Tíminn - 01.07.1962, Blaðsíða 14
sHTsæsaasHBHESswiJsraD
Fyrrí hluti: Undanhald, eftír
Arthur Bryant Heimildir eru
ar, „nýjustu gerö flugvéla, sem
ekki hafa neina hreyfla, en eru
knúðar áfram af lofti, sem sogast
inn í þœr að framan og þeytist
út úr þeim að aftan. Virðast lik-
legar til að verða orrustuflugvélar
framtíðarinnar. Ók aftur til Lon-
don með forsœtisráðherranum,
sem hafði fyrirgefið mér hrein-
skilni mína og framhleypni í sím-
anum á laugardaginn . . . “
Nú, sex mánuðum eftir fyrstu
landgönguna í Norður-Afríku, var
sviðið loks ákveðig fyrir síðari
hluta styrjaldarleiksins á Miðjarð
arhafinu. f lok þriðju vikunnar í
apríl var brezk-bandaríski herinn
í Túnis tilbúinn að hefja lokasókn
ina. Þann 22. apríl hófu þeir sókn
í austur, yfir fjöllin; Bandaríkja-
menn til Bizerta og Bretar til
Túnis.
Þrátt fyrir stöðugar loftárásir
veittu óvinirnir öflugt viðnám, og
viku síðar höfðu þeir nær stöðvað
sókn árásarherjanna. En þar sem
brezku herskipin lokuðu nú öllum
höfnum, var ómögulegt að koma
liðsauka eða nauðsynlegum birgð-
um til von Arnims, og því var
endirinn fyrirsjáanlegur. Eins og
Brooke hafði símað Montgomery,
eftir að hann hertók Sfox, þá var
nú tíminn kominn, til þess að
greiða Dunkirk-skuldina.
Tafarlaus ákvörðun um næstu
aðgerðir á Miðjarðarhafinu voru
því nauðsynlegar. Með þrettán
brezkar herdeildir í Norðvestur-
Afríku og a.m.k. sjö herdeildum
fleira í Mið-Austurlöndum, var
nauðsýnlegt að vísa brezk-banda-
ríska Miðjarðarhafshemum eins
fljótt og hægt væri eftir fall Sikil-
eyjar, til einhverra staða í Evrópu,
þar sem hann gæti létt þunganum
af Rússum og neitað óvinunum um
þann frest, er þeir þörfnuðust svo
mjög. Bæði Brooke og Churchill
skildu nauðsyn þessa, einkum þó
sá fyrrnefndi, sem vildi sjá hverju
skipi, hverjum hermanni og hverri
flugvél stefnt gegn Ítalíu til þess
að binda skjótan enda á þátttöku
hennar í stríðinu og neyða þannig
Þjóðverja til að fylla skarðið, sem
við þao ...yndaðist í Suður-Evrópu,
með varaliði sínu.
Þann 29. apríl, viku eftxr að árás-
in á Túnis byrjaði, séndi Churchill
Roosevelt forseta svohljóðandi
skeyti: „Nauðsynlegast virðist mér,
að við tökum nú sameiginlega á-
kvörðun, fyrst um Sikiley og
því næst um hernaðaraðgerðir á
Burma, með tilliti til reynslu okkar
og skipakosts. Það eru líka mörg
önnur mikilvæg atriði, sem við
þyrftum að koma okkur saman um.
Eg held, að ég geti verið kominn
til yðar á þriðjudaginn 11. maí.
Gerið svo vel að láta mig vita,
hvernig yður lízt á það“. Svo, án
þess að bíða eftir svari, fór hann
að búa sig undir ferðina.
ÞAR SEM læknarnir voru því
mótfallnir, að forsætisráðherrann
ferðaðist flugleiðis svo bráðlega
eftir legu sína í lungnabólgu, var
það ákveðið að .ferðin skyldi farin
með Queen Mary, öðru af hinum
tveimur risastóru línuskipum, sem
vegna ganghraða voru notuð til að
flytja bandarískar herdeildir yfir
Kyr.ahaf og Atlantshafið án þeirra
tafa, sem siglingar í skipalestum
höfðu óhjákvæmilega í för með
sér. Um þetta leyti var Queen
Mary í þann veginn að leggja af
stað til New York meg farm af
þýzkum föngum. Brooke lýsir ferð-
inni í dagbók sinni:
„Fimmtudaginn 29. apríl, 1943.
