Tíminn - 01.07.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.07.1962, Blaðsíða 16
Sunnudagur 1. júlí 1962 147. tbl. 46. árg. Rúning með vélklippum Samband íslenzkra sam- vinnufélaga er nú að hefja innflutning á vélknúnum sauðaklippum. í því sambandi var efnt til námskeiðs í notk- un þeirra og fenginn maður frá Englandi til þess að kenna mönnum handtökin við rún- inguna. Námskeiðið hófst s.l. mánudag og endaði í gær. Fór það fram að tilraunabúinu að Hesti í Borgar- firði og er annað af tveimur. Hið síðara hefst á mánudaginn og HEIMSKUNNUR FYRIRLESARI Dvalizt hefur hór á landi að und anförnu heimskunnur guðspekifyr irlesari frá Englandi, Mrs. Doris Groves. Hún flytur opinberan fyrir- lestur í Guðspekifélagshúsinu í kvöld kl. 8,30, og nefnist fyrirlest- urinn: „Frelsi og örlög manna“. — Frúin sótti sumarskóla Guðspekifé- lagsins, sem nýlega er lokið að Hlíð ardal í Ölfusi. Hún var aðalfyrir- lesari skólans og flutti þar sjö fyrir lestra um yogaþjálfun og yogaheim speki. Hún er einn af helztu for- ustumönnum Guðspekifélagsins í heiminum og á sæti í allsherjarráði þess. verður haldið að Gunnarsholti á Rangárvöllum. Véladeild SÍS gerði tilraun til | þess að flytja vélknúnar sauða- klippur inn árið 1956. í það sinn var ekki fenginn maður með til þess að kenna meðferð þeirra, og gekk því bændum illa að notfæra sér þessi nýju verkfæri, og hurfu þau því brátt úr umferð aftur. Því var það ráð tekið að fá kenn- ara með í þetta sinn, og er hann Mansel Hopkin, bóndi frá Wales í Englandi. Hopkin hefur kennt meðferð klippanna víðs vegar í Englandi fyrir framleiðendur I í þeirra Wolseley Engineering Ltd. í Birmingham. Fyrir námskeiðunum að Hesti og í Gunnarsholti stendur Búnaðar- félag íslands í kamráði við Véla- deild SÍS. Fulltrúum allra búnað- arfélaganna á landinu hefur verið boðið að senda mann, og að Hesti voru komnir 10 menn frá 6 búnað- arfélögum. Vélklippurnar eru litlar og hand hægar og líkjast einna mest klipp um rakara. Þær má fá bæði með benzínmótor og einnig með raf- mótor. Með bensínmótornum er ein klippa, en hins vegar eru tvær með rafmótornum. Mikill flýtis- auki er að því að nota þessar klippur ef menn kunna rétt hand- tök. Mansel Hopkin, sem hefur notað klippurnar síðastliðin 30 ár, er t.d. aðeins rúmar tvær mínútur að rýja eina á. Stefán Aðalsteinsson, sem vinn- Framh. á bls. 3 • J TÚNI, 23. júní. — Sá einstæði atburður varð hér í Hraungerðishreppi 7. maí s.l., að hryssan Peria, sem er 26 vetra gömul, fæddi falleg't lelrljóst hestfolald með stjörnu ( enni. Perla er undan Þokka frá Brún og var afbragðs reiðhross, en þetta síðasta afkvæml hennar er undan Bráin frá Vorsabæ á Skeiðum. Eigandi Perlu er Sveinn Jónsson í Langholti. — Af mörgum hér er talið einsdæmi, að svo gömul hryssa eignist folald, og. telja þeir 25 vetur hámarkið. Gaman væri að heyra frá þeim, sem vfta eða hafa heyrt um eldri hryssur í folaldseign. — Myndin hér er af Perlu og folaldinu hennar, báðum við beztu hellsu. S.G. Gráar og dauðar sléttur a Héraði Kalið er höfuðáhyggjuefni margra austfirskra bænda nú MY FAIR LADY HJÓNABANDIÐ Um 40 þúsund manns hafa nú séð hinn vinsæla söngleik My Fair Lady í Þjóðleikhúsinu, og ailar hrakspár um þann lelk hafa reynzt byggðar á sandi. Jafn margir vita, að allt frá ,<ví að leikurinn hefst er ástin milli EIizu og Higgins stöð- ugt að glæðast, og í lelkslok verður ekki annað séð, en alit sé fallið í Ijúfa löð, og allir fara heim í þeirri vissu að þau muni eigast og lifa saman til æviloka i ást og ein- drægni, að minnsta kosti ekki lak- ara hjónaband en þau sem eru í bezta mcðallagi. Blaðið fregnaði i gær eftir áreið anlegum helmildum, að ást EIizu og Higgins er aðeins í leiknum, svo sem lög gera ráð fyrir, en him vegar hafi þau Vala Kristjánsson sem fræg er orðin fyrir meðferð Framh. á bls. 3 um þessar mundir, og svo mun einnig vera víðar um land, víða eru fagrar túnsléttur gráar og dauðar og það sem verra er, eiga sér engrar við- reisnar von án umbyltingar og endursáningar. Við náðum tali af Páli Sigurbjarnasyni, ráðunaut á Egilsstöðum, sem manna kunnugastur er þessum málum, og inntum hann fregna. — Þetta er misjafnt eftir sveit- um, sama og ekkert 1 Fljótsdal, á VöUum og líka í Upp-Fellum. í öllum öðrum sveitum á Héraði gætir þess meira eða minna. Það sem merkilegast er vig þetta er það, að hér er um öðruvísi kal að ræða en algengast er. Algeng- asta kalið er það, sem kemur á vorin, þegar jörðin hefur þiðnað, en frýs svo aftur.. Þá slitna ræt- urnar við frostþensluna í jörð- inni. Þetta kal hefur hins vegar komig. til af því að svell hefur^- legið á kalsvæðunum í allan vet- ■ur og fram á vor. Jurtin hefur eiginlega kafnað. Nokkurra ára gömul ný- rækt verður verst úti — Menn segja, ag nýræktin verðj verst úti. — Já, þó er það svo, að alveg nýjar nýræktir, til dæmis alveg frá í fyrra, sleppa eiginlega bezt, eru svo til óskemmdar. En eldri nýræktir fara miklu ver. — En gömul tún? — Þau sleppa yfirleitt miklu betur. — Hvaða ,skýring er á þessu með nýræktirnar? — Nýju túnin eru á öðru vísi landi, flatara landi. — Eg heyri bændur tala um, að nýræktarfræið muni ekki vera (Framhald á 15 síðu) SKEMMTIFERÐ Skemmtiferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verð- ur farin sunnudaginn 22. júlí n.k. Síðar verður auglýst hvert farið verður og nánari tilhögun ferðarinnar. Framsókjiarfélögin í Reykjavík v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.