Tíminn - 27.06.1962, Qupperneq 14

Tíminn - 27.06.1962, Qupperneq 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eítír Arthur Bryant Heimildir eru STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE rnn og ákvörðunum í staðreyndir og veruleika." 12. KAKLI Fyrstu dagana í febrúar 1943 meðan forsætisráðherrann og Brooke voru á heimleig frá Tyrk- landi, og næstu daga á eftir gerð- ^ust mjög þýðingarmiklir atburðir. Þann 2. febrúar lögðu síðustu leifarnar af hinum tuttugu og tveimur herdeildum Paulusar yfir hershöfðingja við Stalíngrad, nið- ur vopnin. Þann sama dag kom fyrsta brezka birgðaskipið til Tri- poli. Tveimur dögum síðar komst framvarðarlið Montgomerys til suð-austur-landamæra Tunis. Og þann níunda febrúar lauk sex- •mánaða stríði um Guadalcanal með því að Japanir hörfuðu frá eyjunni. Þann dag var Brooke aftur kominn að skrifborðinu sínu í Whitehall. Eftir nótt á heimili sínu í Hampshire, hóf hann störf sín að nýju, mánudaginn 9. febr- úar með því að sitja á hinum venjulega mánudagsfundi her- málaráðuneytisins, sem ' Attlee stjórnaði í fjarveru forsætisráð- herrans. „Eftir miðdegisverð", skrifaði hann þá um kvöldið — „hef ég verið að grafa í gömlum skjalabunkum og reyna að setja mig inn í starfið aftur. Það er furðulegt hvað maður er fljótur að falla aftur í gamla farið. Mér finnst næstum að ég hafi aldrei farið neitt í burtu . . . 10. febrúar: Á herforingja- ráðsfundinum \ morguh börðumst vig gegn þeirri tillögu að flýta árásinni á Sikiley og framkvæma hana í júní. Bæði forsetinn og forsætisráðherrann eru henni fylgjandi. Persónulega álít ég þag mjög varhugavert, að láta stjórn- ast meira af kappi en forsjá í þessu sem öðru. 15. febrúar: Mestur fundartím- inn fór í það að rannsaka mögu- leikann á að gera árásina á Sikil- ey í júní, en ekki í júlí, svo fram- arlega, sem búið ve’-ði að hreinsa Tunis fyrir 1. maí Þar sem taka verður tillit tii skoðana bæði Breta og Bandaríkjamanna. þá er ekki auðvelt ’að komast að neinni endanlegri niðurstöðu 18. febrúar: Bertie Ramsay, sem nýkominn er til baka frá Norður-Afríku, sat með okkur á herforingjaráðsfundi og veítti okkur nýjustu upplýsingar um hinar áformuðu aðgerðir á Sikil- ey. Augljóst er að Eisenhower telur sig ekki geta tekið að sér framkvæmd aðgerðanna fyrr en í júlí, þrátt fyrir hinar mörgu og áhrifamiklu raddir, sem krefjast þess að það verði gert í júní. Eftir síðasta ósigur sinn í Túnis, þá efast ég stórlega um að hon- um takist að hrekja Þjóðverja, burt úr Túnis, fyrir ma;-byrjun, í fvrsta lagi . . . “ í nokkrar vikur naut Brooke hvíldar — að vísu áhyggjufullrar og óvelkominnar — frá daglegri þvingun hins gamla húsbónda síns og vinar. Bæði Churchill og Roose velt — annar 68 ára og hinn 61 árs og þar að auki líkamlega lam- aður — komu heim úr ferðum sín- um heilsuveilli en áður. Fimm dögum eftir heimkomu forsætis- ráðherrans, var hann lagztur í rúmið með háum hita, þegar Brooke kom til hans, til skrafs og ráðagerða, og sá síðarnefndi varð svo áhyggjufullur, ag hann fór aftur heim til sín með margar knýjandi spurningar óræddar. Þremur dögum síðar var hinn ó- bugandi stjórnmálamaður kom- inn