Tíminn - 27.06.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.06.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Sambúð útvegsmanna og sjómanna spillt Deálan um síldveiðikjörin, sem stöðvaði flotann í þrjár vikur meðan síldveiði var næg suðvestan lands og norðan, er átakanlegt dæmi þess, hvernig skammsýn stjórn getur aukið á stéttadeilur og stéttasundrungu, en aðalmarkmið sérhverrar réttsýnnar ríkisstjórnar á vitan- lega að vera það að stuðla að bættri sambúð og sam- komulagi milli stétta. Um leið og ríkisstjórnin felldi krónuna í fyrrasumar, stórhækkaði hún útflutningsgjöld á sjávarafurðum. Ásamt hinum háu vöxtum, hefur þetta gert rekstrarkjör útvegsins stórum lakari en áður. Sérstaklega bitnar þetta á þeim útgerðarmönnum, er ráðizt hafa í dýr tækjakaup eða ætla sér að gera þa,ð. Til viðbótar þessu, tók ríkis- stjórnin svo ranglega stórfé af útgerðinni í sambandi við gengislækkunina í fyrrasumar. Til þess að mæta þessum auknu áiögum og fjár- drætti af hálfu ríkisvaldsins, völdu útgerSarmenn þá leið að krefjast kauplækkunar hjá sjómönnunum. Það er því raunverulega ríkisstjórnin, sem hefur knúið fram þessa deilu útvegsmanna og sjómanna. Þegar ríkisstjórnin sá, að þessi deila útvegsmanna og sjómanna myndi leiða til stöðvunar á síldarflotanum, átti hún vitanlega að bregða fljótt við. Hún átti að skila því, sem ranglega var tekið af útgerðinni í fyrra og lækka ú tflutningsgj öldin í hið fyrra horf. Þá fengu útgerðar- menn fullkomlega það, sem þeir kröfðust af sjómönnum og gátu því látið kröfur á hendur þeim falla niður. Þá hefðu síldveiðiskipin aldrei stöðvazt. Ríkisstjórnin hélt hins vegar að sér höndum og lét flotann liggja aðgerðarlausan í þrjár vikur meðan út- lendingar mokuðu upp síldinni við landið. Eftir þriggja vikna stöðvun, tók hún loks rögg á sig og setti bráða- birgðalög um gerðardóm. Ekki munu þau lög verða til að bæta samkomulag út- vegsmanna og sjómanna. Staðreyndir eru þannig þessar: Ríkisstjórnin bjó til deilu útvegsmanna og sjómanna með hinum óréttlátu auknu álögum í fyrra. Ríkisstjórnin gat leyst þessa deilu með því að aflétta þessum álögum. Það lét hún ógert og setti hins vegar gerðardómslögin. Öllum má vera ljóst, að það er nauðsynlegt, að'-stétt- ir eins og útvegsmenn og sjómenn vinni vel saman. Það á að reyna að auka gagnkvæman samhug og góðvild þessara stétta, en ekki hið gagnstæða. Núverandi ríkis- stjórn hefur hér farið öfugt að. Glöggt dæmi þeirrar óvildar, sem þessi afskipti rík- isstjórnarinnar hafa skapað, eru eftirfarandi ummæli, sem Vísir hefur eftir sjómönnum í Grindavík í fyrra- dag (25. þ. m.): „Útgerðarmenn segja alltaf, að þeir séu aS tapa, en þeir sýna annaS meS líferni sínu, utanferSum og alls kyns óhófi." Þannig hafa umrædd afskipti stjórnarinnar orðið til að vekja meting milli þeirra, sem saman eiga að vinna. Úr þessu er enn hægt að bæta. í stað þess að láta deiluna ganga til gerðardóms, getur ríkisstjórnin látið útgerðin fá það aftur. sem þar tekið ranglega af henni í fyrra, og fært útflutningsgjöldin i sitt fyrra horf. Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki, geta útgerðarmenn og sjó menn sameinazt um bessa kröfu, en látið í staðmn inn- byrðis deilur sínar falla niður. Það væri að starfa í anda þess stéttafriðar, sem þjóðin þarfnast. Social Credit flokkurínn hefur m úrslitavafd i þinginu ÚRSLIT kosninganna, sem fóru fram í Kanada 18. f.m., komu að því leyti ekki á óvart, að í- haldsflokkurinn tapaði miklu fylgi og Frjálslyndi flokkurinn bætti miklu við sig. íhaldsflokk urinn fékk ekki nema 116 þing- sæti í stað 208 í kosningunum 1958 Frjálslyndi flokkurinn fékk hins vegar 99 þingsæti í stað 49 í kosningunum 1958. Munar nú orðiö álíka litlu á flokkunum og í kosningunum 1957, þegar íhaldsflokknum tókst að sigra Frjálslynda flokk inn eftir 25 ára óslitinn valda- ferd þess Síðf.rnefnda. Þá fékk Ííhaldsflokkurinn 113 þingsæti, en Frjálslyndi flokkurinn 106 þingsæd. Eftir þær kosningar myndaði Diefenbaker, foringi í- halds‘"okksins, fyrstu stjórn sir.a, sern var minnihlutastjórn. S Ári síðar vann íhaldsflokkurinn hinn mikla kosningasigur sinn, sem er hinn stærsti í allri sögu Kanada. ÞaS kom ekki á óvart þótt íhaldsflokkurinn tapaði miklu fyigi nú, því að stjórn Diefen- bakers hnfur bæði verið sein- heppin og óheppin. Fylgisaukn- ing Frjálslynda flokksins kom heldur ekki á óvart. Það kom hins vegar á óvart, að hínn svo nefndi Social Credit flokkur fékk 30 þingsæti og þar með oddaaðstöðu á þingi Kanada Þess vegna beinist nú athyglin fyrst og fremst að honum. SOCIAL CREDIT flokkurinn er orðinn nokkuð gamall flokkur. stofnaður á kreppuárunum fyr- ir stríðið Aðalstefnumál hans var b?s ♦■rv.crjjria niömiirm r»í)pfTÍ legt lánsfé, því að það örvaði viðskipti og framleiðslu og skap Iaði þannig velmegun af sjálfu sér. Flokkurinn fékk strax veru- legt ' dgi i vestustu fylkjunum í Kanada og náði fljótt fylkis- =tjórninni í Alberta og síðar í British Columbia. í öðrum hlutum landsins náði hann ekki verulegri fótfestu. í fylkisstjórn =inni í Alberta og British Col- umbia reyndist hann íhaldssam ur og gerði lítið til að fram- fylgia hinu upphaflega stefnu- máli sínu. t þingkosningunum 1957 fékk hann 19 þingmenn kosna, alla Aiberta og British Columbia. en missti þá alla í kosningunum 1958 til íhalds- flokksins. Almennt var því litið svo á, að flokkurinn væri búinn að vera sem landsflokkur. Þetta reyndist hins vegar á aðra leið. Flokkurinn fékk nú 30 þingmenn kjörna, en þar af ekki nema 4 í Alberta og Brit- ish Columbía eða á hinum gömlu slóðum flokksins. Hins vegar fékk flokkurinn 26 þing- menn kjörna í Quebec, þar sem hann hafði ekki haft neina fót- festu áður. Sá sigur flokksins þykir miklum tíðindum sæta og geta orðið upphaf meiri tíðinda sð dómi ýmissa kunnugra. Það or nefnilega í Quebec, sem fólk frönskum ættum er í yfir- vi.æfandi meirihluta og hefur =ú hreyfing verið vaxandi þar. að Quebec heimtaði enn meiri sjálfsstjórn. því að hin brezk- ■^ttaði meirihluti í Kanada léti Duebec að ýmsu leyti verða útundan Social Credit flokkur- 'nn fékk mest fylgi í sveitahér- Vjðurinm. þar =em hin fransk- wwiMwwwMMriii——f tm CAOUETTE sinnaða þjóðernishreyfing er sterkust. EINN MAÐUR er talinn öðrum fremur eiga meginþátt í sigri Social Credit flokksins í Que- bec. Þessi maður heitir Real Caouette. Hann er 44 ára gam- all, bílasali að atvinnu. Hann hefur verið leiðtogi flokksins í Quebec síðan 1946, er honum tókst að ná kosningu fyrir flokk inn í aukakosningu og var það í fyrsta skipti, er flokknum tókst aö fá mann kjörinn í Que- bec Hann sat þá þrjú ár á þingi, en náði ekki endurkjöri. Hann hefur samt ekki gefizt upp. Fyr- ir fjórum árum seldi hann helminginn af bílasölu sinni og hefur síðan alveg helgað sig bar áttunni fyrir flokkiiin í Quebee. Hann hefur bæði ferðazt mikið og komið oft fram í sjónvarpi. llann er sérlega snjall ræðumað ur, er talar í trúboðastíl og nýt ur sín því bezt á stórum fund- um. Það hefur hjálpað honum, að hann er jafnvígur á frönsku og ensku. Hann hefur í ræðum sínum fremur lítið útskýrt stefnu flokksins, heldur lagt me.gináherzlu á eftirfarandi víg orð: Þið getið ekki haft