhald á 15. síðu. I Gísladóttir. 8 T í M I N N, mlðvikudagur 20. júní 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.