á fætur og tekinn til starfa, en kvefaður og kverkasár. Þann 16. febrúar var hann aftur lagzt- ur í rúmið, í þetta -skipti með lungnabólgu. Og þegar hann lét i Ijós óánægju sína yfir því, hve honum voru færð fá skjöl og önnur verkefni, til að annast í rúmi sínu, sagði læknirinn honum að lungnabólga væri þekkt sem vinur öldungsins „vegna þess“, útskýrði hann „hve hún bindur rólega og hávaðalaust enda á líf hans“. Næstu viku var algert lát á hinu vanalega flóði smásmugu- legra „bæna“ og spuxninga frá skrifborði forsætisráðherrans. Brooke sá hann ekki aftur fyrr en þann 22. febrúar, þegar hann var kvaddur á vettvang til að hjálpa honum við ag semja bréf til konungsins viðvíkjandi hern- aðarframkvæmdunum í Norður- Afríku. Forsætisráðherrann var þá enn mjög veiklulegur útlits enda þótt hann segðist vera miklu hressari, njeg aðeins 100 stiga hita og þess albúinn að glettast og gera ag gamni sínu. í fjarveru hans þetta kvöld ríkti ólund og óvissa í hermálaráðu- neytinu. En í byrjun marz hafði Churchill náð sér aftur að mestu eftir veikindin. Og þann 1. marz, þegar Brooke ræddi við hann í eina klukkustund um aðkallandi hernaðarlegar ákvarðanir, var gamli maðurinn hinn hressasti, áhugi hans takmarkalaus og bjart- sýnin óskert. En febrúar hafði reynzt erfiður mánuður að flestu leyti — sívax- andi skipatjón af völdum kafbáta, Rússar óánægðir með þá aðstoð sem þeim var veitt; Bandaríkja- menn að leggja út í ný áhættu- fyrirtæki á Kyrrahafi, forsætis- ráðherrann veikur og loks gekk sóknin á Afríku'vígstöðvunum hægt og erfiðlega. Þann 14. febrú ar gerði Rommel skyndiárás með hinum nýju skriðdrekum sínum á 1. bandarísku herdeildina og hertók nær helminginn af skrið- drekum hennar og fallbyssum. í nokkra daga leit helzt út fyrir að pansarasveitir han-s myndu rjúfa allt samband Andersons yið Alsír. En svo tókst Alexander að safna aft.ur saman hinum tví’struðu her- deildum sínum, meðan hinir harð- •snúnu brezku fótgönguliðar vörð- ust árásinni [ hálendis-skörðunum fyrir norðan. Og bfatt hafði und- anhaldið snúizt í gagnáhlaup. Þessi hálfi mánuður, með óvissu sinni og áhyggjum, hafði reynt mjög á Brooke, sem nú nálgaðist mjög sextugasta afmælisdag sinn. Þann 18. febrúar, fjórum dögum eftir áhlaup Rommels, varð tónn- inn í dagbók hans óivenjulega nöldrunarsamur. „Var á daufum og leiðinlegum ráðherrafundi klukkan 6 e.h. . . . Lenti i áköfum deilum við for- sætisráðherrann í kvöld . . . fram- koma hans þrjózkufull og barna- leg, svo ag illmögulegt er að fást við hann.“ * „Það getur ekki“, skrifaði Brooke síðar, „hafa verið mjög ájcöf deila, þar sem ég man nú alls ekkert eftir henni. Það hlýtur að hafa verið mjög óvenjulegt af forsætisráðherranum, að vera þrjózkufullur og barnalegur í framkomu, þar sem ég get með engu móti munað eftir honum þannig. Þag virðist öllu senni- legra að ég hafi sjálfur verið þrjózkufullur og barnalegur . . .