Erfiður dagur. Á herforingjafund-
inum skýrði Portal mér fyrst frá
því, að forsætisráðherrann hefði
tekið þá ákvörðun í gærkveld, að
leggja af stað til Washington næsta
miðvikudag. Því næst sagði Dudley
Pound mér, að hann væri nýkom-
inn frá forsætisráðherranum og að
við ættum að leggja af stað á
sunnudaginn . . . Klukkan 5 e.h.
á fundi hjá forsætisráðherranum
til að reyna að fá hann til að fresta
brottförinni. Fékk hann loks, eftir
langt þref og þjark, til að fresta
henni til næsta miðvikudags . . .
Fundur okkar klukkan 5 e.h.
mjög skemmtilegur. Ræddu-m fyrst
um öryggishorfur ferðlagsins. Aðal
■hættan er í þýzka sendii’áðinu í
Dublin. Þeir gátu fljótlega frétt
um förina og gert Þjóðverjum við-
vart, og þá gátu þeir sent kafbáta
sína til að reyna að granda Queen
Mary. Samt virtist áhættan ekki
vera mikil . . .
30. apríl: Undirbúningi ferðar-
innar næstum lokið, en ekkert svar
enn frá U.S.A. Fundur boðaður af
forsætisráðherranum kl. 4 e. h.
til þess að ræða um öryggi í ferða-
laginu. Ómögulegt að halda ferð-
inni leyndri og hætt við, að fréttir
um hana kunni að berast til Dubl-
in . . . Pound skýri frá því, að flug-
vélamóðurskip hafði verið staðsett
á svæði, þar sem mest voru Hk-
indi til að Focke-Wulf flugvélar
væru á sveimi. Einnig höfðu vopn-
uð varðskip verið send til verndar.
Ákveðið að halda fast við hina upp-
haflegu áætlun og búa sig undir
brottför á miðvikudag . . .
1. maí: Enn engin ákvörðun tek-
in um það, hvort lagt skuli af stað
til Washington á miðvikudaginn,
eða elcki . . .
3. maí: Frétti í morgun, að við
ættum að fara til Washington og
leggja af stað með járnbrautarlest
annað kvöld . . .
4. maí: Héldum okkar venjulega
horforingjafund, þar sem við luk-
um öllum endanlegum undirbún-
ingi . . . því næst aftur tiL hermála
ráðuneytisins og loks heim klukk-
an 8 e.h. til 'að snæða miðdegis-
verð og láta niður í töskurnar. Ég
er nú ag leggja af stag til járn-
brautarstöðvarinnar. Erfiður og
annasamur tími fyrir höndum, og
ég hef aldrei fyrr lagt jafnþreyttur
og þungur í skapi af stað í nokkurt
ferðalag. Ég vona bara, að gjóferð-
in hressi mig, áður en hið erfiða
starf á ráðstefnunni byrjar. Ég er
ekki sérlega vongóður um árang-
urinn. Casablanca hefur kennt mér
of mikið til þess. Samþykkt eftir
samþykkt kann að verða bókuð og
skráð á blað, en ef hugur þeirra
fylgir ekki rnáli,, er allt unnið til
einskis ...
5. maí: — Queen Mary. í gær-
kvöld klukkan 11,15 e.h. lagði ég
af stað til brautárstöðvarinnar, fyr-
ir utan Olympia, þar sem einkalest
okkar beið eftir okkur . . . í hópn-
um eru: forsætisráðherrann, Aver-
ell Hariúman, Beaverbrook, Leath-
ers, Charles Wilson, Cherwell,
Wawell, Peirse, Sommerville og
auk þess nokkrir hershöfðingjar
aðrir, fulltrúar frá flotamálaráðu-
neytinu, hermálaráðuneytinu, flug-
hernum og leyniþjónustunni, og
loks margir skrifarar, leynilög-
reglumcnn o.s.frv.
