Tíminn - 01.07.1962, Blaðsíða 3
ATKVÆÐAGREIÐSLAN
TÍD ALSÍR
Kab-el
Oui
Kag-lah
Viljið þér a® Alsír vsröi
sjáifstætt riki í sasnvinnu
við Frakkland, meö þeim
skilyröum, sem fólgin eru
í sátfmáianum frá 19.
marz 1962?
í dag verður leitað eftir
svari við þessari spurningu hjá
íbúum Alsír. Milljónum sam-
an munu alsírskir íbúar ganga
í kjörklefana í dag og játa eða
neita þessari spurningu og þar
með ákvarða framtíðarstöðu
landsins. En atkvæðagreiðsla
þessi er raunar formsatriði
eitt, því að þegar er vitað,
hvernig atkvæði munu falla. í
Alsír búa um 9 milljónir
Serkja, en aðeins tæp milljón
manna af evrópskum uppruna,
og lítill vafi er á, að a.m.k.
Serkirnir muni svara spurn-
ingunni játandi.
í gærdag var unnið sleitulaust
að Því að reisa.skýli víðs vegar
um í Algeirsborg, en þau verða
notuð sem kjörstaðir, þar sem
OASmienn hafa lagt í xúst flesta
skóla borgarinnar, sem áttu upp-
haflega að þjóna hlutverki kjör-
staða. Þar til í gærmorgun hafa
franskir hermenn gætt markanna
miUi serkneskra og evrópskra
íbúðarhverfa í borginni, en í morg
un gengu einkennisklæddir her-
menn úr þjóðfrelsisher Serkja
fylktu liði ag borgarmörkunum
og leystu frönsku hermennina af
hólmi. Alsírski fáninn blaktir nú
vig hún um a-lla borgina og á
morgun mun þjóðfrelsisher Serkja
taka alla herstjórn í sínar hend-
ur.
Menn velta því nú fyrir sér,
hverjir muni taka við völdum í
landinu eftir þjóðaratkvæða-
greiðsluna, sem um 6 milljónir at
kvæðisbærra manna munu taka
þátt í.
Flestir hallast að þeirri skoð-
un, að útlaga'Stjórn Serkja undir
forsæti Ben Lui Ben Khedda muni
taka við völdum og stjórna hinu
nýja sjálfstæða ríki.
Atkvæðagreiðsla þessi verður
með dálítið óvenjulegum hætti. Um
tvenns konar atkvæðaseðla verður
að ræða, sem íbúarnir geta valið
á milli. Á hvítum atkvæðaseðium
munu standa þrjú orð, franska orð-
ið OUI, arabíska orðið KAB-EL og
á kabylsku KAG-LAH, en öll
merkja þessi orð það sama, þ.e.
JÁ.
Hinir atkvæðaseðlarnir verða
ljósrauðir að lit og'er ekki búizt
við, að margir taki þá og stingi
í atkvæðakassann, því að þeir bera
SEX VIKINGASKIP
DREGIN ÚR DJUPI
Á föstudaginn var allt til-
búið undir lokaatrennuna við
að ná af botni Hróarskeldu-
fjarðar einum merkasta forn-
leifafundi í seinni tíð í Dan-
mörku. Byrjað var að dæla
vatni úr nokkrum víkingaskip-
um, sem legið hafa á botni
fjarðarins, þvert fyrir mynni
hans, eftir að lokið hafði verið
við að þétta skipin, undir
stjórn fornleifafræðinga.
Hugmyndin er að ná skipunum
upp með þeim hætti, að dæla öllu
vatni úr þeim, þar sem þau liggja
á hafsbotninum, eftir að búið er að
þétta þau vandlega og láta þau síð-
an fljóta upp, þegar þau' eru orð-
in þurrausin.
Ef tilraunir þessar heppnast,
munu a.m.k. sex víkingaskip líta
dagsins ljós, eftir að hafa legið á
VEIÐIN
TREGAST
hafsbotni síðan á víkingaöld. Skip-
um þessum var sökkt á sínum
tíma í því augnamiði að loka firð-
inum. Lægi skipanna hefur lengi
verið mönnum kunnugt, þótt nú
fyrst sé hafizt handa um björgun
þeirTa.