“ Og þeir voru vissulega fleiri en Churchill, sem fengu all- harða gagnrýni í dagbók Brooke. Þann 19. febrúar álasar hann Mountbatten vegna tillögu hans um árás á Channel Island, sem hann telur bæði herfræðiléga og tæknilega óframkvæmanlega og 81 lét bera þangag stórt glóðarker og setja við fætur sýslumanns. Var allmikil grind yfir glóðarker- inu og gátu gestirnir rétt fæt- urna upp á hana og fór þá þægi- legur ylur um þá. Nú bar bóndi fram fyrstu hress- inguna, vín í könnu. Er gestirnir höfgu fengið sér bragð, spurði bóndi sýslumann, hvers vegna hann yrði þeirrar óvæntu saemdar aðnjótandi, að svo margt tiginna gesta heimsæktu sig. Fagravatn var ekki í þjóðbraut. — Eg er kominn hingað þeirra erinda — mælti sýslumaður, að biðja um hönd Áslaugar dóttur yðar handa syni mínum Guð- mundi, sem þaxna situr. Er hann vænn piltur og vel gefinn. Og um leið og hann staðfestir ráð sitt, fæ ég honum Hvamm, ættleifð mína, til eignar og búsetu. Fylgir jörðinni kvikfénaður og innbú, sem stórbýli sæmir og nokkrar hjálendur. — Þetta eru stór tíðindi fyrir mig og óvænt — mælti bóndi. — Já, óvænt eru þau og stór — end- urtók hann. Þessi einarðlegi, gamli bóndi virtist sem snöggvast líkur úr- ræðalausum pilti. En það varði aðeins andartak. Svo rétti hann úr sér og náði þegar venjulegri reisn. — Eg þakka yður, herra sýsiu- maður, þá miklu sæmd, sem þér sýnið mér og dóttur minni. En svo ann ég henni, að án hennar vilja og vitundar verður þessu stórmáli ekki ráðið til lykta. Eg tala undir eins við hana. En á meðan njótið þér hcihr þeirra litlu veitinga, sem þegar eru fram bornar. Að svo mæltu hvarf bóndi úr stofunni. Gestirnir sátu eftir. Þeir ræddu ekki málið, en svipur þeirra og hressilegt orðbragð báru það með sér, að þeir gerðu sér hinar beztu vonir. Áslaug vissi um gestakomuna og var í óðaönn að undirbúa mót- tökurnar. Nú kallaði faðir hennar hana á einmæli, og fékk hún þá um annað að hugsa. Drykklanga stund áttu feðginin samræður. Þaðan fór Áslaug til svefnstofu sinnar, en bóndi gekk að nýju til gestanna. Kvað hann kvonbænum verða vel svarað af sjnni hálfu, en Ás- laug vildi tala vig biðilinn, áður en hún gæfi fullnaðarsvar. Biðillinn reis þá úr sæti og kvaðst reiðubúinn að ganga fyrir meyna. Fylgdi bóndi honum til bæjar, Lítil gestastofa var undir bað- stofulofti. Þangag leiddi bóndi sveininn. Er pilturinn hafði tek- ið sér sæti, hvarf bóndi til gest- anna. Nokkru síðar gekk Áslaug í stofuna, var hún þá vel bújn. Nú heilsuðust þau hjónaefnin í fyrsta sinni og ræddust við. Er Áslaug kom í gestastofuna með heitmanni sínum, var þeim, og þó einkum henni, vel fagnað. Sýslumaður rétti henni að gjöf hring einn fagran, foman ættar- grip. Var hann allmikið slitinn. En þó hinn mesti dýrgripur. Hafði móðir sýslumanns átt hann og borið vig öll hátíðleg tæki- færi og eins móðir hennar og amma. Síðast hafði frú Ragnheið- ur borið hann á sama hátt og for- mæður sýslumanns. En þar sem hún var mjög handsmá. hafði hringurinn reynzt henni rúrnur til óþægin^a. En á fingri Áslaugar var hann mátulegur. Sagði sýslu- maður sögu hringsins og mælti svo um, að Áslaug skyldi bera hann daglega, unz giftingarhring- urinn kæmi, én síðar vig öll há- tíðleg tækifæri. Svo bauð hann hana velkomna inn í Hvamms- ættina og mælti svo um, að þau feðginin skyldu þúa sig og sína nánustu frá þessari stundu. Tóku tengdasynir hans undir það, og var það staðfest