Við k„mum til Greenock klukk-
an 3,40 e.h. og fórum þá um borð
í gufubát, sem flutti okkur út í
Queen Mary. Hæð hennar var mjög
áhrifamikil, og þegar við komum
um . borð, var hreint ekki svo
vandalaust að rata. Henni hafði
verið breytt í herflutningaskip og
það hafði kostað mikla vinnu að
gera hana aftur að sæmandi ferða-
skipi fyrir forsætisráðherrann og
okkur. Slíkt hefur tekizt frábær-
lega vel á jafnskömmum tíma, og
vistarvera mín um borð getur ekki
verið betri að neinu leyti. Stór
svefnklefi, mjög vistleg setustofa,
baðklefi og fjöldinn allur af skáp-
um armstólum o.s.frv. Auk okkar
es
saman, renndu hvor á annan, svo
að hornaskellirnir heyrðust lang-
arm leiðir. Er svo hafði gengið
um stund og hvorugur lét sig,
drógust fleiri inn í leikinn, reyndu
að stilla til friðar eða veita öðrum
hvorum lið, sem endaði meg fjöl-
mennisbardaga. Leikurinn færð-
ist um heiðina og þátttakendun-
um fjölgaði. Jafnvel suipir, sem
lágu í ró og næði, urðu fyrir
spjarki áflogaseggjanna, ruku
upp reiðir yfir ónæðinu og lijskr-
uðu á ólátabelgjunum. En allt í
einu flugu gæsir upp, sem höfðu
leynzt í stararbreiðnni miklu, þar
sem bardaginn stóð. Varð uppi-
vöðsluseggjunum svo hverft við
hávaðann, sem gæsirnar gerðu, að
þeir tvístruðust. Og þar með var
leikurinn á enda.
Um nónbil var allur hópurinn
kominn á sömu brelðina o.g tók sér
hvíld að nýju. Nú ríkti hvarvetna
sátt og samlyndþ Þá fór Björn til
piltsins og sagði honum að fara
heim í sel. Þar skyldi hann vera
um nóttina, en halda heim að Teigi
daginn eftir.
— Og ég þakka þér fyrir sam-
starfið í sumar, drengur minn,
sagði hann loks.
Þessari stuttu kveðju með hlýju
og þróttmiklu handtaki gleymdi
pilturinn aldrei.
L.
Sveinninn var farinn. Björn stó'ð
einn í Fellinu og horfði yfir hóp-
inn. Bráðum var þessu lokið. Ein-
stæður þáttur í íslenzkri búnaðar-
sögu. Roskinn afdalabóndi hafði
mætt valdinu og skipun þess á sér-
stæðan hátt. Lagt allt að veði.
Vaidið hafði ekki ii'úað bvi. að oftir
áþján og harðæri liðinna alda,
væri til sá bóndi í byggðum lands-
ins, sem þyrði að gangast undir ok
valdsins. Þyrði að hætta á jafntví-
sýnan leik eins og þann, sem boð-
inn var. Þetta hafði gerzt. Og það
var einkasonur-bóndans, lítt komr
inn af barnsaldri, sem allt valt á,
og aldi’ei hafði honum skeikað. Nú
var seinasti sólarhringur vörzlunn-
ar að renna út. Bjartur dagur,
ímynd þess sigurs og sigurlauna,
er bíða garpsins, er fyrst slítur
strenginn í marki.
Björn f.mn til fagnaðar sigur-
vegarans. Og þó. — Þetta var
harmleikur öðrum þræði. Hjörð-
inni hafði verið bjargað í bili.
Heimilinu var borgið. En hjörð-
inni, sem var bjargað í bjli, var
nú fórnað, Fallegu hjörðinni, sem
hann hafði lært að elska og
þekkja. Ekki aðeins sem eina
heild, heldur hvern og einn í
hópnum. Hún átti að deyja upp til
hópa inrian fárra daga. Nú átti
hann að hverfa heim í hversdags-
leikann, en hópurinn fagrj til af-
tökustaðarins. Nei, hversdagsleiki
var það ekki, sem beið hans. Ung,
fögur kona og góð kona beið-. hans.
Nýtt líf, líf ástar og fagnaðar. Það
var í sannleika enginn hversdags-
leiki. Það var að vísu hið samaj
seiðmagnaða töfraspil kynslóð- j
anna. Töfraspil, sem þæ.r höfðu
nærzt á. Sá eðlisþáttur, sem hlúði,
stöðugt og hlúir enn að gróðri
mannlífsins og byggir hann upp j
og endumýjar. Síung þrá, hin
máttkasta þrá, sem vakir yfir
blómaskeiði ævinnar, fegrar það
og gefur í líkingu við döggina,
sem hnígur á lognkyrrum vordegi.
Áheitið mikla, sem tengir saman
vonaþræðina og varpar ljóma á
veginn Engu, sem ungt er og heil
brigt, líðst það að standa utan-
gátta, er drottning gróandans fer
um f skrautvagni sínum. Fjöldan-
um lyftir hún á hærra stig, hin-
um þrýstir kyngikraftur hennar
niður í svaðið. Svo var það fyrir
örófi alda. Svo er það enn í dag.
