Tíminn - 27.06.1962, Síða 1

Tíminn - 27.06.1962, Síða 1
HEIDURSMERKI FYRIR AÐ HÆFA Sjá bls. 5 I Munið aS tilkynna vanskil á blaðinu ' síma 12323 fyrir kl. 6. Afgreiðsla, auglýs- ingar og gjaldkeri Tímans er í Bankastræti 7 143. tbl. — Miðvikudagur 27. júní 1962 — 46. árg. DOMURINN / OL/UMAUNU: 99 í gær var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur dómur í hinu svokallaða olíumáli, sem höfðað var gegn Hauki Hvannberg og fleiri. Rannsókn þessa máls stóð yfir í mjög langan tíma og var all um- fangsmikil. Dómsniðurstöður eru í mörgum liðum, og fer dómsorðið hér á eftir: Ákærður Haukur HvanrSierg sæti fangelsi 4 ár. Ákærður Jóhann Gunnar Stefáns son, greiði kr. 250.000.00 í sekt til níkissjóðs og komi varðhald 12 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðir Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matt- híasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson, greiði hver 29 HOLUR £N 171 VANTAR Þessi mynd er svolítið sumarlegri en hljóðið enda ekki frá þessu sumri. — (Ljósm.: KM). Þeir Þorkell Grímsson og, Þorleifur Einarsson hafa núj grafið 29 holur í fornleifaleit sinni við gatnamót Aðalstræt- is og Kirkjustrætis, en hafa nú misst borana, þar sem þeirra er þörf við undirbúning Þjórsárvirkjunar. Þeir félagar hafa mikinn hug á að fá bor- ana aftur við fyrsta tækifæri, enda munu þeir telja, að yfir 200 holur séu nauðsynlegar til þess að fullur árangur ná- ist. í fyrradag var brunnurinn hreinsaður að innan. Kom þá í ljós, að hann er um tveggja metra djúpur, og er nú 25 centimetra vatnsborð í honum. Hleðslan í hon- fréitinni hér fyrir neðan, um er laglega gerð, en ekkert j verður enn sagt um aldur hans. Hann verður nú byrgður með góð- um hlera, unz afráðið verður, hvað verður gert við hann; hvort hann verður gerður upp og hafður sem þjóðminjagripur. Þorkell sagði blaðinu í gær, að þeir hefðu ekki góðar vonir um að fá borinn aftur fyrr en í haust, en þó væri ekki loku fyrir það skotið. Þorkell hefur haldið nákvæma Framh. á bls. 3 um sig kr. 100.000.00 í sekt til rík issjóðs og komi varðhald 7 mánuði í stað hverrar sektar, verði sektirn ar eigi greiddar innan 4 vikna' frá birtingu dóms þessa. Ákærður Vilhjálmur Þór, greiði kr. 40.000.00 í sekt til ríkissjóðs og komi varðhald 3 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Stjórn Olíufélagsins h.f. greiði f. h. félagsins kr. 29,240.00 í ríkis- sjóð, ásamt 7% ársvöxtum frá 16. desember 1958 til greiðsludags. Stjórn Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags greiði f.h. félagsins kr. 251.586.00 í ríkissjóð, ásamt 7% ársvöxtum frá 16. desember 1958 til greiðsludags. Ákærður Haukur Hvannberg greiði Hinu íslenzka steinolíuhluta- félagi $135.627.29, kr. 51.933,42 og £-11.079.-11-08, ásamt 7% ársvöxt um frá 9. marz 1962 til greiðslu- dags. Ákærður Haukur Hvannberg greiði skipuðum verjanda sínum, Benedikt Sigurjónssyni, hrl., máls varnarlaun, að fjárhæð kr. 65.000. Ákærðir Jóhann Gunnar Stefáns Framh. á bls. 3 NYJAR SPÓLUR NAUÐSYNLEGAR Sérfræðingur frá framleið- anda spennisins, sem bilaði í KALT ERFITT NÆSTUM ALLT LAND Blaðið ræddi fyrir skömmu við Steingrím Steinþórsson búnaðarmálastjóra, um ástand og horfur í búnaðarmálum á þessu sumri. Búnaðarmála-stjóra á þessa leið: fórust orð — Vorið var og er mjög kalt og erfitt, svo að segja um land allt. Einkum hefur síðari hluti vorsins reynzt kaldur og erfiður, þó ekki sunnanlands sem í öðrum landsfjórðungum. Grasvöxtur er yfirleitt mjög skammt kominn á- leiðis, og víða um land eru stór- felldar kalskemdir. Á Norður- og Austurlandi eru kalskemmdirnar geysimiklar. Ekkert nema sérstak lega hlý og góð tið gæti bjargað frá eyðileggingu af völdum kals héðan af, og er þó hæpið, að um björgun yrði að ræða. Sauðburður gekk yfirleitt vel og stóráfallalaust. Um sauðburð- inn var tíð yfirleitt þurr og köld, en sauðgrös sprottin þrá.tt fyrir kuldann. Slíkar aðstæður eiga vel við um sauðburð. Enn er of snemmt að ræða um uppskeru garðávaxta, en yfirleitt var seint sett niður í garða í vor, því klaki var lengi í jörðu og jarðvegurinn blautur. Framh. á bls. 3 Áburðarverksmiðjunni, kom hingað á sunnudagskvöldið, og í gær kvað hann upp þan úr- skurð, að ómögulegt væri að gera við brunnu spólurnar. Þar af leiðandi verður að búa til nýjar spólur, en venjulegur af- greiðslufrestur er sex vikur. Sér- fræðingurinn fór utan í morgun. Hann sagði ennfremur að ske kynni, að fyrirtækið gæti afgreitt spólurnar á skemmri tíma en sex vikum, þó án þess að lofa neinu. Spólurnar hafa þegar verið pant- aðar. Forráðamenn Áburðarverksmiðj unnar hafa nú fengið lánaðan spenni hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, og standa vonir til, að með honum verði unnt að koma fram- leiðslunni af stað að hálfu leyti í vikulokin. Verið er að gera ýms- ar ráðstafanir til að nota þennan spenni, en það voru innlendir sér- fræðingar, sem komu auga á þann möguleika að nota hann.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.