það verra, — enginn munur er á f- haldsflokknum og Frjálslynda flokknum, því að auðmenn stjórna báðum, — reynið því Social Credit flokkinn. Þótt CaouPtte hafi raunveru- lega unnið mest fyrir flokkinn á undanförnum árum og verið aðalforingi hans. va- hann ekki kjörinn formaður hans á síð- asta flokksþingi. Af sögulegum ástæðum þótti rétt að flokkur- inn væri búsettur í Alberta. Fyr ir valinu varð því Robert Thomson, 48 ára gamall trú- boði, sem er nýlega kominn heim frá "’thiopiu eftir 15 ára dvöl þar. Hann verður nú for- ingi flokksins í þinginu, en Caouette þykir hins vegar lík- le.gur til að ráða mestu. Athygli vekur, að þingflokkur Social Credit flokksins er yfir- leitt skipaður mönnum, er ekki hafa komið nálægt sljórnmál- um áður eða þótt líklegir til slíkra afskipta. Þá hefur það vakið umtal, að þeir 24 þing- menn flokksins, sem eru kvænt ir. eiga sex börn til jafnaðar. ANNAR smáflokkur, Nýi demo- krataflokkurinn reyndi nú gæf- una í fyrsta sinn. Harm var stofnaður í fyrra upp úr gamla Samvinnuflokknum, er átti átta menn á þinginu, með tilstyrk Alþýðusambands Kan- ada Samvinnuflokkurinn hefur einkum átt fylgi meðal bænda í miðfylkjunum í Kanada og t.d. lengi haft fylkisstjórnina í Saskatshewan. Fyrirætlun hins nýja flokks var að fylla svipað rúm og Verkamannaflokkurinn gerir i Bretlandi. Hinum p.ýja flokki tókst að vinna 19 sæti, þar af 10 í British Columbia, þar sem Social Credit flokkur- inn var sterkastur áður. Aðal- fylgi hans reyndist vera í borg- unum, en í sveitum hélt liann ekki því fylgi, sem gamli Sam- vinnuflrkkurinn hafði áður haft. Það hefur vafalaust dregið mjög úr gengi þessa nýja flokks, að Frjálslyndi flokkur- inn hefur verulega færzt til vinstri seinustu árin. ÞAÐ, sem bjargaði íhaldsflokkn um mest frá hruni, var það, að hann frekar jók við sig í bænda héruðunum í mið- og vestur- fylkjunum. Þetta er ekki sízt tal ið að þakka því, að Diefenbaker hefur selt mikið af hveiti til Kína seinustu misserin og rétt á þann hátt hlut bænda mjög verulega. Af hálfu Frjálslynda flokksins var Diefenbaker nokk uð gagnrýndur fyrir hin stór- auknu viðskipti Kanada við Kína og Kúbu, en þau væru mis jafnlega séð af vinaþjóðum Kan ada. Diefenbaker tók þetta ó- stinnt upp og sneri þessu upp í þá sókn á hendur Frjálslynda flokknum, að foringjar hans væru of tillitssamir við Banda- ríkin, enda benti margt til þess. að bandarískur auðhringur, er hefði fest rætur í Kanada í valdatíð Frjálslyndra, óskaði nú bersýnilega eftir sigri þeirra. Fullvíst er talið, að þessi áróð- ur Diefenbakers hafi reynzt hon um drjúgur til fvlgis. ÞAÐ VIRÐIST vera ætlun Diefenbakers að halda völdun- um áfram í skjóli þess, að í- haldsflokkurinn er áfram stærsti flokkurinn, þótt hann sé kominn í minnihluta. Af hálfu Social Credit flokksins. sem _er líklegastur til samstarfs við íhaldsflokkinn, hefur verið lýst yfir því, að samsteypustjórn komi ekki tH greina, en það sé ekki heldur rétt að láta kjósa strax, heldur ber að reyna fyrst að rétta við erfiðan fjárhag Kanada. Flokkurinn sé fús til að styðja réttar aðgerðir í þeim efnum. Diefenbaker hefur nú lagt fran tillögur sem ganga í þ átt að dómi hans, en eftir er að sjá, hvernig Social Cred- it flokkurinn tekur þeim. Yfirleitt er það álit manna, að miki] óvissa ríki nú í stjórn- málum Kanada og fram úr þeim verði ekki ráðið nema með nýj- um kosningum Líklegt er hins vegar, að bæði íhaldsflokkur- inn og Social Credit flokkurinn vilji draga þær á langinn. Þ.Þ. T í MIN N, miðvikudaginn 27. júní 1962 z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.