Björn stóð sólarmegin. Töfraljómi
drottningarinnar miklu lék um
iann. Allt var til reiðu. Fagnaðar
undur ástalífsins var gengið hon-
um á hönd. Þarna stóð hann í
Fellinu, ungur, þroskamikill,
viss í ætlun sinni og ákveðinn.
Þegar leið á daginn, tóku sauð-
irnir að ókyrrast, sýndu á sér
fararsnið lengra fram í öræfin.
En þess var enginn kostur. Enn
stóð vörðurinn vörg og krafðist
hlýðni.
Seint um kvöldið bældi Björn
hópinn, fékk sér sjálfur fugls-
blund, og nóttin, stjörnubjört
frostnótt, lagðist yfir og seiglað-
ist, eins og hennar er háttur, er
vökumaður bíður morgunsins.
Loks sást dagsbrún.
Sauðirnir risu við fyrstu skímu,
og tóku á rás. Jörðin var hvít af
hélu. Og þá vill kindin hreyfa
sig. En umráðasvæði sauðahópsins
var takmarkað nú sem áður. Morg
unninn þessi var lengi að líða.
Sólin hló í heiði og mjakaðist
áfram með stakri ró. Loks sást til
rekstrarmannanna. Þá var komið
fa'St að hádegi. Þeir voru þrír. I
Húsbóndinn á Teigi, vinnumaður
hans og vaskur ferðamaður utan
úr sveitinni. Þeir færðu Birni
mjólkurglas og brauð með. Nú
var Birni sagt, að þeir hefðu kom
ið með hesta í selið fyrir þau að
ríða heim, og taka með sér far-
angur sinn. Þessu hafði Björn
ekki búizt við og kom honum það
illa, eins og á stóð. En er Björn
kom í selið. fékk hann þær gleði-
fréttir, að Ósk hefðj tekið til
sinna ráða, sent piltinn heim með
BJARNI ÚR FIRÐh
Stúdentinn
í Hvammi
klyfjahestana, en þeðið sjálf elsk-
huga síns. Svo nóttina áttu þau
saman í selinu, eins og Björn
hafði ætlað.
Verður nú söguþráðurinn tek-
inn upp aftur, þar sem frá var
horfið.
Rekstrarmennirnir luku allir
upp einum munni um það, að
fallegur væri hópurinn.
— Það eý ekki að sjá, ag sauð-
irnir hafi verið í neinni pressu,
sagði aðkomumaðurinn. — Skyldi
það vera munur að eiga þennan
hóp nú, eða lepja dauðann eins
og allir aðrir.
— Eg kom aðeins degi síðar í
hóp hinna snauðu,- sagði húsbónd-
inn. — Þegar þessi hópur er fall-
inn, er ég jafnfátækur og þeir.
Ekki vildi hinn samsinna því.
Féll svo talið niður.
— Þið teljið hópinn, sagði
Björn
— Ætli þess þurfi með, sagði
aðkomumaðurinn.
— Eg vil fá viðurkenningu fyr-
ir því að hafa skilað öllum hópn-
um, sagði Björn.
— Það er rétt, drengur minn.
Teljið. piltar. sagði Guðmundur
bóndi.
Sauðirnir voru taldir. Reyndust
þeir stórt hundrað og hálfum
fjórða tug betur. í hópnum var
auk sauðanna veturgamalt fé af
báðum kynjum. AlU var það sömu
sökinni ofurselt.
— Þetta er auðvitað rétta tal-
an? sagði komumaður.
— Já, sögðu feðgarnir báðir í
einu.
Það var sem Guðmundur læsi
úr svip hins, að þetta væri hægara
að sfegja en sanna. Hann sagði
því:
— Þa'S var mun fleira sett á
í fyrrahaust. En hvert sinn, er ég
fargaði, það er slátraði úr hópn-
um, kom til mín maður, sem sýslu
maður valdi, var við slátrunina,
taldi hópinn og færði sýslumanni
hausana til yfirlits. Þetta fór ekki
hátt. En það mun mæta þeim,
sem rengir mig. Og amtpianni
verður send skýrsla um þetta á
sínum tíma.
— Blessaður, góði vinur, sagði
nú aðkomumaðurinn. — Þú verð-
ur ekki hrakinn af braut glögg-
skyggninnar og réttlætisins, frem
ur en sólin, sem nú skín í heiói.
Og giaðlegt bros lék um varir
mannsins.
Nú var stigið á bak og hópnum
stuggað á leið. Feðgarnir kvödd-
14
T f M I N N, sunnudagurinn 1. júlí 1962.