Fylgzt er af athygli með þess-
um framkvæmdum og mun fólki
verða gefinn kostur á að komast
á björgunarstaðinn til þess að fylgj
ast með þessari einstæðu fornleifa-
björgun. Komið hefur verið fyrir
göngubrú, á fomleifastaðnum og
á enda brúarinnar er lítill klefi,
þar sem fólk getur staðið og fylgst
með því, sem fram fer. Frá Frið-
riksstað munu tvö skip fara á
klukkutímafresti á degi hverjum
á fornleifastaðinn og tekur sú ferð
aðeins hálf tíma, svo að ekki er að
efa, að margir munu notfæra sér
þetta einstæða tækifæri.
Siglingaleiðinni hefur þegar
verið gefið nafn og að sjálfsögðu
nefnd: Víkingaleiðin.
— Aðils.
í kvöld verSur skemmtun meS tízku
sýningu í Lídó, og rennur ágóSinn af
þeirri sýningu til styrktar frjáls-
íþróttamönnum úr ÍR, sem eiga aS
fara utan til keppni á NorSurlönd-
um í sumar. — Myndin hér aS ofan
er forsmekkur aS því, sem til sýnif
verSur í Lídó í kvöld.
Veiðin var heldur treg á síð-
asta sólarhring. Frá kl. 8 á
föstudagsmorguninn til 8 í
gærmorgun fengu . 35 skip á
vestursvæðinu samtals 15950
mál. Eftir það og fram yfir há-
degi fenau 16 skip smáslatta,
100—350 mál.
Þrjú skip fengu síld á austur-
! svæðinu í gær. Þar var lítilshátt-
ar bræla, en gott vestra.
Eftirtalin skip fengu yfir 500
mál frá kl. 8 á föstudagsmoguninn
til kl. 8 í gærmorgun:
Sæfaxi NK, 500, Helgi Helga-
son, 600, Jón Jónsson SH, 800, Vala
fell SH, 800, Eldey KE, 500, Gný-
fari SH, 600, Rifsnes RE, 700,
j Björn Jónsson RE, 600, Anna SI,
500, Þorbjörn GK. 500 Eldborg
I GK, 500, Haraldur AK, 500, Fák-
ur GK, 500 og Dofri BA, 500.
My faír lady
með sér neitun framangreindrar
spurningar.
Um 283 þúsund evrópskir íbúar
hafa flúig frá Alsír á síðustu mán
uðum og meðal þeirra, sem eftir
eru af milljóninni munu skoðanir
vera skiptar.
Læknaneminn Susini, einn af
helztu leiðtogum OAS hefur þegar
hvatt evrópska íbúa til að velja
hvíta seðilinn, en sú hvatning var
í sjálfu sér óþörf, því að þeir hefðu
samt orðið mörgum sinnum fleiri
en þeir rauðu.
Þegar atkvæðatalningu er lokið,
mun de Gaulle, forseti, flytja út-
varps- og sjónvarps-ávarp, þar sem
hann mun skýra frá úrslitum kosn
inganna, en ávarpið verður raunar
tilkynning um, að landið sé orðið
sjálfstætt ríki undir stjórn Serkja.
Þar með er uppfyílt loforðið,
sem de Gaulle gaf alsírsku þjóð-
inni í októbermánuði árig 1958.
Þá er loks endir bundinn á 8
ára blóðuga styrjöld f Alsír, sem
kostað hefur hundrug þúsunda
mannslíf og valdið allri þjóðinni
gífurlegu fjárhagstjóni.
Franski fáninn mun nú ekki
lengur blakta í Alsír, en græn-
hvíti alsírski fáninn verða dreg-
inn að hún.
íbúaskráin kornin út
íbúaskrá Reykjavíkur (manntal
Reykjavíkur) 1. desember 1961 er
nýkomin út. Er hún í einu bindi
um 1280 bls. í folíóbroti. Fremst í
henni eru leiðbeiningar um notkun
hennar ásamt táknmálslykli o.fl.
Sumar upplýsingarnar á skránni
eru á táknmáli, en samt er hún
auðveld í notkun.
Á íbúaskrá Reykjavikur eru allir
íbúar Reykjavíkur í göturöð. Auk
húsauðkennis, nafns og fæðingar-
dags, sem tilgreint er á mæitu
máli, eru gefnar eftirfarandi upp-
lýsingar á táknmáli um hvern ein
stakling í Reykjavík: Fjölskyldu-
staða, hjúskaparstétt, fæðingarstað
ur (kaupstaður eða sýsla), trúfélag
og ríkisborgararéttur. Enn fremur
lögheimili aðkomumanna og dvalar
staður fjarverandi Reykvíkinga. —
íbúaskráin er hin mikilvægasta
handbók fyrir allar stofnanir, fyrir
tæki og aðra, sem hafa mikil sam-
skipti við almenning. — íbúaskrá-
in kostar kr. 1.000,00 í bandi og
fæst hún í Hagstofunni, Arnarhvoli
(inngangur frá Lindargötu), sími
24460. Upplag bókarinnar er tak-
markað.