með þéttu handabandi. Var svo drukkið festaröl með mannfagnaði og árn- aðaróskum. Ekki löngu síðar var miðdegis- verður á borð borinn. Er honum. lauk, bað sýslumaður Jón bónda' að ræða við sig undir fjögur! augu. Gengu þeir þá til svefnherberg- is inn af stofunni. — Góði vinur, mælti sýslu- maður, — má ég ekki eiga von á því, ag þú fylgir dóttur þinni heim í Hvamm? Að vísu ert þú talsvert yngri maður en ég, en þó rekur senn að því, að þú þurfir, sem aðrir eldri menn, að eiga náð uga daga. Eigum við ekki, vinur, að eyða ellinni saman í umsjá sameiginlegrá ástvina? — Nei, herra sýslumaður, góði vinur, mælti Jón. — Eg hef ekki enn lokig uppeldi barna minna. Eg fer ekki lifandi frá Fagra- vatni til að eiga annars staðar heimili. Það geri ég ekki. Eg ætl- aði Áslaugu minni þetta býli. Nú þarf hún þess ekki með. Eitthvertj yngri systkinanna sezt hér að, i vona ég. En hvernig sem það fer. flyt ég ekki héðan nema í kirkju- garðinn. — Þú ert hryggur vinur minn, sagði sýslumaður með hluttekn- ingu í rómnum. — Eg skil þig vel. BJARNI UR FIRÐI: í Hvammi — Nei, sýslumaður. Eg er ekki hryggur, heldur glaður. En tvisv- ar verður gamall maður barn. Það stóðu tár í augum þessa veðurbitna öldurmennis. XLVI Á hvítasunnu um vorið var brúðkaup þeirra Áslaugar. Séra Tómas gaf þau saman í sóknar- kirkju Fagravatns. En veizlan var haldin ag Fagravatni. Og viku síð ar fluttj Guðmundur yngri brúði sína í Hvamm. Áslaug hafði æf- ingu í að stjórna stóru heimili og þótti ýmsum flest færast í svipað horf í Hvammi og var á dögum frú Ragnheiðar. Það tókust góðar ástir með þeim hjónum, og ári síðar fæddist þeim sveinbarn, sem hlaut nafn ættarhöfðingjans: Guð- mundur. Sýslumaður gaf nú frá sér alla búsýslu, enda tók nú eHin að segja til sín; Hann virtist heilsu- góður, en stirðnaði mjög, hætti að skipta sér af öllu bústangi. Þó hafði hann sterkar gætur á með- ferð gamla reiðhestsins. Á hon- um sat hann jafnan, er hann fór út af heimilinu. scm helzt var til kirkjunnar. Einu sinni á ári heimsótti hann dætur sínar og kom þá jafnan við á Fagravatni. í þessari skemmti- ferð var hann viku til hálfan mánuð. Og jafnan var hún farin að sumrinu. Þegar sýslumaður var við messu í sóknarkirkju sinpi, sat hann jafnan við altarig sunnan vert. Þaðan mátti sjá fram um kirkjuna. Og hafði hann öll bú: skaparár sín í Hvammi horft úr sæti þessu yfir söfnuðinn í kirkj- unni sinni og fylgzt með hverri hreyfingu og svipbrigðum hinna ólíku kirkjugesta. Og einmitt þessi sérstaða sveitarhöfðingjans hafði leitt söfnuðinn til virðulegr ar andagtar, sem hæði helgum stag og helgri athöfn. Enn sat hann á sama stað, er hann mætti að guðsþjónustu. Svip urinn var virðulegur, en þó duld- ist engum, að elli og þreytumörk höfðu rist rúnir á allt yfirbragðið. Hvítur var hann fyrir hærum og skeggið hélugrátt. En hvort tveggja, hár og skegg, var snyrt vel og prýddi hig öldurmannlega andlit, og gaf því sérstæðan hlý- leik. Augun lifðu enn, björt og skír, en gneistaskot hins þrek- mikla íturmennis, sem gáfu hon- um sérstætt svipmót á manndóms 14 T í M I N N , miðvikudaginn 27. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.