Framhald ai 16. síðu
sína á Elizu, og Benedikt Árnason,
sem aðstoðaði Svend Aage T.nrsen
| við stjórn leikritsins, fellt hugi
saman, og ekki nóg nieð það, helcl- j
ur muni þau ganga í heilagt hjóna-
band í dag. Það verður nóg að gera
hjá hinum ungu brúðhjónum, sem
bæði eiga þekkt nöfn sem leikarar,
því í dag verða tvær síðustu sýn-
ingarnar á My Fair Lady, sú fyrri
klukkan þrjú en síðari klukkan
átta. Uppsclt er á síðari sýninguna,
en um miðjan dag í gær var cnn
bægt að fá mi'ða á hina fyrri. Að
lokum scinni sýningarinnar mun
þjóðleikhússtjóri bjóða starfsmönn
um og leikurum söngleiksins til
'ióf-- ’’ ' i’-i’ ■’-'nuni, ;
cr ekki að efa það, að þessi vin- ■
sælu brúffhjón muni skipa þar heið ;
urssess.
Tíminn flytur þessu unga lista- j
fólki beztu hamingjuóskir.
Rúning rcie® vélklippum
r 1 -t *t> <iðu
ur að ullarrannsóknum hjá At-
vinnudeild Háskólans og er for-
stöðumaður námskeiðsins, kvað
mestan mun á flýti koma fram við
notkun klippanna þegar verið væri
að rýja ær, sem erfitt væri að rýja
T.d. ef mikill sandur væri í reyf
inu, eða ullin væri þófin.
Mikil framtíð virðist vera í notk
un þessara klippa. Þær eru tiltölu
lega ódýrar, klippa með benzín
mótor kostar um 6000 krónur, en
tvær klippur með rafmótor helm
ingi meira. Arangurinn að nám
skeiðinu að Hesti er mjög góður
og Mansei Hopkin sagði að nem
endurnir væru jafnvel betri en
þeir sem hann ætti að venjast úti
í Englandi. Þeir fljótustu voni
komnir niður í 4 mínútur með
hverja kind og má það teljast gott
eftir svo skamman tíma.
Meg þjóðaratkvæðagreiðsl
unni f Alsír í dag er bund-
inn endi á nær 8 ára blóð-
.ugt stríð í landinu. Að lok-
inni atkvæðagreiðslu munu
Serkir taka við stjórn lands
ins sem sjálfstæðu ríki. Er
þar með langþráðu tak-
marki nág í sjálfstæðisbar-
áttu þeirra. En þótt sjálf-
stæði sé fengið, eru ekki
allar þrautir unnar, þvert á
móti blasa vig óteljandi
vandamál og erfiðleikar.
Landið hefur goldið gífur-
legt afhroð á þessum 8 ófrið
arárum. Opinberar bygging-
ar eru rústir einar og efna
hagsmálin öll í molum.
Serkir eru fákunnandi á
flestum sviðum, og án fjár-
magns og þekkingar evr-
ópskra manna mættu þeir
sín lítils.
Nú ríður því á, að báðir
aðilar taki höndum saman
og vinni að uppbyggingu
landsins í sátt og samlyndi
og hefji þar með nýtt líf í
frjálsu landi, landi framtíð-
arinnar. Takist að eyða tor-
tryggni og hatri íbúanna
hvors í annars garð og þeir
læri að umbera hvorir aðra,
er hægt ag áorka miklu.
Ben Khedda, sem líklegur
er ag fara með völd í land-
inu eftir að það hefur öðlazt
sjálfstæði, hefur lýst því
yfir, að evrópskum íbúum
verði tryggt hið fyllsta ör-
yggi eftir valdatöku Serkja
og Evian-sáttmálinn verði í
heiðri hafður.
Þjóðfrelsishreyfingin hef-
ur sent Evrópumönnum
betta ávarp:
Gleymið því, sem aðskil-
ur okkur og takið í fram-
rétta bróðurhönd okkar —
og vonandi stendur ekki á
evrópskum borgurum að
rétta hönd sína'á móti.
T f M I N N, sunnudagurinn 1. júlí 1962.
3